Morgunblaðið - 29.05.1975, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.05.1975, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAl 1975 Bayern Munchen Evrópu- meistari LIÐ BAYERN MlINCHEN: Sepp IVIaier, Bernd Duernberger, Björn Anderson, Georg Schwarzenback, Franz Beckenbauer, Franz Roth, Josef Kapellmann, Uli Höness, Conny Torstensson, Gerd MUIler, Klaus Wunder. LIÐ LEEDS UNITFD: David Stewart, Paul Reaney, Frank Gray, Billy Bremner, Paul Madeley, Norman Hunter, Peter Lorimer, Allan Clarke, Joe Jordan og Johnny Giles. DÖMARI: Michel Kibatdjian, Frakklandi. AHORFENDUR: 50.000. Marka-Miíller greiddi Leeds náðar- höggið í sögnlegnm nrslitaleik í París Bayern Mlinchen bætti enn einni stjörnu í safn sitt í gær- kvöldi er liðið bar sigurorð aí Englandsmeisturunum Leeds United I úrslítaleik Evrópubikar- keppni meistaraliða í knatt- spyrnu sem fram fór á Parce des Princes-Ieikvanginum í París í gærkvöldi. Tvö mörk gegn engu urðu úrslit f leik sem var lengst af fremur jafn, og ef eitthvað var þá voru Englendingarnir sterkari aðilinn, einkum f fyrri hálfleik, en hurð skall oft nærri hælum við mark Bayern Múnchen. Leikurinn var annars hinn sögulegasti frá upphafi til enda. Völlurinn var þéttsetinn áhang- endum liðanna, og þegar á leið þeirra að vellinum tók að bera á ryskingum og látum, og voru þá brotnir gluggar í flestum þeim byggingum sem áhangendurnir áttu leið fram hjá, og bifreiðar sem urðu á vegi þeirra skemmdar. Parísarlögreglan hafði mikinn viðbúnað vegna leiks þessa, og var fjöldi öryggisvarða inni á leik- vanginum og meðal áhorfenda. Þegar á 4. mfnútu leiksins bar til tíðinda. Björn Anderson, sænski leikmaðurinn í Bayern- liðinu, lenti í árekstri við Frank Grey — Leeds-leikmann með þeim afleiðingum að hann fékk svöðusár á höfuðið og var borinn útaf. í hans stað kom Sepp Weiss inn. Skömmu fyrir lok hálfleiks- ins lenti svo ein helzta stjarna Bayern-liðsins, Uli Höness, í árekstri við varnarleikmann Leeds, og meiddist það mikið að hann varð að fara af velli. Kom Klaus Wunder f hans stað. Mikil harka var í leiknum allt frá upp- hafi og fyrir leikhlé höfðu tveir leikmenn, Paul Reaney, Leeds, og Georg Schwarzenback, Bayern, fengið að sjá gula spjaldið hjá hinum franska dómara leiksins, sem var sannarlega ekki öfunds- verður af hlutverki sínu í þessum leik. Allan fyrri hálfleikinn var Leeds betri aðilinn í leiknum og vörn Bayern Miinchen var í stöðugum vandræðum. Peter Lorimer og Norman Hunter fengu báðir góð marktækifæri, en skutu yfir markið, og að margra dómi var sleppt vítaspyrnu á Bay- ern er Franz Beckenbauer stöðv- Fram AÐALFUNDUR handknattleiks- deildar Fram verður haldinn I kvöld, fimmtudaginn 29. mal í Glæsibæ uppi. Hefst fundurinn kl. 20.30. aði AHan Clarke sem kominn var í færi, á mjög grófan hátt. I seinni hálfleik var leikurinn til muna jafnari. Bayernliðið tók Gord Miillcr — skoraöi cnn cinu sinni á mikílsvcröu uiiunubliki. smátt og smátt að ná betri tökum á leiknum, en aldrei þó svo að það kæmist í verulega hættuleg færi. Þegar Leeds sótti var hins vegar meiri hætta á ferðum og á 66. mfnútu kom að þvf að liðið skor- aði. Þvaga hafði myndast