Morgunblaðið - 05.09.1975, Síða 18

Morgunblaðið - 05.09.1975, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1975 hf. Árvakur. Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10 100. Aðalstræti 6. sími 22 4 80. Askriftargjald 800.00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 40.00 kr. eintakið Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Aualvsingar róunin í hafréttar- málum hefur verið mjög ör á undangengnum árum og fylgi þjóða heims við 200 sjómílna auðlinda- lögsögu farið hraðvaxandi. Við Islendingar höfum gjarnan þakkað okkur þessa framvindu mála, a.m.k. að hluta til, og vissu- lega hafa útfærslur fisk- veiðilandhelgi okkar og málflutningur á alþjóða- vettvangi haft jákvæð áhrif. Sá árangur, sem hill- ir undir á hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóð- anna, á sér þó aðrar megin- orsakir. örfáar þjóðir hafa farið ránshendi um heims- höfin og gengið svo á fisk- stofnana, að eyðing þeirra blasir við, ef ekki verður spyrnt við fótum. Þessi ágangur fiskveiðistórvelda hefur komið niður á auð- lindum fjölda strandríkja, sem horfa fram á stór- tækan atvinnulegan og efnahagslegan voða, ef fer sem horfir í fiskveiði- málum þeirra. Þessi stað- reynd hefur þjappað þeim saman á alþjóðavettvangi um ný viðhorf I hafréttar- málum. Tvö stórveldi eru öðrum stórtækari í þessum ágangi: Japanar, sem veiða um 11 milljónir tonna af fiski á ári og Sovétríkin, sem afla um 9 milljónir tonna samkvæmt skýrslum Matvælastofnunar Samein- uðu þjóðanna. Sú gamla nýlendustefna, sem Evrópuríki beittu þjóðir í öðrum heimsálfum, kom einkum fram í hagnýtingu auðlinda og hráefna þeirra, sem óspart var gengið í, án tillits til hagsmuna heima- þjóða. Nýlenduveldum fyrri tíma var þetta gerlegt í krafti yfirburða á sviði hernaðar, fjármagns, þekk- ingar og tækni. Nú eru Sovétríkin og Japan í sama hlutverki á heimshöf- unum, þar sem hin nýja nýlendustefna drottnar og deilir og eys af auðlindum þjóða, sem minna mega sín, án tillits til hagsmuna þeirra eða nauðsynjar mannkynsins sem heildar á varðveizlu fiskstofnanna. Þetta er meginorsök þess, sem er að gerast á hafrétt- arráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, og það er lær- dómsríkt í þessu sambandi, hvaða þjóðir standa með og hverjar gegn nýjum haf- réttarsáttmála. Sovétríkin, sem hvað stórtækust eru í sókn á fjarlæg mið, hafa nú mót- mælt væntanlegri útfærslu fiskveiðilandhelgi Is- lendinga í 200 sjómílur. Jafnframt hafa þau farið fram á viðræður við íslenzk stjórnvöld um framhald á veiðum fiskiskipa frá Sovétríkjunum á íslands- miðum. Mótmæli Sovét- ríkjanna og tilmæli um veiðiheimildir koma eilítið spánskt fyrir sjónir, þegar þess er gætt, að þrátt fyrir ótrúleg aflauppgrip þeirra á miðum fjölda ríkja, hafa þau sáralítið veitt á Islandsmiðum, síð- an síldarævintýrinu lauk. Tölur um afla Sovét- manna hér við land á ár- inu 1974 liggja ekki fyrir. En árið 1973 veiddu þau aðeins (togaraafli) um 1100 lestir á íslandsmiðum, að langmestu leyti grálúðu, sem er einn þeirra fisk- stofna hér við land, sem ofveiddur er. Til saman- burðar má geta þess að þetta ár veiddu Bretar 154.600 lestir hér við land og Vestur-Þjóðverjar 91.700 lestir, en heildarafli íslenzkra skipa var 383.000 lestir. Sovézku skipin hafa aðal- lega haldið sig á grálúðu- miðum út af Norðvestur- landi og vestur af Kol- beinsey. Þau hafa og lítil- lega stundað karfa- og ufsa- veiðar út af Vestfjörðum. Þessi afli hefur litla sem enga þýðingu fyrir fisk- veiðar Sovétríkjanna, þegar á heildarafla þeirra er litið, né atvinnu- eða efnahagslíf þessa stórveld- is. Hvaða tilgangi þjóna þá mótmæli Sovétríkjanna gegn útfærslu okkar og kröfur um veiðiheimildir innan væntanlegrar fisk- veiðilandhelgi okkar? Takist Sovétríkjunum að knýja