Morgunblaðið - 05.09.1975, Side 36

Morgunblaðið - 05.09.1975, Side 36
Berið BONDEX á viðinn mátninghf I > i FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1975 AUííLÝSINGASÍMINN ER: 22480 10 MANNA NEFND RÆÐIR VIÐ BRETA Krafla: Rætt við V-Þjóðverja og Belga síðar ÁKVÖRÐUN var tekin f gær- morgun um skipan viðræðu- nefndar Islands f landhelgisvið- ræðunum við Breta 11. september n.k. t nefndinni eiga sæti 10 menn og verður hún undir for- ystu tveggja ráðherra, Einars Ágústssonar utanríkísráðherra og Matthíasar Bjarnasonar sjávarút- vegsráðherra. Morgunblaðið spurði Einar Ágústsson að því í gær, hvort búið væri að ákveða viðræður við aðrar þjóðir um landhelgina. Svaraöi ráðherrann þvf til, að undanfarið hefði íslenzka utanríkisráðuneytið verið í sambandi við utanríkis- ráðuneytin I Vestur-Þýzkalandi og Belgíu til að finna heppilega daga fyrir viðræður. Kvaðst Einar búast fastlega við þvf að viðræður við þessar þjóðir um landhelgis- mál yrðu hér f Reykjavík seinna f þessum mánuði. Utanríkisráðuneytið gaf í gær út fréttatilkynningu um við- ræðurnar við Breta og segir þar: Fimmtudaginn 11. september n.k. munu fara fram hér í Reykja- vík viðræður um fiskviðimál milli fulltrúa rikisstjórna Islands og Stóra Bretlands. Nefnd sú, sem af hálfu íslenzku ríkisstjórnarinnar mun eiga við- ræður við brezku fulltrúana, verðu þannig skipuð: Einar Ágústsson, utanríkisráð- herra; Matthías Bjarnason, sjávarútvegsráðherra; Þórarinn Þórarinsson, alþingismaður; mánuðinum Guðmundur H. Garðarsson, alþingismaður; Pétur Thorsteins- son, ráðuneytisstjóri; Jón L. Arn- alds, ráðuneytisstjóri; Hörður Helgason, skrifstofústjóri; Þórður Ásgeirsson, skrifstofu- stjóri; Níels P. Sigurðsson, am- bassador og Már Elísson, fiski- málastjóri. Ritari nefndarinnar verður Ólafur Egilsson, deildarstjóri. Borholurnar og aðveitu- kerfið kostar 1 milljarð kr. ÁÆTLAÐUR kostnaður við gerð borholanna 15 og aðveitukerfis að stöðvar- húsi Kröfluvirkjunar var í sumar 1 milljarður króna. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið í gær hjá Karli Ragnars, verk- fræðingi Orkustofnunar. Áður hefur komið fram í Mbl. að kostnaður við gerð stöðvarhússins ásamt vélum er um 4 milljarðar króna og við lagningu linu Verður ekki kennt á mánu- daginn í gagnfræðaskólum? KENNSLA f gagnfræðaskólunum mun væntanlega hefjast á mánu- daginn kemur, ef þolinmæði kennaranna verður ekki þrotin fyrir þann tíma, en deila hefur staðið yfir milli kennaranna, sem eru f Félagi gagnfræðaskóla- kennara, og launadeildar fjár- málaráðuneytisins vegna mis- ræmis f launum og kennslu- skyldu milli þeirra og kennara, sem hafa háskólapróf. Viðræður standa yfir um þetta deilumál nú, en eftir síðustu samninga varð niðurstaðan sú, að kennarar með háskólapróf höfðu 2 kennslustunda skemmri kennsluskyldu én aðrir gagn- fræðaskólakennarar. Þessu hafa kennararnir ekki viljað una og hafa reynt að fá þennan mismun leiðréttan, en án árangurs. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér mun meðal kennaranna vera rætt um það að hefja ekki kennslu á mánudag- inn, nema málin verði leiðrétt áður. frá Kröflu til Akureyrar ásamt tilheyrandi mann- virkjum 700 milljónir kr. Alls er því kostnaðurinn við byggingu virkjunar- innar áætlaður 5.7 milljarðar kr. Karl Ragnars, verkfræðingur hjá Orkustofnun, sagði í gær, að áætlun um kostnað við borholur og aðveitukerfi hefði verið gerð snemma í sumar en síðan hefði allt hækkað. Hann sagði að gert væri ráð Framhald á bls. 20 Rauða strikið raunverulega við 488 stig framfærsluvísitölu VlSITALA framfærslukostnaðar var hinn 1. ágúst sfðastliðinn tæp- Iega 459 stig og samkvæmt þvf vantar um 18 stig til þess að rauða strikinu svonefnda sé náð, en það er 477 stig. Þess ber þó að geta að rauða strikið er eilftið teygjan- legt, þar sem vfsitala framfærslu- kostnaðar má fara f allt að 488 stig án þess að rauða strikinu sé raunverulega náð. Þetta er vegna þess að í samkomulaginu við launþegasamtökin voru hækkanir á áfengi og tóbaki og hækkun á launalið bóndans undanþegnar og eiga ekki að teljast með, þegar um rauða strikið er rætt. Vísitala framfærslukostnaðar mælir allar hækkanir á þeim vör- um, sem tilteknar eru í grunni hennar. Þar eru mældar m.a. hækkanir á áfengi og tóbaki, svo og hækkanir á launalið bóndans. Þessar hækkanir eru undanþegn- ar kaupgjaldsvísitölu og þess vegna var í samkomulagi