Morgunblaðið - 24.08.1975, Page 37

Morgunblaðið - 24.08.1975, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGUST 1975 37 — Afmæli Sigurbjörn Framhald af bls. 35 K.F.U.M., í stjórnmálastarfi, fé- lagsmálum, kaupmennsku og öðr- um verkum var hann maðurinn, sem mátti treysta. Þegar vinna þarf fyrir aðra, greiða þeirra götu, eru aldrei talin eftir sporin, heldur hlaupið við fót. í öllu ann- ríkinu, og þótt áhyggjur hrannist upp, er hann manna glaðastur, glettinn og spaugsamur. Ég þakka Sigurbirni samstarf og vináttu og óska honum og ást- vinum hans gæfu og Guðs bless- unar. Ævi hans, svo vitnað sé i síðara Korintubréfið, er ekki skrifuð á steinspjöld, heldur á hjartaspjöld. Gunnar Thoroddsen. Á morgun, mánudaginn 25. ágúst, á Sigurbjörn Þorkelsson „í Vísi“ niutíu ár að baki. Sem alþjóð er kunnugt komst hann kornungur í fremstu röð á hvaða vettvangi sem hann sýndi sig. Til- raunir til útreikninga á raunveru- legum árafjölda hans miðað við full „meðalmanns" afköst myndu sprengja allar tölvur. Það var engu líkara en að hinn ungi Sigurbjörn væri öldungis viss um það, þegar hann sökkti sér með öllum sínum ákafa, skörpu gáfum og ótakmarkaðri orku ofan i alls konar áhugastörf á félagssviðum, K.F.U.M. með séra Friðrik, stjórnmál, hjálpar- starfsemi í félagsskap af ýmsu tagi, fyrir utan erilsöm atvinnu- störf, — að honum yrði afmælt aðeins stutt æviskeið, og yrði hann þvi að nýta hvern dag til hins ýtrasta frá morgni til kvölds og láta sér ekkert mannlegt óvið- komandi þar sem liðs var þörf til stuðnings góðu málefni. Og það mæla þeir, sem best þekkja, að öruggari til árangurs var liðsemd hans en þúsund annarra. „Ekki svíkur Bjössi" varð að orðtæki meðal æskuvina hans. Undir þau orð hafa fleiri og fleiri tekið æ síðan. Nú hefur honum verið veittur hver æviáratugurinn eftir annan. Áhuginn helst við og ótal margir hafa notið góðs þar af. 1 dag lítur Sigurbjörn hvössum sjónum af níræðri hæð yfir langa og viðburðaríka ævileið. Hugur hans skyggnist þó jafnvel enn skarplegar fram á við; því að margþætt og minjarík lífsreynsla lýsir ennþá skýrt fyrir hugarsjón hans eins og viti yfir vandrötuð sund milli skerja. Þeir, sem eru málkunnugir Sigurbirni „í Vfsi“ eða hafa lesið bækur hans, „Himneskt er að lifa“, þar sem samtíðarsagan streymir niðandi fram með tæru gliti og hraða fjallalindar, vita vel, hve unaðslega létt honum er um tungutak. Hins ber og að minnast, hversu frábærlega vel hann skilur, að það er lika tími til að þegja, eins og heilög fræði herma, — hafa munn sinn og penna harðlokaðan, þegar siðræn viðhorf krefjast. Hugsum okkur snöggvast, hvernig atburðir sögunnar hafa löngum geymst áður en skráðir voru. Til dæmis ef Sigurbjörn níræður, eða tíræður, talar við tíu ára drengi um séra Friðrik Frið- riksson og upphafsár K.F.U.M. og málefni kristinnar trúar, sem honum eru hjartfólgnast af öllu, og þeir drengir flytji síðan afkomendum sinum jafnvel eftir sjötfu ár! Á þennan hátt hefur margt varðveist frá fyrri tímum með ilmi af anda og orðalagi hins upphaflega flytjanda, sem sjálfur lifði söguna. „Margar hendur vinna létt verk“ segir máltækið, og hefur sjálfsagt stundum sannast í þeim fjölda félaga, sem Sigurbjörn var fenginn til að veita forstöðu um -dagana. En oft lendir félagsstjórn þó mest á einum, og má þá máltækið snúast við þannig: Léttar hendur vinna margt verk. Slíkar eru hendur Sigurbjörns, en öll hand- tök það föst, sem þörf krefur hverju sinni. Hann hefur lifað dyggilega eftir áminningu postu- lans að vera ávallt reiðubúinn til sérhvers góðs verks. Það er á allra vitorði, að Sigur- björn Þorkelsson er maður mann- fagnaðar af fyrstu gráðu, — smakkar aldrei áfengi, en hýrari mann getur hvergi. Ég held hann hljóti að hafa brosað út undir eýru þegar hann fæddist og sagt með sjálfum sér: Himneskt er að lifa, — en ekki farið að gráta eins og aðrir krakkar. Á stundum fjörs og fagnaðar finnst þinn enginn líki. Verða með þér veglegar veislur í himnaríki. Ég er einn þeirra, sem munu minnast vináttu Sigurbjörns og samstarfs