Morgunblaðið - 05.09.1975, Qupperneq 24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1975
24
raðauglýsingar - - raðauglýsingar — raðauglýsingar
tilkynningar
Lögtaksúrskurður
Hér með úrskurðast lögtak fyrir gjaldfölln-
um og ógreiddum þinggjöldum ársins
1 975, álögðum í Mýra- og Borgarfjarðar-
sýslu, en þau eru tekjuskattur, eignar-
skattur, kirkjugjald, slysatryggingagjald
v/heimilisstarfa, iðnaðargjald, slysa-
tryggingagjald atvinnurekenda skv. 36.
gr. laga nr. 67/1971, lífeyristrygginga-
gjald skv. 25. gr. sömu laga, atvinnuleys-
istryggingagjald, almennur og sérstakur
launaskattur, kirkjugarðsgjald og iðnlána-
sjóðsgjald. Ennfremur fyrir bifreiðaskatti,
skoðunargjaldi bifreiða og slysatrygginga-
gjaldi ökumanna 1975 og vélaeftirlits-
gjaldi, söluskatti af skemmtunum,
gjöldum af innlendum tollvörutegundum,
skipulagsgjaldi af nýbyggingum, sölu-
skatti, sem í eindaga er fallinn, svo og
fyrir viðbótar- og aukaálagningum sölu-
skatts vegna fyrri tímabila.
Má vænta að lögtök fari fram án frekari
fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð
ríkissjóðs, að 8 dögum liðnum frá birt-
ingu úrskurðar þessa, ef full skil hafa ekki
verið gerð.
Sýs/umaðurinn í Mýra- og
Borgarf/arðarsýslu.
Borgarnesi, 28. ágúst, 1975.
Ásgeir Pétursson.
ÞARFTU AÐ KAUPA?
ÆTLARÐU AÐ SELJA?
Frá Gagnfræðaskólum
Reykjavíkur
Skólarnir verða settir mánudaginn 8. september
sem hér segir:
VÖROUSKÓLI:
Allar deildir kl. 1 1:00
HAGASKÓLI:
1 . bekkur kl. 9:00 2. bekkur kl. 1 0:00
3. og 4. bekkur kl. 1 1:00.
ÁRMÚLASKÓLI:
4. bekkur kl. 9:00
3. bekkur kl. 1 0:00
Landsprófsdeildir kl. 1 1 :00
VOGASKÓLI:
1., 2., 3. og 4. bekkur kl. 14:00.
LAUGALÆK JARSKÓLI:
1 . bekkur kl. 1 0:00. 2. bekkur kl. 11:00
3. bekkur kl. 1 3:00 4. bekkur kl. 1 4:00
kennarafundur kl. 14:30
Gagnfræðadeildir Austurbæjarskóla, Lang-
holtsskóla, Hlíðaskóla, Álftamýrarskóla,
Árbæjarskóla, Fellaskóla og Hvassaleitisskóla:
1. bekkur kl. 9:00
2. bekkur kl. 10:00
Gagnfræðadeild Breiðholtsskóla og Æfinga-
skóla K.H.Í. v/Háteigsveg
komi kl. 1 0:00.
RÉTTARHOLTSSKÓLI:
1. bekkur kl. 14:00, 2., 3. og 4.
bekkur kl. 14:30.
3. BEKKUR í BREIÐHOLTI:
Nemendur komi í Hólabrekkuskóla kl.
14:00.
Skólastjórar.
Skólasetning I framhaldsdeildum gagnfræða-
stigs (5. og 6. bekk) í Lindargötuskóla og
Laugalækjarskóla verður auglýst síðar.
