Morgunblaðið - 10.07.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.07.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JULl 1975 17 Norræna húsinu Veturliði í Það eru á annað hundrað No. 19. „1 ljósaskiptunum“ Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON mynda á sýningu þeirri, er Vetur- liði Gunnarsson hefur efnt til þessa dagana í Norræna húsinu. Hann var með sýningu á Kjarvals- stöðum fyrir nokkrum mánuðum, og þá reit ég hér um hann i blaðið. Veturliði er sérlega iðinn við að sýna, og það hvarflar að manni að ef til vill sé of stutt milli sýninga hjá honum. Ég tek þannig til orða vegna þess að mér fannst eins og ég sæi ekki á þessari sýningu Vet- urliða nægilega breytingu, eða réttara sagt, einhverja breytingu á vinnubrögðum og viðhorfum hans í myndlist. Ekki má þannig skilja þessi orð mín, að mér finn- ist þessi sýning alveg eins og aðr- ar sýningar Veturliða. Þvi fer fjarri, en hún er ekki nægilega frábrugðin sýningum hans að undanförnu, til að hún verði spennandi í mínum augum. Fjörutiu olíumálverk eru á þessari sýningu og sextíu og fimm pastelmyndir. Eins og gefur að skilja er þetta nokkuð misjafnt, enda mikiðsýntíeinuogeins og áður finnst mér sumt af verkum Veturliða hafa sterka og persónu- lega tjáningu, en hinu er heldur ekki að leyna, að stundum hvarfl- ar að mér, hvort hann hefði ekki getað gert betur. Veturliði er sér- lega tengdur sjónum og strönd- inni. Húsin og bátarnir, brimið og sólarlagið eru þeir brunnar er hann teygar af. Þetta eru í sjálfu sér viðkvæmar fyrirmyndir, sem hafa rómantiskt eðli sem mörgum Islendingi er kært og kunriugt. Margir af myndlistarmönnum okkar hafa látið heillast af þess- um fyrirmyndum. En Veturliði er dálítið hrjúfur málari að eðlisfari, og mér finnst, eins og svo oft áður, að hann sé stundum nokkuð harðhentur við þann heim, er verður honum hvati til myndgerð- ar. Það er órói og frumkraftur, sem einkennir þessa sýningu Vet- urliða, einkum og sér í lagi á þetta við oliumálverkin. Pastelmynd- irnar eru yfirleitt í mýkri tónum, en því miður eru sumar þeirra heidur losaralega gerðar og sann- færa mann ekki nægilega til að hrífa mann með í unaðsemdum augnabliksins. Það er ýmislegt á þessari sýn- ingu Veturliða, sem kitlar minn persónulega smekk. Sérstaklega hvernig hann einfaldar fyrir- myndirnar og nær stundum skemmtilegri myndbyggingu i sjálfu forminu. Þetta á sérstak- lega við, þegar hann málar skip og báta. En hann á það líka til að vanda ekki nægilega litameðferð- ina, svo að það samræmi náist, sem brenni sig í hug áhrofandans. Þannig mætti lengi telja kosti óg það er miður fer í málverki Vet- urliða, en ég læt þetta nægja að einu sinni þann Veturliða, sem við þekkjum frá fyrri sýningum við þekkjum frá fyrri sýningum hans, og ég persónulega er alltaf að bíða þess, að hann komi með eitthvað, sem maður hafi ekki áð- ur séð. Ef til vill er þetta ósann- gjörn krafa á hendur málara eins og Veturliða, sem stundað hefur málverk í langan tíma. Hann er fastmótaður sem listamaður og hefur mikla framleiðslu að baki sér. Hann hefur haldið óteljandi sýningar á verkum sínum, og hann hefur alltaf verið nokkuð vinsæll málari. Guðmundur Sigurjónsson: Eins og menn minnast, tók Guðmundur Sigurjónsson stór- meistari þátt í skákmóti vestur I Lone Pine I Kalifornlu á sfðastliðnu vori. Þar voru hvorki meira en minna en 22 stór- meistarar meðal þátttakenda og hafa að sögn ekki verið fleiri á einu móti I aðra tíð. Guðmundur segir hér