Morgunblaðið - 29.11.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.11.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1975 Mér fínnst allt merkilegt sem vel er gert og afeinlœgni Samtal við Eyborgu Guðmundsdóttur, listmálara „Ég hef haldið áfratn að vinna í geometríu vegna þess, að sú grein myndlistar hentar mér bezt. Kannski er það tákn uppreisnar minnar gegn umhverfinu, gegn meng- un, sóðaskap og óheiðar- leika. Ég vil hafa dálítið hreinar línur í lífinu, hafa hlutina skýra og klára. Og ég er þeirrar skoðunar, að verk Iista- manns spegli hans innri mann — alla vega eins og hann vill að hann sé eða telur hann vera.“ Það er Eyborg Guðmunds- dóttir, listmálari, sem taiar. Við sitjum í stofu hennar við Laugalæk, stofunni, sem jafn- framt er vinnustofa málarans, við vinnuborðið, sem jafnframt er borðstofuborð fjölskyldunn- ar. Ýmislegt ber á góma, eins og jafnan þar sem Eyborg er ann- ars vegar. Hún er ómyrk í máli, hvort heldur umræðurnar snú- ast um smámuni daglegs lffs eða um listsköpun, listkynn- ingu, listasöfn eða listgagnrýni. Ég hef innt hana eftir því, hvers vegna hún hafi haldið fast við optisku geometríuna í myndlist. Hún segir: „Ég held því ekki fram, að geometrían, — eða konstruktivisminn — sé öðrum stefnum fremri eða rétt- ari. Mér finnst allt merkilegt, sem vel ergert og af einlægni. Það vill aðeins svo til, að hún hentar mér. Mér finnst hún spennandi viðfangsefni. Frum- form hennar, hringur, ferhyrn- ingur og lína, eru undirstaða alls umhverfis okkar og í öllu áþreifanlegu Iffi — og það er hægt að brjóta þessi form upp i óendanlegum tilbrigðum. Þvf fer fjarri, að optfsk geometría hafi gengið sér til húðar, eins og stundum er haldið fram á Islandi. Möguleikar hennar eru óþrjótandi og hafa ekki verið nýttir nema að sáralitlu leyti, hvorki hér heima né erlendis. Margir listamenn hafa helgað þessari stefnu allt sitt líf en telja sig þó vera rétt að byrja. Michel Seuphor segir til dæmis um Josef Albers, að hann hafi helgað ferhyrningnum allt sitt líf — og hann er nú á nfræðis- aldri.“ Eyborg hefur lengi haft áhuga á því að auka listkynn- ingu meðal almennings, bæði i Reykjavík og úti um lands- byggðina — og tekið virkan þátt í slíku starfi, til dæmis með skipulagningu farandsýningar á Blönduósi, Sauðárkróki, Húsavík og Selfossi, árið 1973. „Það hefur alltaf verið mitt hjartans mál,“ segir hún, „að sem flestir geti notið iistar af öllu tagi og að það séu ekki forréttindi útvaldra að njóta þess, sem ég tel gefa Iífinu mik- ið gildi. Söfn og sýningar í Reykjavík hafa til þessa verið svo til eini vettvangurinn, þar sem fólk hefur getað kynnzt list. En það þarf að gera meira af því að flytja listina til fólks- ins, bæði á vinnustaði og aðra fjölsótta staði og út um landið þarf að senda miklu fleiri sýn- ingar, bæði einka- og samsýn- ingar, safnverk og söluverk. Fólkið úti á landi þarf að eiga þess kost að eignast listaverk ekki síður en borgarbúar. Þessi áhugi minn hefur kannski mót- azt af því, að ég er sjálf alin upp í afskekktu byggðarlagi, þar sem menningarlíf var fábreytt. Lístamenn hafa því miður ekki almennt skílið gildi þess að sýna utan Reykjavfkur,“ heldur Eyborg áfram. „Ég dreg þá ályktun af því, að fáir geta þess, ef þeir hafa sýnt úti á landi, en eru vísir með að tíunda og telja sér til gildis að hafa sýnt í ein- hverri krummavfk erlendis. Slíkt er mér ekki að skapi — og er ég þó ekki að stæra mig af því að vera meiri Islendingur en aðrir.