Morgunblaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NOVEMBER 1975 33 VELV/VKAIMOI Velvakandi svarar i sima 10-100 kl. 1 4— 1 5, frá mánudegi til föstu- dags % Um herferð gegn tðbaksreykingum Kolbeinn Stefánsson skrifar „Reykjavik 16. nóv. 1975 I dag er fæðingardagur Jónasar Hallgrimssonar, „óskabarns ógæfunnar". Ögæfa hans var m.a. vínneyzla, þá var ekki orðin út- breidd sú néyzla sem virðist ætla að gera marga ibúa þessa lands að „óskabörnum ógæfunnar" jafn- hliða vínneyzlunni, en það er tóbaksneyzlan. Undanfarið hefur staðið I fjölmiðlum herferð gegn vágestinum, og hefur sem betur fer borið mikinn árangur, en bet- ur má ef duga skal. Því miður eru aðstandendur herferðarinnar févana og geta ekki haldið áfram. Það sýndi sig að f efstu bekkjum gagnfræðaskóla er ekki óalgengt að börnin reyki allt upp I pakka á dag. En það eru aðrir sem ekki eru févana; þeir sem hafa hag af því að börnin okkar reyki pakka á dag, tóbaksframleiðendur og seljendur. Að vísu eru tóbaksauglýsingar bannaðar með lögum, en kringum þau lög er farið eins og ævinlega þegar nógu fjársterkir aðilar vilja koma vilja sínum fram. Myndir eru settar úti í glugga, getraunum er komið af stað og þar fram eftir götunum sem ég veit liklega ekki nógu náið um til þess að telja allt upp. „Hvfti villihesturinn" Inn á heimili mitt barst með börnunum plagg; eitt af slíku, það er gátuleikur frá sígarettufyrir- tæki, verðlaunin er 15 daga dvöl á ekta búgarði einhversstaðar. — Ja, mikið skal til mikils vinna. Leikurinn er fólginn i þvi að finna „hvita villihestinn“, hvíti hesturinn er bæði i okkar þjóðtrú og trú margra annarra þjóða tákn dauðans, sbr. hið víðfræga kvæði Federico Garcia Lorca í rómaðri þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar úr „Blóðbrullaupi", „Stóri hvíti hestur, háskans næturgestur, ber þig brott að skunda". Þegar likanið af lungum unga mannsins sem hafði dáið úr krabba af völdum reykinga var sýnt i sjónvarpinu, var krabba- æxlið hvitt, það er því ekki að ófyrirsynju sem leita á að „hvíta villihestinum", krabbaæxlinu, sem var komið á sáningarstig i lungum ungs manns sem hafði að líkindum reykt frá 14 ára aldri. Hversu lengi eigum við að leyfa þetta í okkar þjóðfélagi, fleiri og fleiri börn falla fyrir „hvíta villi- hestinum“, Vífilsstaðir fullir af sjúklingum sem komast ekki — llér I Viistlinge er fólk yfir- leitt heldur vel stætt fjárhags- lega, sagði Hjördfs. — Þelta er dæmigerð stórbýlasókn. Kila er allt öðruvfsi, þar eru verksmiðjur og verkafólk og þar er byggðin þéttari og Ifkist meira bæjarsam- félagi. Þrátt fyrir vetrarkuldann var Hjördfs Ilolm berhöfðuð enda hugsaði ég með mér að það hlytí að vera erfitt að finna húfu eða hatt sem hæfði vcl þessu mikla hári. Blá augun virtust enn skærari f stcrkri dagsbirtunni og ég held að hún hafi fundið til léttis — rétt eins og ég gerði sjálf — að sleppa frá hinum duiráðu málum Vastlinge stundarkorn. En við komumst brátt á snoðir um að þessi mál eltu okkur til Kila. Við lögðum bílnum í bflastæði á aðalgötunni og eftir að hafa orðið sammála um að hittast f saumabúð Friedeborgar Jansson hélt Einar til rakarans, Hjördfs fór að finna slátrarann og ég fór á hárgreiðslustofuna. Og það var mcðan ég sat þarna f makíndum f þurkkunni f afstúkuðum bás að mér skildist hversu rösklega