Morgunblaðið - 10.07.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.07.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JULI 1975 5 „ Táknmálið - móður- mál heyrnleysingja” Rætt við Agnete Munkesö, heyrn- leysingjaráðgjafa ANNAÐ kvöld hefst I Norræna húsinu fimm daga undirstöðu- námskeið I táknmáli heyrnleys- ingja og er námskeiðið opið ölium þeim, sem áhuga hafa á að læra táknmálið. Sérstaklega er þess þó vænzt að foreldrar og aðstandendur heyrnleysingja sæki námskeiðið. Það er danskur heyrnleysingjaráðgjafi, Agnete Munkesö, sem mun annast kennslu á námskeiðinu, en hún er einnig komin hingað þeirra erinda að undirbúa norrænt æskulýðsmót heyrnleysingja hér á landi næsta sumar. Morgunblaðið átti stutt samtal við Agnete á dögunum um skipu- lag opinberrar aðstoðar við heyrn- leysingja í Danmörku, um tákn- mál heyrnleysingja og fleiri atriði. Samtök heyrnleysingja voru stofnuð í Danmörku fyrir rúmri öld, en lengi vel var öll aðstoð við heyrnleysingja unnin í sjálfboða- Vrntnj. Fyrir 35 árum var fyrst veittur rikisstyrkur til þeirra aðstoðar og fyrir 25 árum voru sett fyrstu lögin um aðstoð við heyrnleysingja. Árið 1956 voru skipaðir fimm heyrnleysingjaráð- gjafar í Danmörku og nú eru þeir orðnir 12 talsins. Er Egnete Munkesö einn þeirra. Starf ráðgjafanna er margþætt, að sögn Agnete. Þeir veita heyrn- leysingjum aðstoð á ýmsum sviðum, t.d. vegna menntunar, samskipta við hið opinbera, í dómsmálum og á fleiri sviðum, styrkja samtök þeirra og annast gerð tölfræðilegra skýrslna, svo að eitthvað sé nefnt. „Þegar ungir heyrnleysingjar ljúka almennri skólagöngu, veit- um við þeiin aðstoð viö að velja sér framhaldsnám og ef tján- ingarerfiðieikar koma fram komum við til aðstoðar bæði í námi og á vinnustöðum. Nú orðið geta heyrnleysingjar gegnt nán- ast öllum störf um sem er að'finna í samfélaginu, en í gamla daga var sagt við þá, að þeir gætu einungis orðið skraddarar, skóarar, smiðir eða saumakonur,“ segir Agnete. „Við höfum komið upp hópum túlka fyrir heyrnleysingja, eink- um í Kaupmannahöfn, og aðstoða þeir heyrnleysingja m.a. við nám. Ef heyrnleysingjar þurfa að fara fyrir dómstóla geta þeir fengið túlka með sér og t.d. eru ákvæði í lögum um að óheimilt sé að kveða upp dóm yfir heyrnleysingja án þess að hann hafi fengið aðstoð túlks. Ef heyrnleysingjar þurfa að fara i læknisskoðun, þurfa þeir aðstoð túlks, og þannig mætti lengi telja. Þeir gifta sig, eignast börn, sumir skilja, o.s.frv. Það má segja, að allt það, sem heilbrigt fólk getur án aðstoðar og byggist á samtölum, þurfi þeir aðstoð við. Þeir eru ekki verr gefnir en annað fólk, en þeir skilja málið ekki eins vel og annað fólk af því að þeir hafa ekki haft sömu mögu- leika á að læra málið.