Morgunblaðið - 05.09.1975, Síða 3

Morgunblaðið - 05.09.1975, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1975 3 Tollgæzlubreytingin: Sektarupphæðin svipuð verðmæti umframvarnings VEGNA frétta um breytingar á fyrirkomulagi tollgæzlu á Kefla- vfkurflugvelli hafa ýmsir ordið til þess að velta fyrir sér hvað hin hertu viðlög tollgæzlunnar þýði ef farþegi er tekinn með umfram- varningi eftir að hafa farið gegn- um græna hliðið. Við höfðum samband við Þor- geir Þorsteinsson, lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli, og báðum hann að skýra þetta atriði nánar út. Þorgeir sagði, að tollgæzlan byði mönnum í sliku tilfelli upp á utanréttarsátt. I sambandi við áfengi og tóbak væri sekt fyrir eina flösku af sterku víni um 3000 kr. og eina lengju af vindlingum Verðbólg- an 54,5% VERÐBÓLGAN sfðasta 12' mánaða tfmabil miðað við 1. ágúst var 54,5%, samkvæmt upplýsingum Ólafs Davfðs- sonar hagfræðings hjá Fram- kvæmdastofnuninni. Er þá miðað við hækkun vísitölu framfærslukostnaðar, sem reiknuð var út 1. ágúst og var nú 458,5 stig, en var 1. ágúst í fyrra 297 stig. Þess ber að geta að á tímabil- inu 1. maí til 1. ágúst 1974 varð minni hækkun vísitölu fram- færslukostnaðar en eðlilegt getur talizt, þar sem stóraukn- ar niðurgreiðslur höfðu áhrif á niðurstöðuna. Má búast við því að næst, þegar visitala fram- færslukostnaðar verður reikn- uð út, 1. nóvember, verði ekki um eins mikla hækkun að ræða á timabilinu næst á und- an og nú. Leiðrétting I frétt i blaðinu í gær var rang- lega sagt frá því að Coppelía yrði sýnd í Þjóðleikhúsinu í næsta mánuði. Hið rétta er, að Coppelia verður sýnd fjórum sinnum í næstu viku, og er fyrsta sýningin á mánudagskvöld. um 2000 kr. Ef menn viður- kenndu brot sitt, og féllust á að greiða sektina á staðn- um, yrði málið þar með látið nið- ur falla en áfengið og tóbakið gert upptækt. Ef viðkom- andi neitar að greiða sektina stólanna. Sama gildir um annan varning en sektargreiðsla yrði f flestum tilfellum mjög svipuð þeirri upphæð, sem ríkissjóður hefði tapað, ef varningurinn hefði komizt i gegnum tollinn. Ef maður t.d. yrði staðinn að þvi að vera með varning fyrir 20 sterlingspund umfram leyfilega upphæð myndi sektin, ef hann féllist á að ljúka málinu á staðn- um, nema svipaðri upphæð, eða um 7000 krónum og varningurinn gerður upptækur. Sr. Páll S. Pálsson Prestkosning PRESTKOSNING fer fram I Borgþórshvolsprestakalli I Rangárvallaprófastsdæmi sunnu- daginn 14. september n.k. Um- sækjandi er einn, sr. Páll S. Páls- son. Sama dag verður Svavar Stefánsson guðfræðingur vígður til Hjarðarfells á Snæfellsnesi. Hann var eini umsækjandinn um það prestakall og hefur hann verið settur prestur þar. Ragnhildur Ólafsdóttir og Ragnar I Sméra. „Fyrir börn og fullorðna" nefnist Ijóðabók eftir Nínu Björk Árnadótt- ur I bókinni er Ijóðaflokkur i tveim- ur köflum, og er yrkisefnið Jesús Kristur „Fyrir börn og fullorðna" er pappirskilja, 30 bls. Þriðja bókin, sem út kom i gær er bók Brynjólfs frá Minnanúpi, „Sagan af Þuriði