Lögtaksúrskurður
Hér með úrskurðast lögtak fyrir gjaldfölln-
um og ógreiddum þinggjöldum ársins
1975 álögðum í Bolungarvík, en það eru:
Tekjuskattur, eignarskattur, kirkjugjald,
kirkjugarðsgjald, slysatryggingargjald
vegna heimilisstarfa, iðnaðargjald, slysa-
tryggingagjald atvinnurekenda skv. 36.
gr. laga nr. 67/1971, lífeyristrygginga-
gjald skv. 25. gr. sömu laga, atvinnuleys-
istrygginga gjald, almennur og sérstakur
launaskattur, iðnlánasjóðsgjald og
skyldusparnaður skv. 29. gr. laga nr.
1 1 /1975.
Ennfremur fyrir skipaskoðunargjaldi,
lesta- og vitagjaldi, bifreiðaskatti,
skoðunargjaldi bifreiða og slysatrygginga-
gjaldi ökumanna 1975, vélaeftirlitsgjaldi,
svo og ógreiddum iðgjöldum og skrán-
ingargjöldum vegna lögskráðra sjó-
manna, söluskatti af skemmtunum,
gjöldum af innlendum tollvörutegundum,
matvælaeftirlitsgjaldi og gjaldi til styrktar-
sjóðs fatlaðra, skipulagsgjaldi af ný-
byggingum, ógreiddum tollum og sölu-
skatti, sem í eindaga er fallinn, svo og
fyrir viðbótar- og aukaálagningum sölu-
skatts vegna fyrri tímabila. Einnig fyrir
dráttarvöxtum og kostnaði.
Verða lögtök látin fara fram án frekari
fyrirvara, á kostnað gjaldenda en á
ábyrgð ríkissjóðs, að 8 dögum liðnum frá
birtingu úrskurðar þessa, ef full skil hafa
ekki verið gerð.
Bæjarfógetinn í Bolungarvík
25. ágúst 1975
Barði Þórhallsson
— Samningar
Framhaldaf bls.14
tima. Helztu keppinautar okkar
hafa þvl náð undir sig fyrri mörk-
uðum okkar og kemur það því
ekki á óvart, þótt það sé nokkrum
erfiðleikum bundið að vinna
þessa markaði á ný.
Hin takmarkaða veiðiheimild
nú er fyrst og fremst ákveðin með
það fyrir augum að hefja á ný
uppbyggingu markaða fyrir salt-
aða sild frá Islandi. Söltuð síld
hefir flest ár aldarinnar verið ein
af höfuðútflutningsvörum lands-
manna og ekki þarf að veiða til
söltunar nema örfá prósent af
aflamagni góðu síldaráranna til
þess að verðmæti saltsfldarút-
flutningsins geti numið mörgum
milljörðum króna. Enda þótt flest
bendi til þess að íslenzki sumar-
gotssíldarstofninn hafi aukizt
verulega síðustu árin, telur Síld-
arútvegsnefnd að fara beri var-
lega I sakirnar, er veiðarnar verða
auknar og að ekki verði leyft að
veiða síld nema til manneldis og
beitu.
Þá er áríðandi að Hafrannsókn-
arstofnuninni verði gert kleift að
hafa a.m.k. eitt rannsókna- og
síldarleitarskip með fiskifræðing-
um um borð á miðunum meðan
veiðarnar standa yfir, og verði
fiskifræðingunum heimilað að
loka tafarlaust þeim svæðum, sem
ókynþroska síld heldur sig á.
Verði unnið rétt að þessum mál-
um, er þess að vænta, að næstu
árin geti síldveiðarnar á ný orðið
veruleg lyftistöng fyrir söltunar-
stöðvarnar og hluta íslenzka fiski-
skipaflotans.
Flutningaskip á vegum Sildar-
útvegsnefndar eru væntanleg til
hafna á Austur-, Suður- og Vest-
urlandi í lok þessarar viku með
tunnur og síldarsalt. Þeir, sem
pantað hafa vörur þessar frá
skipshlið, fá þær keyptar á mun
lægra verði en ef flytja þarf þær
fyrst i birgðaskemmur Sildarút-
vegsnefndar og afgreiða þær það-
an. Með því að kaupa tunnur og
salt frá skipshlið flutningaskipa
nefndarinnar, komast saltendur á
þeim stöðúm sern Sildarútvegs-
nefnd á engar birgðaskemmur,
auk þess hjá því að greiða auka
flutningskostnað milli hafna.“
— Göfugmenni
og barátta
Framhald af bis. 18
mannorðsníði því sem blaðið
ástundar.
