Morgunblaðið - 10.07.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.07.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JULI1975 Þorbjörg Jónsdóttir — Minning Akranesi f. 25. apríl 1893. d. 15. febr. 1975. I. Þó að Iffsstormar löngum blésu hart að hennar brjósti brostu þaðan jafnan blfðir geislar ástar og umburðarlyndis. (M.Joch.) Örlög manna eru misjöfn og ofin úr mörgum ólíkum þáttum. Sumir eru fæddir til mikilla mannaforráða og umsvifa. Aðrir leita lífshamingju sinnar f því að þjóna samtíðarmönnum sinum og veita birtu og yl, þar sem sortinn grúfir yfir, hlúa að ungu lífi og hjálpa vegmóðum er degi tekur að halla. Hvorttveggja er af hinu góða, og ber margfaldan ávöxt við ævinnar lok og æ síðan í þakk- látum huga þeirra, er notið hafa. Jónína Þorbjörg Jónsdóttir hét hún fullu nafni, — konan, sem hér verður minnzt með nokkrum orðum. Hún fluttist norðan úr Húnavatnssýslu á Akranes um 1930. Sjálfsagt hefur dvölin þar ekki verið hugsuð til lengdar, þótt hún yrði i 45 ár. Þorbjörg giftist ekki né átti börn. Samt skilaði hún merkilegu ævi- starfi, sem var fólgið í þjónustu og fórnarlund við aðra. Slíkrar ævi er gott að minnast og vert að þakka. II. Þorbjörg Jónsdóttir var fædd að Grund í Vestur- Húnavatnssýslu 25. april 1893. Foreldrar hennar voru fátækt vinnufólk — Jón Kristja'nsson á Breiðabólsstað í Vesturhópi og Valgerður Eiríksdóttir á Grund. Þegar í frumbernsku var hún tekin í fóstur af hjónunum á Vatnsenda í Vesturhópi, þeim Rósu Magnúsdóttur og Birni Jóhannessyni. Þau voru kunn sæmdarhjón á sinni tíð, sem Þor- björg minntist jafnan sem beztu foreldra. Og það er nokkur vitnis- burður um þau, að auk sinna eigin barna tóku þau að sér mörg fósturbörn, sem þau komu vel til manns og reyndust þeim ekki síðar en sínum eigin börnum. Þar átti Þorbjörg gott æskuheimili, þótt snemma þyrfti að leggja á sig mikla vinnu, sem raunar var algengt á þeim tima. Hún lét hug- ann oft reika norður til æsku- stöðvanna og átti þaðan betri endurminningar en algengt var um börn, sem alin voru upp hjá vandalausu fólki. III. Um 1930 verða þáttaskil í ævi Þorbjargar, er hún flytur suður á Akranes. Áður hafði fóstursystir hennar, Margrét Arnbjörg Jóhannsdóttir flutt þangað og var þar gift Vilhjálmi Jónssyni frá Ferstiklu, ágætismanni, er síðar varð kunnur rithöfundur og fræðimaður. Fyrstu árin stundaði Þorbjörg alla algenga vinnu á Akranesi, enda liðtæk vel til allra starfa og eftirsótt. Á árunum 1934 — 1935 gerist þarna harmsaga. Margrét fóstur- systir hennar veikist af berklum og einnig Vilhjálmur maður hennar og urðu bæði að fara á Vífilstaðahælið. Þau áttu tvær litlar dætur, sem þá voru aðeins 4 og 5 ára gamlar. Þá sýndi Þor- björg bezt, hvað í henni bjó. Hún tók við forsjá heimilisins um tíma og annaðist uppeldi dætranna af þeirri ást og umhyggju, sem henni var svo ríkulega i blóð borin. Margrét móðir þeirra lézt árið 1936, en Vilhjálmur lifði all- lengi og giftist aftur. Atti hann eina dóttur i síðara hjónabandi. Hann komst aldrei til fullrar heilsu og dvaldi lengst af á Vffils- stöðum og vann einkum við rit- störf og að málefnum S.I.B.S. Litlu stúlkurnar, sem Þorbjörg gekk í móðurstað, eru nú báðar búsettar á Akranesi. Rósa, gift Guðmundi Bjarnasyni húsasmíða- meistara og Guðrún, gift Halli Bjarnasyni málarameistara. Hálf- systir þeirra er Margrét, gift Pálma Birgi Jónssyni skipstjóra. Á þessum árum vann Þorbjörg við ræstingu barnaskólans á vet- urna og að sumrinu gætti hún barnaleikvallar. IV. Arið 