Alþýðublaðið - 16.08.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.08.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Afgreiðsla blaðsins er í Alþýðuhúsirm við ingólisstræti og Hverfisgötu. Síml 088. Auglýsingum sé skilað þangað sða í Gutenberg í síðasta lagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að koma i blaðið. segja bændur um það, að íslands- banki skuli hafa lánað til atvinnu- vegar þeirra, sem hélmingur lands- manna Iifir á, einar 6oo þús. kr., en fáum auðmönnum til fiskverzl- unar nær tvítugfalda þá upphæð? Það er vafalaust að þessi hálfs- mánaðargamla skýrsla Bjarna er drifin út í Vísi nú til varnar bank- anum, (því almenningur er honum reiður fyrir peningakreppuna er hann er valdur að), enda er skýrsl- an bersýnilega skrifuð með það fyrir augum, að vera vörn íyrir bankann. En eins og sjá ma af þvf sem hér fer á undan þá er svo langt frá því að hún sé nokk- ur vörn fyrir bankann, að hún er þvert á móti margfaldur dómur á hann. Junðurðu|Iahxttan. 4 færeysk skip vanta. Eitt springur í loft upp. p Jafnskjótt og það fréttist hingað, að orðið hefði vart við tundurdufl fyrir Austurlandi, benti' Alþýðu- blaðið á þá hættu, sem af þeim stafaði, og jafnframt benti það á, að mjög líklegt væri að þau rækju suður með landi, og skoraði á hlutaðeigandi stjórnvöld að gera skjótar ráðstafanir til þess, að ekki hlytist meira tjón af en orðið væri. Vitamálastjórnin gaf þegar út auglýsingu um hættuna, en hvort sendir hafi verið hraðboðar til allra sjávarbæja á Austurlandi, er oss ekki kunnugt; hafi það ekki þegar verið gert, verður það von- andi gert nú, eftir að norska konsúlnum hér hefir borist eftir- farandf skeyti frá Seyðisfirði: Tundurdufl eru á reki við Langanes. Menn sakna 4 færeyskra þilskipa. í gær sást af þilskipi einu færeyskur kúttari springa í loft upp og hverfa sfðan i djúpið. Það var á svokölluðum Heklu- banka, norðaustur af Langanesi. Beskytteren fór um daginn aust- ur að Langanesi og varð lítils vísari. Nú er nauðsynlegt að senda þegar í annan leiðangur og láta leita af sér allan grun, þv( um helgina er kemur á SterJing að fara í hringferð austur um land. Verða vafalaust margir farþegar ef að vanda lætur, og væri seint að byrgja brunninn þegar skipið væri sprungið í loft upp. Þetta er alvarlegra mál en svo, að kasta megi að því höndunum, að fá það upplýst til fullnustu. Nótt er nú farin að dimma og hættan vex þar af leiðandi með degi hverjum. Vér efumst ekki um það, að hlutaðeigandi stjórnarvöld geri alt sem hægt er í þessu máli og það strax. jfeyðin í yfastnrriki. Aftur og aftur berast hingað til íslands neyðaróp frá Austurrfki. Hungrið og fátæktin hefir um- kringt landið, svo að hver maður getur varla hugsað um fólkið nema með klökku hjarta. En þeg- ar vér lftum eftir af hverju þetta hefir stafað, þá verður hrygðin enn meiri. Því hungrið stafar af því, að ungir og hraustir menn vildu verja rétt landsins, verja hann fyrir erlendri ásælni. En sú vörn hefir kostað mikið, svo óum- ræðilega mikið. Austurrískar konur hafa farið þess á leit, að vér íslendingar, ásamt öðrum þjóðum, sem hlutlaus- ar hafa verið í ófriðnum, tækjum þátt í samskotum þeim, sem hafin eru til þess að fá heim fangana sem enn eru í Síberíu og enn eiga við böl og kulda þessa útlaganna lands að búa. Eg þarf ekki að efast um, að hver og einn íslendingur gefur eitthvað af sfnum mörkum til þessara samskota. Hér er ekki farið fram á mikið, en margt smátt gerir eitt stórt. 5. Sigurðsson. lítlenðar jréttir. Práðlans skeyti í sjó. Á nýjustu kafbátum Bandaríkja-' flotans hefir verið komið fyrir þráð- lausum skeytatækjum er kafbát- arnir skuli nota neðansjávar. Slík- ar skeytasendingar kváðu ganga vel og koma fram jafn greinilega sem í lofti væru. Geta kafbátarn- ir sent skeyti á 12 mílna umhveifi neðansjavar. Anstnrríki og Ilússland. Samningar milli þessara tveggja landa voru undirritaðir 5. júlí, fyrir Rússa af M. Litvinoff, fyrir Austurríki af dr. Paul Richter. £ samningunum er rneðal annars það, að Rússar ábyrgist algert hlutleysi Austurríkis í rússnesk- pólska stríðinu, og að ungversku bolsivíkarnir — þar á meðal Bela- Kun, fái að fara til Rússlands. Rosta. Stoinolíubirgðir Rússa. Eitt af því sem tilfinnanlegast hefir vantað í Rússlandi siðustu árin er eldsneyti; sumpart af þvf að samgöngutæki ekki hafa verið í lægi, en sumpart af því að helztu kolanámur og olíulindir hafa verið í höndum óvina rúss- nesku verklýðsstjórnarinnar (bolsi- víka). En síðan í vor, að verka- lýðurinn í borginni Bakú við Kaspiahaf, gerði uppreist og gekk á vald rússnesku verklýðsstjórn- inni, hefir ræzt töluvert úr elds- neytisvandræðum Rússa, því vi<^ Bakú eru afarríkar olíulindir. Þegar Krassin var í Stokkhóimt um daginn (23. júlí) sagði hanti fréttaritara „Rosta" að birgðirnar af steinolíu sem nú væru komnar frá Bakú, til ýmsra stöðva í Rúss- landi, og nú væru fyrirliggjandi þar, næmu samtals 500,000,000 púd en það er sama sem 8 rhilj- smálesta eða milli 50 og 60 milj- steinolíufata af þeirri staérð er við þekkjum. Koitung-sylímait eftir Guðrnund Kamban verður leikin á Konunglega leikhúsinu í Khöfn í septbr.byrjun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.