Morgunblaðið - 05.09.1975, Síða 12

Morgunblaðið - 05.09.1975, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1975 Keramiknámskeið Nýtt keramiknámskeið er að hefjast. Innritun í síma 51301. Keramikhúsið h.f. (Lisa Wium) Reykjavikurvegi 68, Hafnarfirði. Gróðurland í Mosfellssveit Vel staðsett eignarland til sölu. Stærð allt frá 5000 ferm. upp i nokkra hektara. Samþykkt teikning að sumarbústað fyrir hendi. Tilboð sendist Mbl. merkt: Gott land 2898 * * * * * * * * * * * * * ALÞJOÐLEG VÖRUSÝNING 22.ÁG.-7.SEPT Bankastræti 9 — sími 11811 NÝTT NÝTT NÝTT NÝTT Tízkufatnaður fyrir dömur og herra á vörusýningunni í Laugardalshöllinni kl. 16.30 og 20.45 Karon samtökin sýna iÚrval af nýjum vörum * OPIÐ TIL KL. 10 I KVOLD (LOKAÐ Á LAUGARDÖGUM) * + * * * * * * * * * * * * * * * * * * ntmmAPEnni nc FRÁ PfiRPiER I5s Yngsti medlimur PARKER fjölskyldunnar — PARKER ”25” — allur úr skínandi stáli. Hannaöur fyrir nútímafólk. Glæsilegt útlit beztu ritgæöi þaö er PARKER ”25” uppfyllir ströngustu kröfur og hentar forstjóranum jafnt sem skólafólkinu. Reyndu PARKER ”25” strax í dag og þú sannfærist um yfirburöi PARKER. Takiö PARKER ”25” meö í skólann. PARKER eftirsóttasti penni heims. Iðgjalds- tekjur Bruna- bótafélagsins 465 millj. kr. Iðgjaldstekjur Brunabótafélags Islands námu 465,2 millj. kr. á árinu 1974 og höfðu aukist um 142,9 millj. kr. frá fyrra ári. Aukningin f brunatryggingum var 25,15% en 1 öðrum trygging- um 76,17%. Heildartjón á árinu 1974 námu 383,5 millj. kr. en rekstrarkostnaður nam 45,4 millj. kr. eða 9.76% af umsetningu Sem er mjög iág kostnaðarprósenta. Þetta kom m.a. fram á aðaifundi fulltrúaráðs Brunabótafélagsins, sem haldinn var fyrir skömmu. Föstudaginn 29. ágúst var aðal- fundur fulltrúaráðs Brunabótafé- lags íslands haldinn á Höfn i Hornafirði. Formaður fram- kvæmdastjórnar, Jón G. Sólnes, setti fundinn. Fundarstjórar voru kosnir Friðjón Guðröðarson lög- reglustjóri og Kristinn V. Jó- hannsson skólastjóri og fundarrit- ara Knútur Jónsson fram- kvæmdastjóri og Kjartan Magnús- son bóndi. Formaður flutti skýrslu stjórn- arinnar og skýrði f stórum drátt- um frá hinni miklu aukningu, er orðið hafði á rekstri og umsvifum félagsins síðan skipulagsbreyting var gerð á starfsemi þess fyrir 20 árum, en fyrsti fulltrúarráðsfund- urinn var haldinn 21. júní 1955. 1 fulltrúaráðinu eiga sæti einn full- trúi frá hverjum kaupstað og einn frá hverri sýslu eða alls 41 full- trúi. Forstjóri félagsins, Ásgeir Ól- afsson, gaf yfirlit yfir alla þætti I rekstri Brunabótafélagsins. Kom m.a. fram að iðgjaldstekjur ársins 1974 námu kr. 465,2 milljónum og höfðu aukizt um 142,9 millj. frá fyrra ári og var aukningin 25,15% í brunatryggingum, en 76,17% í öðrum tryggingagreinum. Heild- artjón á árinu 1974 námu 383,5 milljónum. Rekstrarkostnaður nam kr. 45,4 milljónum eða 9,76% af umsetningu, sem er mjög lág kostnaðarprósenta. Þá kom fram að félagið endur- greiddi til félagsdeilda og við- skiptamanna kr. 18.914.186,— I formi arðs og ágóðahluta. Á sl. 20 árum hefir þannig samtals verið greiddur arður og ágóðahluti að fjárhæð 95,1 milljón króna. Eigið fé Brunafótafélagsins nemur kr. 158.654.247,— og eru þá húseign- ir og lausafé lágt metið. Trygg- ingasjóðir vegna iðgjalds og óupp- gerðra tjóna nema samtals kr. 376.197.541,— Framkvæmdastjórn félagsins var endurkosin en hana skipa: Jón G. Sólnes alþm., Akureyri, formaður, Magnús H. Magnússon fyrrv. bæjarstj., Vestmannaeyj- um, varaformaður, Björgvin Bjarnason bæjarfógeti, Akranesi ritari. í varastjórn voru kosnir: Björgvin Sæmundsson bæjar- stjóri, Kópavogi, Knútur Jónsson framkvstj., Siglufirði, og Þorvarð- ur K. Þorsteinsson sýslumaður, Isafirði. Bárður Daníelsson brunamála- stjóri flutti fróðlegt erindi á fund- inum um ástand og horfur i bruna- og eldvarnamálum. AVCI.YSINCASIMINN KR: 22480 Hreint ^land fagurt Innd LANDVERND

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.