Morgunblaðið - 05.09.1975, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1975
„Nauðungarsamningar”
— segja Flugleiðir h.f.
„Langlundargeð þrotið”
— segja flugfreyjur
SAMKOMULAG var I fyrradag
gert f kjaradeilu Flugleiða hf og
Flugfreyjufélags Islands. Féllust
Flugleiðir á kröfu flugfreyja sem
þær höfðu sett fram f þremur
liðum þennan dag, eftir að flug-
freyjur höfðu tilkynnt að þær
myndu leggja niður störf ef ekki
yrði gengið að kröfunum. Eina
krafan var sú, að Flugleiðir hf.
féllu frá þvf máli sem nú er rekið
fyrir Félagsdómi.
Morgunblaðinu barst í gær
fréttatilkynning frá Flugleiðum
Kópavogur:
Gæzluvarðhald-
ið framlengt
SAKADÓMUR Kópavogs kvað í
gær upp þann úrskurð að gæzlu-
varðhald mannsins, sem
grunaður er um kynferðisafbrot
gagnvart unglingum, skuli fram-
lengt um 30 daga. Við upphaf
rannsóknarinnar var maðurinn
úrskurðaður f 30 daga gæzluvarð-
hald og rann varðhaldstfminn út f
gær.
Að sögn Sigurgeirs Jónssonar
bæjarfógeta í Kópavogi stendur
rannsóknin á máli manns þessa
enn yfir og þótti því nauðsyn á að
úrskurða hann í áframhaldandi
gæzluvarðhald. Maðurinn hefur
ekki tekið um það ákvörðun hvort
hann áfrýjar úrskurðinum um
gæzluvarðhald til Hæstaréttar.
Eins og fram kom i fréttum á
sínum tíma er hér um að ræða 65
ára gamlan Kópavogsbúa sem
handtekinn var vegna gruns um
kynferðisafbrot gagnvart
unglingum. Hafði lögreglan haft
manninn grunaðan um nokkurn
tíma. Af rannsókn málsins má
ráða að um vfðtæk afbrot sé að
ræða, en lögregluyfirvöld hafa
rannsóknarinnar vegna ekki
viljað tjá sig um málavexti.
hf. vegna þessa máls. Birtist hún
hér orðrétt:
Þá ræddi Mbl. við Erlu Hatle-
mark, formann Flugfreyjufélags-
ins, í gærkvöldi. Hún kvað það
rétt vera, að flugfreyjur hefðu
ákveðið að leggja niður vinnu ef
ekki yrði gengið að kröfunum.
Sagði Erla, að það hefði verið
samþykkt á félagsfundi, enda
langlundargeð flugfreyja í þessu
máli löngu þrotið. „Flugleiðir leit-
uðu eftir samningum,“ sagði Erla,
„og við höfðum gengið til móts við
félagið eins langt og hugsazt gat
og lengra en samvizka okkar bauð
að gera. En við gerðum það samt
til þess að forðast málaferli og
leiðindi. Við þessu tilboði fengum
við ekki svar f heila viku og var
því engin furða að við reiddumst.
Þessi framkoma Flugleiða hleypti
Framhald á bls. 20
Þessi mynd var tekin
opnunina f kvöld.
f Oðali I gær og er þar verið að leggja sfðustu hönd á undirbúninginn fyrir
Niðurstaða Blaðaprents:
VÍSIR PRENTAÐIJR Á l'MIAN
Gerðadómur sker úr um ágreining — Lögbann ekki
sett á prentun Dagblaðsins, segir fulltrúi Reykjaprents
EFTIR 18 klukkustunda Iangan
stjórnarfund f Blaðaprenti hf,
sem Iauk um klukkan 6 f gær-
morgun, tókst samkomulag um
prentun Vfsis og Dagblaðsins.
Rituðu allir aðilar undir sam-
komulagið í gær nema fulltrúar
Vfsis, en þeir munu rita undir
það í dag. Ólafur Eyjólfsson fram-
kvæmdastjóri Blaðaprents tjáði
Morgunblaðinu f gær, að sam-
komulagið væri f þvf fólgið, að
Vfsir yrði prentaður á undan Dag-
blaðinu en mætti ckki fara f sölu
fyrr en prentun blaðsins lyki, en
frá þeim tíma munu lfða 15—30
mfnútur þar til Dagblaðið fer í
Tækniskóladeilan:
Árangurslaus fundur
FULLTRtJAR Fjármálaráðu-
neytisins og kennara við Tækni-
skóla tslands héldu með sér fund
f gær um kjaradeilu aðilanna.
