Morgunblaðið - 10.07.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.07.1975, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JULl 1975 hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. simi 10 100. Aðalstræti 6. stmi 22 4 80. Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Samkvæmt opinber- um gögnum, sem fyrir liggja, jókst innlend verð- bólga á sl. ári um 54%. Þrátt fyrir þetta verð- bólguflóð fóru rekstrar- gjöld Reykjavíkurborgar aðeins 13% fram úr fjár- hagsáætlun borgarsjóðs fyrir árið 1974, sem sýnir að stjórnendur borgar- innar hafa brugðizt skjótt og hyggilega við þeim efna- hagsvanda, sem sveitar- félögin almennt áttu við að glíma. Er mjög til efs að aðrar sambærilegar stofn- anir í þjóðfélaginu þoli hlutlausan samanburð við Reykjavíkurborg i þessu efni. Tekjur Reykjavíkur- borgar á árinu 1974 fóru hinsvegar aðeins 2% fram úr áætlun. Þetta stafar af því að tekjur sveitarfélaga eru fast bundnar í krónu- tölu í upphafi árs, en hreyf- ast ekki með verðbölgunni, nema framlag úr Jöfnunar- sjóði sveitarfélaga. Helztu tekjustofnar sveitarfélaga, eins og útsvör og aðstöðu- gjöld, miðast vió efnahags- ástand ársins á undan. Ljóst er því að svo ör verð- bólga, sem hér hefur geisað síðustu árin, leikur sveitarfélögin mjög grátt og skerðir framkvæmda- getu þeirra verulega. Tekjuafgangur Reykja- víkurborgar á sl. ári til framkvæmda og greiðslna reyndist því um 280 m.kr. minni en áætlað var í upphafi árs, á sama tíma og framkvæmdakostnaður allur jókst verulega í sam- ræmi við verðlagsþróunina í landinu. Þessi lækkun á tekjuafgangi hafði þó ekki í för með sér lækkun fjár- framlaga til eignabreyt- inga, en hinsvegar varð að fresta nokkrum fram- kvæmdum. Orsakir þess að fram- kvæmdir sveitarfélaga almennt hafa dregizt nokkuð saman eru augljós- lega fólgnar í mjög óhag- stæðri verðlagsþróun, sem hér hefur verið örari og illskeyttari en í nágranna- löndum, sem og því, að þeim hefur verið settur stóllinn fyrir dyrnar með tekjuaukningu, til að mæta stórauknum rekstrar- og framkvæmdakostnaði.Þessi þróun er að sjálfsögðu þeim stjórnmálaöflum að skapi, sem veikja vilja f jár- hagslegt sjálfstæði og framkvæmdagetu sveitar- félaga og gera þau háðari miðstjórnarvaldi, sem virðist hafa verið sér- stakt keppikefli kommún- ista. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hinsvegar lagt áherzlu á valddreifingu í þjóðfélaginu, bæði með stuðningi við byggðastefnu og eflingu sveitarfélaga, en sveitarstjórnir þekkja gerst þarfir og hugðarefni þegna sinna, og hafa mesta möguleika á að mæta þeim á hagkvæman og árangurs- ríkan hátt. Staðbundin þekking á þörfum og að- stæðum er meiri hjá heimaaðilum en fjarlægu miðstjórnarveldi, jafnvel þótt jákvætt kunni að vera í viðhorfum sínum. Gagnrýni sú, sem nú er fram haldið á stjórn- un Reykjavíkurborgar, beinist aðeins að mjög tak- mörkuðu leyti að fjármála- stjórn borgarinnar, sem verið hefur farsæl um langt árabil. Hún hefur einkum verið fólgin í að tína til ýmsar þarfar fram- kvæmdir sem borgin hefur vandlega undirbúið og komnar eru á eða að