var slúðrað um okkur öll f Vastlinge. lengd sfna vegna „hvfta villihests- ins“, og það sem er sárast er að börnin falla fyrir honum. Getum við ekkert gert, það þarf meira en eina viku á 5 eða 10 ára fresti, þvi samtökin gegn vágestinum eru févana, en hinir sem fá gróðann af ónýtum lung- um, skertum vinnukrafti, fjöl- mörgum veikindadögum, þeir auglýsa vöru sína áfram með fleiri „hvítum villihestum". Stöðvum sigð „hvíta villi- hestsins", hættum að kaupa sígar- rettur. Kolbeinn Stefánsson." % Um bjórkrár í Englandi Edda Snæfells skrifar: „Vegna ósvífinnar greinar Björns Jóhannessonar i Vel- vakanda um bjórkrár i Englandi langar mig til að það komi fram, að þar sem ég hef verið búsett i nokkur ár og kem þar líka oft að jafnaði, er mér kunnugt um, að strangt eftirlit er haft með öllum bjórstofum þar og veit að svona nokkuð fyrirfinnst þar ekki nú til dags. Það koma eftirlitsmenn frá bjórverksmiðjunum og líta eftir að bjórinn sé við rétt hitastig og alger þrifnaður sé þar, sem bjór- inn er. Ef einhverju er ábótavant og þvf er ekki kippt í lag, varðar það sektum eða uppsögn. Þótt við séum I þorskastriði við Breta, þá finnst mér, að rétt skuli vera rétt, og fyrir fólk, sem aldrei hefur komið til Englands, eru þetta mjög villandi upplýsingar frá Birni. Edda Snæfel!s.“ 0 Nafnskfrteini við tóbakskaup Kona nokkur hringdi og gerði að umtalsefni reykingaherferð- ina. Hún benti réttilega á að reyk- ingar barna og unglinga eru áhyggjuefni og benti á i því sam- bandi, að sigarettur væru alltof aðgengilegar börnum og ungling- um. Hún sagði að hér gæti hvert barn gengið inn I búð og fengið þar keyptar sígarettur, án þess að spurt væri um aldur. Þess vegna vildi konan koma þeirri hugmynd á framfæri, að sigarettur væru ekki seldar börnum undir sextán ára aldri og til þess að hafa eftir- lit með þessu, yrðu sígarettur ekki afgreiddar nema framvisað væri nafnskírteinum, ef við- skiptavinurinn væri á vafasömum aldri. Hún sagðist raunar vita, að aldrei yrði hægt að koma alveg i veg fyrir reykingar barna og unglinga, en það væri þó það minnsta, að reynt væri að stemma stigu við þeim eftir því sem hægt væri. 0 Hvert er ráðs- konukaupið? Kristín Einarsdóttir hafði samband við okkur og sagðist hafa reynt mikið til að komast að því hvert væri ráðskonukaup, annaðhvort á sveitaheimili eða heimili í þéttbýli. Hún sagði: „Það er eins og enginn viti þetta eða geti gefið einhverja visbend- ingu, þannig að nú ætlaði ég að gera úrslitatilraun." Hafi einhver slikar upplýsingar á takteinum mun Velvakandi birta þær með ánægju. HOGNI HREKKVISI Svei mér þá! Þarna virðast einnig búa iifandi furðuver- ur.... sjáðu bara. Komið og sjáið bezta markvörð heims, Klaus Kater í Laugardalshöllinni á laugardaginn kl. 3 PHILIPS rakvélar ein af 6 gerðum Fullkomin varahlutaþjónusta HP 1125 Bestu kaupin í milliverðflokki rafmagns- rakvéla. Hún er með rakhaus með 3 rakhnífum, sem trygqir frábæran og mjúkan rakstur. Þessa vél er hægt að nota á ferðalögum um víða veröld, þar sem hún er með innbyggðum straumbreyti. PHILIPS kann tökin á tækninni heimilistœki sf Haf narstræti 3—Sætúni 8 S3? SIGGA V/öGA £ ^6 W 0??W Yllá AQ SÁ SStf SSM VÍÉR EXK/ íuMLýg/- LlúA WQlNáU W' 0ú ý/0?GÖHOE6\NOVl V//INN VÆCflA?- /-AUST 5£1ToR \ ?o?W

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.