fram veiðiheimildir i fiskveiðilandhelgi okkar, út á sáralitla veiði á liðnum árum, verður það fordæmi nýtt í kröfugerð á hendur öðrum þjóðum, þar sem Rússar hafa verið stórtæk- ari í ásókn í auðlindir strandrikja. Hér er stefnt að fordæmi, sem nýta á hinni nýju nýlendustefnu til framdráttar, þ.e. ásókn- ar í auðlindir annarra þjóða, sem sumar hverjar hafa haft samstöðu með okkur á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Hér á að smíða þau vopn, sem beita á í baráttu gegn sam- herjum okkar í hafréttar- málum. Ásókn í auðlindir ann- arra, sem minna mega sín, er höfuðeinkenni nýlendu- stefnu stórveldanna, fyrr og síðar. Sovétríkin eru nú í fararbroddi þessarar stefnu, að því er varðar ágang í auðlindir strand- ríkja. Mótmæli þeirra gegn útfærslu fiskveiðilandhelgi Islendinga í 200 sjómílur og kröfur um veiðiréttindi hér við land er undanfari þess, sem beita á aðrar þjóðir. I þessu efni þurfa Islendingar að vera á varð- bergi. Við megum sízt af öllu skapa það fordæmi, sem skaðað gæti samherja okkar á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Hin nýja nýlendustefna Þorvaldur Búason: Það hefur verið aðalsmerki sfðustu ára, að lög hafa þróazt í átt að mannúðlegri og mildari ákvæðum um refsingar. Refs- ingar miða í ríkari mæli að því að laða afbrotamenn að ábyrgri þátttöku í þjóðfélaginu og að því að endurvekja sjáifvirðingu þeirra. Þar hefur aðallega ráðið ferðinni vantrú margra göfug- manna á því að ströng refsing geri afbrotameaa að betri borg- ara. Með hinni mildari refsilög- gjöf hefur löggjafinn viljað skírskota til siðmenningar, sjálfsögunar og sjálfstjórnar borgaranna fremur en til ógnar refsiákvæðanna. Slík rök geta einungis þeir notað, sem gengið hafa á undan með góðu for- dæmi; menningarlegri reisn og sjálfsvirðingu. Vana brota- menn eru hjáróma í þeim kór. Á síðast liðnu ári stefndu nokkrir forystumanna Varins lands óhróðursmönnum, sem höfðu látið til sín taka á síðum Þjóðviljans. 1 kjölfarið á stefn- unum hafa sumir aðstandenda Þjóðviljans og ekki sizt þeir, sem hlut áttu að máli, lagt áherzlu á þá skoðun sína að hin islenzka meiðyrðalöggjöf væri úrelt og gölluð. Þeir virtust vakna skyndilega af værum blundi og átta sig á því, að göfugmenni á íslandi höfðu ekki haldið vöku sinni og barizt fyrir mildari refsiákvæðum í hinni islenzku meiðyrðalöggjöf. Þeim var að minnsta kosti ljóst, að samkvæmt bókstaf hinnar islenzku meiðyrðalöggjafar, var framferði þeirra ekki alls kost- ar laust við að vera ámælisvert. Það vakti sérstaka athygli í þessu sambandi að mest bar á þeim, sem þekktir eru að þvi að missa taumhald á tungu sinni í hita stjórnmálabaráttunnar og eru umtalsillir i dagfari um menn og málefni. Þar sem þess- ir menn hafa ekki gengið á und- an með góðu fordæmi með hóf- samlegar og málefnalegar bar- áttuaðferðir geta þeir varla flokkazt með áðurnefndum göf- ugmennum. Sú hugsun er áleitin, að hér búi annað undir en mannúðar- sjónarmið. Með þvi að stefna áróöurssóðum fyrir ósannindi og illyrði er reynt að slá vopn úr höndum þeirra manna, sem kunna ekki að beita öðru vopni en rógi eða hafa svo slæman málstað að verja, að þar verður ekki við komið málefnalegum rökum. Sennilega vakir það fyrst og fremst fyrir þessum mönnurr; að missa ekki þessa eina vopns, sem þeir beita af kunnáttu. Ingi R. Helgason verjandí flestra Þjóðviljamannanna i Þjóðviljamálunum svokölluðu sagði í viðtali við Þjóðviljann 5. júlí síðast liðinn: „Eg bjóst alltaf við ómerkingu nokkurra ummælanna, þar sem enda þau voru viðhöfð í hita pólitiskrar umræðu í stórmáli og augljóst að umbjóðendur mínir kynnu að hafa farið offari í orðavali miðað við þrönga túlkun meið- yrðalöggjafarinnar.