Það er nauðsynlegt að fara að
öllu með gát og ráðást ekki af
fljótræði I það að milda refsi-
löggjöf. Hún hefur sitt giidi
eins og dæmin sanna. Ágætt
dæmi um nauðsyn strangrar
refsilöggjafar eða a.m.k. ekki of
mildrar refsilöggjafar má finna
I Þjóðviljanum 3. marz 1974.
Þann dag birtist grein eftir
Friðrik Þórðarson háskóla-
kennara i Ósló, en greinin bar
yfirskriftina: „Bréf um bæna-
skrá o.fl.“. Friðrik Þórðarson
segir frá viðskiptum sínum við
„strákgopa" sem hann kallar og
bauð honum að undirrita áskor-
un Varins lands. Hann segir
m.a.: „Ég þarf ekki að taka það
fram, að hann átti því fjör sitt
að iauna, að norsk hegningar-
lög setja ströng viðurlög við
manndrápum, jafnvel þótt rétt-
mæt séu; annars hefði ég fleygt
honum niður stigann og háls-
brotið hann.“ Hér verður
greinilega ógn refsiákvæða
þyngri á metunum en menning-
arleg reisn og sjálfsvirðing.
Þeir sem berjast af hugsjón
fyrir mildari refsilöggjöf ,yerða
einnig að taka mið af stað-
reyndum, annars er hætt við
því að þeir vinni málstað sínum
ógagn. Hinir sem heimta mild-
ari refsilöggjöf í þeim tilgangi
einum að geta sjálfir misbeitt
frelsi sinu til að niða náungann
eru ekki svaraverðir.
1. september 1975.
— Landsfundur
Framhald af bls. 13
mannaeyjum. Þau mynda svo
landssambandið.
Hliðstæð samtök á Norðurlönd-
um, Red barnet, hafa nýlega boð-
ið L.I.B. til samstarfs, og eru það
dönsku Red barnet-samtökin, sem
senda nú Jens Donner héraðs-
lækni í Árósum til að kynna sér
starf félaganna hér og flytja er-
indi á landsfundi þeirra.
Þess má geta, að norrænu
barnaverndarsamtökin söfnuðu
allmiklu fé, þegar eldgosið varð í
Vestmannaeyjum og gáfu álitlega
fjárhæð eða andvirði dagheimilis
til að reisa heimili fyrir börn, sem
flýja þurftu heimili sín. Var það
byggt í Keflavík fyrir framlag
barnaverndarfélaga í Danmörku,
Noregi og Sviþjóð.
Aðalstjórn L.I.B. skipa nú:
Kristinn Björnsson, Pálína Jóns-
dóttir, bæði frá Reykjavík, Stefán
Júlfusson, Hafnarfirði, Helga
Jónsdóttir, Keflavík, Sigrún
Gunnlaugsdóttir, Akranesi, Ragn-
hildur Helgadóttir, Isafirði og
séra Björn Jónsson, Húsavík.
— Reyðarfjörður
Framhald af bls. 19
skák, svo ekki sé hér rætt um
skipulagða „pendlun" til
atvinnustaðar 34 km frá bústað.
Meðan bygging stórvirkjana,
meginhafna og verksmiðja
stendur sem hæst vila menn
aldrei fyrir sér hér að sækja
atvinnu sina langleiðis að.
Fram mætti telja margt í við-
bót, sem sýnir mikilvægi þróaðs
„upplands“ í borgsýslunni, svo
jafnvægi hagkerfis náist,
hvorir veiti öðrum taisvert
öryggi.
