Morgunblaðið - 10.07.1975, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.07.1975, Blaðsíða 32
METSÖLUBÆKUR Á ENSKU í VASABROTI FIMMTUDAGUR 10. JÚLl 1975 HLAÐNAR ORKU 3000 Þjóðverjar r til Islands 1 sumar Koma í vikulegum ferðum Air Vikings FLUGFÉLAGIÐ Air Viking hefur gert samning við vestur- þýzkar ferðaheildsölur um flutn- ing á um 3000 þýzkum ferða- mönnum til Islands i sumar og hefur flugfélagið þegar hafið flutningana. „Það er flogið alla laugardaga fram í september á milli Kefla- víkur og Dusseldórf,“ sagði Guðni Þórðarson forstjóri í samtali við Morgunblaðið í gær, „og Air Vik- ing hóf þessa flutninga í síðasta mánuði. Hér er um að ræða gjald- eyristekjur upp á liðlega 100 milljónir kr. fyrir flutning þessara farþega. Þar að auki munu þessir farþegar greiða í Um 200 kennara vantar út á land MIKIÐ vantar nú af kennur- um úti á landsbyggðinni, en að sögn Sigurðar Helgasonar deildarstjóra í menntamála- ráðuneytinu vantar nú um 200 kennara í stöður, sem ekki er kunnugt um að búið sé að sækja um. Sigurður kvað minni hreyfingu á kenn- urum I kennarastétt en áður, því það væri meira um það, að þeir sem færu út á landsbyggðina, dveldust þar áfram, en hins vegar kvað hann miklu minna af framboði kennara til kennslustarfa en áður, og s.l. 5 ár hefði aldrei verið eins erfitt að fá kennara til starfa og nú. Kvað hann fólk m.a. bera fyrir sig lélegar tekjur og nefndi sem dæmi að sá sem byrjar í kennslu í haust fær 65 þús. kr. á mánuði, en í sumum tilvikum hefði þessum sömu kennurum verið boðið hús- næði til leigu úti á landi fyrir allt að helmingi þeirra launa, fyrir fyrir utan ljós og hita, en þó er húsaleigan mjög mis- munandi. Sigurður kvað 29 skólastjóra- stöður hafa verið auglýstar í sumar og -væru komnar um- sóknir um þær allar. Á Reykja- víkursvæðinu, eða frá Hafnar- firði og vestur á Seltjarnarnes er ekkert vandamál að fá kennara til starfa, en að öðru leyti er það strax vandamál rétt utan við borgarmörkin. flestum tilfellum tvöfalt hærri upphæð til islenzkra ferðaskrif- stofa sem taka við þeim hér og skipuleggja fjallaferðir og hring- ferðir um landið en það eru m.a. Ferðaskrifstofa ríkisins og Úlfar Jacobsen. Þeir sem standa fyrir þessum ferðum Þjóðverjanna til tslands eru stórir ferðaaðilar í Þýzkalandi, sem hafa ekki áður skipulagt íslandsferðir. Straumsvík: Verkfallsá- kvörðun frestað SAMNINGAVIÐRÆÐUR hófust síðdegis í gær milli rafvirkja í Straumsvík og forráðamanna ál- versins, og i framhaldi af þeirri þróun, ákvað trúnaðarmannaráð rafvirkja að fresta um tvo daga ákvörðun um það, hvort boða eigi verkfall eða ekki. Góð hvalveiði Hvalveiði Hvals h.f. hefur gengið vel það sem af er sumri en meðfylgjandi mynd tók Hermann Stefánsson í Hval- stöðinni f Hvalfirði i fyrradag, þar sem verið var að draga 65 feta langreyði á skurðarpallinn. Beinagrindin talin af manni um fertugt — einum fjögurra sem hurfu á árunum 1951—’55 BEÍNAGRINDIN, sem fannst við Faxaskjól á mánudagskvöldið, er af karlmanni, lfklega um fertugt, að þvf er sérfræðingar þeir, sem rannsakað hafa beinagrindina, telja. Beinist athugun rann- sóknarlögreglunnar einkum að fjórum mönnum, sem hurfu spor- laust á árunum 1951—1955, en þeir voru á aldrinum 33—44 ára. Rannsóknarlögreglan telur nær öruggt, að skammbyssukúlurnar, sem fundust í gröfinni, séu frá stríðsárunum, er bandaríski her- inn hélt þarna skotæfingar, og því séu engin tengsl á milli þeirra og dauða þess manns sem beina- grindin er af. I gærmorgun hófst í Rang- sóknarstofu Háskólans við Barónsstíg athugun á beinagrind- inni, sem fimm strákar höfðu fundið í fjörukambinum við Faxa- skjól á mánudagskföldið, er þeir voru að grafa fyrir undirstöðum kofa. Prófessorarnir Jón Steffensen og Ólafur Bjarnason önnuðust athugun á beinunum og komust að þeirri niðurstöðu á fyrsta degi, að beinagrindin væri af karlmanni. sem líklega hafi verið um fertugt, er hann lézt. Þeir hafa þó tekið það fram, að sú aldursgreining