Morgunblaðið - 05.09.1975, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 05.09.1975, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1975 7 r Utflutningur á heitu vatni Sænskir aðilar kanna nú tæknilega og fjárhags- lega möguleika á útflutn- ingi á heitu vatni frá fs- landi til Svlþjóðar. Hyggj- ast þeir nýta heita vatnið til húshitunar á strönd Sviþjóðar, I Gautaborg, Málmey og fleiri borgum. Að sögn hitaveitustjóra, Jóhannesar Zoega, hefur verið rætt um árlegan út- flutning á 20 milljónum heitavatnstonna, en um- framgeta Hitaveitu Reykjavíkur er nú um 30 milljónir tonna á ári. I umræðum hefur komið fram, að miðað við að hvert skip, sem flytti vatnið til Svíþjóðar, taki 250 þús. tonn, þyrfti að fá tvö risatankskip til flutn- inganna, sem færu 50 til 80 ferðir hvort skip á ári. Þróun orkumála og orkuverðs hefur knúið á dyr um könnun möguleika I þessu efni, þ.e. flutnings á heitu vatni. Óvist er, hve hitatap verður mikið I slikum flutningi, en hita- veitustjóri segir i viðtali við Mbl. i gær, að það sé hald fróðra manna, að mögulegt sé að einangra svo slfk tankskip, að varmatapið verði innan við 5 gráður, jafnvet innan við 3 gráður. Nú mun unnið að athugun á kostnaðerhlið málsins, þ.e. samanburði á kostn- aði við að flytja heita Jóhannes Zoéga hitaveitustjóri. vatnið til Sviþjóðar og upphitun húsa þar með raforku og/eða oliu. Mál þetta er að sjálf- sögðu enn á könnunar- stigi. Engu að siður er hér um slikt stórmál að ræða, að vakið hefir sérstaka athygli allra landsmanna. Niðurstöðu þessarar könnunar verður efalitið beðið með mikilli eftir- væntingu. Tollgæzla á Keflavíkurflug- velli Sizt ber að lasta endur- skoðun og nýjungar i toll- gæzlu á Keflavikurflug- velli, sem efalitið standa til bóta á flestan hátt. Ný reglugerð um tollfrjálsan farangur ferðamanna og farmanna hefur hinsvegar ákvæði, sem menn eru ekki á eitt sáttir um. Ferðamenn, búsettir hér á landi, mega hafa með sér til landsins varning, sem fenginn er erlendis eða um borð i skipi eða flug- vél, utan áfengis og tóbak, fyrir 14.000 krónur. Andvirði annarra vara en fatnaðar má þó ekki nema meiru en 7000 kr. og andvirði matvæla. þar með talið sælgæti, ekki meiru en 1.400.00 kr. — fjórtán hundruð krónur. — Heimilisfaðir, með stóra fjölskyldu, þ.e. mörg börn, sem vill neita sér um allan varning annan en matvæli og góðgæti handa bömum sínum, getur undir engum kringumstæðum haft meira með sér af þvl tagi en andvirði lltilla fjórtán hundruð króna sam- kvæmt nýju reglugerð- inni. Til að árétta enn frekar réttleysi þeirra smæstu i þjóðfélaginu. er það skýrt tekið fram. að böm innan 12 ára „njóti ekki réttinda til innflutn- ings gjaldskyldra vara án greiðstu aðflutnings- gjalda". Þau ein skulu greiða innflutningsgjöld af ÖLLUM meðteknum varningi, jafnvel þótt hann sé ekki nema litið leikfang eða nokkrar kara- mellur í poka. Réttur hinna smæstu I þjóðfélag- inu er sem sé ekki alltaf fyrirferðarmikill. Væri ekki nóg að takmarka andvirði meðtekins varn- ings en láta ferðamanninn eða farmanninn um val hans (annars en tóbaks og áfengis)? Og mega yngstu borgararnir ekki vera að- njótandi eilltilla þegnrétt- inda á þessum vettvangi? ---------------------\ Hringið f síma 10100 milli kl. 10.30 og 11.30 frá mánudegi til föstu- dags og spyrjið um Lesendaþjónustu Morgunblaðsins. v_____________________/ GATNAGERÐARGJÖLD SVEITARFÉLAGA Herdfs Hermóðsdóttir, Strand- götu 41, Eskifirði, spyr: ,,Er það rétt að stjórnvöld neiti sveitar- og bæjarfélögum um lánafyrirgreiðslu til gatna- gerðar til að þvinga þau til að leggja á okurhá gatnagerðar- gjöld, þó að þessi sveitar- og bæjarfélög með hverri fjár- hagsáætlun sinni áætli og innheimti milljónir til varan- legrar gatnagerðar?