Lítum þarna einnig á dæmi
um velferðarþátt, sem ekki er
einber hagfræði. Það má heita
samkenni á öllum fiskiþorpum
fyrir norðan og austan, að
kaupstað eins og Eskifirði með-
töldum, að konur og þó sérlega
þær ógefnu og gjafvaxta eru
furðulega fáar móts við karlkyn
á sama aldri. I mótsögn við
þetta er jafnt af hvoru kyni á
Egilsstöðum, Akranesi, í Kefla-
vik, Hafnarfirði og víðar þar,
sem iðnaður og þjónustuhlut-
verkin laða ungar konur til sín.
Það gæti skipt ýmsa miklu, ef i
miðstöð Austurlands væru
búsettar 237 konur umfram
karla, en sú var umframtala
Akureyrar af konum við mann-
tal 1974.
Meðal velferðarþátta er
mikið rætt i „áætlunum" um
sem mesta fullkomnun á tæki-
færum fólks, eigi sizt ein-
hleypra, til að eyða aflafé sinu
á (mannbætandi?) hátt. Um
félagslegar breytingar, sem
orðnar verða f þeim efnum að
10—15 árum liðnum, geta ekki
einu sinni slyngustu verzlunar-
menn spáð af viti. Miklu
mótaðri þróunarlínur um
menntunarþörf og starfsnám er
hægt að rissa upp. Þar eru f jöl-
brautarskólar stefnuorðið, sem
ég veik áðan að meðal fleiri
sköpunarkrafta i smáborg.
Tökum það gilt, til að stytta
mál vort, að i miðstað Austur-
lands bregðist hvorki aðlög-
unargeta ungs fólks úr fjöl-
brautarskólum að nýjum (eða
gömlum) störfum, siaukin
tækni né nægt fjármagn, senn
hvað liður.
Hve margt þarf þá af aðfluttu
fólki úr öðrum fjórðungum til
þess, að tugur þúsunda verði að
liðnum 9. tugi aldar kominn í
botna Reyðarfjarðar til að veita
borgsýslunni hæfilegan kjarna?
I spurninni geng ég út frá, að
hugsanlegt sé að lita á Reyðar-
f jörð — Eskifjörð sem komandi
tvístirnisborg, þar sem hvor
hlutinn haldi sinum sérlegu
bæjarfélagsréttindum, að sjálf-
sögðu með sameiginlegan
bæjarfógeta, en einnig með
samstjórn á hafnarmála- og
skólasviði og yfirleitt hvar sem
löggjafinn vill framkalla sam-
einaða borgarstefnu, án hættu
á að hinn stærri kúgi hinn
smærri stað. 12 km munu vera i
milli, og til sjósóknar er Eski-
fjörður betri, enda stærri i svip-
inn og er setur sýslustjórnar-
innar. .Eigi er samsteypa þessi
neitt stóratriði fyrir mér.
Það þurfa að vera minnst 5
þúsundir, sem flytjást langt að í
Reyðarfjörð auk Austlendinga,
er koma þangað á sama skeiði,
að viðbættri allörri barnfjölg-
un, sem líkleg er, þar sem
margt aðfluttra er á þeim aldri
að vera að festa ráð sitt. Fyllist
þá brátt 10 þús. lágmarkið.
Ibúar „tvístirnisins" I Reyðar-
fjarðarbotnum eru e.t.v. 1700 I
haust, þ.e. jafnir Norðfirði
einum, en með hægri fjölgun
þýðir það fátt yfir 2 þúsund að
áratug liðnum. Einsætt er þvi,
að milli tveggja mjög ólikra
framtíðarstefna ber að velja á
þessum stað. Valið getur ekki
gerzt viljalaust, hvað þá blint
og ósjálfrátt. Án vilja á staðn-
um þokast ekki úr sporum, en
væri hann fyrir hendi, verður
úr þessu landsmál frekar en
héraðs. Sjáum, hvað setur, enn
um stund.
Björn Sigfússon.