Morgunblaðið - 05.09.1975, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 05.09.1975, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1975 46 Bretar LANDHELGISGÆZLAN fór í gær í könnunarflug í kringum landið. Erlend veiðiskip á miðun- um voru talin og reyndust 46 brezkir togarar vera hér að veiðum, 16 vestur-þýzkir, 4 belgískir og nokkrir frá öðrum löndum. Brezku togararnir voru flestir á veiðum út af Norðaustur- landi. Þjóðverjarnir héldu sig allir nema einn utan 50 mílria markanna. — Sjálfsmorðið Framhald af bls. 17 hvort verið í varðhaldi eða þá að hann hafi vitað að hann yrði hnepptur í varðhald við komuna til Moskvu. The Daily Telegraph hefur ennfremur eftir heimildum á Heathrow að svo virtist sem deila hefði orðið um borð í þotunni milli Ryzovs og eins flugliða. En Scotland Yard féllst á skýringar Sovétmanna að lokum, og þotan hóf sig til flugs áleiðis til Moskvu níu klukku- stundum of seint. Ryzov var enn um borð, — f Iíkkistu. — Óðal Framhaid af bls. 2 músík og dansa. Nokkrar aðrar breytingar munu einnig fyrirhug- aðar á rekstri Öðals og Sælkerans sem er á fyrstu hæð hússins. Mun m.a. ætlunin að gestir Öðals geti fengið keypta þar smárétti og annan glaðning á hagstæðu verði. — Blaðaprent Framhald af bls. 2 erum ekkert hræddir við sam- keppni þessa nýja blaðs. Við munum skrifa undir samkomu- lagið á morgun, föstudag. 1 því voru margir lausir endar sem þurfti að íhuga vel. I þessu sam- bandi ber að athuga að við höfum engan mann í stjórn Blaðaprents til að gæta okkar hagsmuna. Það er að sjálfsögðu erfitt fyrir Vísi sem einn af stofnendum fyrir- tækisins að geta ekki sett fram sín rök og greitt atkvæði á stjórnar- fundi félagsins. Fyrir blaðið sitja þar menn sem vinna á móti hags- munum Vísis. Þetta er að sjálf- sögðu mjög óréttlátt og því var ekkert einkennilegt að við vildum athuga samninginn vel og gera okkar athugasemdir. Nú fer málið fyrir gerðardóm og við vonumst til þess að eftir einn mánuð verði þessi gerðardómur búinn að skera úr um það hverjir eiga rétt á prentun blaðsins á kjörum Blaða- prents. Lögfróðir menn telja að rétturinn sé okkar samkvæmt stofnsamningi Blaðaprents. Ef það verður niðurstaða gerðar- dómsins gjörbreytist staðan og verður áfram óvissa fyrir nýja blaðið. Þau blöð sem eru prentuð í Blaðaprenti samkvæmt stofn- samningi eru prentuð á kostn- aðarverði en öll önnur blöð sam- kvæmt taxta eða um 70% dýrari. Þegar það verður á hreinu hvort blaðið á réttinn, held ég að annað hvort blaðið fari út, og þá tel ég vafalaust að það verði nýja blaðið.“ — Verður lagt lögbann á út- komu Dagblaðsins? „Nei, eins og ég sagði áðan erum við hlynntir samkeppni og viljum leyfa þessum mönnum að spreyta sig en samt vil ég láta koma frám, að þar sem réttur okkar í Blaðaprenti hefur verið virtur, og þessum mönnum hefur ekki tekizt að hafa hann að engu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, munum við að sjálfsögðu ekki setja lögbann á útkomu hins nýja blaðs. Þessar ítrekuðu tilraunir mannanna til að traðka á rétti okkar koma okkur spánskt fyrir sjónir, þar sem þessir menn telja sig vera einu talsmenn frjálsrar og óháðrar blaðamennsku á Is- landi.