Morgunblaðið - 05.09.1975, Blaðsíða 1
201. tbl. 62. árg.
FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1975
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
ísraelar fóru
inn í Líbanon
Tel Aviv, Beirut 4. sept.
Reuter. NTB.
tSRAELSKIR landgönguliðar og
sjóliðar réðust sfðastliðna nótt til
atlögu f suðurhluta Líbanons,
skammt frá flóttamannabúðun-
um Al-Helweh við Sídon. Fréttum
um innrásina ber ekki saman,
Líbanir segja að Palestfnumenn
hafi hrakið tsraelana á flótta, en
ísraelar segja aftur á móti að þeir
Dauða-
dómar
íLaos
Bangkok 4. sept. NTB.
HÆSTIRÉTTUR Laos hefur
dæmt fjóra menn til dauða
fyrir undirróðursstarfsemi
gegn stjórn landsins, að þvf er
útvarpið f Vfentfane sagði frá f
dag. t fréttinni var ekki nánar
vikið að þvf í hverju starf-
semin hefði verið fólgin. Alls
var 31 maður leiddur fyrir rétt
nú og fimm þeirra fengu lífs-
tfðarfangelsisdóma, en aðrir
tuttugu ára fangelsi.
hafi aldrei komizt jafnlangt inn f
Lfbanon. Þá segja tsraelar, að
margir Palestfnusækruliðar hafi
fallið, en Líbanir segja, að sex
skæruliðar hafi særzt, þar af tveir
alvarlega.
Sjónarvottar segja að um það
bil eitt hundrað ísraelskir
hermenn hafi gengið á land úr
gúmbátum skömmu eftir mið-
nætti aðfaranótt fimmtudags, en
þeir hafi orðið að láta undan síga
og hverfa til strandar á ný
tveimur stundum síðar vegna
harðrar mótspyrnu Palestínu-
skæruliða. ísraelska blaðið Ma-
ariv sagði í kvöld, að tsraelar
hefðu einnig skotið flugskeytum
að ýmsum skotmörkum. Talið er
nær fullvíst að það hafi vakað
fyrir ísraelum að komast til Al-
Helweh flóttamannabúðanna við
Sídon, en þær eru stærstu búðir
flóttafólks í Lfbanon.
Líbanska blaðið Al-Hayat sagði
í dag að siendurteknar árásir
ísraela á Líbanon bentu til að
ísraelar hefðu í hyggju að
hernema þessa landshluta. Ýmsir
líbanskir stjórnmálamenn hafa
staðhæft að ísraelar hafi lengi
ágirnzt hið frjósama Suður-
Líbanon upp að Litanifljóti.
Sérfræðingar í Tel Aviv telja að
fyrir Israelum vaki nú að koma
skæruliðasamtökunum á óvart
Framhald á bls. 20
Spánn:
200 fangar í
hu ngunerk falli
- vegna dauðádómanna yfír Böskunum tveimur
Madrid 4. sept. NTB
ÞEKKTASTI pólitíski fangi
Spánar, verkalýðsforinginn
Marcelino Camacho, hóf í dag
hungurverkfall til að mótmæla
dauðadómunum yfir Böskunum
tveimur en þeir dómar voru ný-
lega kveðnir upp. Nú munu um
200 fangar í spænskum fangels-
um vera í hungurverkfalli vegna
dauðadómanna yfir Böskunum.
Dómnum hefur verið áfrýjað.
Camacho er að afplána sex ára
fangelsisdóm fyrir að hafa skipu-
lagt ólöglegt verklýðsfélag. Hann
er hjartveikur, en kvaðst engu að
síður ætla að sýna andúð á dauða-
dómunum með þvi að fara í
hungurverkfall.
Mjög mikil ólga hefur verið
viða á Spáni síðan dómar þessir
voru kveðnir upp.
Frá undirskrift bráðabirgðasamkomulags Israela og Egypta f Genf f Sviss f gær. Fulltrúar Egypta til
vinstri á myndinni, ísraelar hægra megin. Einnig undirritaði samkomulagið Silasvuo hershöfðingi
fyrir hönd Sameinuðu þjóðanna og er hann á myndinni miðri.
r
Egyptar og Israelar
skrifuðu undir í gær
Sovétar og Bandaríkjamenn hvergi nærri við athöfnina
Sadat forseti harðorður í garð Sovétríkjanna í ræðu
Genf, Kairó 4. sept. NTB:
REUTER.
EGYPTAR og Israelar undir-
rituðu- f dag bráðabirgðasam-
komulag sitt f Genf f Sviss og var
athöfnin stutt óg heldur drunga-
legt andrúmsloft yfir henni.
