Morgunblaðið - 05.09.1975, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 05.09.1975, Qupperneq 21
MORGUNBLÁÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1975 21 * Uthagar mun hagstæðari til skógræktar en sauðfjárræktar t SKÝRSLU Rannsóknaráðs ríkis- ins um þróun byggingastarfsemi hér á landi kemur fram, að mjög litið af því byggingarefni sem hér er notað er framleitt innanlands. Arlega er flutt inn mikið af timbri, sem notað er í byggingar, en samkvæmt nýlegum saman- burðartölum Rannsóknastofn- unar landbúnaðarins og Skóg- ræktar rikisins á nytjun lands til sauðfjárræktar og skógræktar á 35 ára timabili, að meðtöldum stofnkostnaði við skógrækt, gætu tekjur af einum hektara skóg- lendis orðið að meðaltali um 19—40 þús. krónum hærri á ári, en ef úthagar voru nýttir til sauð- fjárræktar, að því er segir í skýrslunni. Það skal tekið fram, að hér er reiknað með því að um 4.500 plöntur séu gróðursettar á hektara á fyrsta ári þessa 35 ára tímabils, en fyrstu 10 árin verði engar tekjur af skóginum. Upp frá því fáist við grisjun um 100 plöntur á ári og nýtist þær ýmist sem jólatré eða efni í girðinga- staurá. Tillit er tekið til skakka- falla t.d. vegna óhagstæðs veður- fars, og er reiknað með allt að 50% afföllum af þeim sökum. I skýrslunni er gert ráð fyrir þvi, að þegar liðin séu 35 ár geti verið um 2000 trjáa nytjaskógur á hektara og nemi árlegur vöxtur Sovétar og Kínverjar illyrtir hvor í annars garð 1 NÝJASTA hefti af sovézka flokksmálgagninu Kommunist er birt einhver harkalegasta árás á kínverska kommúnista, sem sézt hefur um langt skeið í Sovétrfkjunum. Þar er kveðið svo sterkt að orði, að „allir sannir kommúnistar eru hvattir til að brjóta Maoismann á bak aftur“ þar sem hann sé ógnun bæði við hinn sanna kommún- isma og heimsvaldariki, og þar með heimsfriðinn. 1 greininni er einnig gagnrýnd hlutleysis- stefna sumra rfkja f málefnum Kínverja og Sovétmanna og er þar greinilega átt við Júgó- slavíu og Rúmenfu. Kfnverjar láta heldur ekki á sér standa með yfirlýsingar f garð Sovétmanna og í sfðasta hefti Peking Review er grein þar sem Sovétmenn eru ásak- aðir umbúðalaust fyrir óhag- stæð og óheillavænleg afskipti af málefnum þriðja heimsins og alveg sérstaklega er bent á að Sovétmenn beiti öllum ráð- um til að kynda undir ólgu og sundrung f Angóla og segja megi að þeir beri megin- ábyrgðina á þvf hvernig mál- um er nú komið þar f landi, bæði vegna afskipta af innan- rfkismálum beinlfnis og með lævfsri undirróðursstarfsemi. /erndum rt líf Kerndum, Kotlendi/ LANDVERND hans um 5 rúmmetrum, en af hverjum rúmmetra af trjáviði úr skógi nýtast tveir þriðju hlutar sem unnið timbur, en söluverð hvers rúmmetra af fullunnu timbri er nú um 40 þús. krónur. Þannig yrði söluverðmæti af hverjum hektara skóglendis um 120 þús. á ári á móti 2 þús. kr. á ári fyrir sauðfjárrækt eins og nú er, auk þess sem hægt yrði að beita á skóginn sfðari hluta hins 35 ára tfmabils, að þvi er segir í byggingaþróunarskýrslu Rann- sóknaráðs rfkisins. Byggingarskýrslan: Hringborðsumræður um hana RANNSÓKNARAÐ rfkisins áformar að halda hringborðsum- ræður 3. október n.k. um bygg- ingaskýrsluna sem unnin hefur verið á vegum ráðsins og skýrt var frá í byrjun vikunnar. Sagði 3. október Steingrímur Hermannsson for- stjóri Rannsóknaráðsins við Mbl. að allir aðilar að byggingariðnað- inum myndu fá skýrsluna og væri þess vænzt að fulltrúar þeirra mættu við hringborðsumræð- urnar og létu þar í ljós álit sitt um efni skýrslunnar og kæmu með tillögur, Hringborðsumræðurnar verða væntanlega haldnar í Reykjavik og sagðist Steingrfmur vonast til að mikill og góður árangur yrði af þeim. AOOLÝSINGASÍMINN ER: 22480 Jfioreunbfabib stórútsala

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.