Morgunblaðið - 29.05.1975, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.05.1975, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAl 1975 29 1 VELVAKAMPI yolvakandi svarar ( sfma 10-100 r!d. 10.30 — 11.30, fró mánudegi til föStúdags 0 Neyzluvatn á tsafirði Ásta D6ra Egilsdóttir á tsafirði skrifar: „Tilefni þess að ég skrifa þér núna, Velvakandi góður, er það, að ég heyrði i útvarpinu i morg- un, að Timinn var að skjóta á Moggann út af einhverju iþrótta- húsi, sem ekki er búið að redda í Breiðholtinu. Út af þessu fór ég að hugsa um blessaða veslingana, sem úti á landi búa. Tökum t.d. tsafjörð. Hér megum við búa án þess að hafa allt i fullkomnu lagi. Ég vil fyrst og fremst minnast á vatnið. Við, sem búum við Seljalands- veginn, hljótum að vera sérstak- lega hraust fólk. Vatnið hér fékk þá dóma hjá sérfræðingi, sem kom af höfuðborgarsvæðinu, að vatnið væri alls ekki hæft til b&ða. Ég vil taka dýpra í árinni og segja, að það sé alls ekki hæft til skúringa. Það væri áreiðanlega búið að tala um þetta ófremdarástand ef það væri á höfuðborgarsvæðinu. Ég er viss um, að orma,-pöddu- og grasasérfræðingar fengju nóg að gera og gætu fræðzt heilmikið, ef þeir kæmu hingað og rannsökuðu þetta. Ég get líka sent þeim sýni, ef þeir vilja. Það þarf ekki smásjá til að skoða þetta. Einu sinni heyrði ég því fleygt, að rolla hefði dottið í vatnsbólið og við mátt súpa seyðið af henni i margar vikur. Nú myndi einhver segja: „Þetta er lygi“, en sá hinn sami getur þá hringt í hvaða hús sem er á Isa- firði, sérstaklega hér við Selja- landsveginn. 0 Börn að leik í rykmekki Það er eins og allar plágur ver- aldar dynji á okkur. Það liggur við að við séum að kafna hér úr ryki, því að aldrei er neitt gert fyrir þennan blessaða veg, sem er þó aðalumferðargata bæjarins. Við veginn er nú búið að byggja nýtt og fallegt hverfi. Hverri ein- ustu lóð var úthlutað fyrir íbúðar- hús, en engum datt i hug að nota eina þeirra fyrir barnaleikvöll, heldur eru óvitarnir að leika sér á götunni I rykinu og drullunni. Og það, sem verra er, — þetta er stórhættulegt. Börn geta hlaupið út á götuna allt í einu, þótt maður haldi að þau séu að leika sér inni á ióð. Ég talaði einu sinni við eina lögguna hérna og fór fram á að hún gæfi krakkanum mínum kall um leið og hún renndi fram hjá. Svarið var: „Það er ekki i okkar verkahring að passa krakka." Veiztu hvað, svaraði Christer og var furðu alvariegur. — Ég held það hafi verið bezt að það gekk fyrir sig einmitt á þenna hátt. Ef Ánders Löving eða einhver annar fulltrúi lögreglunnar hcr hefði komið á staðinn og hlustað á það sem Puck og ég heyrðum þá hefði hann talið það skyldu sína að skrá það niður og kannski gefa opin- bera skýrslu um málið. En eins og nú er komið málum hefur Anders fengið að vita hver sökudólgurinn var og getur verið ánægður. Margit Holt er dáin og ég fæ ckki séð það komi hinum eftirlifandi að neinu gagni að hræra upp í fortfðinni. Eg lofaði Wilhelm því að ég skyldi gleyma öllu og hann verður að ákveða það sjálfur og einn, hvað hann segir lögregl- unni. — Ég hallast að þvf, sagði faðir minn f viðurkcnningartón — að lögregluforingjar séu reyndar gæðafólk. Að þeir eru með af- hrigðum gáfaðir, það hef ég löngu áttað mig á. Og nú finnst mér tfmi til kominn að Christer segi okkur hinum sem erum ekki jafn gáfuð, hvernig hann fór að þvf að komast að þessari niðurstöðu á undan okkur. — Nú ertu vfst að gera grín að mér, Jóhanncs, sagði Christer og Hver er það, sem á að halda uppi lögum og reglum ef ekki lögreglan sjálf? Svona er þetta í þessu bæjar- félagi. Allir bara tala og tala, en enginn framkvæmir neitt. Nei, ég held, að Reykvíkingar ættu að lækka svolítið í sér rost- ann og fara t.d. ekki fram á íþróttahús i nýju hverfi meðan við veslingarnir úti á landi verðum