frá mótinu, en greinar hans um það fyrir Morgunblaðið verða alls þrjár. ir svissneska kerfinu, en megin einkenni þess er, að keppend- ur, sem jafnir eru að vinning- um, eru látnir tefla saman. Kerfi þetta er mjög vinsælt í Bandaríkjunum, en í gamla heiminum er því litið beitt. Um- hugsunartími fyrir hvern kepp- anda var 2H klst. á fyrstu 45 leiki, en síðan 1 klst. á 20 leiki. Fyrstu verðlaun voru 4000 dalir eða 600.000 ísl. kr., svo til ein- hvers var að vinna. Á mótinu voru tefldar mjög margar athyglisverðar skákir, en ekki er fært að birta þær allar hér. Ég mun því hafa þann hátt á að lýsa því markverðasta i hverri umferð. Vindum okkur þá i leikinn. 1. umferð I fyrstu umferð dró strax til tíðinda. Mesta athygli vakti sig- ur Kushnir yfir stórmeistaran- um Larry Evans frá Banda- rikjunum. Kushnir hefur nokkrum sinnum háð einvigi við Nonu Gaprindashvili um heimsmeistaratitil kvenna í skák, en jafnan beðið lægri hlut. Ef skák hennar við Évans er vísbending um það, sem koma skal, þá skyldi engan undra, þótt heimsmeistaratitill kvenna félli henni i skaut innan tiðar. En lítum nú á skák- 21. f5! ( — Nú hótar hún m.a. 22. Bg3 og d-peðið fellur) g5 22. Bg3 Dxa4 23. Rxd6 He7 24. e5 Hxe5 ( — Evans er kominn með tapað tafl. Hann reynir þó aðeins að blíðka hana með skiptamunsfórn, en allt kemur fyrir ekki) 25. Bxe5 fxe5 26. f6 Dd7 27. Rf5 Kh8 28. Rxh6 He8 29. Dh5 e4 30. Rf7+ Kg8 31. Rh6+ ( — Hún fer sér að engu óðslega) Kh8 32. c4 e3 33. Rf5 a6 34. Re7 b5 35. Hxe3 bxc4 36. Df7 og Evans gafst upp saddur lífdaga. Sumir ráku upp stór augu, þegar Weinsteiri frá Banda- rikjunum bar sigurorð af Shamkovich, en þeir sem þekkja piltinn vita, að hann er Skákmótið íLonePine 1975 Maður er nefndur Louis D. Statham. Hann er uppfinninga- maður, sem grætt hefur milljónir dala á hugviti sínu. Nú er hann kominn á efri ár og lætur fara vel um sig á glæsi- legu setri sínu í Lone Pine I Kaliforníu. Skákáhugamaður er hann mikill og fylgist vel með öliu, sem gerist í skák- heiminum. Hann er vel liðtæk- ur skákmaður, en nú orðið læt- ur hann sér nægja að tefla bréf- skák. Skákmenn eiga þarna góðan hauk í horni. Reyndar er annar bandarískur milljóna- mæringur öllu þekktari meðal skákmanna. Á ég þar við timbursalann Turover, er leitar uppi öll meiriháttar skákmót, sem haldin eru í heiminum. En Statham nennir ekki að leggja á sig löng ferðalög. Hann býður skákmönnum að sækja sig heim í litla þorpið sitt í Kaliforníu. Undanfarin ár hefur hann stað- ið fyrir mótum í Lone Pine við góðan orðstír. Skákmótið í ár átti að verða nokkuð sérstakt — og það varð það. 44 skákmeistarar mættu til leiks, þar af 22 stórmeistarar! Aldrei fyrr hafa svo margir stórmeistarar tekið þátt í skák- móti, ef undan eru skilin olympíumót, sem eru allt ann- ars eðlis (þ.e. sveitakeppni, en ekki einstaklingskeppni). Hér var því sett heimsmet og Bandarikjamenn hafa ávallt gaman af því. Keppendur voru frá öllum heimsálfum, flestir að sjálfsögðu frá Evrópu og N- og S-Ameríku, en allir stór- meistarar Asíu voru hingað komnir! Þeir eru nú reyndar aðeins þrir, þ.e.a.s. Liberyon og Shamkovich frá Israel og Torre frá Filippseyjum. Rússar sendu enga keppendur til mótsins vegna deilna þeirra við Skák- samband Bandaríkjanna, er spunnizt höfðu út af fyrirhug- uðu einvígi þeirra Fischers og Karpovs. Reyndar komu hingað þrír rússneskir Gyðingar, sem nýfiuttir eru til ísraels, áður- nefndir Liberyon og Shamkovich og svo Alla Kushnir, eini kvenkeppandinn í