Morgunblaðið - 10.07.1975, Síða 13

Morgunblaðið - 10.07.1975, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JULl 1975 13 Þakkir Maríu Markan... Öllum, sem glöddu mig og heiðr- uðu á sjötugsafmæli mfnu ð svo margvtslegan hðtt, sendi ég mfnar hjartanlegustu þakkir. Ég treysti mér ekki til þess að nafngreina hvern einstakan, en læt nægja að nefna hópa. Fyrst skal nefna þann hóp einsöngvara og pfanóleikara, sem heiðruðu mig og glöddu stórlega með sinni dásamlegu list. Einnig mð þakka áheyrendum fyrir þeirra inni- legu þátttöku á hljómleikunum, einnig þeim, sem reyndu að koma en urðu frá að hverfa. Þá þakka ég forseta fslands og frú, menntamála- ráðherra og frú og rfkisstjóm íslands fyrir að heiðra mig með nærveru sinni og kveðjum. Þá vil ég þakka Kvenfélagi Laugarnessóknar, Félagi fslenzkra einsöngvara, Félagi fslenzkra tónlistarmanna, starfsfólki Þjóðleikhussins, Félagi fslenzkra hljómiistarmanna, Félagi fslenzkra leikara, orlofs- konum af Vesturlandi stödd- um f Bifröst, stjórn Fálkans h/f, Karlakór fóstbræðra, Sóknarnefnd Laugarnessóknar, hreppsnefnd Ólafsvfkurhrepps og sfðast en ekki sfzt „Söngvinum" fyrir útgáfu hljómplötunnar. Að lokum þakkir til hins stóra og trygga hóps nemenda minna og annarra vina sem sendu skeyti, blóm. bréf og gjafir. Ég geymi nöfn ykkar allra f þakklátum huga og bið ykkur Guðs blessunar. Marfa Markan Östlund P.S. Ég fékk þetta skemmtilega skeyti og vildi gjarnan þay<a það: Hamingjuóskir frá börnunum í götu Við höfum öll ánægju af þinni plötu. Einu sinni I viku við syngjum við raust það færðu að heyra f barnatfma f haust. Börnin I Hjálmsholtinu. Hestamót Geysis á sunnudag ÁRLEGT hestamót Geysis verður haldið sunnudaginn 13. júlí n.k. og fer það fram á Rangár- bökkum. Mótið hefst með hópreið félaga Hestamannafélagsins Geysis kl. 14. Sfðan fara fram dómar gæðinga og verða þeir dæmdir með spjald^dómaðferð, sem fyrst var notuð á rftóti Geysis í fyrra. Byggir hún á því, að hestarnir eru dæmdir á einum hring af 6 dómurum og eru 4 hestar i brautinni í einu. Þess má geta að þetta er til muna fljót- virkari aðferð en hinir venjulegu spjaldadómar, og á mótinu i fyrra voru 25 hestar dæmdir og verð- laun afhent á einni klukkustund. Mötuneytið I Faxaskáia. Glæsilegt mötuneyti fyrir hafnarverkamenn Eimskips EIMSKIPAFÉLAG íslands h.f. hefur tekið í notkun mötuneyti fyrir hafnarverkamenn sfna bæði f Faxaskála og f Sundaskála. Jafn- framt verður á næstunni opnað þriðja mötuneytið í Grandaskála. Verkamennirnir greiða fyrir hverja máltfðum 140 krónur, sem er efniskostnaður máltfðarinnar, en annan kostnað greiðir Eim- skipafélagið. 1 þessum mötuneyt- um geta snætt samtals um 350 manns. Óttarr Möller, forstjóri Eim- skips, sagði í viðtali við Mbl., að upphaf þessara mötuneyta hefði verið ákvæði samnings, sem gerð- ur var í vetur við hafnarverka- mennina. Þeir eru nú orðnir og hafa verið um nokkur ár fastir starfsmenn Eimskips, svo að segja má að aldrei komi dauður tími í atvinnumál hafnarverka- manna og vinnan ekki háð því að skip komi til hafnar. Mötuneytin voru tekin i notkun á föstudag og var þá öllum verkamönnunum boðið að borða fyrsta sinni. Kvikmyndasýningar í vinnustofu Osvalds Knudsen Guðmundur J. Guðmundsson, varaformaður verkamannafélags- ins Dagsbrúnar, sagði í viðtali við Mbl. í gær, að mötuneytin væru til mikillar fyrirmyndar og væri í raun um gjörbyltingu að ræða á högum hafnarverkamanna við til- komu þeirra. Kvað Guðmundur mjög vel að verki hafa verið