Morgunblaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1975 * Island fékk 5 búsund tonn síldar í Norðursió; Sumar þjóðir fyrst og fremst komnar til að skara eld að eigin köku — segir Jakob Jakobsson um fund NA-Atlantshafsnefndarinnar „ÞETTA var allt erfiöara við- fangs en maður hugði, og manni fannst sem fuiltrúar sumra þjóða á fundinum væru fyrst og fremst komnir til að skara eld að sinni eigin köku fremur en hugsa um framvinduna 1 heild,“ sagði Jakob Jakobsson fiskifræðingur, þegar Morgunblaðið leitaði álits hans f gærkvöldi á niðurstöðum af fundum NA-Atlantshafs- nefndarinnar f London. Svo sem Morgunblaðið skýrði frá í gær náðist samstaða um það á elleftu stundu á fundinum, að leyfilegt skyldi vera að veiða 87 þúsund lestir síldar í Norðursjó fyrstu sex mánuði næsta árs. Alls áttu 14 þjóðir á fundinum, en á honum var fjallað um aflatak- markanir á mörgum fiskstofnum í Atlantshafi. Sagði Jakob í samtali við Morgunblaðið, að í þeim til- fellum sem samstaða hefði náðst um aflatakmarkanir hafi verið sætzt á tölur sem voru mun hærri en þær sem fiskifræðingar hefðu talið nauðsynlegt hámark. Sem kunnugt er gerði íslenzka sendinefndin það að tillögu sinni á fundinum varðandi síldveiðarn- ar í Norðursjó, að farið yrði í einu og öllu að ráðum visindgmann- anna og öll síldveiði í Norðursjó yrði bönnuð allt næsta ár. Sú til- laga var kolfelld, og að sögn Þórð- ar Ásgeirssonar, skrifstofustjóra í sjávarútvegsráðuneytinu, for- Framhald á bls. 20 Borgarspítal- inn fékk upp- þvottavélina UNDANFARIÐ hafa farið fram umræður í borgarráði og borgar- stjórn um beiðni Borgarspítalans varðandi kaup á nýrri uppþvotta- vél fyrir sjúkrahúsið þar sem hin eldri væri úr sér gengin. Albert Guðmundsson borgarfulltrúi beitti sér gegn þessum kaupum og taldi að lokinni athugun sem hann gerði að vel mætti notast við eldri uppþvottavélina enn um sinn. Á fundi borgarstjórnar f gærkvöldi var hins vegar felld frestunartillaga varðandi af- greiðslu þessarar beiðni með 12 atkvæðum gegn þremur og ákveðið að festa kaup á nýrri vél fyrir spítalann. Bragi Ólafsson, for- stjóri Fálkans, látinn BRAGI Olafsson, verkfræðingur, andaðist I London hinn 19. nóv- ember sl. Bragi var einn af aðal- eigendum Fálkans og forstjóri hans frá 1970. Bragi fæddist í Reykjavík árið 1918 og voru foreldrar hans Ólaf- ur Magnússon, kaupmaður og kona hans Guðrún Jónsdóttir. Hann brautskráðist frá Verzlun- arskóla íslands árið 1936, þreytti inntökupróf í háskólann í Manchester árið 1942 og lauk B.Sc.-prófi frá sama skóla 1946, og M.Sc.-prófi 1947. Hann varð verk- fræðingur hjá Landsmiðjunni ár- ið 1948—51, yfirverkfræðingur hjá Vélsmiðjunni Héðni 1951— 53, framkvæmdastjóri Iðnaðar- málastofnunar Islands frá stofn- un 1953—55 er hann varð fram- kvæmdastjóri Fálkans. Síðustu árin var hann forstjóri þess fyrir- tækis sem fyrr segir. Bragi átti sæti í stjórn Stéttar- félags verkfræðinga 1954 og var í stjórn Verkfræðingafélags Is- lands 1959—61 og í stjórn Banda- lags háskólamanna 1962 og í1 stjórn Iðnaðarmálastofnunar Is- lands 1962. Gamla fólkið í umferðarfræðslu LÖGREGLUMENN komu í gær 1 heimsókn 1 opið hús fyrir aldraða við Norðurbrún. Þeir Óskar Ólason yfirlögreglu- þjónn og Baldvin Ottósson lög- regluþjónn fræddu gamla fólkið um umferðina og þær hættur sem þar leynast, sýnd var umferðarkvikmynd og einnig nokkrar litskuggamynd- ir. Óskar Ólason sagði að gamla fólkið hefði verið mjög ánægt með þessa umferðarfræðslu og þeir hjá lögreglunni hefðu ekki síður verið ánægðir með undir- tektir gamla fólksins. Þarna voru 150 manns í gær og áður hefur lögreglan komið á svip- aðan fund á Hallveigarstöðum og voru þar á annað hundrað manns Þessari umferðar- fræðslu fyrir gamla fólkið verður haldið áfram. .