fyrir framan mark Bayern og úr henni náði Peter Lorimer knettinum og skaut óverjandi i markið hjá Sepp Maier. En öllum til mikillar furðu og áhangendum Leeds til óbland- innar skelfingar og síðan reiði dæmdi dómarinn markið af. Ætlaði allt vitlaust að verða á vellinum. Áhangendur Leeds rifu upp stólsetur sem voru úr málmi og grýttu þeim inn á völlinn. Hitti ein þeirra öryggisvörð í höfuðið og var hann borinn af velli, mikið meiddur. Eftir það réðust nokkrir englendingar inn á völlinn og tókst þeim að kasta stólsetu í höf- uðið á þýzka markverðinum, Sepp Maier, og hlaut hann nokkur meiðsl af. Lögreglan sló hins vegar hring um dómarann, og eftir 12 mínútna hlé tókst loks að koma þeirri ró á, að unnt væri að halda leiknum áfram. En atvik þetta reyndist vera vendipunktur f leiknum. Leeds liðið var greinilega ekki í jafn- vægi eftir það, og á 71. mínútu tókst þremur Þjóðverjanna að leika laglega gegnum vörn þeirra og Josef Kapellmann átti síðan nákvæma sendingu á Roth, sem afgreiddi knöttinn viðstöðulaust í netið, og á 82. mínútu tókst Gerd Mtiller, sem hafði verið lftt áber- andi í leiknum fram til þessa að renna sér í gegnum vörn Leeds- liðsins og skora eitt af sínum sér- stæðu „pot“ mörkum. Þar með voru úrslit leiksins endanlega ráðin. Leeds-liðið gerði tilraunir til að sækja á lokamínútunum, en sóknir þess voru illa skipulagðar og auðveldar viðureignar fyrir Bayern-liðið, sem lét sér greini- lega það vel lfka að hafa skorað tvö mörk, og gerði varla tilraunir til þess að sækja á lokamfnút- unum. Með þessum sigri hefur Bayern Munchen bætt enn einni skraut- fjöður í hatt sinn og vestur- þýzkrar knattspyrnu. Sem kunn- ugt er hreppti Borussia Mönchen- gladbach Evrópumeistaratitil bikarhafa nýlega, og árangur þýzku liðanna f keppninni gæti þvf varla verið glæsilegri. Það var aðeins UEFA-bikarinn sem fór til annars lands. A-Þýzkaland tapaði Austur-Þjóðverjar sem eiga að leika landsleik við íslendinga 5. júnf n.k., léku landsleik við Pólverja f Halle f A-Þýzkalandi f gærkvöldi, og var sá leikur lokaundirbúningur þýzka liðsins fyrir leikinn á Islandi.ÚrsIitin urðu þau að Pólverjar sigruðu f leiknum 2—1, eftir að staðan hafði verið 0—0 f hálfleik. Lato og Marx skoruðu fyrir Pólland en Vogel skoraði fyrir A-Þýzkaland. Áhorfendur að leikn- um voru 20.500.- Sigfús Jónsson —náði ágætum árangri. Sigfús á 15:00,0 mín — og Sigurður P. bœtti fgrri árangur sinn um tœpa mínútu SIGFÚS Jónsson, hlaupari úr IR, sigraði í 5000 metra hlaupi á móti sem fram fór í Darlington i fyrra- kvöld. Hljóp hann vegalengdina á 15:00,0 mín., sem er ágætur árangur ef tekið er tillit til þess Islandsmótið 3. deild Leikur Reynis í Sandgerði og UMF Njarðvíkur fór fram í Sandgerði s.l. laugardag við heldur léleg skilyrði, þar sem mjög hvasst var meðan á leiknum stóð. Þarna var um fremur jafna viðureign að ræða. Njarðvfkurliðið þó öllu betri aðilinn og hafði góð tök á miðjunni og sterka vörn, en hins vegar fremur kraftlitla framlfnu. Eftir atvikum var 0-0 ekki ósanngjörn úrslit f leiknum. að kalt var í veðri er hlaupið fór fram og völlurinn sem keppt var á var afleitur, brautir lausar og ójafnar. Annar