Varð fundurinn árangurslaus.
Kennarar við Tækniskólann hafa
sem kunnugt er ekki mætt til
vinnu vegna deilu þessarar, en
kennsla áttl að hefjast f skólanum
á þriðjudaginn.
Höskuldur Jónsson ráðuneytis-
stjóri í fjármálaráðuneytinu sagði
í samtali við Mbl. í gærkvöldi, að
fundurinn hefði verið stuttur.
Höskuldur sagði, að deilan snerist
nú aðallega um stundakennara
skólans sem eru í miklum meiri-
hluta meðal kennara hans. Sagði
Höskuldur, að stundakennararnir
væru ekki ánægðir með þann
launaflokk sem þeir hefðu verið í.
Kvað hann það skoðun ráðu-
neytisins, að engin launaflokks-
hækkun gæti orðið á þessu stigi,
því í hönd færu samningavið-
ræður um kaup og kjör og þar á
meðal við kennarastéttina.
prentun. Fer Vísir fyrr f prentun
en verið hefur eða klukkan 11,15 f
stað 12,30 til 13 áður. Prentun
blaðsins tekur tvo klukkutfma og
þvf mun prentun Dagblaðsins
ekki hefjast fyrr en klukkan
13,30 til 13,45 en Vfsir verður
væntanlega kominn á götuna
klukkan 13,15. Þá varð um það
samkomulag, að deilan um það
hvort blaðið ætti rétt á þvf að
verða prentað á kostnaðarverði
yrði vfsað til gerðardóms. Það
blaðið, sem gerðardómurinn telur
að eigi ekki þann rétt, verður að
greiða prentunina samkvæmt
taxta, en hann er um 70% hærri.
Er von á niðurstöðu gerðardóms-
ins innan mánaðar, og gildir sam-
komulagið fram til þess tfma.
MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í
gærkvöldi til Sigfúsar Sigfús-
sonar, stjórnarmanns í Reykja-
prenti hf., sem gefur út Vísi, og
innti eftir áliti hans á framan-
greindum málalokum. Sigfús
sagði:
„Ég tel að við megum vel við
una. Það hefur ekki verið ráðizt á
okkar rétt í Blaðaprenti og við
Framhald á bls. 20
Óðal opnar
diskótek í kvöld
Veitingastaðurinn Öðal opnar að
nýju i kvöld eftir miklar breyt-
ingar og endurbætur. Staðurinn
hefur verið stækkaður til muna
og nær núna yfir alla aðra hæð
hússins Austurstræti 12a og
einnig Austurstræti 12. Komið
hefur verið fyrir mjög fullkomnu
diskóteki sem brezkur plötusnúð-
ur mun stjórna og staðurinn verið
innréttaður að nýju á mjög
smekklegan hátt. Ætlunin er að
þarna verði hægt að fá keyptan
mat eins og verið hefur og hlýða á
Framhald á bls. 20
Hugleiðingar um prestkosnincju:
Nafn höfundar féll niður
ÞAU mistök urðu í blaðinu í
gær, að nafn höfundar greinar-
innar „Hugleiðingar um prests-.
kosningu í Nessókn" féll niður.
Höfundur greinarinnar er Guð-
mundur Marteinsson, raf-
magnsverkfræðingur, Bauga-
nesi 34, Skerjafirði. Morgun-
blaðið biður höfundinn og les-
endur velvirðingar á þessum
mistökum.
Að jafnaði hefur Morgun-
blaðið haft þann hátt á, við
prestskosningar að kynna fram-
bjóðendur en leyfa að öðru
leyti ekki umræður um kosn-
ingar í blaðinu. Með frétt Morg-
unblaðsins um dreifibréf í Nes-
prestakalii voru umræður um
þær kosningar, sem þar standa
fyrir dyrum hins vegar opnaðar
og er Morgunblaðið að sjálf-
sögðu opið fyrir frekari umræð-
um um þær, en blaðið væntir
þess, að þær umræður haldi
áfram að vera málefnalegar.