með innilegu þakklæti VID ERUM ÞEIR EINU SEM FRAMLEIDUM AGFA LITMYNDIR. svo lengi sem þeir hafa ráð og rænu. Ég bið Guð að blessa og varðveita afmælisbarnið og hans ágætu konu, svo og alla þeirra mörgu ættingja og ástvini. Helgi Tryggvason (kennari) — Cæsar Mar Framhald af bls. 34 með sýna heiminum að við séum ekki færir um að setja okkur lög sem geta staðizt. Kannski eruð þið að gefa þeim sem sækja að land- helgi okkar vel þegið vink. Kannski fara þessar hugleiðingar mínar fram hjá ykk- ur, hundavinir? En eins og sagði að ofan, tel ég ykkur lögbrjóta. Ég hef aldrei viljað eiga nein við- skipti við þá manntegund, og svara því ekki þó þið skrifið eitt- hvað um mig eða greinina. CÆSAR MAR — Minning Gunnlaugur Framhald af bls. 32 og á unglingsárum sínum var hann oft að heiman við störf á ýmsum heimilum f Dölum og var hann eftirsóttur sökum dugnaðar og samvizkusemi. Um tíma vann hann einnig við sjávarslðuna á Akranesi og víðar. En sveitin átti ávallt hug hans allan og áhugi hans á bættum búskaparháttum var mikill. Eitt ár starfaði hann við búið á Hvanneyri f Borgar- firði. Þar kynntist hann fyrri konu sinni, Guðrúnu Fjólu Sig- urðardóttur frá Lundi í Fljótum. Eftir eins árs dvöl á Hreðavatni hjá Þórði Kristjánssyni, hófu þau Gunnlaugur og Guðrún búskap á Litla-Vatnshorni vorið 1951. Þau eignuðust þrjá syni, sem allir eru uppkomnir og eiga heima í Búðar- dal hjá móður sinni. Elztur þeirra er Hannes Stefán, þá Sigurður og Runólf ur Valgeir. Á þeim árum voru búskapar- hættir að breytast frá handverk- færum vélvæðingar. Það þurfti mikinn dugnað til að takast á við þau verkefni, sem framundan voru f ræktun og annarri upp- byggingu, með næstum tvær hendur tómar. Með hagsýni og þrotlausri vinnu heima og heiman tókst honum að koma miklu í framkvæmd. Hann ræktaði allt er ræktanlegt var, svo að nú er þar stórt og fallegt tún. íbúðarhús byggði hann og raflýsti og stækk- aði gripahús. Þrátt fyrir annasama ævi hafði hann ávallt tfma til að liðsinna öðrum. Var hann alltaf reiðubú- inn að rétta öðrum hjálparhönd ef með þurfti. Gunnlaugur var mjög gestrisinn og hafði yndi af því að taka á móti fólki. Góðlátleg kímni hans og falslaus framkoma laðaði fólk að honum, enda var hann félagslyndur, greinargóður og glöggskyggn á marga hluti, en hógvær og ekki mikið fyrir að láta á sér bera. Hann tók þátt í mál- efnum sveitar sinnar af heilum hug og var góður liðsmaður þar sem annars staðar. Á miðjum búskaparárum Gunn- laugs á Litla-Vatnshorni slitu þau Guðrún samvistum. Seinni kona hans er Ása Guðbjörg Gísladóttir frá Pálsseli í Laxárdal, dóttir Gfsla Jóhannessonar og Guðrúnar Jónasdóttur frá Ljárskógarseli. Þau Ása og Gunnlaugur eignuð- ust 6 börn og eru 5 þeirra á lífi, öll á barnsaldri. Þau heita Guðrún Gísla, Stefán, Ingileif Helga, Jó- hannes Bjarni og Halldór Jónas. Að leiðarlokum þakka ég góð- um vin og mág áratuga langa vin- áttu og tryggð og allar stundir, sem ég og fjölskylda mín áttum á heimili hans á hverju sumri. Þeg- ar ég nú bið heimili hans Guðs blessunar koma mér í hug þessi ómetanlegu orð dr. Reinhold Nie- buhr: „Guð gefi mér friðsæld til að sætta mig við það sem ég fæ ei breytbþor til að breyta því sem ég megna.og vizku til að greina þetta tvennt." Ég votta Ásu og börnum hans, aldraðri móður og tengdamóður, mína dýpstu samúð. Vfglundur Sigurjónsson. — Gárur Framhald af bls. 25 tölum og hvers kyns sprangi utan vinnutima ætti að draga fólk á labb niSur i bæinn. SviSsbíllinn ætti aS standa til boSa á laugar- dögum og sunnudögum á Torginu fyrir þá, sem vilja og hafa eitthvaS fram aS færa. Og nú — eftir aS þessar gárur voru komnar á blaS, sá ég einmitt mér til gleSi, aS þaS ætlar einmitt aS verSa. AS minnsta kosti voru bæSi pop- hljómsveit og hjálpræSisherinn meS spilirii á Torginu á sunnudegi. Og fólk streymdi aS. siMikm Mirabella svefnstóllinn Þægilegt rúm, sem fer jafnlítið fyrir og stól. Breidd: 8 cm. Lengd: 95 cm x 2. Hæð: 39 cm Hjd okkur cr urvaliö a ís\’cfi illúscjÖLj} mm

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.