Morgunblaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 36
SILFUR- SKEIFAN BORÐSMJÖRLÍKI SMJÖRLÍ KIÐ SEM ALLIR ÞEKKJA FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1975 LVSINCASÍMINN EK: 22480 JWíremiblntiií) Keflavíkurflugvöllur: 20 árekstrar fugla og flugvéla í fyrra NÝLEGA er lokið skýrslugerð um fuglalíf við Keflavíkurflug- völl og þá hættu sem af fuglum getur stafað fyrir umferð flug- véla um völlinn. f skýrslunni kemur m.a. f Ijðs, að mest hætta stafar af sílamávi en honum hef- ur stórlega fjölgað við völlinn á síðustu árum og mun sú fjölgun verða áfram cf ekki er gripið til einhverra aðgerða. Tíðni árekstra flugvéla og fugla er talin tiltölu- lega lftil eða 3,5 árekstrar á hver 10 þúsund flugtök og lendingar og samsvarar það því, að á síðasta ári hafi orðið nær 20 slíkir árekstrar við Keflavfkurflugvöll. Sykurinn lækkar enn HAGKAUP hefur auglýst um 25% lækkun á sykri og kemur það f kjölfar lækkunar sykurs á heimsmarkaði að sögn for- ráðamanna fyrirtækisins. Að þvf er Morgunblaðinu var tjáð hefur sykurinn verið að lækka úr 580 dollurum tonnið niður í 430 til 400 doll- ara, þar sem það hefur haldist stöðugt nú um skeið. Er þetta sem næst 30% lækkun á heims markaðinum. Þessi lækkun hefur komið fram hér. þannig að Hagkaup hefur nú lækkað kílóið af sykrinum úr krónum 185 niður í 139 krónur. Gunnar Kvaran, stórkaup- maður hjá I. Brynjólfsson & Kvaran, staðfesti það í samtali við Morgunblaðið að heims- Framhald á bls. 20 Engin stórslys hafa orðið vegna áreksturs flugvélar og fugls á Keflavfkurflugvelli, að sögn Boga Þorsteinssonar yfirflugumferðar- stjóra þar, en skemmdir hafa orð- ið á flugvélum og f einu tilfclli kviknaði í hreyfli og varð af mik- ið tjón. Erlendis hafa flugvélar hrapað og orðið stórslys af þess- um sökum. Þeir dr. Agnar Ingólfsson fugla- fræðingur og Jón Gunnar Ottós- son líffræðingur unnu að um- ræddri könnun. Sem fyrr segir telja þeir að mest hætta stafi af sílamávi en honum hefur fjölgað stórlega við Keflavfkurflugvöll á siðustu árum. Ástæðurnar telja þeir félagar þær, að vallargirðing- in veiti mávinum vernd, umferð sé þar lítil og meðferð skotfæra bönnuð. Hins vegar venjist þeir Framhald á bls. 20 Varðskipið Óðinn hefur verið f viðgerð f Danmörku undanfarið og hefur verið skipt algjörlega um yfirbyggingu á skipinu, svo að það verður vart þekkt fyrir sama skip. Lfkist skipið mjög Tý og Ægi eftir breytinguna — eins og myndin hér ber með sér. Óðinn mun væntanlegur til gæzlustarfa eftir um það bil viku. Þrír dráttarbátar vörðu einn landhelgisbrjót fyrir Tý Elfa Björk Gunn- arsdóttir borgar- bókavörður Á FUNDI borgarstjórnar f gær- kvöldi fór fram atkvæðagreiðsla milli umsækjenda um stöðu borgarbókavarðar og var Elfa Björk Gunnarsdóttir kosin til starfsins með 11 atkvæðum. Að öðru leyti féllu atkvæði þannig, að Else Mia Einarsdóttir hlaut 2 atkvæði, Björn Teitsson 1 atkvæði og Hilmar Jónsson 1 atkvæði. BREZKU verndarskipin stækk- uðu í gær það svæði. sem brezku togurunum var gert að veiða á. Takmarkast svæðið nú af Ifnu sem dregin er f austur beint út frá Hvalbak, en f stað Ifnu f aust- ur beint út af Glettinganesi, er lfna nú dregin beint f norður af Langanesi. 36 brezkir togarar voru á þessu svæði f gær og fjórir dráttarbátar. Hafði einn togari bætzt f hópinn frá þvf f fyrradag. Þá höfðu 6 af þeim 7 togurum, sem voru á Halamiðum f fyrra- dag, hætt veiðum og haldið á mið- in eystra. Einn varð eftir þar og fylgdist varðskip með hegðan hans. Varðskipin Áryakur og Þór voru á Halamiðum í gær að stugga við togurunum. Þeir hífðu vörp- una yfirleitt um leið og varðskip nálgaðist þá og einn togaranna þar, Lord Jellico, gerði ítrekaðar og árangurslausar tilraunir til þess að sigla á Árvakur. I fyrra- dag var með þessum skipum að- stoðarskipið Othello, en eftir að brezku togurunum hafði verið út- hlutað áðurnefnt veiðisvæði fyrir aústan, flutti það sig austur fyrir land. Voru þá þessir 6 togarar á Halamiðum gjörsamlega án að- stoðar- eða verndarskips. Sá eini, sem enn var á Halanum i gær- kveldi var í umsjá varðskipsins Árvakurs. Eins og Mbl. skýrði frá i gær, reis upp deila á meðal brezku togaraskipstjóranna um það "VVN V ® ' 'p0L jfieiai neii UIS n j\ íáÉ2> \f K ® ' ÍSLANO .7 A EFÚéj.jiy