laun- þegasamtakanna og ríkisstjórn- arinnar ert ráð fyrir að fram- færsluvísitala skyldi gilda sem kaupgjaldsvísitala, ef hún næði markinu 477 stig á tímabilinu frá 13. júnf til áramóta, að frádregn- um hækkunum, sem tveir áður- nefndir liðir yllu í framfærslu- vísitölunni. Áfengi og tóbak hafa nú Framhald á bls. 20 miðbœnum Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. MINKAVEIÐAR — Minka- hundur kemur með hræ villi- minksins að Tjarnarhólman- um, en lögreglumaðurinn, sem stendur þarna með byssu, skaut minkinn á sundi. Síðdegis í gær fékk lögreglan tilkynningu um að villi- minkur hefði sézt vestanvert við Tjörnina í Reykjavík: Fóru lögreglumenn á staðinn en minkurinn komst í vátnið og synti út í Tjarnarhólmann. Var kallaður til maður frá veiði- málastofnun með hunda og byssur og var loks unnið á minknum eftir rúmlega þriggja tíma eltingaleik. Var hann skotinn á sundi um 30 metra frá hólmanum og náðu hundarnir í hræið. Það var Erlendur Sveinsson varðstjóri á miðbæjarstöð lög- reglunnar sem skaut minkinn. Hann sagði Mbl. að aðkoman í Tjarnarhólmanum hefði verið heldur ljót. Þar hefði verið mikið af hræum og beinum aðallega af öndum og greini- legt að m'inkur hefði haldið þar til í allt sumar. Hvergi var að sjá merki þess að varp hefði verið þarna í sumar. Kvaðst Erlendur jafnvel búast við því, að fleiri minkar héldu til í námunda við Tjörnina og yrði það kannað í dag. Þess má geta að lokum, að þár sem minkurinn sást fyrst, vestan- megin við Tjörnina, fannst dauð önd, greinilega nýbitin. Guðmundur sigraði en Friðrik gerði jafnt Hafrannsóknastofnunin íhugar kaup á skuttogaranum Baldri UM ÞESSAR mundir er verið að kanna kaup á nýju rann- sóknaskipi fyrir Hafrannsókna- stofnunina. Á þetta skip að koma f stað Hafþórs, sem nú þarf að fara f 16 ára flokkunar- viðgerð. Sú flokkunarviðgerð er mjög kostnaðarsöm og skipið talið of Iftið til sinna nota. Sjávarútvegsráðuneytið og fjármálaráðuneytið eru nú að athuga kaup á hentugu skipi og hefur komið til tals að kaupa jafnvel skuttogarann Baldur frá Dalvík, sem legið hefur bundinn við bryggju f allt sumar, en Baldur er einn af nýju skuttogurunum sem keyptir voru frá Póllandi. Er talið að Baldur gæti orðið heppilegt rannsöknaskip, sér- staklega með tilliti til þess, að stofnunina vantar tilfinnan- lega skip til rannsókna á djúp- Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm. Skuttogarinn Baldur hefur verið bundinn við bryggju meirihluta ársins og að undanförnu hefur skipið legið við Ægisgarð. Baldur var byggður f PóIIandi árið 1974 og er 741 lest að stærð. slóðum eins og t.d. við karfa- um hvort skip verður keypt, en rannsóknir. hinsvegar er mikill áhugi á því „Það liggur enn ekkert fyrir Framhald á bls. 20 GUTOMUNDUR Sigurjónsson stór- meistari tefldi í gærkvöldi við bandarfska stórmeistarann Paul Benkö f 2. umferð skákmótsins á Costa Brava. Fóru leikar þannig, að Guðmundur vann skákina f aðeins 19 leikjum. Guðmundur er nú f 2.—4. sæti með VA vinning. Önnur úrslit í skákum 2. um- ferðar urðu þau, að Spánverjinn Pares sigraði Bandaríkjamanninn Chellstorp f 31. leik og er hann nú efstur með 2 vinninga. Spánverj- inn Pomar vann landa sinn Payet í 38 leikjum, Ungverjinn Szabo og Júgóslavinn Ciric gerðu jafntefli, sömuleiðis Rúmeninn Soos og Vaganinian frá Sovétrfkjunum. F orsætisráðherra í opinbera heim- sókn til Noregs GEIR Hallgrímsson forsætisráð- herra mun fara f opinbera heim- sókn til Noregs upp úr miðjum þessum mánuði. Upphaflega var ætlunin að forsætisráðherra færi í þessa heimsókn s.I. vor, en henni var þá frestað sökum anna ráðherrans. Skák Kúbumannsins Garcia og Sivsslendingsins Lombards fór í bið. í biðskák úr 1. umferð vann Szabo Vaganinian og Ciric vann Chellstorp. Framhald á bls. 20 Kaupfélaginu var lokað vegna van- skila á söluskatti Breiðdalsvík 4. sept. VERZLUNUM Kaupfélags Stöðfirðinga á Breiðdalsvík og Stöðvarfirði var lokað f dag vegna vanskila á söluskatti. Þetta eru einu verzlanirnar á þessum stöðum, og þarf ekki að lýsa þeim óþægindum sem af þessu leiða. Er óvfst hvað verður með framvindu þessa máls þegar þetta er skrifað. Verið er að ljúka við 1. áfanga nýrrar hafskipa- bryggju hér á Breiðdalsvík. Á þessu ári verður unnið fyrir um 20 milljónir króna og ráð- gert er að reka niður stálþil á næsta ári. Af öðrum fram- kvæmdum má nefna, að hér Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.