Morgunblaðið - 12.09.1975, Side 19

Morgunblaðið - 12.09.1975, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1975 19 PAKKA RÚSÍNUM Glampandi sól yfir Vopnafjarðarhöfn, en grátt f fjallatoppunum eftir kalda nótt. ÞÆR voru að dudda i einu og öðru, stelpurnar í Kaupfélag- inu á Vopnafirði, fáir viðskipta- vinir i það skíptið, en þó einn og einn á stangli. Þær voru að pakka gráfíkjum í litla plast- poka úr stórum sekkjum eða kössum. „Góðar gráfíkjur?“ spurði ég. „Frábærar“, svaraði ein búðarstúlkan, frjálsleg í fasi og raulaði laglínu fyrir hvern poka sem hún brá á vigtina. Ég keypti einn poka og reyndi grá- fíkjurnar. Það var nú meiri grá- myglan, grjótharðar og svo upp- þornaðar að það var ekki einu sinni hægt að ímynda sér bragð þótt maður væri allur að vilja gerður. „Þetta er nú meira helv...“ sagði ég við búðarstúlkuna sem var svo skratti hress. Hrönn heitir hún Róbertsdóttir og Ingibjörg lika. „Það er kjaftur á þér,“ svaraði hún og brosti, „jú annars, þær eru þrælvondar, en ég vigta allavega ekki of lítið í pokana.“ „Ertu Vopnfirðingur?" spurði ég. „Já aldeilis, hef alltaf átt heima hérna, fyrst í þessu húsi,“ sagði hún og benti á vinalegt hús skammt frá kaup- félaginu. „Hvað ertu gömul?“ „Nýorðin 16, fer á Eiðanæsta vetur ef ég fæ pláss. Það eru þrír strákar héðan búnir að fá já, en ekki við stelpurnar. Ég Texti og Myndir: Árni Johnsen fer í 4. bekk á Eiðum eða bóknám. Má ég nú halda áfram að pakka rúsinum?" spurði hún þvi að nú var komið að þeim úr stóru sekkjunum. „Nei,“ svaraði ég, „við skulum tala meira saman. Hvernig er félagslíf hér fyrir ungt fólk?“ . „Það er lítið, stundum er alveg ofsalega leiðinlegt hérna. Stundum förum við á böll til Bakkafjarðar eða Þórshafnar, en það er góð hljómsveit hérna, og hún ætti allavega að spila oftar. Hún heitir Högni hrekk- vísi í höfuðið á vininum í Morgunblaðinu.“ „Hefur þú gaman af að ferðast?" „Jááááá. Ég fór hringinn f krongum landið í fyrra, það var skólaferðalag í eina viku og svo Ingibjörg Hrönn Haraldsdóttir Vopnfirðingur Vopnafirði stoppuðum við nokkra daga í Reykjavik. Það er ofsa gaman í Reykjavík. Nóg af böllum. Hér hangir unga fólkið mest á sjoppum af því að þær eru opnar til klukkan hálftólf. Það eru sjaldan ,,party“ hér. Hér eru allir sjómenn og allt byggist á því, mest vinnan er í sambandi við frystihúsið mest- allt árið og svo er slátrun á haustin.“ „Hve mörgu slátrað venju- lega?“ „Úhhhh, hef ekki hugmynd um það og er alveg sama. Þeir mega slátra eins miklu og þeir vilja fyrir mér.“ „En er ekki samkomuhús hér með kvikmyndasýningar og slíkt?“ „Samkomuhúsið er og það er bió i þvi, en það eru alltaf eilifir fundir og drasl þar og þess vegna er bíó bara fáa daga i viku, en við höfum haft fínt sólskin hér og það höfum við alltaf á sumrin enda er Vopna- fjörður kallaður Litla Mallorka. Ég held að fólk ætti að gera meira af að koma hingað úr því að það er að göndlast til útlanda Framhald á bls. 21 Sýning Hallsteins Sveinssonar Hallsteinn Sigurðsson við eina mynd sína. Á Korpúlfsstöðum hefur ung- ur myndhöggvari, Hallsteinn Sigurðsson að nafni, opnað vinnustofusýningu, og er þetta í fyrsta skipti, sem efnt er til sýningar I þessu húsnæði, en sem kunnugt er fékk Mynd- höggvarafélagið afnot af hús- næði á Korpúlfsstöðum fyrir sérstaka velvild borgarstjórn- ar. Myndhöggvarafélagið hefur verið atkvæðamikið þótt ungt sé að árum og undirritaður áleit í fyrstu, að hér væri frek- ar um listhóp (grúppu) að ræða en félagsstarfsemi og vonar ennþá að slíkt sé, því að æskilegt er, að sem flestir hóp- ar starfi og dafni innan vé- banda móðurfélagsins. En sýn- ingar allra aðalmyndlistgreina víða um land heyra naumast undir frumkvæði mynd- höggvara, en er alvarleg ádrepa um athafnaleysi móðurfélags- ins f þessum efnum. Þó er það