“ Einhvern tfma var haft eftir sovézka sellósnillingnum Rostropovich, sem nú er land- flótta, að hann hefði engu minni ánægju af því að leika í smábæ i Siberíu en í Lundúna- borg eða New York — og teldi sér sem listamanni nauðsynlegt að eiga beggja kosta völ. Er það eitthvað i þá veru, sem þú átt við? „Já, ég tel mikilvægt bæði fyrir listamenn og fólkið í land- inu, að þeir komi til þess og miðli af þvl, sem þeir hafa fram að færa. Að slíku starfi þarf að stuðla. Það þarf lfka að efla starfsemi Listasafns íslands, bæði að gera því kleift að færa starfsemi sína til fólksins út um landið qg að efla samstarf sitt við listamenn. Listasafnið er enn olnbogabarn i þjóðfélag- inu, sem ráðamönnum virðist torskilið að þarf sérstakrar uffi- hyggju og skilnings við, ef það á að geta vaxið úr grasi og þjón- að sínu mikilvæga menningar- hlutverki. Listasafnið er eign þjóðarinnar allrar og það á að gera því kleift að starfa í sam- ræmi við það. Ef við ætlum að stuðla að jafnvægi í byggð landsins með ráðstöfunum á sviði fjármála, atvinnu- og menntamála, til dæmis, verðum við líka að hafa slíka lands- byggðarstefnu i listum. Og í því sambandi mætti líka minnast á, að þeir, sem skrifa listgagnrýni, hvort heldur er um myndlist, leiklist eða hljómlist, þurfa að hafa tök á að fjalla af fullri alvöru um listviðburði úti á landi rétt eins og í Reykjavík.“ Vel á minnzt, gagnrýni. Þú hefur stundum látið á þér heyra, að þú værir ekki ýkja ánægð með hvernig á henni er haldið hér á landi. „Já, mér finnst mjög slæmt, að lærðir listgagnrýnendur skuli ekki fást meira við að skrifa gagnrýni. Það er satt að segja heldur hæpið, að málarar skrifi gagnrýni um aðra mál- ara, sem vinna kannski með allt öðru móti. Það er einfaldlega ekki hægt að gera kröfur til þessara manna, sem gagnrýni hafa skrifað um árabil, — enda hafa kunningsskapar- sjónarmiðin alltaf skinið í gegn. Hér hefur skort hlutlaust, ábyrgt mat og hæfileika til leið- beiningar, sem eru náttúrulega frumskilyrði heiðarlegrar gagn- rýni. Kunningja-partízkan hefur sett ljótan svip á íslenzka gagn- rýnendur f vel flestum tilfell- um. Vonandi fara nú listfræð- ingar að Iáta meira til sín taka á þessum vettvangi — og ég vona, að dómgreind þeirra brenglist ekki af vináttusjónar- miðum. Eins og þessum málum er nú háttað getur listamaður, sem sýnir verk sfn, átt það und- ir dómgreindarlausri hlut- drægni, hvort hann fær lof eða last úr penna gagnrýnandans — og í mörgum tilfellum getur slík óábyrg gagnrýni nálgast at- vinnuróg." Það ætlar að ganga seint að leysa Kjarvalsstaðadeiluna og' nú er Félag fslenzkra myndlist- armanna með haustsýningu sína f Norræna húsinu. Hvað vilt þú segja um þessa deilu? „Mér finnst hörmulegt, að til hennar skuli hafa komið. Allir með heilbrigða dómgreind hljóta að sjá og skilja, að list er ekki til án listamanna — og að listamiðstöð er nafnið tómt án náinnar samvinnu við lista- menn. Það er ekki nóg að viður- kenna og viðra sig upp við lista- menn á stórhátíðum. Að mínu áliti ætti starfsemi Kjarvals- staða að vera sjálfsagður þáttur f daglegu lífi Reykvfkinga — og mætti sannarlega taka Norr- æna húsið til fyrirmyndar í þeim efnum. Kjarvalsstöðum var ætlað að vera lista- og menningarmiðstöð, en ekki vettvangur fyrir föndurstarf- semi og við það verður að standa.“ Sérðu nokkurn tíma eftir því að hafa farið að mála’ „Nei, aldrei, það var ekki annað hægt. Ég get samt ekki sagt að myndlistin hafi verið mér allt eða gefið mér allt, ég hef fengið svo ótal margt annað í lífinu annarsstaðar frá, en ég hefði ekki viljað vera án henn- ar.