Aðilar tókust ekki í hendur að
undirskrift lokinni og ræddust
ekki við. Athygli vakti sú
ákvörðun Sovéta og Bandaríkja-
manna að lýsa þvf yfir að þeir
yrðu ekki viðstaddir undirritun-
ina, en þessar þjóðir eru í forsæti
ráðstefnunnar um frið f Mið-
austurlöndum.
Af hálfu Egypta undirrituðu
samninginn Taha E1 Magdoub,
hershöfðingi, og Ahmed Osman,
sendiherra. Af hálfu tsraela
skrifuðu undir Mordechai Gazit,
verðandi sendiherra í Frakklandi,
og Herzl Shafir, hershöfðingi. Þá
skrifaði einnig undir samninginn
fyrir hönd S.Þ. Ensio Siilasvuo,
yfirmaður gæzlusveita Sam-
einuðu þjóðanna í Miðaustur-
Tímasprengja
við höll krón-
prins Japans
Tókíó 4. sept. Reuter.
LÖGREGLUMAÐUR, sem var
að skoða bifreið, sem stóð
skammt frá höll Akihitos krón-
prins Japana, tók höndum tvo
menn og klófesti tíma-
sprengju, sem mennirnir
höfðu í fórum sínum. Mennirn-
ir eru um þrítugt. Þeir hafa
verið færðir til yfirheyrslu en
hafa neitað að láta neitt uppi.
Lögreglan telur vfst, að þeir
hafi ætlað að koma sprengj-
unni fyrir við höll krónprins-
ins.
Ringulreið áfram í Portúgal:
Goncalves forsætis-
ráðherra enn um sinn
— Spinola kominn á
Lissabon 4. september NTB.
Reuter.
— I KVÖLD tilkynnti Costa
Gomes, forseti Portúgals, að hann
hefði ákveðið að Goncalves yrði
forsætisráðherra landsins enn um
skeið ásamt þeirri stjórn sem
verið hefur unz myndun nýrrar
rfkisstjórnar Azevedos væri lokið.
Stjórnmálafréttaritarar segja að
með þessu sé líklega ekki verið að
ný til Parísar
lýsa yfir stuðningi við Goncalves
heldur hafi Azevedo aðmíráli
gengið erfiðlegar að mynda
stjórn sína en búizt hafði verið
við.
— Portúgalski sjóherinn lýsti í
kvöld yfir stuðningi sfnum við
áform um að skipa Goncalves
varnarmálaráðherra landsins en
flugherinn hafði ekki lokið
umræðu um sama efni. Búizt var
við að flugherinn vísaði hug-
myndinni á bug.
— Spinola, fyrrverandi Portú-
galsforseti, dvelst nú i Parfs og
eru sögusagnir á kreiki um að
hann noti tímann til viðræðna við
fulltrúa stjórnmálaflokka í Portú-
gal og annarra afla og sé hann
með þessu að undirbúa endur-
komu sína til heimalandsins.
Spinola lét bera þetta til baka í
kvöld.
— Alvaro Cunhal, formaður
portúgalska kommúnistaflokks-
ins, lýsti því yfir í dag að hann og
flokkur hans gætu nú hugsað sér
að reynd yrði myndun samsteypu-
stjórnar með sósíalistum og
alþýðudemókrötum, þó svo að
mikill skoðana- og ágreinings-
munur væri með þeim. Skýrði
Cunhal frá þessu í viðtali við ung-
versku fréttastofuna MTI og
vakti þessi yfirlýsing mikla
athygli. Mario Soares, leiðtogi
Framhald á bls. 20
löndum. Athöfnin hófst klukkan
sautján og stóð í ellefu mínútur.
Að henni lokinni heilsuðu
egypzku og ísraelsku fulltrúarnir
upp á Siilasvuo sitt í hvoru lagi,
en ræddust ekki við. Hvor aðili
undirritaði þrjú skjöl — samning
landanna, viðbót við samkomu-
lagið og uppdrátt að umræddum
Framhald á bls. 20
Danmörk:
Engin
niður-
staða á
fundum
Kaupmannahöfn 4. sept.
Reuter. NTB
ANKER Jörgensen, forsætisráð-
herra Danmerkur hélt í dag
áfram viðræðum við forystumenn
í dönskum stjórnmálum vegna
efnahagsáætlunar þeirra, sem
stjórnin hefur á prjónunum, og
sætt hefur andstöðu Venstre-
flokksins, eins og frá var sagt í
Mbl. í gær. I kvöld hafði ekkert
verið birt um niðurstöður
fundanna, en fram eftir degi virt-
ist það trú margra, að Anker
Jörgensen myndi neyðast til að
boða til nýrra kosninga 2. október
n.k. ef hvorki gengi né ræki í
viðræðum þessum. Ekki hafði
verið kveðið upp úr með það i
kvöld, en ef kosningar verða
Franthald á bls. 20