“ Þegar Agnete talar um heyrn- leysingja, á hún við fólk, sem ekki skilur mælt mál með aðstoð heyrnartækja. Heyrnardaufir geta hins vegar stuðzt að tals- verðu leyti við heyrnartæki t.d. í umferð, þrátt fyrir að þeir nái ekki að skilja talað mál. Lengi vel var varalestur talinn mikilvægasta aðferð heyrn- leysingja til að skilja og læra mælt mál, en nú eru viða uppi aðrar skoðanir. „I Danmörku mælum við með alhliða boðskiptum (total Kommunikation)," segir Agnete „og notum til þess talmál, ritmál, varalestur, munn við hönd- við-hönd-aðferðina, fingramál, táknmál, látbragð, líkams- hreyfinga og heyrnartæki." Hún bendir á að varalestur krefjist of mikillar einbeitingar fyrir heyrnarlausa og skili ekki nógu stórum hluta talaðs máls, þar sem sum hljóðin hafi svo líka varastöðu. Þannig geti heyrnleys- Agnete Munkesö ingi með frábæra hæfileika í varalestri vart náð nema 60—70% af þeim hljóðum, sem mynduð eru, og meðalmaður á þessu sviði nái vart nema 30—50% þeirra hljóða, sem myndu eru. Unnt sé að nota handahreyfingar til að auka nota- gildi varalesturs, en þessi aðferð ein sér sé mjög þreytandi og dauð. Það sama gildir um fingra- málið, að dómi Agnete, jafnvel þótt duglegustu menn í notkun fingramáls geti náð jafnmiklum hraða og talandi maður. Táknmál er sambland látbragðs og handahreyfinga, þannig að það verði merkingarberandi. „Það hefur verið sagt um látbragð, að það væri þögult tungumál andans,“ segir' Agnete, „Tákn- málið hefur verið kallað móður- mál heyrnleysingja. Táknmálið notar ekki sömu setningauppbyggingu og talað mál, það byggir fyrst og fremst á atburðarásinni. Hún er mikil- vægari en málfræðireglur fyrir táknmálið,“ segir Agnete og bætir við: „Menn verða að hafa i huga, að þegar þeir tala við heyrnleys- ingja, verða þeir að lúta þeim skilyrðum, sem heyrnleysinginn setur. þeir verða að miða við orða forða hans, en ekki við orðaforða venjulegs manns. Heyrnleysing- inn getur ekki lært orð jafnauð- veldlega og venjulegt fólk.“ Agnete leggur áherzlu á mikil- vægi þess, að með táknmáli sé unnt að tjá tilfinningar og það atriði sé þýðingarmikið til þess að takast megi að byggja upp eðlilegt samband, t.d. á milli foreldra og barna. Þess vegna leggja Danir mikla áherzlu á að kenna foreldr- um ungra heyrnarlausra barna táknmálið, jafnvel þótt ekki sé um mörg orð að ræða til þess að foreldrarnir geti bundizt inni- legri tengslum við börn sin, sem grundvallast á því að báðir aðilar geti gert sig skiljanlega í sam- skiptum. Að lokum sagði Agnete: „Það er mikilvægt að hafa í huga, hve mikil fötlun felst í heyrnarleysi. Menn skilja auð- veldlega hverjir erfiðleikar þess manns eru, sem hefur misst hönd eða fót, en erfiðleikar heyrn- leysingjans eru engu minni. Heyrnleysingi er ekki bara venju- leg manneskja án heyrnar. Hann vantar svo margt og þarf miklu lengri tíma en heilbrigt fólk til að þroskast og afla sér þeirrar vitneskju, sem nauðsynleg er í lífinu. Því miður hefur það verið of algengt, að heyrnleysingjar væru ofverndaðir af foreldrum sínum og væru þannig enn lengur að öðlast þroskann og vitneskjuna en ella.“ AUGLÝSINGASÍMINN ER: ^22480 J JHoröunblabib Alltaf eykst úrvalið AF STORGLÆSILEGUM ' SUMARFATNAÐI ] Fatn. úr denim: Gallabuxur — Gallajakkar — Kjólar — Pils — Jakkar & pils sett — Skokkar. [J] Bolir í stórglæsilegu úrvali [JJ Stutterma blússur | | Stutterma herra jerseyskyrtur O Kápur — Frakkar — Dragtir [[] Ljós sumarföt [[] Ný skísending á I I Ný hljómplötusending _ iíSSm. TÍZKUVERZLUN unga fólksins uhn karnabær RGÖTU 2 LAUG SIMI FRA SKIPTIBORÐI 28

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.