Morgunblaðið - 24.08.1975, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. AGUST 1975
7
Sr.BOLLI
GÚSTAFSSON
í Laufási:
„Sæl eru þau augu, sem
sjá það, sem þérsjáið." Þessi
eru upphafsorð guðspjallsins
í dag. Sjáum við þá eitthvað,
sem gleðuraugun? Hörm-
ungar úti í friðvana heimi,
ömurlegar afleiðingar nátt-
úruhamfara, dapurlegan mis-
mun lífskjara, harðstjórn,
rangsleitni, ofbeldi, sjálf-
skaparvíti, eiturneyzlu,
mannlega niðurlægingu.
„Sæl eru þau augu, sem það
sjá, sem þérsjáið." Beinir
Jesús þessum orðum til okk-
ar? Eigum við að blekkja okk-
ur sjálf, breiða yfirallt, sem
miður fer, en lifa í dagdraum-
um ofar myrkum og ógeð-
felldum staðreyndum jarðlífs-
ins. Það væri í mótsögn við
kærleikskenningu Krists. Al-
bert Schweitzer sagði: „Það,
sem ég veit, gerir mig böl-
sýnan, það sem ég vil og
vona, gerirmig bjartsýnan."
Hann benti og á, að hinn rétti
skilningur á Jesú sé að skilja
hvað hann vill og vilja það.
Það gjörir augu okkar sæl, ef
við sjáum og þráum þetta
markmið, sem Schweitzer
leggur áherzlu á. Reynslan
hans var mikil og hugur hans
glímdi sífellt við það við-
fangsefni, aðfinna og ryðja
leiðir er stefndu að velferð
alls mannkyns. Hann kvað
þá hugsun hafa orðið sér að
áttvita, „að hið eina, sem við
getum skilið af þessu vanda-
máli sé það, að okkur beri að
ganga lífsbrautina sem
menn, er vilja leysa vanda
annarra. " Schweitzer gekk
aldrei áhugalaus fram hjá
bágstöddum fremur en Sam-
verjinn í dæmisögu Jesú
(Lú'<. 10, 23—37). Hann
gekk aldrei fram hjá heldur
leitaði þá uppi, sem voru
hjálpar þurfi. Hann þurfti
ekki að spyrja eins og lögvitr-
ingurinn forðum: „Hver er þá
náungi minn?" Fjölmargir
menn, sem telja sig sann-
kristna, virðast eigi betur á
vegi staddiren hann. Þeir
eru ein þyngsta byrði kristin-
dómsins, mennirnir, sem
þykjast geta vísað náungan-
um út í yztu myrkur, enda
þótt þeir heyri angistaróp
hinna ráðvilltu. Þaðereng-
inn frelsunarstimpill til, engin
óyggjandi tilfinning, sem al-
tekur manninn og veitir hon-
um vissu um það, að hann sé
kominn í örugga höfn synd-
leysis. Kristin sál á í sífelldri
baráttu í þessum heimi; efa-
semdir og freistingar láta
hana aldrei í friði og hún
finnur til vanmáttar án hand-
leiðslu Guðs. Þess vegna
sendi Guð son sinn inn í
þenna ráðvillta heim, þvi gaf
hann okkur heilagan anda
sinn. Við þurfum ekki aðra
anda. Guð gefi, að andatrú-
armenn fái skilið það. Þeir
gleyma sér í rökkvuðu her-
bergi miðilsins. ímynda sér
að þarverði öllum æðstu
þrám þeirra fullnægt, brýn-
ustu spurningum svarað og
mestrar göfgunar hugarfars-
ins að vænta, þar séu þeir
þétttakendur í heilagri guðs-
þjónustu. Guðfyrirgefi þeim,
að þeir skuli ekki átta sig og
vilja taka við gjöf hans í stað
þessa steinrunna misskiln-
ings. Guð gefur okkur bæn-
ina, farveginn til sín, milli-
liðalaust samband; orðið, sí-
frjótt og lifandi; blessun heil-
agra sakramenta. Hann ætl-
ast til þess, að i veikleika
okkarséum við umburðar-
lynd gagnvart náunga okkar.