V ObfífHújýS ^ %/ ' ÆIjÆO. £ 7 s / Islenzki ræðismaðurinn um andrúmsloftið í Grimsby: Miklu meiri hiti í fólki hér núna en í fyrra þorskastríði „BREZKIR togaraeigendur hafa enn ekkert látið uppi um fund sinn með ríkisstjórninni, og ég hef ekki getað fengið staðfest hvort löndunarbannið er f gildi eða ekki,“ sagði Jón Olgeirsson ræðismaður og um- boðsmaður Landssambands fsl. útvegsmanna f Grimsby, þegar Morgunblaðið ræddi víð hann f gær. Morgunblaðið spurði þá Jón hvernig andrúmsloftið væri hjá almenningi í Grimsby út af síðustu atburðum í landhelgis- deilu Islands og Bretlands og svaraði Jón bvf til að það væri tvímælalaust mun meiri hiti f fólki nú en í síðasta þorska- stríði. „Það er ekki gott að segja til um ástæðuna fyrir þessu," sagði Jón ennfremur, „en mér virðist eins og þetta þorskastríð hafi komið meira flatt upp á allan almenning hér í Bretlandi en hin fyrri. Síðasta þorskastríð átti sér stað til að mynda tölu- vert lengri aðdraganda og það var eins og það magnaðist stig af stigi þar til bráðabirgðasam- komulagið náðist.“ ..Núna er eins og fólk hér f Kortið sýnir ástandið á miðunum f gær og hvar togararnir og verndar- skipin héldu sig. Strikin, sem dregin eru út frá Langanesi f norður og frá Hvalbak f austur sýna yztu mörk þess svæðís, sem togararnir eiga að veiða á samkvæmt fyrirskipun dráttarbátanna. svæði, sem eftirlits- og verndar- skipin vildu úthluta þeim. 10 tog- arar við Langanes neituðu að færa sig suður fyrir línuna út frá Glettinganesi og þeir 25 togarar, sem voru í námunda við Hvalbak, neituðu að flytja sig norður eftir. Verndarskipin leystu þennan vanda með því að stækka svæðið til norðurs eins og áður er lýst. I gær, er varðskipið Týr var að stugga við togurunum þar eystra, gerðist það, að 3 dráttarbátar reyndu að verja einn togara. Höfðu skipverjar á Tý óspart gaman af og virtu verndunarað- gerðirnar fyrir sér úr fjarlægð. - fiskibæjunum hafi talið víst að komið yrði f veg fyrir ný átök með samningunum og því komi það sem reiðarslag þegar upp úr samningaviðræðunum slitn- aði og átök hófust aftur milli íslenzku varðskipanna og brezku togaranna. Nú veit fólkið Iíka betur en áður hvernig átökin fara fram, hvaða bardagaaðferðum er beitt og til hvers átökin geta leitt. Þess vegna held ég að sé svona miklu heitara í kolunum hér um slóðir en áður hefur verið,“ sagði Jón Olgeirsson ennfremur. Um 30 mflur norður af Langa- nesi lenti varðskipið Týr í fyrra- kvöld í útistöðum við gamalkunn- an landhelgisbrjót úr þorskastríð- um, Hulltogarann Benellu, en þar voru i gær nokkrir togarar og voru dráttarbátar á leið til aðstoð- ar þeim. Samkvæmt upplýsing- um, sem síðan bárust erlendis frá — frá Bretlandi, mun ekki nema annar togvír Benellu hafa farið í sundur og samkvæmt fregnum þaðan mun skipshöfn togarans hafa tekizt að lagfæra troll- skemmdirnar og var togarinn aft- ur byrjaður að veiða í gærkveldi. Síðustu fréttir SAMKVÆMT síðustu fréttum Landhelgisgæzl- unnar voru brezku togararn ir sex sem undanfar- ið hafa verið á veiðum fyrir Vestfjörðum á hraðri ferð austur með Norður landi í fylgd varðskips, og var ferðinni heitið undir verndarvæng dráttarbát- anna. Gæzluflugvélin hafði orðið vör við einn togara sem orðið hafði viðskila við hina sex, og átti að fara að stugga við honum í gær- kvoldi. í dag ættu Vest- fjarðamiðin því að vera hreinsuð af brezkum tog- urum en flestir íslenzku togaranna eru að veiðum úti fyrir Vestfjörðum um þessar mundir. Þrjú skip seldu ÞRJU fslenzk fiskiskip seldu f höfnum á meginlandi Evrópu f gærdag og fengu þokkalegt verð fyrir aflann. Togarinn Víkingur frá Akranesi seldi samtals 72,3 tonn fyrir samtals 6.8 milljónir króna eða sem svarar til 93,60 kr. fyrir hvert kíló. Gunnar Jónsson frá Vestmannaeyjum seldi einnig f Bremerhaven — ails 48.7 tonn fyrir 4.5 milljónir króna eða 91,80 kr. hvert kfló. Þá seldi Lárus Sveinsson, er var meinuð löndun i Grimsby á dög- unum, í Ostende í Belgíu — sam- tals 41.1 lest fyrir tæplega 4 milljónir eða meðalverð sem svarar til 97.55 kr. hvert kíló, sem verður að teljast gott miðað við aðstæður; aflinn sólarhring seinna á markað en til stóð vegna þess að ekki fékkst löndun í Eng- landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.