Morgunblaðið - 24.08.1975, Síða 47

Morgunblaðið - 24.08.1975, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1975 47 — Guðrún frá Lundi Framhald af bls. 48 og bjuggu þar fram til 1939, að þau fluttust á Sauðárkrók. Mann sinn missti Guðrún árið 1960 og bjó eftir það hjá börnum sínum í Reykjavík. Kunnasta verk Guðrúnar frá Lundi er án efa Dalalíf, sem kom út í fimm bindum á árunum 1946—1951. Var það jafnframt fyrsta skáldsaga Guðrúnar, en hún hóf ekki ritstörf fyrr en árið 1942, 55 ára að aldri. Síðan komu út margar skáldsögur, lengi vel ein á ári. ‘ Guðrúnu og Jóni varð þriggja barna auðið. — Ný þjónusta Framhald af bls. 48 Athygli þeirra, utan höfuð- borgarsvæðisins, sem vilja aug- lýsa í smáauglýsingum Morgun- blaðsins, er sérstaklega vakin á því, að handhægt er að nota eyðublaðið, sem birtist að stað- . aldri í blaðinu, og senda það í pósti ásamt greiðslum og birt- ingardegi auglýsingar. Smáauglýsingar Morgun- blaðsins og móttaka þeirra er kynnt á alþjóðlegu vörusýning- unni, sem nú stendur yfir f Laugardalshöllinni. Þar er einnig tekið á móti auglýs- ingum. — Engar kartöflur? Framhald af bls. 48 mál. Væri verðið þrefalt hærra en hann hefði talið æskilegt að greiða fyrir erlendu kartöflurnar. Erlendu kartöflurnar munu þó alveg duga þar til Islenzk upp- skera kemur á markaðinn. — Margeir Framhald af bls. 48 vinninga en Margeir kemur ekki langt á eftir með 3'A vinning. Þessi góða byrjun Margeirs er einkum athyglisverð fyrir þá sök, að hann er einn af yngstu þátttek- endum mótsins, aðeins 15 ára gamall, en flestir toppmennirnir eru 19 og 20 ára gamlir. „Ég tefldi biðskákina við Spán- verjann Pablo I morgun og sömd- um við um jafntefli f 60. leik. Þetta voru hörmuleg úrslit þvi ég var með unna stöðu en fór I röng uppskipti í 51. leik og staðan jafn- aðist. Þetta sama kom upp í skák- inni í 5. umferð á móti Dananum Carsten, þá var ég með gjörunnið rétt áður en skákin fór í bið en lék henni niður I jafntefli. Líklega er þetta þreyta I mér, þetta hefur verið anzi stift undanfarið, teflt á hverjum degi og auk þess þrjár biðskákir í röð.“ Margeir lét vel að aðstæðum á mótsstað og sagði að mótið vekti mikla athygli og áhorfendur væru fjölmargir á hverjum degi. Tefld- ar eru 13 umferðir eftir Monrad- kerfi og átti Margeir að tefla við Henao frá Kólombíu í gær. Mar- geir og aðstoðarmaður hans, Bragi Kristjánsson, báðu að lok- um fyrir kveðjur heim. — Matareitrunin Framhald af bls. 29 in eða viðkvæm matvæli. Geyma þarf kaldan mat vel kaldan (1—4°C) en heitan mat vel heit- an (60°C eða þar yfir). Hand- fjatla skal matinn sem allra minnst og sjóða upp viðkvæma rétti sem síðasta stig í matargerð. 4. Gagngera og reglulega hreinsun og sótthreinsun þarf að gera á öllum tækjum og áhöldum, svo sem skurðbrettum, innrétt- ingum og húsnæði. 