Morgunblaðið - 30.10.1975, Page 36

Morgunblaðið - 30.10.1975, Page 36
Fiskverðshækkun hjá Coldwater í Bandaríkjunum: 10 centa hækkun á flökum, 2-5 centa hækkun á blokkum Hans-Jiirgen Wischn- evski aðstoðarutanrfkis- ráðherra og Fritz Loge- mann aðstoðarsjávarút- vegsráðherra á blaða- mannafundi í Ráðherra- bústaðnum. Konan á myndinni er túlkur. COLDWATER, fyrirtæki S.H. í Bandaríkjunum hefur ákveðið að hækka verulega verð á flökum, eða um 10 cent og jafnframt hefur fyrirtækið ákveðið að hækka blokkaverð um 2—5 cent. Þessar upplýsingar koma fram í yfirliti stjórnarformanns S.H., Gunnars Guð- jónssonar, sem birt er á miðsfðu Morgunbiaðsins f dag. Stjórnarformaðurinn segir, að þessi ákvörðun sé alldjörf, eins og hann kcmst að orði „og ekki verður fullyrt um hvort hún stenzt, fyrr en á reynir“. Fyrrnefnd 10 centa hækkun nær til þorsk- og ýsuflaka, en verð á þorsk- ýsu- og ufsablokk hækkar um 2 cent og karfablokkin um 5 cent. Gunnar Guðjónsson seg- ir ennfremur, að 9 fyrstu mánuði þessa árs hafi orðið um 32% aukning á heildar- sölu Coldwater í Banda- ríkjunum miðað við sama tímabil í fyrra. Og enn- fremur að nú hafi fyrir- tækið selt jafnmikið fisk- magn og allt árið 1974. Stjórnarformaður S.H. leggur áherzlu á það, að ástæðan til þessarar ákvörðunar sé m.a. sú, að mjög stórir kaupendur vestra telji sér hag í því að Biðskák Friðrik hjá SKÁK Friðriks Ólafssonar og Hartson í sjöundu umferð svæðamótsins, sem tefld var f gærkvöldi, fór f bið. Staðan er óljós, en þó er Friðrik talin hafa öllu betri stöðu. Sjötta umferð svæðamótsins f Búlgarfu var tefld f gær, þá gerði Guðmundur Sigurjóns- son jafntefli við Bednarski og Ermenkov gerði jafntefli við Framhald á bls. 20 Rýrnun gjaldeyris- stöðunnar 49,77% af rýrnuninni í fyrra NETTÓSTAÐA gjaldeyris- varasjóðsins var í septem- berlok neikvæð um 3012 milljónir króna og versnaði í mánuðinum um 912 milljónir króna og eru báðar tölur miðaðar við gengi í september- lok. Frá áramótum versnaði staðan um 5.439 milljónir króna. Til samanburðar við fyrra ár, er rétt að geta þess að á sama tíma, janúar til septem- ber, rýrnaði gjaldeyrisstaðan um 10.928 milljónir króna. Þótt halli undan fæti nú í þróun gjaldeyrisstöðunnar er ekki eins mikill flughraði á rýrnun stöðunnar sem var í fyrra. Allar tölur, sem hér eru nefndar, eru miðaðar við septemberlokagengi 1975 og því sambærilegar. Rýrnun gjaldeyrisstöðunnar nú er því 49,77% af rýrnun stöðunnar á sama tíma í fyrra. kaupa góða og örugga vöru, sem þeir þekkja, á hærra verði en þeir geta keypt sams konar vöru annars staðar, og þeir geti treyst því, að séð verði fyrir þörfum þeirra. En hann bætir við þeim aðvör- unarorðum, að þessar fisk- verðshækkanir standist því aðeins, að gæði haldist og þörfum kaupenda verði fullnægt. Mótmæla há- hyrningsdrápi — VIÐ í Dýraverndunarfé- lagi Reykjavíkur mót- mælum harðlega viður- styggilegum aðferðum við háhyrningaveiðar. Við höfum alla tíð fordæmt alla misþyrmingu á dýrum og eru háhyrningar þar ekki undanskildir, sagði Gunnar Pétursson, formaður Dýra- verndunarfélags Reykja- víkur í samtali við Morgun- blaðið í gær. Gunnar sagði, að ef franski háhyrningafang- arinn ætlaði sér að halda þessum veiðum áfram þyrfti hann að koma með sérstakan bát og útbúnað til þess, en ekki stóla á að íslendingar næðu skepn- unum, sem þeir síðan kynnu svo