Morgunblaðið - 29.11.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.11.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÖVEMBER 1975 13 Hákon Aðalsteinsson: Slys og tiónabætur MIKIL slysaalda hefur gengið yf- ir landið að undanförnu og er útlitið í þeim málum vægast sagt skuggalegt. Menn hljóta að velta því fyrir sér hvernig standi á þessu og hvort búast megi við áframhaldi, eða hvort ekki sé mál að linni. Það er raunaleg saga. sem Jónas Aðalsteinsson segir í blöðunum nýlega og er ég hræddur um að þessi saga sé ekki alveg ný. Það er furðulegt hvað margir ökumenn, sem valda slysum, þjáningum og eignatjóni, sleppa með væga dóma. Eins finnst mér furðulegt að tryggingafélögin skuli greiða jafn óhikað hverskonar tjón sem verða jafnvel þó uppvíst sé að slys og tjói) hafi orðið af völdum víta- verðs aksturs eða hreins glanna- skapar. Það er ekki verið að deila á almenna slysa og tjónstryggingu sem á fullan rétt á sér, en ég veit þess dæmi að bifreið ók eitt sinn aftan á aðra, sem hafði stansað, og gjöreyðilagði hana. Við yfir- heyrslu viðurkenndi tjónvaldur að hann hefði vitað að bifreið hans var svo til hemlalaus. Einnig játaði hann að hann hefði verið á 50 km hraða þar sem 35 km hraði var leyfður. Þetta tjón borgaði hans tryggingafélag orðalaust, án þess að endurkrefja tjónvald- inn um eina krónu. Það virðist vanta hjá tryggingafélögunum matsmann á það hvenær heilbrigt er að greiða tjón sem verða í umferðinni og hvenær á að spyrna við fótum, annars ber tryggingin keim af þvi að verið sé að halda uppi þeim sem með glannaskap og kæruleysi valda slysum og eignatjóni en þeir tjón- lausu borga brúsann. Mér finnst hvert tryggingafélag vera í rétti til að neita að borga tjón sem verður vegna kæruleysis og víta- verðs aksturs. Ætli hæstvirtir ökumenn mundu ekki gæta aðeins betur að sér ef þeir hefðu grun um að fjárhagsleg vernd tryggingafélagsins þeirra væri skilyrðum háð. Með þessu móti hygg ég að tryggingafélögin gætu orðið að meira liði en með fjárframlögum til auglýsingastarfsemi. Baldvin Þ. tekur vel upp f sig í Dagblaðinu þann 15. nóv. og mun það meira gert af kappi en forsjá. Hann segir m.a. að klúbbarnir öruggur akstur séu gerðir út af Samvinnutryggingum og er ekki nema gott um það að segja. Allt, sem miðar í þá átt að gera umferð öruggari og forða því að slys verði, er virðingarvert. Hvað viðurkenningum Samvinnutrygg- inga viðkemur, sem Baldvin Þ. úthlutar með viðhöfn, vil ég taka fram að hver sá maður eða kona sem ekur á vegum án óhappa og slysa svo árum skiptir á sannar- lega viðurkenningu skilið. Þó er það sérstaklega mikil viður- kenning og sárabót fyrir þá sem aldrei hafa náð að taka bílpróf að fá í jakkahornið viðurkenningu fyrir margra ára öruggan akstur, en þannig dæmi þekki ég. Baldvin deilir hart á S.V.F.Í. og virðist eiga um sárt að binda. Kallar það sjó- og rjúpnaveiði- mannabjörgunarfélag. Það er vel. Þá held ég, hvað sem Baldvin segir, að Slysavarnadeildirnar hafi ekki síður en aðrir bent á hættur í umferðog beittsér fyrir lagfæringum til úrbóta þó það hafi gleymst að auglýsa það opin- berlega. Og hvað snertir rjúpna- veiðimenn munu björgunarsveit- ir Slysavarnafélags Islands halda áfram að leita að þeim, þó þeir séu ekki í neinum klúbbi. Héraðsfundur Reykja- víkurprófastsdæmis /. Ur Rauðasandshreppi Látrum, 23. nóv. um við að ná fé úr hættu, en ÖNDVEGIS tíð í haust og það þeim fer fækkandi því miður, sem af er vetri. Það