formanni og Kambsránsmönnum," í útgáfu Guðna Jónssonar prófessors. Þetta er fjórða útgáfa sögunnar, en sagan var fyrst prentuð sem fylgirit með Þjóðólfi á árunum 1893 —1897 Bókin er 300 bls með nafnaskrá Fjórða bókin, sem Helgafell gefur út á kvennaári er „Kvæði" eftir Höllu Loftsdóttur Aðrar bækur Helgafells á þessu ári Að sögn Ragnars Jónssonar mun bókaútgáfa Helgafells dragast nokkuð saman á þessu ári og er ástæðan aukinn kostnaður við bóka- útgáfu Nú i haust kemur út ný skáldsaga eftir Halldór Laxness, ,,í túninu heima" Sagan er að nokkru leyti byggð á æskuminningum skáldsins um fólk og landshætti i gömlu Reykjavik og nærsveitum 3 kvennaársbœkur komu út hjá Helgafelli í gœr Heildarútgáfa á verkum Magnús- ar Ásgeirssonar og „Hagleiks- verk Hjálmars í Bólu”meðal bóka, sem koma ÞRJÁR baekur komu út hjá Helgafelli I gær ! tilefni kvennaárs, og er útgáfa hinnar fjórðu fyrirhuguð í desember. Bækur þessar eiga það sammerkt, að þær eru annaðhvort eftir konur eða um konur. Bókin „Fólk á förum" er eftir Ragnhildi Ólafsdóttur Bókin er skrifuð á dönsku og kom út i Dan- mörku fyrir tæpu ári. Hún vakti þegar mikla athygli og var nýlega valin til lestrar I danska útvarpið Sagan gerist á elliheimili, og er að sögn Ragnhildar þyggð á reynslu hennar í starfi við slíka stofnun. Þetta er fyrsta bók Ragnhildar, en nú vinnur hún að því að umskrifa gamalt handrit og búa það til út- út síðar á árinu Nina Björk Árnadóttir. gáfu. Ragnhildur og María Ólafs- dóttir listmálari eru systur, en báðar hafa þær verið búsettar I Danmörku í fjölda ára Ragnhildur tjáði frétta- mönnum á fundi i gær, að hún væri nú að skrifa helgileik í samvinnu við Nínu Björk Árnadóttur „Fólk á förum" er papppirskilja, 1 33 bls. Þá kemur út nýtt verk eftir dr Kristján Eldjárn, „Hagleiksverk Hjálmars í Bólu", en nú er liðin öld frá andláti hans Bókin er prýdd fjölda Ijósmynda af munum, sem Bólu-Hjálmar bjó til Skáldsaga um Una danska kemur út og er höfundurinn Þórarinn bóndi Helgason i Þykkvabæ Nú kemur út i fyrsta sinn heildar- útgáfa á Ijóðum og Ijóðaþýðingum Magnúsar Ásgeirssonar Frú Anna Guðmundsdóttir, ekk|a skáldsins, og Kristján Karlsson bókmennta- fræðingur hafa undirbúið útgáfuna, og skrifar Kristján ýtarlega ritgerð um Magnús, sem var náinn vinur hans um langt skeið Útgáfan verður i tveimur stórum bindum, alls um 1000 bls. Þá koma út tvær bækur i mynd- skreyttum útgáfum, „Maður og kona" með myndum eftir Gunnlaug Scheving og „Timinn og vatnið" eftir Stein Steinarr, skreytt myndum eftir Einar Hákonarson. Þrjár nýjar skáldsögur koma út fyrir jól, og eru höfundar þeirra Guðbergur Bergsson', Þorvarður Helgason og Þráinn Bertelsson. I í NÝJU HÚSNÆÐI AÐ LAUGAVEGI 66 I sama húsl við hliðina á verzlun okkar '' o „Ef þu hefur gert góð kaup á sumarút- sölunni, þá gerir þú það núna. Verðin voru lág en nú eru þau ennþá lægri." stórkostlegt vöruurval af 1 .fl. fatnaði. Látið ekki happ úr hendi sleppa # Laugavegi 66# sími 28155 Iv ¥

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.