“ EFTIRFARANDI fréttatilkynn- ing barst f gær frá Dagblaðinu: Vegna ótal fyrirspurna um prentun Dagblaðsins þykir rétt að skýra frá þvf, sem gerzt hefur sfðustu daga í því efni. Að úndanförnu hafa farið fram viðræður við Blaðaprent hf. um prentun blaðsins. A stjórnarfundi sl. sunnudag samþykkti stjórn Blaðaprents að taka hið nýja blað í prentun með ákveðnum tækni- legum skilyrðum, en í því efni skyldi leita álits tiltekinna starfs- manna Blaðaprents. Samkvæmt álitsgerð þeirra var unnt að full- nægja þessum skilyrðum um 'prentun hins nýja blaðs. M.a. var því skilyrði fullnægt, að ekki yrði haggað prentunartíma Vfsis frá því, sem verið hefur. Á stjórnarfundi Blaðaprents, sem hófst um hádegi sl. miðviku- dag, var ætlunin að taka endan- lega ákvörðun um prentunartíma Dagblaðsins. Kom þá í ljós, að útgefendur Vfsis, Reykjaprent hf., reyndu með öllum ráðum að koma í veg fyrir prentun og út- gáfu Dagblaðsins á þann hátt, sem útgefendur þess og starfs- menn prentsmiðjunnar töldu framkvæmanlegt. Dróst stjórnarfundur Blaða- prents á langinn af þessum sökum og dró til þeirra tíðinda að við fundarstaðinn birtist borgar- fógeti ásamt lögmönnum og að- standendum Reykjaprents. Var stjórnarmönnum Blaðaprents gert Ijóst, að til stæði að beita þá lögbanni, ef taka ætti ákvarðanir, sem Reykjaprent gæti ekki fellt sig við. Við þessar aðstæður fóru fram samkomulagsumleitanir um prentun Dagblaðsins. Lauk þeim með því, að snemma fimmtudags- morguns var af stjórnarmönnum Blaðaprents og fulltrúa Dagblaðs- ins undirritað samkomulag um prentun blaðsins. Fulltrúi Reykjaprents, sem var á fundar- stað allan timann, og hafði lýst sig reiðubúinn að undirrita sam- komulagið, fékk frest til að ákveða hvort hann gerði það. Var samþykkt að bíða til hádegis 4 fimmtudag eftir svari Reykja- prents, en ef það gengi ekki að þessu samkomulagi, yrði Dag- blaðið prentað í Blaðaprenti á þeim tíma, sem það hafði óskað eftir. Rétt þykir að skýra frá því, að sú óvenjulega aðferð að ætla að stöðva ákvarðanir félagsstjórnar, sem situr á fundi, með lögbanni, var m.a. á því byggð, að sá form- galli væri á stjórn Blaðaprents, að stjórnarmenn ættu ekki allir per- sónuleg hlutabréf í félaginu. Lög- bannsbeiðnin var borin fram af Reykjaprenti hf. t>g tveimur ein- staklingum. Svo vill til, að þessir einstaklingar eiga ekki per- sónuleg hlutabréf í Reykjaprenti hf. og er stjórn þess félags einnig ólögleg, ef beitt er sjónarmiði þeirra um persónulega hlutafjár- eign. I því ljósi gætu ýmsar ákvarðanir stjórnar Reykjaprents að undanförnu orðið vafasamar, svo sem fyrirvaralaus brott- rekstur ritstjóra Vísis og ýmis Iög- bannsmál, sem til hefur verið stofnað. Frá Dagblaðinu. — Danmörk Framhald af bls. 1 látnar fara fram í haust verða þær þriðju þingkosningarnar í landinu á aðeins tveimur árum. Þingið mun koma saman til aukafundar 1 næstu viku til að ræða tillögur ríkisstjórnarinnar í atvinnu- og efnahagsmálum og eru flestir flokkarnir sammála um að nauðsynlegt sé að gera þriggja ára áætlun og verði með einhverjum ráðum að hafa hemil á verðlagshækkunum og launa- hækkunum. Flokkunum hefur þó gengið illa að koma sér saman um til hvaða ráða skuli gripið til að ná því marki sem að er stefnt. — Krafla Framhald af bls. 26 fyrir að bora 15 holur og um þessar mundir væri verið að láta fyrstu holuna blása út. Þessi hola gæfi til kynna að jarðhitasvæðið við Kröflu væri mjög gott og lyki mælingum þar að lútandi síðar f þessum mánuði. Morgunblaðið spurði Sigurð Sigfússon hjá Verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen hvort það væri rétt, að Kröfluvirkjun stæðist ekki að öllu