ekkert með að fara og misþyrmdu þeim á margvíslega vegu. Ljósmynd Öl.K.M. Viðræðunum við V-Þjóðverja lokið: Samkomulag tókst ekkí - nýr fundur á naestunni VIÐRÆÐUM Islendinga og Þjóó- verja vegna útfærslu fiskveiðilög- sögunnar f 200 sjómflur, lauk f gær að sinni, og ekki hefur verið ákveðið hvar eða hvenær fram- haldsviðræður fara fram, en það verður þó f náinni framtfð. Einar Ágústsson utanrfkisráðherra sagði f viðtali við Mbl. í gær, að viðræðurnar hefðu af hálfu Þjóð- verja verið vinsamlegri en oft áður, en hann kvað enn mikið bera f inilli aðila. Hvorki Einar né Hans-Júrgen Wischnevski, for- maður þýzku viðræðunefhd- arinnar, vildu ræða einstök atriði viðræðnanna við blaðamenn og sagði Einar Ágústsson ástæðuna vera þá að fyrst þyrfti að gera ríkisstjórn, þingflokkum og land- helgisnefnd grein fyrir gangi við- ræðnanna. Þriðji viðræðufundurinn á þessum tveimur dögum, sem rætt hefur verið saman, hófst klukkan 14 í gær í Ráðherrabústaðnum. Kaffihlé var gert á fundinum um klukkan 16, og að loknu hléi stóð fundur í um það bil stundarfjórð- ung og lauk um fimmleytið. Einar Agústsson utanríkisráð- herra sagði í viðtali við Mbl., að viðræðurnar hefðu farið vinsam- legar fram af hálfu Þjóðverja en oft áður. Hann kvað mikið bera i Framhald á bls. 20 Frystihús á SV-landi segja upp fastráðnu starfsfólki — Reksturinn stöðvast vegna taps ALLFLEST frystihús á svæðinu frá Vestmannaeyjum til Akra- ness hafa nú sagt upp öllu starfs- fólki vegna fjárhagserfiðleika. Eigendur húsanna segja, að ekki sé hægt að koma þeim af stað á ný, eftir eyðuna, sem kom í reksturinn þegar fiskveiðiflotinn stöðvaðist, og ef hægt eigi að vera að halda áfram rekstri húsanna á núverandi grundvelli þurfi 110—120% afurðalán. Slæm afkoma frystihúsanna á þessu svæði mun fyrst og fremst stafa af lélegri skiptingu fiskteg- unda, en uppistaðan f aflanum sem þau taka við er karfi og ufsi. Frystihúsin á Vestfjörðum, vfða á Norðurlandi og Austfjörðum fá hins vegar þorsk og ýsu í meiri- hluta, stm miklu hærra verð fæst fyrir. Frystihús á svæðinu frá Vestmannaeyjum til Akraness munu vera um 30 talsins og hafa þau flest sagt upp fastráðnu starfsfólki. Morgunblaðinu er hins vegar kunnugt um, að Bæjar- útgerð Reykjavíkur, Bæjarútgerð Hafnarfjarðar og Isbjörninn h.f. í Reykjavfk hafa ekki sagt upp sfnu fólki. Guðmundur Karlsson, fram- kvæmdastjóri Fiskiðjunnar í Vestmannaeyjum sagði í viðtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að frystihúsin sérstaklega á SV-landi hefðu verið rekin með stórfelldu tapi frá því í vor. Nú þegar fiski- skipaflotinn hefði stöðvast og eyða komið í rekstur húsanna kæmust þau ekki í gang aftur af fjárhagsvandræðum. „Keðjan slitnaði þar og verður ekki komið saman aftur, nema eitthvað sér- stakt komi til," sagði hann. Frysti- húsin hafa kosið sérstaka nefnd .til að fjalla um þetta mál við stjórnvöld og mun hún ræða við forsætisráðherra í dag. Kvað Guðmundur tapið vera fyrst og fremst vegna óhentugra tegundaskipta. Mikill meirihluti aflans, sem frystihús á umgetnu svæði tækju á móti Væri karfi og ufsi, en þau framleyddu 87% af ufsaafurðum Islendinga og 52% karfaafurða. Þessar tegundir væru í miklu lægra verði á heims- mörkuðunum en þorskur og ýsa. Þá sagði hann að fiskiskipa- flotinn, sem aflaði fyrir þessi hús Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.