____________________ Ritstj.
Eftir 15. september verða allir
að verðmerkja vörur og þjónustu
1 LÖGBIRTINGABLAÐINU 29.
ágúst s.l. er auglýsing frá verð-
lagsstjóranum og er þar gefið I
„Illa komið fyrir
inu ef það þolir
dagblað fjalli um
— segir Þorsteinn Pálsson ritstjóri Vísis
„MÉR ÞYKIR illa komið fyrii
stjórnarsamstarfinu ef það þol
ir ekki að frjálst dagblað fjalli
um landbúnaðarmál eins og
önnur málefni," sagði Þor-
steinn Pálsson ritstjóri Vfsis er
Morgunblaðið bar undir hann
ummæli Gunnars Guðbjarts-
sonar í blaðinu f gær, að stjórn-
arsamstarfið væri f hættu ef
Vísir héldi áfram skrifum
sínum um landbúnaðarmálin.
Þorsteinn sagði ennfremur:
„Ég átel enn harðlega afstöðu
Gunnars Guðbjartssonar í
Laugarvatnsræðunni en vilji
■ hann kynna sér afstöðu Vísis til
stjórnarsamstarf-
ekki að frjálst
landbúnaðarmál”
um ummæli Gunnars Guðbjartssonar
landbúnaðarmála kemur hún
fram í leiðurum blaðsins sem
skrifaðir eru á ábyrgð núver-
andi ritstjórnar Vísis til land-
búnaðarmála kemur hún fram í
leiðurum blaðsins sem skrifaðir
eru á ábyrgð núverandi rit-
stjórnar Vísis. Gunnar verður
að átta sig á því, að það er
sitthvað að banna opinberar
umræður um landbúnaðarmál
og að rökræða um það hvað
þurfi að gera til þess að efla
landbúnað á íslandi. Það sem
Gunnar ræðir um í sinni grein
eru feiðarar sem birtust í blað-
inu áður en núverandi ritstjórn
tók við því og eru henni alger-
lega óviðkomandi."
Þorsteinn Pálsson.
skyn, að framvegis verði betur
fylgzt með því en verið hefur að
kaupmenn og aðrir verðmerki
vörur sfnar og þjónustu.
Orðrétt er tilkynning verðlags-
stjóra þannig:
Samkvæmt heimild í 9. gr. laga
nr. 54/1960 um verðmerkingu,
eru svohljóðandi fyrirmæli gefin
út:
Aflír þeir, sem selja vörur og
þjónustu beint til neytenda,
skulu, að svo miklu leyti sem því
verður við komið, merkja vörur
sínar og þjónustu með útsölu-
verði, eða auglýsa útsöluverðið á
svo áberandi hátt á sölustaðnum,
að auðvelt sé fyrir viðskiptamenn
að lesa það.
Þetta á undantekningalaust við
vörur, sem eru til sýnis í búðar-
gluggum, sýningarkössum eða á
annan hátt. Verðið má setja á
vöruna sjálfa, á viðfestan miða
eða á umbúðir vörunnar.'
Lestaði loðnumjöli
Siglufirði 4. september.
BRÚARFOSS lestaði hér frosinn
fisk á Ameríkumarkað í gær, og í
dag er Skógarfoss að lesta loðnu-
mjöl á Rússlandsmarkað, og er
þar með talið loðnumjölið sem
Tilkynning þessi tekur gildi 15.
september 1975.
Reykjavík 15. ágúst 1975.
Verðlagsstjórinn.
Morgunblaðið hafði sam-
band við Georg Ólafsson verðlags-
stjóra. Hann kvað það rétt vera,
að eftir 15. september yrði gengið
harðar eftir þvf að ákvæðum laga
um verðmerkingar vöru og þjón-
ustu yrði fylgt. Næði þetta til
verzlana og annarra svo sem veit-
ingahúsa, sem framvegis verða að
auglýsa utan dyra hvað þau hafa á
boðstólum svo og verð þess. Sagði
Georg að frá þessu vrði nánar
skýrt siðar.
unnið var f sumar.
m.j.
Alþýðublaðið:
Nýr ritstjórnar-
fulltrúi ráðinn
ALÞÝÐUBLAÐIÐ skýrir frá þvf í
gærmorgun, að Bjarni Sigtryggs-
son hafi verið ráðinn ritstjórnar-
fulltrúi við blaðið. Bjarni er 29
ára gamall hóf störf að blaða-
mennsku árið 1964. Árin 1969 til
1974 vann hann við Alþýðublaðið,
síðast sem ritstjórnarfulltrúi. I
sumar hóf hann starf á blaðinu að
nýju eftir rúmlega árs hlé.