“ Magnús E. Guðjónsson fram- kvæmdastjóri Sambands fsl. sveitarfélaga svarar: „Mér sem framkvæmdastjóra Sambands ísl. sveitarfélaga er ekki kunnugt um að nokkurt sveitarfélag hafi verið þvingað til að leggja á gatnagerðargjöld, en með lögum um gatnagerðar- gjöld, sem samþykkt voru á Alþingi 1974, er sveitar- stjórnum heimilað að leggja á gatnagerðargjöld og hafa ýmsar sveitarstjórnir í þéttbýli notfært sér þessa heimild. Byggðasjóður hefur samþykkt þá fyrirgreiðslu til þessara sveitarfélaga að kaupa eftir ákveðnum reglum gatnagerðar- skuldabréf, sem húseigendur hafa gefið út til viðkomandi sveitarfélags. Með þessu móti fá viðkomandi sveitarfélög meira fé til gatnagerðar á stöðunum og er þetta fé til við- bótar við það lánsfé, sem þau fá, en sveitarfélög geta ekki tekið á sig nema takmarkað af lánum og verður þar að koma til eigið fé, s.s. gatnagerðar- gjöld og aðrar tekjur sveitarfé- lagsins á hverjum stað. 1 þessari spurningu er slegið saman fullyrðingu og fyrir- spurn.“ HAFNAFJARÐAR- STRÆTÓ Sigurður Gunnarsson, Alfa- skeiði 75, Hafnarfirði, spyr: „Er von á þvi, að teknir verði í notkun nýir vagnar á sér- leyfisleiðinni Reykjavík — Hafnarfjörður, og verður ferð- um á leið tvö fjölgað á næst- unni?“ Ágúst Hafberg framkvæmda- stjóri Landleíða svarar: „Athugun á þvf með hvaða hætti megi tryggja rekstrar- grundvöll Hafnarfjarðarvagn- anna hefur staðið yfir og er áfram unnið að því verkefni með sérstöku tilliti til þess að vagnarnir verði reknir án opin- berra styrkja, en önnur strætis- vagnafyrirtæki hafa notið styrkja bæjar- og sveitarfélaga, sem numið hefur um og yfir helmingi rekstrarútgjalda og þar með talin kaup á nýjum vögnúm. Kaup á nýjum vögnum á Hafnarfjarðar- leiðinni er einn veigamesti iliðurinn í fyrrnefndri athugun og hafa þegar verið könnuð kaup á nýjum vögnum. Sömu- leiðis standa yfir athuganir á breytingum á leiðakerfinu innan Hafnafjarðar og hafa Landleiðir i huga að gera veru- legar breytingar á leiðakerfinu bæði varðandi svokallaða leið tvö og í nýjum byggðahverfum i Hafnarfirði, en ástand gatna og yfirstandandi gatnagerðar- framkvæmdir í kjölfar fram- kvæmda við hitaveitu ráða miklu um, hvenær tekst að koma breytingum á leiða- kerfinu í framkvæmd.“ FRIÐUN FISKSTOFNA Á ÞISTILFIRÐI Trausti Guðmundsson, Leiru- bakka 16, Reykjavfk spyr: „Hefur sjávarútvegsráðherra ekki í hyggju að sporna við hinni gegndarlausu ofveiði og rányrkju á fiskstofnum sem á sér stað á Þistilfirði yfir sumar- ið?“ Matthfas Bjarnason, sjávar- útvegsráðherra svarar: „Hér er átt við netaveiði, sem leyfð er á sumrin á Þistilfirði, og hefur ekki verið ákveðið að banna þessar veiðar í sumar. Um þessar mundir er unnið að endurskoðun á nýtingu fisk- stofnanna innan Iandhelginnar og af, þeim sökum hefur ráðu- neytið ékki gert neinar breytingar á reglum um veiði innan landhelginnar nema for- ráðamenn Hafrannsókna- stofnunarinnar hafi lagt slikt til og hefur núverandi sjávarút- vegsráðherra verið fljótur til að staðfesta þær beiðnir, sem komið hafa frá stofnuninni um þessi mál. Að endurskoðun á lögum um nýtingu fiskstofn- anna innan fiskveiðilög- sögunnar vinnur nefnd og er ætlunin að hún ljúki störfum seint í haust og verður þá frum- varp um þessi efni lagt fyrir Alþingi." Opið til kl. 7 í kvöld og til hádegis laugardag. HERRADEILD gm [ÁÖSTÍ JRSTRÆTI 14 LAUGAVEGI 661 TWYFORDS HREINLÆTISTÆKI HANDLAUGARí BORÐ HANDLAUGAR Á FÆTI BAÐKÖR STÁL & POTT FÁANLEG í FIMM LITUM TWYFORDS-HREINLÆTISTÆKIN ERU í SÉRFLOKKI. BYGGINGAVÖRUVERZLUN TRYGGVA HANNESSONAR, SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 83290.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.