5. Starfsfólk við vinnslu og dreifingu matvæla þarf að við- hafa fyllsta persónulegt hreinlæti I hvívetna. — Papadopoulos Framhald af bls. 1 bæjarstjóra og fulltrúa í bæjar- stjórnum og skipaði stuðnings- menn herforingjastjórnarinnar i þeirra stað og svipti með til- skipunum Grikkja erlendis er börðust gegn stjórninni grískum borgararétti. Hann varð aðstoðar- ráðherra 1971 en sagði af sér þegar Papadopoulos varð forseti 1973 og skipaði borgaralega stjórn sem Pattakos var mótfall- inn. Hann var handtekinn í janúar 1975. Nikolas Makarezos var yfir- maður leyniþjónustunnar 1967 og skipulagði byltinguna. Hann var efndhagsráðherra en var skipaður aðstoðarforsætisráðherra 1971. Hann sagði af sér í september 1973 vegna ágreinings við Papadopoulos. Hann var handtek- inn í janúar 1975. Dimitrios Ionnides var yfir- maður herlögreglunnar. Hann var yfirmaður herforingjaskólans þegar byltingin var gerð og átti mikinn þátt í bví að byltingar- menn náðu Aþenu á sitt vald. Hann vildi ekki gegna ráðherra- embætti en bar ábyrgð á hörku- legum aðferðum sem var beitt við yfirheyrslur á pólitiskum föngum. Hann steypti Papadopoulos af stóli í nóvember 1973 og kom á einræði sem leiddi til þess að þúsundir voru hand- teknar. Sagt er að hann hafi skipulagt byltinguna gegn Makariosi forseta á Kýpur í júlí 1974 er leiddi til innrásar Tyrkja. — Sihanouk Framhald af bls. 1 Pyongyang, höfuðborg Kambódiu, þar sem hann hefur dvalizt undanfarna þrjá mánuði. Khieu Samphan, foringi Rauðu Khmeranna, sem tóku völdin í Kambódíu í april, hefur rætt við Sihanouk fursta í Pyongyang. Rauðu Khmerarnir hafa viður- kennt Sihanouk sem þjóðhöfð- ingja en hann hefur hingað til ekki viljað snúa aftur til Kambódíu þar sem hann hefur óttazt um öryggi fjölskyldu sinnar samkvæmt góðum heimildum. Ekki er Ijóst hve lengi Sihanouk dvelst I Peking en talið er að hann ræði við Chou En-lai. forsætisráðherra. Sihanouk sett- ist að í Peking þegar honum var steypt af stóli i apríl 1970 og Kin- verjar hafa stutt hann. Furstinn hefur oft lýst því yfir á undanförnum mánuðum að hann hyggist ekki gegna virku hlutverki i stjórnmálum Kam- bódíu. Sumir telja að hann dvelj- ist ekki lengi í Kambódíu og muni taka að sér hlutverk nokkurs kon- ar „farandsendiherra" landsins. Sihanouk hefur lýst því yfir að hann ætli að fara aftur til Pyongyang I október til að taka þátt í hátíðarhöldum á 30 ára afmæli norður-kóreska kommún- istaflokksins. Þegar hann kom til Peking í dag voru í fylgd með honum Khieu Samphan og Penn Nouth, forsætisráðherra Kambódiu, sem er sjúkur. Litið var látið bera á komu Sihanouks og tjöld voru fyrir gluggum bifreiðar sem ók honum frá stöðinni. Kambódiumenn vildu ekkert segja um ferð hans annað en það að hann væri á förum til Kambódiu. — Það hefur Framhald af bls. 2 „Þó munaði einu sinni litlu að ég lenti á bil á Hlemmi. Það munaði bara svona Iitlu,“ sagði hún og brá tveimur fingrun á loft. Ekki var bilið stórt á milli þeirra. „Sú saga hefur gengið fjöllum hærra í Kópavogi, að annar kvenbílstjórinn hefði keyrt á Volvo-bil og eyáilagt hann. Ég frétti nýlega, að það hefði átt að hafa gerzt á Hlemmi. Þá vissi ég, að sagan var um mig.