1941 verða enn tímamót i lífi Þorbjargar. Þá fer hún að vinna á Elliheimili Akraness og það gerir hún næstu 27 árin eða til haustsins 1968, enda var hún þá orðin 75 ára gömul. Eftir það dvaldi hún á elliheimilinu til ævi- loka, en vann margt í þágu þess, meðan heilsa og kraftar leyfðu. Þegar ég gerðist bæjarstjóri á Akranesi vorið 1954 kynntist ég Þorbjörgu fljótlega vegna starfa hennar við elliheimilið. Sigríður Árnadóttir var þá forstöðukona, en því starfi gegndi hún í rúm 26 ár. Það vakti strax athygli mína og aðdáun, hversu samstarf þeirra var gott um málefni elli- heimilisins og umhyggja þeirra fyrir hag heimilisins og þeirra, sem þar dvöldu alveg frábær. Þar var unnið nótt sem dag, ef með þurfti, og hagsýni gætt i hvívetna. Þarna vann Þorbjörg mikið starf, sem lengi verður minnst. Þar komu sér vel eiginleikar, sem þurfti til þess að taka að sér heim- ili Margrétar fóstursystur hennar og ganga dætrum hennar i móður- stað, ást og umburðarlyndi, þjón- usta við þá, sem þurftu hjálpar við í lífinu. A litlu elliheimili, með fámennu starfsiiði, reynir á hæfileika Starfsfólksins, og þá kemur sér vel, að þeir séu ekki einhæfir. Það er ekki aðeins þjón- usta og matargerð, heldur og umhyggjusemi og andlegur styrkur, sem þarf að veita mörgu fólki, sem ýmist er komið á háan aldur eða hefur alltaf verið sér ónógt í lífinu og þarf á uppörvun og glaðlegu viðmóti að halda. Þessum störfum öllum gegndi Þorbjörg af mikilli þrýði og hafði til þess ágæta haefileika. Hún hafði glaða lund, átti gott með að umgangast fólk og lá aldrei á liði sínu. Ef sá stóri hópur mætti mæla, sem lokið hefur vegferð sinni á Elliheimili Akraness í meir en 30 ár og notið vináttu og umhyggju Þorbjargar í svo ríkum mæli, væru hlýjar þakkir bornar fram við endadægur hennar. Hún var þeim slík. V. Þorbjörg Jónsdóttir var gædd miklum mannkostum. Hún var prýðilega greind og las mikið af völdum bókum. Hún hafði gaman af kveðskap og orti sjálf, þótt hún flíkaði því lítið. Hún átti eftir- minnileg tilsvör, sem báru greind hennar gott vitni. Þegar henni lá eitthvað sérstakt á hjarta, var hún fljótmælt og bjartur glampi kom í stór augu hennar. Trygglyndi hennar og drengskapur brást aldrei. En lengst mun hennar minnzt fyrir viðmót hennar og heitt hjarta. Því, „brostu þaðan jafnan blíðir geislar — ástar og umburðarlyndis." Að lokum flyt ég Þorbjörgu þakkir fyrir samfylgdina og mikla trúmennsku i störfum. Líf hennar var þjónusta við aðra, unga og aldna, — um sjálfa sig hirti hún minna. Þess vegna þurfa svo margir að bera fram þakkir við ævinnar lok. Dan. Agústfnusson. + Faðir minn, PÁLL ingólfsson, Lðguhllð, Mosfellssveit, lézt sunnudaginn 6 júli. Útför hans verður gerð frá Lágafellskirkju föstudaginn 1 1 júlí kl. 2 siðdegis. Fyrir hönd vandamanna, Ragna Pálsdóttir. + Móðir okkar og systir BORGHILDUR ODDSDÓTTIR, verður jarðsett föstudaginn 1 1. þ.m. kl. 1.30. frá Fossvogskirkju. Þóra ÞórSardóttir, Guðmundur R. Oddsson. Guðmunda Ágústsdóttir, + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður og tengdamóður okkar JÓSEFÍNU PÁLSDÓTTUR. Óli P. Kristjánsson, Sigurður Ólason, Herdls E. Steingrlmsdóttir, Hjördls Óladóttir, Jóhann G. Guðmundsson. Ásgeir Ásgeirsson kaupmaður Hinn 14. júní síðastliðinn andaðist í Landspítalanum Ásgeir Ásgeirsson kaupmaður, Hjalla- brekku 2 í Kópavogi, eftir erfiða sjúkdómslegu. Ásgeir var fæddur 25. júní 1920 á Krossanesi í Árneshreppi á Ströndum. Hann ólst þar upp hjá foreldrum sínum en þau voru hjónin Valgerður