Morgunblaðið - 24.08.1975, Síða 15

Morgunblaðið - 24.08.1975, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. AGUST 1975 15 Hállblindur. Hann undirritar hér skjöl í skrif- stofu sinni í London. Takið eftir sérkennilegu borðinu. Hér er hann f verkamannagallan- um — með loðskinnskraga! SKÖH- öttur. helmslrsgur, forrlkur. Þekkið þið hálfsköllótta, hálfblinda poppstjörnu scm er feimin við stúlkur? Ekki? Þa ba sona! Þið fáið þá 22 ábendingar til að auð- veldaykkur að finna Iausnina ágátunni: . 1. Hann er 28 ára gamall, sonur Stanley Dwight, sem var foringi i brezka flughern- um. Stanley var lítt hrifinn af bernsku- áhugamálum sonarins og kunni lítt að meta það sem stráksi fann upp á — nema því, er sá litli skokkaði 10 kílómetra leið til til að horfa á knattspyrnuleiki liðsins Watford. 2. Pabbinn hafði eitt sinn verið í popp- inu, lék á trompett í danshljómsveit. Þess vegna var sonur hans á kafi í gömlum stjörnum eins og Harry James, Jo Staff- ord og Artie Shaw, á meðan aðrir ungling- ar í Bretlandi rokkuðu eða skóku sig eftir tónlist Chuck Berry og Otis Redding. 3. „Þess vegna heldur fólk að ég sé 143 ára,“ segir pilturinn nú. En hann fór snemma að læra á píanó og 11 ára gamall náði hann inngöngu i Royal Academy of Music, þ.e. koiyinglega brezka tónlistar- skólann. Hann reyndi að skipta tíma sín- um á milli poppsins og klassísku tónlistar- innar, en þegar foreldrar hans skildu, fékk hann vinnu við að glamra á píanóið i krá i nágrenni heimilis sins. 4. Loks hætti hann í tónlistarskólanum, tveimur vikum fyrir prófin, og tók saman við hljómsveitina Bluesology. Þetta var ekki svo afleit byrjun, en hún nægði eng- an veginn til að tryggja honum þann frama sem hann þráði. Nafnið var líka svo vita vonlaust: Reginald Dwight. Hver gæti hugsað sér poppstjörnu sem héti Reg Dwight? 5. Hann fann ágæta lausn á vandamál- inu: Fékk lánaða hluta af nöfnum þeirra Elton Dean, saxófónleikara, og John Baldry söngvara, — sem hér var á ferð fyrr í sumar með River Band — og bjó til nýtt nafn (þó ekki Dean Baldry) í von um, að því fylgdi einnig nýr persónuleiki. 6. Hann átti í basli I kvennamálunum, varð alvarlega ástfanginn fyrir 7—8 árum, en hún sleit sambúðinni og hann gerði einkennilega tilraun til sjálfsmorðs — stakk höfðinu inn i ofn og skrúfaði frá gasinu, en gætti þess að allir gluggar í eldhúsinu væru galopnir! — Hver var hún? Hún hét Linda og var 1.88 á hæð. 7. Einn daginn auglýsti Liberty- hljómplötufyrirtækið í Bretlandi eftir nýj- um söngvurum og lagasmiðum. Hann sendi sýnishorn af framleiðslu sinni. Hið sama gerði ungur bóndi í Lincolnshire, sem vildi ólmur komast á brott frá hænsnakofanum. Hann hét — og heitir enn — Bernie Taupin. 8. „Raunar hafði ég aldrei skrifað eina setningu í alvöru," segir Bernie núna. „En ég var fús að reyna hvað sem var.“ Liberty kynnti piltana hvorn fyrir öðrum og þeir fluttust í Ibúð í Norður-London. Þegar til kom, vildi fyrirtækið svo ekki noia ne'tt if lögum þeirra. 9. Þeir voru I þrjú ár að vinna sig frá Norður-London’ og hafa árin þau orðið þeim að yrkisefni á nýjustu stóru plöt- Hér er hann inni í fataherberginu sínu með hluta af skóbirgðum sfnUm (hann á alls um 200 pör!). unni, „Captain Fantastic and the Dirt Brown Cowboy". Hænsnabóndinn fyrrver- andi er að sjálfsögðu ,,kábojinn“. 10. Vinur vor varð frægur á nokkrum kvöldum árið 1970, er hann lék I einum af mikilvægustu skemmtistöðum poppheims- ins, Troubadour-klúbbnum I Los Angeles. Ári siðar var hann orðinn rlkur, tveimur árum síðar ofsalega rikur. Nú eru árstekj- ur hans um 7 milljónir dollara, eða litlar 1100 milljónir íslenzkra króna. 11. Allt I einu var þessi litli, þybbni, feimni náungi orðinn uppáhald milljón- anna; foreldrar litu á skrlpalæti hans sem ósköp indælt gaman, blessunarlega laust við kynlosta Jaggers, úrkynjun Bowies og kvalalosta Coopers. 