“ Farþegarnir hafa tekið því vel að hafa stúlku við stýrið. „Sumir hafa verið að segja við okkur, að við værum beztu bíl- stjórarnir. Ég veit ekki hvað er til i því,“ sagði hún og hló. Strákarnir í Kópavogi hafa lfka verið að grínast, þegar þeir hafa séð hana við stýrið, talað um „kellingu“ og annað í þeim dúr. „Einu sinni komu tveir strákar í vagninn. Þá sagði annar: Heyrðu, það er kelling sem keyrir. Þá svaraði hinn: Nei, þetta er ekki kelling, þetta er bara smástelpa." Engin óhöpp hafa hent Aðal- heiði, nema hvað eitt sinn sprakk hjólbarði og hún varð að fella niður ferðina til Reykja- víkur. „Þá varð ein kona vitlaus og skammaðist, sagði að fólk treysti á ferðirnar og að vagnarnir kæmust í bæinn á réttum tíma. Hinir farþegarnir sögðu ekkert. Þeir fengu bara skiptimiða sem giltu til lengri tima og tóku svo næsta vagn,“ saeði Aðalheiður. En af hverju skipti hún ekki bara um dekkið sjálf? „Ég hefði kannski reynt, ef varadekkið hefði verið með. En það var ekkert bílnum, hvorki dekk, tjakkur né annað,“ sagði hún. Hún hefur raunar aldrei skipt um dekk á svona stórum bíl, „en ég mundi reyna að skipta ef þess þyrfti, t.d. ef ég væri með rútu uppi á heiði. Þá væri ekki hægt að fara að næsta bæ til að fá að hringja." Það hefur ekki komið til tals, að þær stöllur verði til fram- búðar í starfinu. Þær voru bara ráðnar til afleysinga i sumar og Aðalheiður telur litlar líkur á að þær verði ráðnar áfram. „Ég vona það bara,“ sagði hún. „Ég veit annars ekki hvernig það verður að aka í snjónum á veturna. Það væri þó allt í lagi að prófa. Þetta er alla vegana skárra en að vera leigubílstjóri, held ég. Það er ljóta starfið.“ —sh. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður KLEPPSSPÍTALINN: HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRAR ÓSKAST Á DEILDIR I. V og VI frá 1. október 1975. Upplýsingar veitir forstöðukonan simi 381 60. HJÚKRUNARSTJÓRI óskast til starfa um óákveðinn tíma frá 1. október 1975. Upplýsingar veitir forstöðukonan, sími 38160. VÍFILSTAÐASPÍTALI: SJÚKRALIÐAR óskast til starfa á Vífilsstaðapitala sem allra fyrst. Upplýs- ingar veitir forstöðukonan, simi 42800. LANDSPÍTALINN: 2 FLUTNINGAMENN Karla eða konur vantar frá 1. sept. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri, simi 1 1 765. Reykjavik22. 8. 1975. SKRIFSTOFA RIKISSPÍTALANN A EIRlKSGÖTU 5,SÍMI 11765 dan öll Leitar sé góðrar skemmtunar saman, —— og finnur hana — nema hvar, á Alþjóðlegu vörusýningunni i Laugardal. Fjölskylduferð í Laugardal sameinar gleði og gagnsemi. Opnaö k/. 1.30 í dag. VINNINGUR DAGSINS í GESTAHAPP- DRÆTTINU ERU: Fjölskylduferd á Húsafelli 12. —14. september. Vinningshafi fær 4ra manna sumarhús til ráðstöfunar, með sundlaug og gufubaði í næsta nágrenni, og ef veður leyfir verður farinn leiðangur á Langjökul, þar sem hægt er að bregða sér á skiði ef vill. Nýstárleg leiktæki fyrir yngstu kynslóðina á útisvæðinu, eða haldiði ekki að krakkarnir hafi þá gaman af minkunum, sem eru i mismun- andi litum. W ALÞJOÐLEG VÚRUSÝNING REYKJAVÍK 1975

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.