greinilega til ( dæminu að smá- listhópar hljóta frekar stuðn- ing til slíkrar starfsemi en móðurfélagið, hvernig sem því er háttað. Það segir sig sjálft er komið er inn á vinnustofu Hallsteins, sem hann deilir með öðrum félögum sínum, að það er far- sæl stefna að hagnýta húsnæði á þennan hátt I stað þess að láta það grotna niður og listamönn- um er vel trúandi fyrir því að ganga vel um og endurbæta húsnæði á smekklegan hátt. Hallsteinn hefði aldrei getað unnið þessar myndir án þess að þessi skilyrði væru fyrir hendi og það er gefið mál að þjóð- félagið hefur miklu tapað með því að lyfta ekki fyrr undir slika atorku og hér kemur fram. Hvað hefði gerzt ef Kjar- valshús he-fði verið virkjað frá upphafi? KORPÚLFS- STAÐIR Hallsteinn Sigurðsson er ung- ur maður um þrítugt, sem stundaði myndlistarnám með myndamótun (skúlptúr) sem aðalnámsgrein í nær áratug áður en hann kom fyrst fram og bendir það á óvenjulegan áhuga og þrautseigju á tímum Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON er ungt fólk má varla vera að því að Ijúka byrjunarárum í skóla fyrr en það stofnar til sýningahalds. En enginn veru- legur árangur næst nema að saman færi þolinmæði, þraut- seigja og fórnfýsi þegar um jafn erfitt fag er að ræða og myndmótunarnám og hér þýðir ekki að láta nýsitækni vinna fyrir sig né Ijósmyndavélina með allri virðingu fyrir þeim möguleikum sem þar felast á öðrum sviðum myndlistar. Hall- steinn stundaði nám sitt rólega en eftir að þvf lauk hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga auk þess sem þetta er þriðja einkasýhing hans i Reykjavik og á fáum árum hefur hann haslað sér völl sem einn þeirra sem helztar vonir eru bundnar við á sviði myndmótunar. Lista- maðurinn er laus við einhæfa nýjungagirni og fer sér hægt, vill rannsaka hvert formaf- brigði i kjölinn áður en hann hefst handa við ný verkefni og það er einmitt styrkur hans. Hallsteinn er ekki einn af þeim er vinnur sér hlutina létt og efnið hefur aldrei leikið i höndum hans, — hann hefur þvert á móti haft fremur stirða hönd og margur kennarinn hefur því haft vantrú ágetu hans a.m.k. á fyrstu námsárum hans. Og það verður að segjast að fyrstu rúm- taksmyndir þær sem hann sýndi hér heima voru stirðar í formi og einatt illa gengið frá samskeytunum, logsuðan áber- andi klaufaleg svo að það runnu á mann tvær grimur. En það er skemmst frá að segja varðandi Korpúlfsstaðasýning- una að Hallsteinn virðist vera á góðri leið með að yfirvinna þessa vankanta sína og útimynd hans „Ferningur" IV (17) er vafalítið sterkasta mynd í þess- um flokki mynda, og lista- maðurinn vinnur hér ótvíræð- an sigur, sem ástæða er til að óska honum til hamingju með. Öll sýningin ber það einnig með sér, að við erum á góðri leið með að eignast enn einn at- hyglisverðan myndhöggvara með fróðlegt verður að fylgjast með i framtíðinni. Enn er lang- ur vegur fyrir höndum til hinna stóru afreka en með þeirri þrautseigju sem Hall- steini er svo eðlisleg er honum meir en treystandi til áhuga- verðra landvinninga og til þess þarf hann að hafa æskileg vinnuskilyrði og fjármagn en eins og allir vita þá er það óhemju kostnaðarfrekt að leggja út í hin viðameiri verk- efni. Til eru nútímaverk er- lendis þar sem eingöngu efnið og útfærslan hleypur upp í tug- milljónir. Að lokum vil ég benda á nokkrar myndir er vöktu sér- staka athygli mína við fyrstu yfirferð en það eru myndirnar „Svif VIII“ (4), „Fönsun 111“ (8), „Skrið 11“ (11) og „Gólf- skrið 1“ (15) auk útimyndar- innar fyrrnefndu. Ég vil hvetja sem flesta til að leggja leið sina að Korpúlfsstöðum, bæðj til að sjá sýningu hins unga og at- orkusama listamanns og til að fylgjast með því sem þar fer fram sem til heilla horfir fyrir islenzka myndlist. Bragi Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.