“ Nú hefur þú á seinni árum þurft að samræma myndlistar- störf heimilishaldi og barna- uppeldi. Segjum svo, að þú hefðir þurft að velja á milli, hvort hefðir þú tekið fram yfir? „Þessari spurningu er erfitt að svara." Kannski á hún heldur ekki rétt á sér? „Nei, eiginlega ekki. Svona spurning væri aldrei lögð fyrir karlmann. Ég hef aldrei hugsað um, að ég þyrfti að gefa mynd- Iistina upp á bátinn vegna heimilisins, af þvf að ég væri kona. Kona, sem tekur sjálfa sig alvarlega, hvort heldur er sem listmálari eða í öðru starfi, hlustar ekki á neitt kyngreining argelt. Ég fyrir mitt leyti hef ekki orðið fyrir barðinu á því, að heitið geti — og alls ekki þar sem ég bjó lengst erlendis. Sennileg hef ég verið svo lán- söm að umgangast fólk, sem hafði komizt yfir þessar hug- myndir. Það er fjarstæðukennt og beinlfnis hlægilegt, að við, konur á Vesturlöndum, sem er- um þokkalega upplýstar, skul- um þurfa að vandræðast þetta út af mannréttindum okkar, sem við gætum haft, ef við vild- um sjálfar og hefðum einurð til að berjast fyrir þeim. Það er konum sjálfum mest að kenna að ástandið skuli ekki vera betra. En það er náttúrulega ekki hægt að gera ráð fyrir miklum breytingum til batnað- ar meðan til eru konur, sem stæra sig af því, að eiginmenn þeirra hafi gefið þeim hrærivél- ar eða önnur heimilistæki í jólagjöf. Það eru svo ótal marg- ar konur, sem vilja engar breyt- ingar. Þær virðast bara ánægð- ar með þetta eins og það er — og halda áfram að ala börnin upp á sama hátt og áður, stelp- urnar við uppþvottinn og strák- ana í Tarzanleik. Þær vilja nefnilega hafa sína Tarzana bæði sem eiginmenn og syni.“ — mbj. ORÐ í EYRA STRIPL Ekki er ofsögum sagt af geingi islenskrar menníngar þessa dagana. Fyrir nú utan venjulega haustgrósku í mynd- list og bókaútgáfu, að ógleymdu lystilegu spilverki Symfóníunnar, hefur menn- íngu vorri, standandi á eld- gömlum merg, borist óvæntur feingur frá sambandsþjóð okkar fornri, Dönum. Að vísu var laungum á orði haft í hlíðum þeirrar eldspú- andi vítisgáttar, Heklu, að fátt kæmi gott frá þeim baun- versku. Enda sú þjóð forðum tíð talin elskari að svínum og fiðurfé en fögrum listum, svo- sem rímum og fornsögum. Það er þó, l.s.g., hvorki tívolí né upplestur úr Rifbjergs Samlede værker sem þeir láta okkur í té þessar skammdeigis- stundir. Síður en svo. Þeir vita að skammdeigið er mörgum þúngt norður hér. Þess vegna hafa þeir sent híngað kven- snift eina sem ku gegna nafn- inu Marja Teresa og geri aðrar betur. Hún gerir það mönnum til dægrastyttíngar að tína ut- anaf sér spjarirnar og lofa þeim að sjá hvernig hún fer að því. Sagt er að mörlandinn sæk- ist eftir að berja kvenmanns- belg þenna augum, einkum og sérílagi meðan hann háttar. Hefur jafnvel verið farið með hann útum sveitir til að gefa búandkörlum kost á að kynna sér hvurninn dönsk selskaps- dama fer úr buxunum. Þykjr sumum raunar að þar sé farið yfir lækinn til að sækja vatn, því sjálfsagt kunni íslenskar bóndakonur lika að klæða sig úr þó þær iðki þá list aðallega heima hjá sér. Að minnsta kosti enn sem komið er. Is- lenskar húsfreyjur eru líka að sjálfsögðu miklu fullkomnari að öllu útliti, yst sem innst, en kona sú er um landið fer þeirra erinda að klæða sig úr fyrir pétur og pál, enda stríð- aldar á velniðurgreiddu smjöri og dilkakjöti. En sú baun- verska vltamín- og merglaus af sterilíseruðu dósaglundri úr fabrikkunum þeirra dönsku. Aungvuaðsíður þeytast nú kívanisklúbbar og önnur vitr- íngafélög með konukindina út- um allar þorpagrundir þegar umboðsmenn fagurs mannlífs eru ekki að sýna tilburði henn- ar með klæðisplöggin í höfuð- staðnum. Og hvað sem allri menníngu Iíður ,,þá skiptir mestu máli / að maður græði á því“, einsog Steinn kvað sællar minníngar fyrir margt laungu. Tapaði Minolta- myndavél MAÐUR hefur beðið Morgunblað- ið að lýsa fyrir hann eftir Minolta- myndavél sem hann glataði áleið- inni milli Akureyrar og Borgar- fjarðar um sl. helgi. Telur hann sennilegt, að hann hafi skilið hana eftir í sæluhúsinu á Öxna- dalsheiði en einnig komi til greina að hann hafi glatað henni á Hólum, þar sem hann kom einn- ig við. Er vélin merkt eigandan- um, Gunnlaugi Árnasyni, og bið- ur hann finnandann að gefa sig fram við barnaskólann á Varma- landi. AIMJLÝSINGASÍMINN ER: 22480 IRorflunblnbib

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.