leyti tæknilega. Hann sagði að ekkert hefði komið fram, sem benti til þess. Þetta væri að vísu fyrsta stóra gufuaflsvirkjun- in á íslandi, en t.d. í Bandaríkjun- um og á ítalíu hefðu verið reistar slíkar stöðvar og reynzt mjög vel. Samskonar vélarbúnaður yrði notaður í Kröfluvirkjun. — Guðmundur vann Framhald af bls. 36 I 4. umferð skákmótsins í Middlesbrough sem fram fór í gærkvöldi gerði Friðrik Ölafsson stórmeistari jafntefli við Stean frá Bretlandi I 20 leikjum. Mörg jafntefli urðu í þessari umferð. Ungverjinn Sax hefur forystu í mótinu með 3 vinninga en Frið- rik er 1 9.—13. sæti með ÍVS vinning. — Flugfreyjur Framhald af bls. 2 í okkur illu blóði og félagsmenn kröfðust þess hreinlega að til að- gerða yrði gripið. Og þessi hótun um að Ieggja niður vinnu var ein- faldlega til komin vegna þess að við töldum okkur eiga inni ógreidd laun hjá félaginu." Erla sagði ennfremur að Flug- leiðir hefðu að sínu mati komið mjög illa fram í þessu máli. Félag- ið hefði hreinlega búið til ágrein- ing um kjarasamninga og vísað honum svo til Félagsdóms að flug- freyjum forspurðum. „Slíkt getum við ekki liðið.“ sagði Erla, „að vinnuveitandi búi til ágrein- ing um atriði, sem báðir aðilar túlkuðu á sama hátt við samninga- gerðina, og sendi málið svo fyrir dóm.“ Erla sagði að lokum, að flugfreyjur teldu þetta mál vera úr sögunni. Að afloknum heildarkjara- samningum A.S.l. og V.S.L, sem undirritaðir voru 13. júní s.l., reis upp ágreiningur um túlkun á verðbótaákvæði í kjarasamningi við Flugfreyjufélag Islands. Agreiningnum var af hálfu Flug- leiða vísað til úrskurðar Félags- dóms og málið þingfest þar hinn 25. ágúst s.l., en samkvæmt lands- lögum er það eitt af verkefnum Félagsdóms að skera úr ágrein- ingi um túlkun kjarasamninga. Var því Flugleiðum komið I opna skjöldu, þegar tilkynnt var símleiðis kl. 9.30 í gærmorgun, að flugfreyjur hefðu ákveðið að leggja niður störf á hádegi þann sama dag, ef ekki yrði gengið að eftirfarandi kröfum þeirra: 1. Að þær fái greiddar 5.300.- króna launahækkun á mánuði frá 13. júní s.l. auk 2.100.- króna launahækkunar á mánuði frá 1. október n.k. 2. Að þær fái dráttarvexti greidda af ofangreindri fjár- hæð til greiðsludags. 3. Að Flugleiðir h.f. felli niður mál það, sem rekið er fyrir Félagsdómi. Flugleiðir h.f. fóru þess á leit við Flugfreyjufélagið, að aðgerðum yrði frestað, en því var hafnað. . 1 ljósi þess, að sýnt þótti, að allt flug innanlands sem utan myndi stöðvast innan nokkurra klukku- stunda, var gengið að þeim afar- kostum, sem settir voru og verk- falli þannig afstýrt. Var hér um hreina nauðung að ræða, en ekki samninga eftir eðlilegum leiðum, enda hafa Flugleiðir ekki fallizt á réttmæti krafnanna, þótt gengið væri að þeim, hverju sem forsvarsmenn Flugfreyjufélags- ins kunna að halda fram. Flugfélögin átelja harðlega þau vinnubrögð, sem höfð hafa verið 1 frammi af hálfu Flugfreyju- félagsins og telja að hér sé um skýrt lagabrot að ræða — þ.e. að hótað sé stöðvun flugflota lands- manna vegna ágreinings, sem verið er að fjalla um fyrir réttum dómstóli, og hann þar með lítils- virtur. í einu dagblaði borgar- innar í dag er það haft eftir fors- varsmanni Flugfreyjufélagsins „að flugfreyjur hefðu gripið til þessara aðgerða, þar sem þær hefði talið óeðlilegt að beðið yrði úrskurðar Félagsdóms". Ekki verður öllu betur lýst þeirri óvirð- ingu sem dómstólum landsins og réttarkerfi