stað- ið af forráðamönnum Eimskips, sem ættu mikið lof skilið fyrir allar framkvæmdir í málinu. Guðmundur sagði að Óttarr hefði staðið að gerð þessara mötuneyta með miklum krafti og hefði lagt metnað sinn í að gera þau sem bezt úr garði og af sem mestum myndarskap. Hann kvað 80% allra hafnarverkamanna í Reykja- vík vinna hjá Eimskipafélagi Is- lands h.f. Þá verða fjölbreyttar kapp- reiðar og verða veitt peningaverð- laun. Keppt verður í 250 m skeiði, 250 m unghrossahlaupi, 350 m stökki, 800 m stökki, 1500 m brokki og 1500 m stökki og eru þetta einu kappreiðarnar í sumar þar sem keppt verður í svo löngu hlaupi. Þátt í kappreiðunum taka mörg fremstu hlaupahross lands- ins. Tekin verður upp sú nýbreytni til skemmtunar, að formaður L.H. stjórnar fyrirmannakeppni, þar sem nokkrir kunnir forustumenn sveitarfélaga keppa á hestum og leysa ýmsar þrautir og eru verð- laun sérstakur verðlaunapening- ur. Þá keppir stjórn Geysis við deildarstjóra og óbreytta félags- menn i akstrí, þar sem mönnum verður beitt fyrir. Fram fer nagla- boðreið, en allt kapp verður lagt á að mótið gangi hratt fyrir sig og verði lokið kl. 18. Lokaæfing og siðasta tækifæri til að skrá hesta er á fimmtudags- kvöldið, 10. júli n.k. I tengslum við mótið verður efnt til dans- leikja i Hvoli á laugardagskvöldið og Hellublói á sunnudagskvöldið og leikur Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar fyrir dansi. Á þessu ári lézt Ósvaldur Knudsen, kvikmyndargerðar- maður, en frá þvf hann hóf að taka kvikmyndir hafði hann tekið um 50 mismunandi fróðleiks- myndir, auk þess sem hann var byrjaður á nokkrum. Ósvaldur hafði einnig komið sér upp vinnu- stofu að Hellusundi 6a f Reykja- vfk og f tengslum við hana útbjó hann sérstaka geymslu fyrir allar myndir sfnar. Nú hefur sonur Ós- valds ákveðið að opna vinnustofu föður síns almenningi til sýnis um mánaðartfma og sýna þar tvær kvikmyndir, sem þeir feðgar unnu að sfðustu árin. Fyrri myndin er Eldur f Heimaey en að kvikmyndun hennar unnu þeir báðir feðgarnir, og var hún fullgerð síðastliðið haust og þá sýnd við mikla að sókn á Kjarvalsstöðum. Síðan hefur hún verið sýnd víða um heim og á kvikmyndahátfðinni í Trentó á Italíu i maí s.l. hlaut hún gullverðlaun. Texta myndarinnar samdi dr. Sigurður Þórarinsson, tónlistina Magnús Bl. Jóhannsson en tónupptöku annaðist Lynn Costello Knudsen og tónsetningu Sigfús Guðmundsson. Asamt þeim feðgum tóku myndina þeir Guðjón Ólafsson, Heiðar Mar- teinsson, Sigurgeir Jónasson og Sigurður Kr. Árnason. Þetta er 30 mínútna mynd og í litum. Seinni myndin, Þjóðhátfð á Þingvöllum, fjallar um hátíðar- höldin á Þingvöllum 28. júli 1974 og var frágangi hennar að mestu lokið þegar Ósvald féll frá 13. marz síðastliðinn. Þetta er fyrsta 'sýning myndarinnar. Tónlist við myndina samdi Magnús Bl. Jóhannsson, tónupptöku annaðist Dennis D. Jóhannesson og þulur er Óskar Halldórsson. Myndin er rúmar 30 mínútur að lengd og í litum. Myndir þessar verða sýndar á hverju kvöldi kl. 21.00 i vinnu- stofu Ósvalds, Hellusundi 6a, Reykjavfk. Vilhjálmur Knudsen, kvikmyndagerðarmaður, situr hér við klippí- borð föður sfns. þyrlunni er undir Góöa i drifiö er ofan buröararmurm þyrlunni Vinnslubreidd: 1.70 m Þyngd. 320 kg Aflþörf, hestöfl: 45 DIN Hnífafjöldi: 6 Leitió upplýsinga hjá sölumönnum okkar eóa kaupfélögunum. Góöir greiösluskilmálar. SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVIK* SÍMI 86500* MF 70

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.