geti verið ónákvæm. Samkvæmt upplýsing- um Magnúsar Eggertssonar yfir- lögregluþjóns rannsóknarlögregl- unnar í Reykjavík, sem hefur haft rannsókn málsins með höndum ásamt Hauki Bjarnasyni lögreglu- manni, reyndist ekki unnt að sjá hversu langt er um liðið síðan maðurinn dó og mun líklega ekki vera á færi læknanna að upplýsa það. Nokkrar tennur vantaði í haus- kúpuna, en þær sem i henni eru, eru allar óviðgerðar og er þvi ekki hægt að afla neinna upplýsinga hjá tannlæknum, sem gætu komið að haldi við rannsókn málsins, að sögn Magnúsar. „Þær upplýsingar sem við höf- um fengið benda til þess, að gryfj- an hafi verið tóm að minnsta kosti fram á árið 1951, þannig að Iíkið hefur ekki getað verið komið fyrir þann tíma,“ sagði Magnús Eggertsson. Frá árinu 1951 hafa um 20 manns horfið sporlaust, en athugun rannsóknarlögreglunnar Skammbyssukúlurnar tvær, sem fundust ( gryfjunni, og heil kúla af sömu gerð til samanburðar. Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. beinist fyrst og fremst að þeim, sem þannig hafa horfið á árunum 1951—1955. „Við höfum ástæðu til að ætla, að þetta hafi gerzt á þeim árum,“ sagði Magnús enn- fremur, „enda þótt hitt geti vissu- lega komið til greina, að líkið hafi lent í jörðu eftir þann tíma.“ Frá árunum 1951—1955 er fjög- urra manna saknað og allir voru þeir á þeim aldri, sem til greina kemur, þ.e. frá 33 ára upp í 44 Framhald á bls. 18 Unnið að stofnun nýrr- ar siiifóníuliljómsveitar Skipuð áhugamönnum — Ákveðin verkefni í haust UNDIRBÚNINGUR er hafinn að stofnun sinfóníuhljómsveitar í Reykjavlk, skipaðri áhuga- mönnum, og er ætlunin að Sinfónfuhljómsveit Reykjavíkur starfi á svipuðum grundvelli og lúðrasveitir, en strax í haust er Kínverjar senda skip eft- ir 10 þúsund lestum af áli INNAN skamms er væntanlegt til álverksmiðjunnar f Straumsvfk kfnverskt flutningaskip til að taka um 10 þúsund lestir af áli, sem kínverska alþýðulýðveldið mun festa kaup á hér f ár. Kfnverjar hafa áður keypt nokkurt magn áls frá verksmiðj- unni í Straumsvík — bæði f hitteðfyrra og árið þar áður en mest um 5 þúsund tonn, að þvf er Ragnar Halldórsson, forstjóri Is- lenzka álfélagsins, tjáði Morgun- blaðinu. Þetta er því langmesta magn sem Kínverjar hafa keypt héðan til þessa. Raunar kom einnig fram hjá Ragnari að þetta er mesti útflutn- ingur frá álverksmiðjunni nokkra undanfarna mánuði. Sagði Ragnar, að sáralftið hefði verið flutt út nú síðustu tvo mánuðina vegna lítillar eftirspurnar eftir áli á erlendum markaði. Af þess- um sökum hefur verið dregið úr framleiðslu verksmiðjunnar sem svarar um -15% af háfmarks- afköstum hennar og álbirgðir hafa hlaðizt upp. Áætlaði Ragnar að þessa stundina lægju milli 35—40 þúsund lestir f birgðum hjá verksmiðjunni f Straumsvík. Garðar Cortes ráðgert að hefja æfingar á ákveðnum verkefnum til tón- leikahalds um næstu áramót. Upphafsmaðurinn að stofnun SinfónfuhJjómsveitar Reykja- víkur er Garðar Cortes skólastjóri Söngskóla Reykjavfkur, og ræddi Morgunblaðið við hann um þetta mál. Á Reykjavíkursvæðinu er að finna fjölda hljóðfæraleikara, sem hafa stundað nám i hljóð- færaleik í ýmsum tónlistarskólum heima og erlendis og einnig hjá Lúðrasveitum. „En á sama tíma“, sagði Garðar, „og lúðrasveitir starfa af miklum áhuga, er ekki til sinfóníuhljómsveit skipuð áhugamönnum og er þó ekkert sjálfsagðara miðað við það hve mikið við eigum af tónlistarfólki. I slíkri hljómsveit geta hljóðfæra- leikarar, hvort heldur strengir eða blásarar, notað og notið þess sem áður var lært. Nú skal þvi kanna grundvöllinn að stofnun sinfóníuhljómsveitar skipaðri áhugamönnum, en það er átt við hljóðfæraleikara, sem hafa nám við sitt hljóðfæri að baki, en hafa síðan að meira eða minna leyti lagt hljóðfærið á hilluna ein- hverra hluta vegna. Einnig er þetta upplagt fyrir þá sem eru í námi, en vilja öðlast reynslu til að leika í sinfóníuhljómsveit. Unnið Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.