“ Verjand- inn viðhafði þessi orð, er dómar höfðu verið felldir I meiðyrða- málum nokkurra forgöngu- manna Varins lands gegn Úlf- ari Þormóðssyni blaðamanni við Þjóðviljann. Hvað felst í hugmyndum lögfræðingsins um þrönga túlkun á meiðyrða- löggjöfinni má nokkuð ráða af þvl, að Ulfari Þormóðssyni var m.a. stefnt fyrir að viðhafa eftir farandi ummæli um starfsemi Varins lands: ...... færu nú fram víðtækustu persónunjósn- ir sem fram hefðu farið hér- lendis og væri með ólíkindum að íslendingar einir ættu hug- myndina að þvílíkum vinnu- brögðum, heldur hlytu hér fag- menn frá Watergate að eiga hlut að.“ Flestum ærlegum mönnum mun ekki finnast þurfa þrönga túlkun að vel- sæmisreglum hvað þá meið- yrðalöggjöfinni til að komast að þeirri niðurstöðu að slík ósann- indi, aðdróttanir og svívirðing- ar séu ósamboðnar siðuðu fólki. Dómarinn taldi ummælin að sjálfsögðu óviðeigandi og ómerkti þau, þótt hann opinber- aði jafnframt þá sérstæðu kímnigáfu að kalla þau „almennt skens". Það er þó annað atríði í fyrrgreindum orðum verjanda Þjóðvilja- mannanna sem er verðugt um- hugsunarefni. Honum virðist þykja það afsökunarefni, að umbjóðendur hans skuli „fara offari“ i hita pólitiskrar bar- áttu. Þess eru mýmörg dæmi, að dómstólum hafi þótt það eiga að milda dóma og jafnvel valda sýknu ef glæpur hefur verið framinn f augnabliksæðiskasti vegna afbrýðisemi eða annarra viðlíka óstýrilátra tilfinninga. En það kemur á óvart að hlið- stæðri röksemd er beitt þegar í hlut eiga reyndir blaðamenn, sem hafa atvinnu af því að fjalla um stjórnmál og varla getur það flokkazt undir augna- bliks geðshræringu þegar of- stopinn fær útrás mánuðum saman. Rétt er að hafa i huga að á Þjóðviljanum fer fram nokk- uð ströng ritstjórn, þannig að það er ekki háð duttlungum og jafnvægisleysi lítilsiglds blaða- manns, hversu hátt boginn er spenntur I einstökum málum. Stjórnmál varða alla borgara og velferð þeirra. Flestir borg- arar munu vænta þess að fjall- að sé með jafnvægi og yfirveg- un um málefni sem varða fram- tið og landshagi, ekki sízt þegar málin eru hin mikilvægustu. í Þjóðviljanum virðist sú skoðun hins vegar ríkjandi að einmitt þá eigi við að ana í gönuhlaup tilfinningafárs. Dómarinn var lögmanni Þjóð- viljans sammála í þessu efni. Ekki verður annað séð af dóm- um hans, en stjórnmálamenn og blaðamenn Iandsmálablaða megi hafa þá sérstöðu að sýna algjört ábyrgðarleysi í meðferð sannleikans að ógleymdri heim- ild til að fara einnig að öðru leyti offari i orðavali. Það kann að vera rétt hjá dómaranum, að þróun stjórnmálabaráttunnar hafi undanfarin ár verið slík, að þetta verði að teljast f eðli- legu samræmi við unna hefð. Ekki er unnt að fagna þessari niðurstöðu eða segja að með þvi sé islenzkum stjórmmálum eða stjórnmálamönnum val- inn menningarlegur mæli- kvarði. Forystumenn Varins lands munu því freista þess að áfrýja dómunum og láta reyna á það hvort hæstiréttur er sam- dóma héraðsdómara um það að fslenzk stjórnmál skuli vera ein forarvilpa, þar sem þátttakend- ur ausi hvern annan auri. Þeir sem að undanförnu hafa látið til sín taka sem baráttu- menn fyrir mildari refsilöggjöf í meiðyrðamálum, hafa látið undir höfuð leggjast að skír- skota til aukinnar sjálfsögunar borgaranna, sem þó mun vera hugsjón þeirra göfugmenna, sem helzt hafa getið sér orðstír fyrir slfka baráttu. Margir Is- lendingar eru vafalaust hlynnt- ir mildari refsilöggjöf og fúsir til að veita þeirri baráttu stuðn- ing sinn, ef raunhæft væri að skfrskota til menningarlegra viðbragða borgara almennt. En dæmin, sem Þjóðviljinn hefur á liðnu ári borið á borð fyrir les- endur sína eru ekki fallin til að efla þá viðleitni. Stuðningur Þjóðviljans við mildari refsilög- gjöf vegna meiðyrða drukknar í Framhald á bls. 24 Göfugmenni og baráttan fgrir mildari refsilöggjöf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.