að vaða eld og reyk, ef svo má að orði komast. Ég er viss um að læknum myndi finnast við ákjósanlegt rannsóknarefni. Annaðhvort erum við ódrepandi eða þá að við eigum ekki langt eftir. Ég vona bara að þú birtir þetta bréf, Velvakandi minn. Ég gæti sagt miklu meira, en þetta er nóg í bili. Með fyrirfram þakklæti fyrir birtinguna. Vertu svo blessaður. Ásta Dóra Egilsdóttir, Seljalandsvegi 70, Isafirði." Ekki var nú þetta falleg saga, en það er ástæðulaust að skamma Reykvikinga fyrir það, sem miður fer á Isafirði. Ef vatnið hér hjá okkur væri eins og lýst er hér, þá væri áreiðanlega búið að gera eitthvað i málinu á svipstundu, hvort sem það væri hægt eða ekki. Við eigum nefnilega þessa dýrindis borgarstjórn hér. En all- ir eru auðvitað ekki jafn lánsamir. 0 Vegir í ná- grenni Reykjavíkur Sigurður Guðmundsson skrifar: „Velvakandi góður. Nú er sumarið loksins komið fyrir alvöru, og hver dagurinn er öðrum dýrlegri. Fólk er tekið að þyrpast út úr bænum, einkum um helgar. Á timum oliukreppu og óðaverðbólgu má þó búast við, að á næstunni sæki i það horf, að fólk fari fremur styttri ferðir en áður, enda þarf í rauninni ekki langt að sækja frá höfuðborgar- svæðinu til óspilltrar náttúru. Má í þvi efni minna á Heiðmerkur- svæðið, Miðdalsheiðina og upp- land Hafnarfjarðar, þar sem víða eru fagrir og skjólsælir staðir. En eitt er það, sem ég hef lengi undrazt, þegar ég hef hugsað til þessara svæða. Það er hið bág- borna ástand veganna hér við bæjardyr höfuðborgarinnar. Ég held það þurfi t.d. að fara i afdali á Vestfjörðum eða Austfjörðum til að finna jafnómerkilegan veg og hinn fjölfarna Flóttamanna- veg, sem liggur frá Hafnarfirði um Vífilsstaði til Elliðavatns framhjá einu aðalhliði Heið- merkur. Rykið á þessum vegum er líka orðið til hreinna vandræða fyrir þá, sem vilja sleikja sól- skinið í námunda við þá. Eg hygg, að það sé löngu orðið timabært að taka til hendi i þessum málum: leggja alvöruvegi um allt þetta svæði, gera áætlun um lagningu oliumalar á ákveðnu árabili og gera hæfiieg bílastæði á fjölsótt- ustu stöðunum. Það er sannarlega blóðugt til þess að vita, hve langt Islendingar eru á eftir nágranna- þjóðum í gerð varanlegra vega. Jafnvel Færeyingar eru langt komnir að leggja malbikaða vegi um allar eyjarnar, en við erum rétt að stíga fyrstu skrefin í þeim efnum. Hver á annars að sjá um vega- gerð á þessu umrædda svæði? Er það Vegagerð rikisins eða Reykja- vikurborg og þá nágrannasveitar- félögin? Ef síðarnefndir aðilar eiga að sjá um þessi mál, væri þá ekki tilvalið, að þeir efndu til samvinnu um lausn vandans, t.d. með unglingavinnu? Það ætlast enginn til, að allt gerist á einum degi i þessum málum fremur en öðrum. En hinn almenni borgari efast um, að allt sé með felldu, þegar bókstaflega ekkert gerist áratugum saman i nauðsynja- málum, eins og á sér stað I vega- málunum á mestum hluta um- rædds svæðis. Sigurður Guðmundsson." HÖGNI HREKKVÍSI Happdrætti S.V.F.R. VFR Dregið verður 1. júní n.k. Gerið skil á gíróinnheimtum strax eða heim- sendum miðum í síðasta lagi föstudaginn 30. maí. Skrifstofan á Háaleitisbraut 68 er opin frá kl. 1—7 e.h. Stangaveiðifélag Reykjavíkur. Byggingarfélag verkamanna, Reykjavík. Til sölu tvær tveggja herbergja íbúðir í 1. byggingarflokki við Meðalholt og 3. bygg- ingarflokki við Háteigsveg. Skuldlausir félags- menn skili umsóknum sínum til skrifstofu félagsins að Stórholti 16 fyrir kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 3. júní n.k. Félagsstjórnin. Húnvetningafélagið í Reykjavík. Aðalfundur Húrivetningafélagsins í Reykjavík verður haldinn mánudaginn 2. júní n.k. í félagsheimili félagsins að Laufásvegi 25. Fundurinn hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. Stjórn félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.