Morgunblaðið - 05.09.1975, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 05.09.1975, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1975 11 Rauða kross deild í A-Hún. STOFNFUNDUR Rauða kross deildar Austur-Húnavatnstýlu var haldinn í barnaskólanum á Blönduósi 30. ágúst s.l. I stjórn voru kjörin: Séra Árni Sigurðsson formaður, Hávarður Sigurjónsson gjaldkeri, Ingvi Þór Guðjónsson ritari, Eyrún Glsla- dóttir og Valur Snorrason og I varastjórn Margrét Hafsteinsdótt- ir, Pétur Agnar Pétursson og Kol- brún Ingjaldsdóttir. Á fundinum voru mættir þeir Björn Tryggvason formaður Rauða kross Islands og Eggert Ásgeirssön framkvæmdastjóri fé- lagsins. Urðu miklar umræður um fyrir- huguð verkefni deildarinnar sem munu einkum verða á sviði neyð- arvarna og námskeiðshalds. Stofnendur deildarinnar voru 80. Skátakveðja til: Jóns Oddgeirs Jóns- sonar á sjötugsafmœli Gamlir Væringjar og vinir senda þér einlægar kveðjur sínar Jón og þakka þér margvísleg störf í þágu skátahugsjónarinnar, i þágu Væringja „hér á árunum" og í þágu okkar, sem vorum hluti félagsins, er þú varst einn af traustustu foringjum þess. Þökk sé þér fyrir vináttu þína og leið- sögn I því að njóta lífsins á skáta- vísu, langt fram á fullorðins ár. Jón Oddgeir gerðist skáti árið 1921 og eins og aðir, sem gengið hafa skátahreyfingunni á hönd I alvöru, hefir hann lifað eftir orð- takinu: „Eitt sinn skáti, ávallt skáti“. Um Jón má segja, án þess að lasta nokkurn annan góðan skáta, að hann hafi meir en aðrir á Islandi gert „scouting“ að lffs- starfi sínu og skátahugsjónina sér að leiðarljósi. Skal vikið að þvl nánar síðar. Skátaferill Jóns einkennist I höfuðdráttum af tvennu; annars- vegar af skjótum frama innan hreyfingarinnar, þar sem hann velst ungur að skátaaldri til æðstu foringjastarfa, og hinsveg- ar af löngum starfstíma sem virk- ur skáti, ekki aðeins meðan Vær- ingjar störfuðu, heldur og eftir 1938 þegar þeir gengu til sam- starfs við skátafélagið Erni og stofnuðu Skátafélag Reykjavíkur, — en það er annar kapítuli. Skátafélagið Væringjar, sem var stofnað 1913 af séra Friðrik Friðrikssyni, á sér merka sögu, sem auðvitað lýsir bæði upp- gangs- og erfiðleikask’eiðum eins og gengur, og árið eftir inngöngu Jóns var eitt slíkt erfiðleikaár. En með nýju afmælisári 1923 og með vali margra nýrra foringja, þar sem Jón var einn, brá skjótt til hins betra. Næstu 15 ár var Jón einn meðal mikilvirkustu for- ingja skátahreyfingarinnar á Is- Iandi, og voru þó margir góðir drengir meðal Væringja á þeim. árum. Jón var skipaður flokksfor- ingi 1. flokks Væringja 1923, sveitarforingi 1925, kjörinn I stjórn Bandalags Isl. skáta 1926, I stjórn Væringja 1927, varð móts- stjóri á landsmóti I Laugardal 1928, stofnaði Rover-skátadeild sama ár með nokkrum eldri skát- um og var foringi hennar lengi. Hann var I fararstjórn Jamboreefara til Englands 1929 og aftur 1937 til Hollands. Með breytingum á félagsformi Vær- ingja 1936 varð Jón félagsforingi og var það þar til enn voru gerðar breytingar 1938. Jón var alltaf boðinn og búinn til starfa fyrir skáta og hefir svo verið fram á þennan dag, en hér verður staðar numið með upptalningu á störf- um hans og embættum innan hreyfingarinnar, aðeins því bætt við, að mjög vlða liggja eftir hann greinar og prentaðar frásagnir af skátastörfum, sem annars hefðu farið I „glatkistuna“. I sjötta lið skátalaganna segir m.a.: „Skáti er hjálpsamur", og fyrir utan margt annað gott, sem þau lög geyma, og flestir sannir skátar hafa tileinkað sér, er þetta það boðorð, sem Jón hefir gert að meginstoð starfsævi sinnar. — Að loknu Verzlunarskólanámi 1924 og eftir kynni af hjálparstörfum skáta ( en Jón var einn af stofn- endum Hjálparsveitar skáta I Reykjavlk og blóðgjafarsveitar skáta siðar) Iagði hann land undir fót, kynnti sér slysavarnir og skyndihjálp bæði vestan hafs og austan og lagði síðan fyrir sig fræðslustörf á þessu sviði. Hann hefir skrifað margar bækur og fjölda greina I blöð og tlmarit um þessi efni: lífgun úr dauðadái, hjálp I viðlögum slysavarnir á sjó og landi, umferðarreglur o.fl. o.fl. Sem starfsmaður Slysa- varnafélags Islands slðar Rauða kross Islands og loks Krabba- meinsfélagsins, hefir hann verið óþreytandi og kappsamur fræðari til verndar llfi og limum með- bræðra sinna, kennari og einskon- ar „námsstjóri" á þessu sviði um þvert og endilangt Island. Auk allra sinnaferðaframogaftur um landið I þeim erindum að fræða um björgun, hjálp og slysavarnir, hefir hann haldið tryggð við gaml- ar skátadyggðir. Skíðaferðir, úti- legur og holl glíma við íslenzkt veðurfar og landshætti hafa hald- ið Jóni ungum I anda og treyst tryggðarbönd hans við gamla fé- laga. Við sem kynntumst Jóni á svona ferðalögum nutum reynslu hans og þekkingar og virðum hann sem leiðtoga, þrautseigan, árvakran félaga og „fjallaskáld" hið bezta, því margra fumorta vís- una Iét hann flakka á ferðum okk- ar fyrr og síðar. Gaman væri að rekja sögur úr ferðum I gamla Væringjaskálann, I Þrym, I Tind- fjallasel eða ævintýri á snjóbreið- um milli Haukadals og Haga- vatns, en slíkt er betur fallið til upprifjunar á öðrum vettvangi. Verður því hér staðar numið. — 0 — Já, Jón. Gamlir Væringjar og vinir þlnir frá árum fyrr jafnt og hinir síðari senda þér hugheilar heillaóskir. Lifðu lengi enn með landsins börnum, ungum sem öldnum. Áfram skáti eins og fyrr, ávallt viðbúinn. Megi þrek þitt endast enn til margra ferða, þvl fjöllin heilla eins og áður og skátaandinn endist vel þótt æviár- um f jölgi. Þ. Sand. Lágu haustfargjöldin okkar lengja sumarió hjá þér 30% lækkun á fargjöldum býöur upp ásumarauka fyrir okkartil Evrópu á tímabilinu þig í stórborgum Evrópu. 15. september til 31.október, FLUCFÉLAG LOFTLEIDIR /SLAJVDS \ Félðg með eigin skrifetofur í 30 stórborgum erlendis

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.