Jónsdóttir og Ásgeir Guðmunds- son bóndi þar. Þeim varð fjögurra barna auðið og er Ásgeir fyrstur af systkinunum sem kveður’ þennan heim. Fyrstu árin liðu við leik og störf en snemma fór Asgeir að vinna að heimilinu við búskapinn eins og títt var á þeim árum. Ásgeir hvarf burt úr sveitinni sinni um 1943 en - Minning hann gleymdi ekki gömlum vin- um sínum. Alltaf unni hann sveit- inni sinni fögru. Fyrir nokkrum árum fóru þau hjónin norður og mikið hafði hann gaman af þeirri ferð, hann sagði við mig að það hefði verið ógleymanlegt að dvelja þar og láta hugann reika aftur til æskudaganna. Siðastliðið sumar ætlaði Ásgeir aftur að heimsækja æskustöðvarnar. Það mun því ekki hafa verið sársauka- laust fyrir hann að þurfa að snúa við vegna veikinda sinna þegar hann var kominn langleiðina norður. Ásgeir var hvers manns hug- ljúfi öllum sem honum kynntust, sérstaklega hjartahlýr og bar allt- + Þökkum innilega samúð og vinarhug við fráfall og útför eiginmanns mfns, föður, tengdaföður og afa KARLS HALLDÓRSSONAR, Baugholti 6, Keflavlk. Súsanna Þorlðksdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma RÓSA EINARSDÓTTIR, frá fsafirði, Framnesvegi 1, lézt í Landspitalanum 8. júll. Elfn Skarphéðinsdóttir, Ásdls Skarphéðinsdóttir, Rögnvaldur Þórðarson, varnabörn og barnabarnbarn. Aðalbjöm Sigurlaugsson, + ijtför móður okkar MARÍU ÓLAFSDÓTTUR frá Bakka, Skagaströnd fer fram frá Hofskirkju, laugardaginn 12 júllkl 14 00 Bömin. I + I Bróðir okkar, ^QRLEIFUR JÓNSSON, stýrimaður, L'uaarnesvegi 57, verður jarðsunginn frá Frlkirkjunni föstud?9'nn ^ ^ íuni n i< 3 e.h. Kristjana Jónsdóttir, Krlst,u Jónsdöttir, Lárus Jónsson, Þórir ji”?son> Sigurður Jónsson, Ásgeir Jónsson. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför bróður okkar JÓNS JAKOBSSONAR Einarshöfn, Eyrarbakka. + JÓHANNES JÓNSSON, trésmiður Elliheimilinu Grund andaðist I Landakotsspltala hinn 8. júlí. Fyrir hönd vandamanna JaKÓuiiia J“^0hsdóttir Reglna Jakobsdóttir. Olga Gilsdóttir. af hag annarra fyrir brjósti. Ég kynntist Ásgeiri fyrir rúmum 10 árum þegar ég tengdist inn i þessa fjölskyldu. Mér er það minnisstætt hve þau hjónin tóku mér vel við fvrstu kynni og hefur sú vinátta alltaf haldist og urðum við Ásgeir fljótt góðir vinir. Sér- staklega er mér minnisstætt hve hann var hlýlegur og góður við dætur mínar og þegar ég sagði þeim frá andláti hans sagði ein þeirra: Af hverju lætur guð alltaf góða fólkið deyja? 1 einkalífi sínu var Asgeir gæfumaður. Hinn 27. maí 1945 kvæntist hann eftirlifandi eigin- konu sinni Gróu Sigurjónsdóttur. Betri og traustari lifsförunaut held ég að hann hafi ekki getað fundið. Á milli þeirra ríkt-i vin- átta, kærleikur og tryggð. Fyrstu hjúskaparár sín bjuggu þau á Akranesi, þar vann Ásgeir meðal annars að sjómennsku og má geta þess þegar hann var á vélbátnum Sigrúnu A.K 71 var báturinn tal- inn af. Hafði ékki heyrst til hans i Jyn sólarhringa, og var seinna al- talað hvé yérstakaii uUgfiáí Asgeir sýndi í þeim sjávarháska. Síðan sneri hann sér að verzlunar- störiu.71 en 8run hef ég um það að sjómannsblóoiu .hafi ?»taf runnið í æðum hans. Arið lÐó't f.,nttu Þau hjón suður i Kópavog og þar vanu Asgeir að verzlunarstörfum, fyrst hjá öðrum. En fyrir um það bil 10 árum opnaði hann glæsilega mat- vörubúð í nýju húsnæði sem hann byggði. I sama húsi voru þau búin að koma sér upp nýju vistlegu heimili, sem var eins og þau sjálf hlýtt og öllum opið. Þeim var þriggja Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.