Islendingur, Sigurður P. Sigmundsson, tók einnig þátt í þessu hlaupi og varð hann fjórði á 15:58,2 mfn., sem er tæplega mínútu betri tími en hann hafði bezt náð áður í þessari grein. — Ég er nærri viss um að Sigurður á eftir að bæta þennan árangur sinn mjög mikið í sumar, og jafnvel sigrast á 15 minútria markinu, sagði Agúst Ásgeirsson, er Morgunblaðið ræddi við hann í gær um mót þetta. — Sigurður hafði engan til að keppa við, og hljóp auk þess í galla í kuldanum. Ágúst Ásgeirsson sigraði í 800 metra hlaupi á 1:58,1 mín., þar varð Jón Diðriksson annar á 2:00,0 min. og Gunnar Páll Jóa- kimsson varð þriðji á 2:01,4 mín. — Þetta var hálfgert æfinga- hlaup hjá okkur, sagði Ágúst. — Við hlupum fyrri hringinn á 60,0 sek., og vorum jafnir þegar 300 metrar voru eftir í markið. Það var aldrei við því að búast að við næðum góðum tíma, eins og veðri og velli var háttað. Hannu Siitonen FINNINN Hannu Sittonen náði bezta spjótkastsárangri ársins er hann þeytti spjótinu 90,22 metra á móti sem fram fór I Jyváskylá I Finnlandi s.l. sunnudag. Sem kunnugt er varð Siitonen Evrópu- meistari I þessari grein t fyrra og kastaði þá 89,54 metra og hann á Norðurlandametið: 93,90 metra. Vestur-þýzki heimsmethafinn I spjótkasti, Klaus Wolfermann, keppti á mótinu í Javáskylá og varð að sætta sig við þriðja sætið með 84,70 metra kasti. Á móti þessu náðist góður árangur I öðrum greinum. Irena Szewinska frá Póllandi hljóp 200 metra hlaup á 22,9 sek. Önnur varð Riitta Salin á 24,5 sek. Mona-Lisa Pursiainen sigraði I 400 metra hlaupi á 52,1 sek. og Nina Holmen sigraði I 1500 metra hlaupi á 4:21,0 min. Önnur i þeirri grein var sovézka hlaupadrottningin Ludmila Brag- ina sem hljóp á 4:27,8 min. Pentti Kahama FINNSKI kringlukastarinn Pentti Kahma setti nýtt finnskt met i kringlukasti á móti sem fram fór I Modesto i Kaliforniu i fyrradag. Kastaði hann 66,84 metra og sigraði hinn nýja heimsmethafa í greininni John Powell. Á móti þessu kastaði Powell 66,12 metra, en sem kunnugt er hljóðar heimsmet hans upp á 69,10 metra, og var það sett fyrir þremur vikum. Christa Vahlensiek Vestur-þýzka stúlkan Christa Vahlensiek setti nýtt heimsmet i maraþonhlapi kvenna um siðustu helgi, er hún hljóp vegalengdina á 2:40,15 klst. I sömu keppni setti Vahlensiek nýtt heimsmet kvenna i klukkustundarhlaupi hljóp 16.872 km. Gamla metið átti Brenda Welsh frá Banda- ríkjunum og var það 15.970 metrar. Bogi Þorsteinsson BOGI Þorsteinsson, fyrrverandi formaður Körfuknattleikssam- bands íslands, verður f-illtrúi sambandsins á ársþingi FIBA, sem haldið verður í Alsir dagana 2.—6. júni. Er þarna um að ræða ársþing Evrópudeildar sambands- ins, en auk Evrópulanda eiga öll Afrikulönd sem liggja að Mið- jarðarhafinu aðild að þessari deild. Jón * Asgeirsson JÓN Ásgeirsson, fréttamaður og fyrrum stjórnarmaður I Hand- knattleikssambandi fslands, hefur nú tekið við störfum sem framkvæmdarstjóri Knattspyrnu- sambandsins. Mun Jón starfa hjá KSf og tekur hann við störfum af Sigurði Jónssyni knattspyrnu- manni úr Val. Skrifstofa KSÍ verður framvegis opin frá kl. 13.00 — 15.00. Simi 84444.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.