12. Vinur vor er vel heima I heimi fræga fólksins. Hann stingur sér inn I kokkteilboð hjá David Frost, spilar tennis við Billie Jean King og Jimmy Connors, tvo beztu tennisleikara I heimi, skellir sér I partíin hjá Cher — og heldur sér I góðri líkamsþjálfun með því að sækja æfingar hjá ástkæra Watford-knattspyrnuliðinu slnu. 13. Hann á tvo Rolls-Royce-bíla, einn Ferrari-bll, nýtt hús I Bandaríkjunum og er að kaupa sér sveitasetur I Bretlandi. Hann safnar listaverkum, á m.a. nokkrar myndir eftir Rembrandt. Hann hefur keypt Rolls Royce handa umboðsmanni sínum, refapels handa aðstoðarstúlku I Rocket-hljómplötufyrirtækinu, og nóg af rándýrum gjöfum handa vinum og kunningjum til að fjármagna heilan flug- her smárlkis. 14. Hann keypti hús handa bæði föður sínum og móður I Englandi, en segir, að millistéttargildismat þeirra hafi enn ekki náð að aðlaga sig auðlegð hians. „Ég keypti . veski handa mömmu,“ segir hann, „og þegar hún frétti hvað það hefði kostað mikið, þá fór hún og skipti því fyrir annað ódýrara." 15. Eyðsla haps er svipuð og hjá Presley kallinum — eins og þeir eigi prentsmiðju I kjallaranum, sem dælir úr sér þúsundköllunum — og líklega er undirrótin sú sama hjá báðum — þeir eru óöruggir með sjálfa sig. „Þetta er orðið heldur mikið af því góða,“ segir vinur vor, „fólk er farið að kalla mig „seðlasekk“.“ 16. Vinur vor á hljómplötufyrirtækið Rocket Records og er sjálfur aðalstjarnan. Þar gengur allt I haginn. Hann er líka einn af eigendunum Watford- knattspyrnuliðsins brezka. Þar gengur allt á afturfótunum og liðið er fallið niður I f jórðu deild. 17. Plötusala hans gengur vel. Alls hafa selzt um víða veröld 42 milljónir stórra platna hans og 18 milljónir lltilla platna. NIu af tólf stórum plötum hafa selzt I yfir milljón eintökum I Bandaríkjunum einum og sú nýjasta, „Captain Fantastic ... “, hafði þegar náð þessu marki áður en hún kom út — pantanirnar einar sáu til þess! 18. Vinur vor er fljótur að semja lögin sín. Bernie kemur fyrst með textann og svo sezt vinur vor niður við píanóið og hamrar á það nokkra hljóma. Eftir klukkutíma er komið lag, sem annaðhvort lendir I ruslafötunni eða efst á vinsælda- listunum. Eitt sinn sat Bernie uppi i risi og vinur vor I kjallaranum og sömdu I gríð og erg I 10 daga. Maxine, kona Bernie, hljóp á milli með afurðirnar. Útkoman: Stóra platan „Honky Chateau“, sem seld- ist I 2,5 milljónum eintaka. Þessi tíu daga lota þeirra færði því I kassana hér og þar samtals 10 milljónir dollara eða eina millj- ón fyrir hvern dag. 19. í annað skipti voru þeir stranda- glópar á Jamaica I þrjá daga. Þegar þeir fóru, voru þeir með 24 ný lög I pokahorn- inu og þau fóru á „Goodbye, Yellow Brick Road“, eina tveggja platna albúmið þeirra. „Hann er tónlistarmaður, ég.orð- listarmaður,“ segir Bernie. „Ég hef enga tónlistargáfu, hann hefur enga löngun til að semja texta. Okkur finnst, að ef við pælum of lengi I lagi, þá förum við bara I taugarnar hvor á öðrum." 20. Vinur vor hefur verið að leggja af, smátt og smátt. Hann er tággrannur núna. „Ég veit ekki hve mikið ég hef létzt,“ segir hann, „ég vigta mig aldrei. En ég veit, að ekkert af fötunum mínum passar á mig núna.“ — Hann heldur I við sig, til dæmis með því að borða bara eina plómu I kvöld- mat! En hann sýpur gjarnan á kanadísk- um líkjör, sem er uppáhaldsdrykkur hans núna. 21. Hann er ekki stórstjarna af neinni tilviljun: Þrennt kemur þar til: 1) Hæfi- leikar. 2) Vinnuharka. 3) Fullkomið sam- starf við Bernie Taupin og plötuupptöku- meistarann Gus Dudgeon. En hann ætlar ekki að reyna að vera poppstjarna til æviloka. „Ég get aðeins staðið í þessu í ákveðinn tlma. Ég get ekki ímyndað mér mig syngjandi „Crocodile Rock“ þegar ég er orðinn 34 ára. Það sem mig langar virkilega til að gera er að sökkva mér meira niður I Watford-knattspyrnuna og iþróttir i Englandi almennt. Margt I stjórnun Iþróttamálefna I Englandi er úr- elt og aðstaðan hræðileg. Ég vil reyna að breyta öllu þessu.“ Vitið þið núna hver maður- inn er? Ekki? Þá skulið þið reyna að fá lán- uð gleraugu einhvers staðar og lesa greinina yfir aftur. (Þið gætuð reynt að snúa ykkur til Elton John. Hann á risastórt gleraugnasafn, sem metið er á 6—7 milljónir Islenzkra króna. Þá gætuð þið kannski séð SP'AUNPU* n

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.