Morgunblaðið - 12.09.1975, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 12.09.1975, Qupperneq 33
Velvakandi svarar I sima 1^-100 kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu- dags. 0 Ást í meinum Húsmóðir skrifar: „Ég hlustaði á annars greinar- gott erindi I útvarpinu og þar var sagt að það ætti ekki að skipta heiminum í tvær fylkingar, sem stæðu svo gráar fyrir járnum, ber- andi haturshug hvor til annarrar. Þær • gætu bara brætt þennan ágreining og allt yrði svo ein kær- leikskeðja. Já, takk, en þetta er ekki svona einfalt og ætti Willy Brandt, sem eyðilagði sitt pólí- tíska lif á að reyna að semja við kommúnista, að vita það bezt. Það er ekki langt síðan að ráð- stefnan i Helsinki var haldin og Brésneff ætlaði að glansa þar. Þar var samþykkt að fólk af ólíku þjóðerni mætti giftast, en hvernig fór? Frönsk stúlka sem sjálfur Spassky ætlaði að giftast var rek- in úr landi. Á meðan ég man, er lagt blátt bann við þvi i Banda- ríkjunum, að svartir giftist hvít- um? Kommúnistar vilja bara þá einu samninga, sem þeir geta þénað á, en halda svo áfram að svikja allar þjóðir undir kommúnismann. En það er bara þetta, að þar sem kommúnisminn ræður, þar er ólifandi fyrir frjálsborið fólk. Þetta vita allir, nema sanntrúaðir kommúnistar. Þar sem heimurinn hefur meira en 50 ára reynslu frá Rússlandi, þá standa kommúnist- ar nær fylgislausir, þar sem al- menningur hefur almenn réttindi og er nærtækast dæmið um kosn- ingaúrslitin í Portúgal. Þess vegna er mjög fróðlegt fyrir hús- mæðurnar að hlusta á endur- minningar Þeodórakisar hins griska, sem nú eru lesnar i út- varpið. Þegar lokið verður lestri endur- minninganna vil ég- láta halda áfram með fróðleikinn og gefa okkur tækifæri til að fá að vita hvers konar blessun kommúnism- inn hefði getað fært Grikklandi með þvi að hlusta á nokkra kafla úr Eyjaklasanum Gúlag þvi að fangabúðir. fylgja alls staðar kommúnismanum. Fróðlegast væri samt að fá að heyra lesna bókina „Valdið og þjóðin" eftir Arnór Hannibalsson, því að þar er allt með tilvitnunum, svo að ekki er hægt að rengja eitt orð. Ég vildi sjá framan í þann mann, sem búa vildi við þær stjórnaraðgerð- ir, sem þar er lýst. Húsmóðir." 0 Ljótur leikur Móðir hringdi. Hún hafði sent sex ára son sinn í skóla, og var það frumraun hans á þeim starfsvett- vangi. Hún sagði m.a.: hans og svo framvegis. A hinum vængnum höfum við svo fullorðna og ábyrga kvikmynda- ieikkonu sem vegna mikilla og alvarlegra meiðsla man ekki neitt, og getur þar af leiðandi ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Allir virðast gera því skóna án frekari umsvifa að hún Ijúgi og kvikmyndafyrirtækið hennar bætir gráu ofan á svart með því að borga sig frá öllu saman. Auðvit- að er eðlilegt að fyrir því vaki að vernda sina frægu stjörnu, en mútulyktina leggur af þessu lang- ar leiðir. Skömmu sfðar flytur Unter- woodfjölskyidan svo búferlum og sezt að á Long Island. Mér fannst ekki úr vegi að kynna sér málið. Og hvers verð ég þá vísari? Að Timothy Unterwood hefur hafiö nám við Colombiaháskólann þar sem hann fær fljótlega orð á sig fyrir að vera hlédrægur fýlupoki sem gefur sig ekki að neinum. Hvernig lízt yður á? Hann tekur aldrei þátt f samkvænium eða f félagslífi skólans. En þess f stað fer hann að æfa hnefaleika. Eftir lokapróf fær hann stöðu í fyrir- tæki í Brookhaven og vitnis- burður um hann er sá sami og f MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1975 33 „Þegar barnið kom heim há- grátandi löngu fyrr en ég átti von á varð mér auðvitað fyrir að spyrja hvað hefði komið fyrir. Ekki ætlaði að ganga vel að fá þær upplýsingar, því að hann ýmist háorgaði eða var með ekka. Að lokum komst ég að þvi, að hann hafði, eins og aðrir, farið út í frímínútunum og „stór strákur" hafði farið að hrekkja hann. Sonur minn sagði, að hrekkju- svinið hefði sparkað i sig og á endanum hrakið sig út af skóla- vellinum, og I þokkabót hefðu fleiri krakkar slegizt í hópinn. Nú hef ég að vísu ekki nema frásögn hans til viðmiðunar, en krakkinn hefur alltaf verið