er sýnd. Ber vissulega að harma, að ekki skuli lengur vera unnt að útkljá ágreining um túlkun kjarasamn- inga milli stéttarfélaga og vinnu- veitenda eftir þeim leiðum, sem landslög kveða á um, en þess f stað gripið til ólöglegra verkfalla. — Lokað Framhald af bls. 36 eru 4 ný íbúðarhús í byggingu og Póstur og sími er að byggja hér nýja sfmstöð. Fer þá von- andi að styttast i sjálfvirka símann. Mjög góð berjaspretta er hér um slóðir og þó sérstaklega í Jórvfkurskógi og hafa menn notfært sér það óspart. Baldur. — Samkomu- lagið Framhald af bls. 1 svæoum, sem málin hafa snúizt um. Áreiðanlegar heimildir segja að Sovétar hafi ákveðið að senda ekki fulltrúa til athafnarinnar vegna andstöðu við- þann hluta samningsins sem gengur út á að 200 bandarískir tæknimenn skuli vera á varðstöðum í Sinai og Bandaríkjamenn munu hafa ákveðið að koma hvergi nærri til að æsa ekki upp reiði Kremlar- húsbændanna, segja fréttastofur, Harðorð ræða Egyptalandsforseta Anwar Sadat Egyptalandsfor- seti flutti ræðu til þjóðar sinnar í kvöld í tilefni Genfarsamkomu- lagsins og réðst þar harkalega á Sovétríkin og sagði að þau reyndu með öllum ráðum að reka fleyg á milli Arabaþjóðanna. Sadat var einnig hvassyrtur í garð arabískra bandamanna Egypta, sérstaklega Sýrlendinga og skæruliða- hreyfingar Palestínu, sem neitar að viðurkenna tilveru Israelsríkis og vfsar frá öllum hugmyndum um friðsamlega lausn f Mið- austurlöndum. Fréttamenn segja, að Sadat hafi verið mjög þungur á brún og reiður, þegar hann vék tali sínú að Sovétrikjunum. Rakti hann í stuttu máli gagnrýni sóvézku stjórnarinnar á bráðabirgðasam- komulagið og sagði að svo virtist sem það eitt vekti fyrir leiðtogum Sovétríkjanna að hleypa af stað nýrri styrjöld í Miðausturlöndum. Fullyrt er, að það hafi komið mönnum ákaflega mikið á óvart hversu gramur og reiður Sadat var og munu landar hans ekki í annan tíma hafa séð hann svo úfinn. Ræðu hans var sjónvarpað til allra Arabaríkjanna. — Portúgal Framhald af bls. 1 Sóslalistaflokksins, hefur áður sagt að hann fari ekki inn í ríkis- stjórn með kommúnistum nema þvf aðeins að áhrif þeirra þar verði í samræmi við það tak- markaða fylgi, sem flokkurinn fékk í kosningunum í landinu i vor. Mario Soares hélt í dag áleiðis til London, en þar mun hann sitja ráðstefnu sem leiðtogar vestr- ænna sósíalistaflokka hafa boðað til með það fyrir augum að ræða ástandið í Portúgal. Fylgzt af áhuga með Spinola För Spinola fyrrverandi forseta frá Brasilíu hefur, eins og í upp- hafi var að vikið, gefið þeim orð- rómi byr undir báða vængi að hann hyggist snúa aftur til Portú- gal. Spinola kom með áætlunar- flugvél frá Brasilfu til Parísar og hélt til gistihúss síns ásamt lff- verði og miklum farangri, jafn- skjótt og vélin var lent. Farþegar í vélinni sögðu að Spinola hefði ekki talað við neinn samfarþega sinna á leiðinni frá Brasilfu. Hann hefur að sögn fréttamanna ekki farið út úr hótelherbergi sfnu í dag, en sendi orðsendingu til framkvæmdastjóra hótelsins, sem hann bað um að flutt yrði fréttamönnum. Þar kveðst Spinola vera f vikueinka- heimsókn í París og hann hafi ekki í hyggju að gefa neina póli- tíska yfirlýsingu og muni fara aftur til Brasilfu innan fárra daga. Mjög mikil leynd hvílir yfir ferðalagi Spinola til Frakklands en áreiðanlegar heimildir úr hópi samstarfsmanna hans í Rio f Brasilfu sögðu að hann væri að undirbúa jarðveginn