fram- kvæmdastigi, en ytri aðstæður, einkum skert framkvæmdageta, hafa leitt til frestunar á. Þessi gagnrýni bitnar því ekki í raun á borgarstjórnar- meirihlutanum, sem henni er þó beint gegn, heldur þeim stjórnmálaöflum, er bera ábyrgð á þróun verð- lagsmála undanfarin ár og skertri framkvæmdagetu sveitarstjórna almennt. I því efni þurfa talsmenn fyrri ríkisstjórnar að líta sér nær og fara ekki yfir bæjarlækinn til að sækja sér vatn eða efni í leiðara- skrif. Ástæðunnar er að leita í þeirra eigin stefnu og störfum í fyrri ríkisstjórn. Reikningar Reykjavíkur- borgar fyrir árið 1974 fela í sér, þegar grannt ér skoðað, margar athyglisverðar staðreyndir Sú athyglis- verðasta er e.t.v. sú, að á reikningsári, sem fól í sér 54% aukningu innlendrar verðbólgu, samkvæmt opinberum heimildum, fara rekstrargjöld Reykja- víkurborgar aðeins 13% fram úr fjárhagsáætlun, samþykktri í desember 1973 og að meginefni byggðri á verðlagi í nóvem- ber það ár. Þessi reiknings- lega staðreynd ber vitni traustri fjármálastjórn Reykjavíkurborgar og gerir gagnrýni minnihluta- flokkanna marklitla. Ör vöxtur Reykjavíkur- borgar, þar sem ný borgar- hverfi hafa risið á fáum árum, á stærð við þau sveitarfélög önnur, sem fjölmennust eru í landinu, kallar á fjárfrekar fram- kvæmdir og þjónustu. Furðu gegnir, hve mörgum af þessum þörfum borgin hefur getað mætt, hve miklu hefur verið áorkað á skömmum tima, þó fjöl- margt standi enn til bóta og bíði framkvæmda. 1 þvi efni ræður fjárhagsgetan ferðinni eins um fram- kvæmdir annarra aðila. Rétt er í þessu sambandi að minna á það ákvæði í málefnasamningi nú- varandi ríkisstjórnar, að hún vilji stuðla að auknu sjálfstæði og framkvæmda- getu sveitarfélaganna en það er ótvírætt í flokki brýnustu viðfangsefna í ís- lenzku þjóðfélagi í dag. 13% aukning rekstrar- útgjalda 154% verðbólgu Jón úr Vör: Menn eru nefndir... i. 22. marz s.l. birti Morgun- blaðið grein, sem ég hafði ritað um svonefnd lögbannsmál. Fjallaði hún aðallega um ein- hliða afstöðu stjórnarmanna í rithöfundasamtökunum gegn þeim, sem gripið höfðu til leyfi- legra varnaraðgerða vegna meintra árása rithöfunda á einkalíf þeirra. Ég minntist og nokkrum orðum á meiðyrðalög- gjöfina og varpaði fram þeirri spurningu, hvort hún myndi ekki orðin úrelt. Þar komu einkumtil umræðu mál Indriða G. Þorsteinssonar og Sverris Kristjánssonar. En síðan hefur þriðja málið komið til sögunn- ar, það sem ég leyfi mér að kalla Lénharðsfógetahneykslið. Hver er þar hinn raunverulegi höfundarréttur? Samkvæmt nú gildandi lögum er e.t.v. hægt að semja um það við erfingja skálds, að klám og hryllings- kvikmynd sé kennd við nafn hans látins, þótt um siðapostula sé að ræða, sem aldrei hefði í lifanda lífi viljað láta orða sig við slíkt. Það virðist því vera orðið aðkallandi að endurskoða bæði gamla meiðyrða- og lög- bannslöggjöf jg ný höfundalög — og hverjum stæði nær en rithöfundum að beita sér fyrir því? Indriði G. Þorsteinsson kast- aði strax að mér nokkrum skæt- ingsorðum, sem voru þess eðlis að bezt fór á því að láta þeim ósvarað. — En annað er verra. Samkvæmt