Það lærum við, ef við rækj-
um guðsþjónustu kirkjunnar.
Þess vegna er það sorglegt,
þegar skynsamt fólk gerir lít-
ið úr þeirri þjónustu eins og
hún hefur verið rækt um aldir
í sígildu, listrænu formi, sem
er látlaus umgerð um guð-
dómlegar gjafir, er veitast
hverjum þeim, er nálgast
þær með sannri auðmýkt og
trúartrausti. Fátt sannarbet-
ur haldleiðslu Guðs hér á jörð
ersú staðreynd, að kristin
kirkja skuli hafa staðið af sér
þau gjörningaveður stundar-
fyrirbæra, sem þröngsýni og
ofstæki einstaklinga og á-
kveðinna hópa innan kirkj-
unnar hafa látið dynja á
stofni hennar. Þröngsýni var
eitt af vandamálum á vegi
dr. Alberts Schweitzer, þegar
hann ákvað að helga líf sitt
líknarmálum og trúboði á
meðal heiðingja. Um þá örð-
ugleika ritaði hann: „Sá, sem
tekst á hendur að starfa í
þjónustu hins góða, má ekki
búast við því, að aðrir menn
fari þess vegna að tína grjót-
ið úr götu hans. Hann verður
þvert á móti að vera undir
þau örlög búinn, að menn
leggi stein í götu hans."
Þessum hindrunum ruddi
Schweitzer úr vegi með hóg-
værð. Hann var sannmennt-
aður og lét því ekki sverfa til
stáls við þröngsýnismennina.
Hann var svo sannmenntað-
ur, að hann gat talað á Ijósu
og einföldu máli við fávís
börn frumskógarins, þannig
að þau skildu til hlýtar boð-
skap hans. Og mildum hönd-
um miskunnsama Samverj-
ans fór hann um hin margvís-
legu mein þeirra. Ævistarf
Alberts Schweitzers er stór-
brotið í látleysi sínu. Sjálfur
sagði hann: „Sá einn, sem
finnst áform sitt vera sjálf-
sagt, en ekki frábært, ekki
hetjudáð, helduraðeins
skylda, sem hann gengst
undir í alsgáðum eldmóði, sá
einn er hæfur til þess að
verða einn þeirra andlegu
ævintýramanna, sem heim-
urinn þarfnast. Hetjurafreka
eru engar til, aðeins hetjur
sjálfsafneitunar og þjáningar
—i— þær eru margar, en fæst-
um kunnar." Ljósið yfir
Lambarene, minningin um
Albert Schweitzer bregður
slíkri birtu yfir þau orð Jesú,
sem eru hugleiðingarefni
þessa helgidags, að við get-
um nefnt hana nýtt guð-
spjall. Sá fagnaðarboðskapur
ætti að verða okkur öllum
hvatning, þjóðum til friðar,
einstaklingum til umburðar-
lyndis í samskiptum við ná-
ungann og trúmennsku við
guðs heilaga orð og kristna
guðsþjónustu.
Bölsýni þekkingar
og bjartsýnn vilji
Útsala
Síöasti dagur útsölunnar
er á morgun
enn má gera góö kaup
Verzlunin Karfan
Hofsvallagötu 16
Þér verður
hlýtt til hans
Þurrkarinn frá ENGLISH ELECTRIC i
er ómissandi í íslenskri veöráttu.
Tvær hitastillingar.
5 kg. afköst.
Einfaldur öryggisbúnaöur.
Útblástursbarki einnig fáanlegur.
Yfir 20 ára reynsla hérlendis.
Varahluta- og viögeröarþjónusta frá eigin verkstæöi.
(íMjrfNsi
Laugavegi 178 Sími 38000