fremur fyrir- ferðarlítill og afskiptalaus, jafn- vel huglaus, þannig, að mér þykir ótrúlegt að hann hafi átt upptökin að þessum stimpingum. Út af fyrir sig þarf heldur engan að undra þótt ekki fari allt fram með friði og spekt þar sem hundruð barna eru saman komin. En þegar ég fór að inna stráksa eftir þvi hvort hann hefði ekki getað leitað ásjár hjá kennaran- um, sagði hann, að enginn kenn- ari hefði verið úti á vellinum, alla vega hefði hann ekki orðið þess var. Nú langar mig til þess að fá að vita, hvort þetta sé virkilega til- fellið. Getur það verið, að sæg barna sé vísað út á skðlavöll án þess að þar sé eftirlitskennari? Mér finnst afar ósennilegt, að meiri háttar barsmfð og slagsmál geti átt sér stað á afmörkuðum skólavelli, án þess að kennari verði þess var, sé hann yfirleitt á staðnum. Ég skal taka það fram, að ég hringdi i viðkomandi skóla og spurðist fyrir um þetta, en fékk það svar, að það ætti nú að vera kennari á vellinum í frímín- útum, en það gæti alltaf verið, að hann hefði þurft að bregða sér eitthvað frá.“ 0 Skref í rétta átt M.P. skrifar: „Kæri Velvakandi. Ég get ekki látið hjá liða að lýsa fögnuði mínum með nýjustu frétt- ir frá verðlagsstjóra. Það var svo sannarlega kominn timi til að eitt- hvað róttækt yrði gert i sambandi við verðlagseftirlit. Ég hef alla tíð furðað mig á þeirri leynd, sem alltaf hefur hvílt yfir verði á ýms- um vörutegundum, sem hafðar eru I búðargluggum. Ætli kaup- menn haldi, að fólk sé almennt svo vel fjáð, að það þurfi alls ekkert að velta þvi fyrir sér hvað hlutirnir kosta? Ég er nú kannski sérstaklega örg út í kaupmennina núna, vegna þess að i góða verðrinu um daginn brá ég mér í göngutúr, aldrei sliku vant, og skoðaði í búðarglugga I miðbænum og á Laugarveginum. Þetta var að kvöldlagi, og sá ég eitt og annað sem mér leizt vel á. Hefði nú allt verið með felldu þá hefði göngu- túrinn getað sparað mér heilmik- inn tíma, því að ég vinn alla daga og hef aldrei tima til að ganga búð úr búð til að leita að hlutunum. En viti menn, ekki einn einasti hlutur, segi og skrifa ekki einn einasti, var verðmerktur. Og þar sem var nú allra ergilegast, — stundum sá ég að verðmiðar héngu á flíkunum, en þá voru þeir náttúrulega þar sem ógern- ingur var að lesa á þá. Þegar ég kom heim úr þessari ferð vissi ég, að það var ýmislegt til í búðunum i henni Reykjavik, en það vissi ég náttúrlega áður. Á alþjóðlegu vörusýningunni, sem haldin var um daginn, var það sama uppi á teningnum. Góss- inu stillt upp af mikilli snilld svo að það gengi i augun á væntanleg- um viðskiptavinum, en verðið gat maður ekki fengið að vita nema með eftirgangsmunum, þ.e.a.s. maður þurfti að hafa fyrir þvi að gefa sig sérstaklega á tal við Bása- fólkið til að spyrja um verðið. Hefði nú ekki verið einfaldara að skrifa verðið skýrum stöfum á hvern hlut? En — sem sagt — ég er hrifin af þvi framtaki verðlagsstjóra að fyrirskipa verðmerkingar og ég vona að næsta skrefið verði það að skylda auglýsendur til að geta um verð í auglýsingum. M.P.“ SKÚLAFÓLK HOTID LUXO VID LESTURIHH ^ 11» LUXO er ljósgjafinn, verndiö sjónina, varist eftiriíkingar OPID Á FÖSTUDÖGUM TIL KL. 7. Á LAUGARDÖGUM TIL HÁDEGIS. LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJÓS & ORKA Suðurlandsbraut 12 sími 84488 Q Bátar til sölu I- 5 < Bátalónsbátur vel búinn tækjum i góðu ástandi til cc afhendingar strax. UL 15 tonna bátur byggður 1971 góð vél og tæki til 0c afhendingar strax. LLI >- Aðal skipasalan LU Austurstræti 14, 4. hæð. -1 LL sími 26560 heimasimi 74156 — 82219. Fyrirtæki óskast Maður með þekkingu á viðskiptasviðinu og fjármögnunarmöguleika, óskar eftir að gerast meðeigandi í innflutningsfyrirtæki, með það fyrir augum að vinna við fyrirtækið. Margskonar fyrirtæki koma til greina. Til dæmis: RAFMAGNSVÖRUR, MATVARA OG ÚTGERÐARVÖRUR og fl. Aðeins fyrirtæki með góð umboð koma til greina. Upplýsingar gefur Benedikt Björnsson Simi 1-16-18 milli kl. 13 til 18 næstu virka daga. 03^ SlGeA V/öGPt £ 'í/LVEfcAU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.