Þjóðviljanum 20. júní hefur hæstaréttarlögmað- ur Gunnar M. Guðmundsson að nafni, sem er talsmaður svo- nefndra „varins lands“-manna nefnt mig í réttarsal og auglýst þar misskilning sinn á þessari umræddu grein minni. Hér vil ég aðeins leiðrétta þetta: Mér vitanlega hefur enginn rithöf- undur mótmælt réttmæti meið- yrða- og lögbannslaga. En það er ekki sama hvernig slík lög eru. Þau verða að vera f sam- ræmi við heilbrigða réttlætis- kennd almennings I samtíðinni. Þessvegna verður stöðugt að endurskoða þau, a.m.k. á nokk- urra áratuga fresti. — Þá vil ég og mótmæla þeim orðum, sem Þjóðviljinn hefur eftir þessum sama lögmanni, G.M.G., að ég „hafi komist að þeirri niður- stöðu“ að ég „ætti að láta dóm- stóla i friði við að rækja sín hlutverk". Dómarar eru að mínu áliti engar heilagar kýr. Þeir eiga að hlusta á raddir almennings og hugleiða hvað leikir menn hafa til mála að leggja, og hafa það til hliðsjón- ar, er þeir kveða upp dóma. Islenzkir lögfræðingar hafa sem stétt aflað sér virðingar og trausts með þjóðinni. Nú hefur þeim fjölgað um of og eru I hópi þeirra fleiri misjafnir sauðir en áður var. Samt held ég að enn sé full ástæða til að bera mikið traust til þeirra manna, sem valizt hafa í þýð- ingarmestu dcmaraembættin. En allir menn þurfa aðhald. II. Ég horfði á þáttinn hans Sverris Kristjánssonar í sjón- varpinu, sem menn höfðu svo lengi beðið eftir. Ég hlustaði líka daginn eftir á yfirlýsingu frá sjónvarpinu, þar sem það var tekið fram að gefnu tilefni að þátturinn hefði verið fluttur óstyttur, eins og upphaflega hefði verið frá honum gengið. — Ég varð satt að segja undr- andi á þessari athugasemda- lausu yfirlýsingu. Eðlilegast hefði verið að segja greinilega frá því I sambandi við flutning þáttarins hversvegna komið hefði til lögbannsins, hlutlaust og samvizkusamlega. En það var ekki gert. Fólk er ótrúlega fljótt að gleyma fréttum. Það vissi því ekki að deilan stóð í raun og veru ekki eingöngu um efni þessa þáttar, heldur um heimild Sverris Kristjánssonar til að lýsa Árna Pálssyni, pró- fessor í fjölmiðlum á þann hátt sem honum sjálfum sýndist. Hvert var hið raunverulega deilumál? Mér virðist það vera þetta: Það er gömul borgaraleg háítvísishefð að lýsa því ekki nákvæmlega á opinberum vett- vangi, sem menn kuqna að hafa aðhafzt á æskuárum eða fram- eftir ævi, sem telja má að þeir sjálfir eða vandamenn þeirra vilji að liggi i þagnargildi, eink- um þykir sjálfsagt að fylgja þessari reglu, þegar um látna merkismenn er að ræða, sem eiga nána ættingja eða afkom- endur á lífi. 1 útvarpsdagsskrá flutti Sverrir Kristjánsson fyrir nokkrum misserum lýsingu á Árna Pálssyni, sem hann hefur alla tíð mjög dáðst að, sakir gáfna og lífsforma. Dætur Arna heitins urðu svo illa snortnar af þessari lýsingu á föður sínum, að þær fólu lögfræðingi sínum að skrifa Ríkisútvarpinu. Þær frábáðu sér umsagnir Sverris um föður þeirra á vegum þeirr- ar stofnunar. Mun lögfræðing- urinn hafa stutt mál sitt það sterkum lagarökum að það ent- ist til Iögbannsins á þætti Sverris, sem ekki kvaðst geta talað um sitt eigið