áður en hann sneri aftur til Portúgals. Kommúnistar áfjáðir f sam- steypustjórn Fréttaskýrendur segja, að margt bendi til þess, að kommún- istar muni leggja á það rfka áherzlu á næstunni að mál verði leyst til bráðabirgða í stjórnmál- um landsins með því að mynduð verði samsteypustjórn eins og Alvaro Cunhal hefur stungið upp á. I forystugrein blaðsins Avante, sem er málgagn portúgalskra kommúnista sagði í dag, að nú væ,ri tímabært að hefja slíkar við- ræður til að koma í veg fyrir að endurskoðunarsinnar f landinu legðu á ráðin um valdarán. í forystugreininni er ekki dregin dul á, að ágreiningur sé me'ð flokkunum þremur, PS, PPD og PCP, en einmitt þessi ágreiningur gæti leitt til þess, að hægri sinnaðir foringjar með fasískar tilhneigingar freistuðust til að gera valdarán og yrði fyrir alla muni að koma i veg fyrir það. — Minning Anna Framhald af bls. 27 skilur eftir hugljúfar minningar hjá öllum sem kynntust þér. Blíða brosið þitt gleymist okkur aldrei. Við biðjum algóðan Guð að styrkja og styðja ykkur, elsku Imma og Tommi, einnig systur og bræður. Drottinn veitir líkn með þraut. Asta og Örlaugur. — Kaupa Baldur Framhald af bls. 36 hjá Hafrannsóknastofnuninni að fá nýtt rannsóknaskip til að sinna starfseminni og áhuginn er mikill hjá mér líka,“ sagði Matthías Bjarnason, sjávarút- vegsráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Sjávarútvegsráðherra sagði, að þessi mál væru nú f ná- kvæmri athugun. Hugmyndir væru um að senda Hafþór ekki í 16 ára flokkunarviðgerð. „Mér finnst það lfka heldur fjar- stæðukennt að kosta miklu upp á það skip. Við þurfum fyrst og fremst á togveiðiskipi að halda fyrir stofnunina og Hafþór er orðinn alltof lítill og úreltur." Þá sagði ráðherrann, að til- finnanlega vantaði skip til rannsókna á djúpslóð „og ekki er hægt að leysa málið betur að mínum dómi en með kaupum á togara." Að lokum spurði Mbl. Matthf- as Bjarnason hvort rætt hefði verið um kaup á Baldri. „Það er ekki hægt að neita því, en hins- vegar er ekki vitað hvort af kaupum verður." r — Israelar Framhald af bls. 1 með mörgum skyndiárásum. Palestínuskæruliðar hafa for- dæmt harðlega bráðabirgðasam- komulag Israela og Egypta og Israelsstjórn óttast hermdarverk af hálfu skæruliðanna á næst- unni. — Rauða strikið Framhald af bls. 36 hækkað og nemur hækkun á þeim vörutegundum 6,3 visitölustigum í framfærsluvísitölu. Mjólkurvör- ur hafa þegar hækkað og veldur hækkun þeirra 4 til 5 stiga hækkun framfærsluvisitölu. Kjöt- vörur hafa enn ekki hækkað, en þegar landbúnaðarvörur hafa allar hækkað er gert ráð fyrir því að hækkun framfærsluvísitölu vegna þeirra verði um 10 stig. Hluti þeirrar hækkunar er vegna launaliðar bóndans, sem er undanþeginn eins og áður segir og er gert ráð fyrir að hann vegi f framfærsluvísitölu tæplega 6 stig. Hefur þetta þau áhrif, þ.e. rúm- lega 6 stiga hækkun vegna áfengis og tóbaks og tæplega 6 stiga hækkun vegna launaliðar bóndans, að framfærsluvisitalan má fara 11 til 12 stig fram yfir 477 stig án þess að verðbótasamkomu- lagið taki gildi. Talsvert mun þvf vanta á að markinu 477 sé náð og að til verð- bóta á laun komi samkvæmt áður- nefndu samkomulagi, eða vilja menn heldur tala um hið nýja mark 488, eftir að kunnugt er um hækkanir á áfengi og tóbaki og hækkun launaliðar bóndans, sem haft hafa þessi áhrif á rauða strikið svokallaða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.