~r, .... 1 ELDLlNUNNI — Myndina tók Friðþjófur Helgason, ljósmyndari Morgunblaðs- ins.'í landhelgisflugi í gær, og á stærstu myndinni má sjá verndarskipið Star Aquarius, en á neðri myndunum brezkan togara að ólöglegum veiðum og síðan hvar varðskip setur á fulla ferð eftir einum veiðiþjófinum. Gott útlit fyrir verð á minnkaskinnum Rætt við Barrie Phipps, flokkunarstjóra Hudson Bay HERLENDIS er nú staddur mað- ur frá loðdýramarkaðnum Hud- son Bay f London, en það fyrir- tæki selur flest minnkaskinn, sem Islendingar framleiða. Maðurinn er Barris Phipps flokkunarstjóri, en hann hefur komið hingað til Iands undan- Barrie Phipps, farin þrjú ár, heimsótt minka- búin og gefið framleiðendum góð ráð. Barrie Phipps sagði I viðtali við Mbl. í gær að þau þrjú ár, sem hann hefði haft afskipti af minka- framleiðslu íslenzkra minkabúa hefðu orðið miklar framfarir og gæði skinnanna aukizt. Einnig hefði búunum farið mikið fram hvað snerti framleiðslu á lit og stærð skinna. Hann sagði að heildarfjöldi læða hefði og aukizt, sem væri ánægjulegt merki þess að möguleikar væru á aukningu framleiðslunnar, þar sem hér- lendis væri tiltölulega ódýrt að fæða dýrin, en bú í flestum minkaræktunarlöndum ættu við æ meiri erfiðleika að etja vegna fæðiskostnaðar dýranna. Markaðshorfur fyrir minka- skinn á þessum vetri eru mjög góðar, Barrie Phipps sagði að t.d. í London væri engar óseldar birgðir af minkaskinnum, nema þá um væri að ræða léleg skinn. Þá kvað hann sáralitlar birgðir hjá framleiðendum vara úr minkaskinnum. I Bandaríkjunum er minkaskinnamarkaðurinn á uppleið og smásöluverð hefur þar hækkað töluvert. Þá hefur 50% innborgunarskylda, sem sett ‘ hafði verið á minkaskinnainn- flutning til ítalíu, verið felld niður. Árlega er eftirspurn á ítaliu að magni til 3 til 4 milljónir skinna svo að Italíumarkaðurinn eykur til muna eftirspurn eftir minkaskinnum, en aftur á móti — þegar markaðurinn lokaðist, félli verðið talsvert. Barrie Phipps sagðist bjartsýnn á markaðsþróunina. Kara- kúlskinn hefði selzt mjög vel og Framhald á bls. 20 Erlendur Magnússon á Kálfatjörn látinn ERLENDUR Magnússon, bóndi á Kálfatjörn andaðist I Borgarspft- alanum sl. miðvikudagskvöld 85 ára að aldri. Erlendur var fæddur í Tíða- gerði á Vatnsleysuströnd árið 1890 og voru foreldrar hans Magnús Magnússon, bóndi þar og kona hans Herdfs Jónsdóttir. Er- lendur var útgerðarmaður í Tíða- gerði árið 1911 og bóndi þar til 1920. Þá fluttist hann að Kálfa- tjörn og rak þar búskap síðan. Einnig rak hann útgerð þaðan til ársins 1946. Erlendur átti sæti í sóknar- nefnd frá 1914 og var safnaðarfull trúi, meðhjálpari og fjárhalds- maður Kálfatjarnarkirkju frá 1942. Hann var oddviti hrepps- nefndar frá 1922—28 og aftur f hreppsnefnd 1931—58. Þá var hann formaður Búnaðarfélags Vatnsleysustrandarhrepps og skattnefndarmaður frá 1929 auk þess sem hann var fulltrúi Gull- bringusýslu á fundum Stéttar- sambands bænda var í sýslunefnd og fulltrúi á fundum Mjólkur- félags Reykjavíkur um árabil svo að eitthvað sé nefnt. Erlendur var kvæntur Kristfnu Þorleifínu Gunnarsdóttur, en .nissti konu sfna árið 1957.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.