líf, án þess að láta Arna getið. Þessu lög- banni var svo hrundið, eflaust einnig með réttum lögum. Þessi afstaða þeirra systra vakti þjóðarathygli og manna á meðal hef ég heyrt ýmsa hall- mæla þeim fyrir að stinga með þessum hætti upp í hinn þjóð- kunna gáfumann Sverri Kristjánsson og meina þjóðinni að hafa skemmtan og fróðleik af upprifjun hans á viðburða- ríkum æviferli. Um viðkvæmni þeirra systra má deila og um þann þátt, sem hafður var á rekstri þessa máls. Hversvegna þessi langi dráttur nýs úrskurð- ar? En baksvið þessarar sögu þekkir almenningur ekki. Nú er manni spurn: Var það ekki skylda fjölmiðla að sjá um að almenningur gleymdi ekki forsendum máls, sem svona lengi var á dagskrá? Hér blasir við glöggt dæmi þess hve hlut- drægir fjölmiðlarnir eru. Ann- ar aðili þessa máls er þjóðkunn- ur rithöfundur og skemmtimað- ur, sem varpa vill rómatískum blæ yfir lífshlaup sitt. Hann hundsar margar helztu sið- ferðisreglur og þær borgara- legu dyggðir, sem almenningur viðurkennir a.m.k. I orði og mestrar virðingar njóta, ófeim- inn leikur hann hlutverk hins bersynduga. Mótparturinn er hinsvegar tvær konur, sem helzt eru kunnar fyrir það aö þær vilja fá að halda í helgi sinni eigin mynd af þjóðfræg- um föður sínum og spyrna gegn því að aðrir menn varpi — að þeirra dómi — skugga á minn- ingu hans. Slíkt hefði nú ein- hverntíma þótt virðingarvert. Og þetta eru mannréttindi, sem löghelgi njóta á Islandi. Sjón- varpsviðtalið við Sverri fúlkar ekki nema þá með óbeinum hætti, ólík viðhorf hans og þeirra um hvað þessum deilu- aðilum þykir sæmilegt. Skoðan- ir beggja eiga rétt á sér að mínu áliti, en ég skal játa að svo gamaidags er ég, að meiri sam- úð hef ég með dætrum Árna Pálssonar, en Sverri og hans fylgdarmönnum. En hvernig bregðast nú sjón- varp og blöð við? Þau láta í það skína að hér hafi verið um frumhlaup systranna að ræða. Hjá þeim vaknar ekki sú spurn- ing hvernig viðtalið myndi hafa orðið, ef engin mótmæli hefðu birzt við útvarpsdagsskránni, sem að sumu leyti var sam- hljóða þessari. Maður spyr: Er sjónvarpið ekki með yfirlýs- ingu sinni á slá ryki í augu almennings og auka þann mis- skilning, sem það hefði áður átt að leiðrétta.-Eru hér ekki aðilar sem hlut eiga að máli i þessari deilu, viljandi eða óviljandi, að nota aðstöðu sína til að ná sér niðri á dætrum Árna Pálssonar, sem valdið höfðu truflunum á dagskrá sjónvarpsins — og taf- ið Sverri Kristjánsson frá því að auglýsa stöðu sina í lífinu og með vissum hætti boða ákveðn- ar siðakenningar? En þess ber að geta að Sverr- ir talar virðulega og hlýlega um sina eigin foreldra og einkum þó móður sina. Hann bætir og gagnrýnislaust nýjum dráttum i hinar klassisku þjóðsagna- myndir af feðgunum Thor Jensen og Ólafi Thors. En til hvers er þátturinn um meykerl- ingarnar? Þrátt fyrir bersögli sína vekur viðtalið fleiri spurn- ingar en það svarar um Sverri sjálfan, lífsstefnu hans og hans kynslóðar. Hann drekkur t.d. ungur í sig kenningar kommún- ismans og er jafnsannfærður nú allroskinn maður og hann Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.