mótinu. Of langt mál yrði að telja alla keppendur upp, en sterkustu menn mótsins sam- kvæmt skákstigum voru Gligoric frá Júgóslavíu, Browne frá Bandaríkjunum og Panno frá Argentínu. Tefldar voru 10 umferðir eft- ina, — og til að fyrirbyggja allan misskilning skal það tekið fram, að skákin er ekki birt í tilefni hins margumrædda kvennaárs, heldur einungis vegna síns eigin ágætis! Kushnir-Evans Ben Oni 1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 e6 4. Rc3 exd5 5. cxd5 d6 (Evans hefur mikið dálæti á Ben Oni). 6. Rf3 g6 7. Bg5 — (Sumir kenna þetta afbrigði við Uhlmann, sem beitir þessum leik iðulega gegn Ben Oni) Bg7 ( — Skarpara var 7. ... h6 8. Bh4 g5 9. Bg3 Rh5) — 8. e3 h6 9. Bh4 0-0 10. Rd2 b6 11. Be2 Ba6 12. a4 De7 13. 0-0 Bxe2 14. Dxe2 Rb — d7 15. f 4! ( — Það er sókn í aðsigi á miðborði) Hf — e8 16. Ha — el Rf8 ( — Kjánalegur leikur, en hvernig á svartur að bregðast við leiknum e4 — e5, sem hvitur er að undirbúa?) 17. e4 Dd7 18. Df3 Rf6 — h7 19. Rc4 ( — Hvítur er þess albúinn að leika 20. e5. Svartur hindrar það með f6, en fyrst lætur harin biskupinn af hendi, svo að hann lokist ekki inni). Bxc3 20. bxc3 f6. Fyrsta grein til alls vis. — Gligoric tók ungan Bandarikjamann i kennslustund í kóngsind- verskri vörn. Væntanlega geta aðrir einnig nokkuð af lært. Commons — Gligoric Kóngsindversk vörn 1. Rf3 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. d4 0-0 6. Be2 e5 7. 0-0 Rc6 8. d5 Re7 ( — Nú er ljóst i hvað farveg skákin mun renna. Hvítur hyggur á sókn á drottningarvæng, en svartur mætir henni með gagnsókn á kóngsvæng. Þetta verður oft æðisgengið kapphlaup, eins og á sér stað i þessari skák) 9. b4 Rh5 10. Rd2 ( — Önnur leið er hér 10. g3 f5 11. Rg5 Rf6) Rf4 11. c5 f5 12. f3 Rxe2+ 13. Dxe2 f4 14. Rc4 g5 15. Ba3 Hf6 16. b5 Rg6 17. Hf-cl Bf8 18. b6 axb6 19. cxb6 cxb6 20. Ha-bl 20. ...g4! ( — Gagnsóknin kemur ítækatíð)21. Df2(-Ef hvítur þiggur peðsfórnina, nær svartur öflugri sókn: 21. fxg4 Rh4 og svartur hótar 22. ... f3 en einnig 22. ... Hg6 23. h3 h5) 21. . . . gxf3 22. gxf3 Rh4! ( — Svartur hefur greinilega betur í kapphlaupinu. Riddarinn er friðhelgúr sbr. 23. Dxh4 Hg6+ og drottningin fellur) 23. Khl Hg6 24. Hgl Bh3 25. Dxb6 ( — Hvítur hefur orðið undir i bar- áttunni) Dbx6 26. Hxg6 hxg6 27. Hxb6 Hc8 ( — Riddararnir hanga í lausu lofti) 28. Hb4 Bfl og hvitur gafst upp, vegna þess að hann kemst ekki hjámanns- tapi eftir 29. Rd2 Hxc3 30. Bb2 Bg2 + Ég tefldi við David Levy frá Skotlandi og mátti ég þakka fyrir að ná jafntefli. Byrjunina tefldi hann dálítið skemmti- lega. Guðmundur Sigurjónsson — Levy Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 ( — Dreka afbrigðið. Levy hefur ritað bók um afbrigðið) 6. Be3 Bg7 7. h3 (— Þessi leikur hafði ávallt reynzt mér vel, en nú sneri gæf- an við mér bakinu. Algengara er 7. f3) 0-0 8. Bc4 a6! ( — Nýjung í þessari stöðu. And- stæðingar mínir höfðu ætíð leikir 8. .. . Rc6, en leikur Lev- ys er miklu skemmtilegri. Nú verður mér á meinleg skyssa) 9. a4? Rxe4! 10. Rxe4 d5 11. Bd3 dxe4 12. Bxe4 f5! 13. Re6!? og hvítur er á barmi glötunar, en Levy tefldi framhaldið veikt og ég slapp með skrekkinn. 2. umferó I þessari umferð fóru ung- versku stórmeistararnir Forint- os og Bilek miklar hrakfarir fyrir Parr fráAstralíu og Erv- in frá Bandaríkjunum, en þeir eru báðir algjörlega óþekktir. Benkö, sem er landflótta Ung- verji með bandariskan ríkis- borgararétt átti fullt i fangi Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.