heitir ekki sem færir eru um það. Þó er að snjór hafi sézt það sem af er það ekki orðin regla hér að vetri, þó var hér alhvít jörð kindur séu skotnar i sveltum, nokkra daga um miðjan en gerist þó stundum. mánuðinn, og lítilsháttar frost, Byggingarframkvæmdir eru en þann sjó tók upp aftur um hafnar við verkstæðishús fjöllog byggðnema einog ein Hafnar h.f. í Örlygshöfn og er laut skartaði hvítu. En síðast- búið að steypa grunninn. Það á liðna nótt varð hér aftur alhvít, að vera tveggja hæða hús úr jörð frá noriðri, og eins stigs steinsteypu. frost, en sjávarhiti hér við Prestsetrið Sauðlauksdalur ströndina er í hærra lagi miðað komst aftur i tölu eyðibýla nú á við árstíma. Þetta tíðarfar er dögunum, þegar fólkið sem þar því góð uppbót á sumarið fyrir hefir búið undanfarin ár, Hjört- okkur bændur, því þótt hey- ur Skúlason og fjölskylda, skil- forði sé sæmilegur að vöxtum uðu staðnum og fluttu að og útliti, þá eru hey misjöfn að Stökkum 1. á Rauðasandi. Fjöl- næringargildi eða vafasamt að skyldan keypti þá jörð á liðnu treysta á þau eingöngu. sumri af Jóni Hannessyni, sem Sauðfé hefir sótt mikið í hætti búskap og fluttist björg og kletta í haust, svo sumt „suður“,Þangað liggur leiðin. hefir lent í svelti. Erilsamt Látrum23/ll 75: hefir þvi verið hjá klettamönn- Þórður Jónsson Kjarvalsmyndir Sala á verkum eftir Jóhannes S. Kjarval fer fram föstudag, laugardag og sunnudag 28.— 30. nóvember í Brautarholti 6, frá kl. 1 4 — 22. HÉRAÐSFUNDUR Reykjavíkur- prófastsdæmis var haldinn f Dóm- kirkjunni (uppi) sunnudaginn 9. nóv. sl. Mættir voru prestar og safnaðarfulltrúar frá nærri öllum söfnuðum prófastsdæmisins, eða 25 af 34, sem þar eiga fundarsetu. Hófst fundurinn með stuttri helgistund. Starfið í prófastsdæminu Dómprófastur gaf stutt yfirlit yfir starfið á árinu 1974 og það, sem af er þessu ári. Á árinu 1974 voru fluttar mess- ur og guðsþjónustur í prófasts- dæminu alls 1529 (en 1428 árið áður.) Skiptist þetta í almennar messur, barna- og unglingaguðs- þjónustur og aðrar guðsþjónust- ur. Tala fermdra var 1792 ung- menni (1854) og altarisgestir voru 9840 (9610). I kirkjunum eru að jafnaði haldnar 2—3 guðs- þjónustur hvern helgan dag yfir vetrarmánuðina. Fara guðsþjón- usturnar fram í kirkjunum, skól- um og samkomuhúsum, eftir því, sem aðstæður leyfa. I öllum söfn- uðunum eru starfandi kvenfélög, er starfa vel og reglulega, í nokkr- um þeirra einnig bræðrafélög og æskulýðsfélög. Fjölbreytni fer vaxandi í safnaðarstarfinu yfir- leitt. Kirkjukórar eru starfandi í öllum söfnuðum, er annast söng við messur og kirkjulegar athafn- ir. Nokkrir kóranna hafa haldið tónleika á þessu tímabili. Nýtt prestakall var stofnað á árinu, Fellaprestakall i Breiðholti. Þrír nýir prestar hafa verið skipaðir í prófastsdæminu, sr. Karl Sigurbjörnsson í Hall- grímssökn, sr. Guðmundur Oskar Olafsson í Nessókn og sr. Hreinn Hjartarson í hinu nýja Fella- prestakalli. Samtalsfundir presta prófasts- dæmisins hafa verið haldnir mánaðarlega yfir vetrar- mánuðina. Kirkjubyggingar 1 nokkrum söfnuðum prófasts dæmisins hefur verið unnið við kirkjubyggingar. Framlag til Kirkjubyggingarsjóðs Reykjavík- ur var hækkað úr 6 millj. í 9 milljónir og var úthlutað bygg- ingastyrk til 7 safnaða. Sóknargjöld voru hækkuð á árinu úr 750.00 kr. í 1000.00 kr. á gjaldanda, en þessar tekjur sókn- anna hrökkva vart fyrir allra nauðsynlegustu útgjöldum. Nýtt frumvarp um sóknargjöld liggur nú fyrir Alþingi, þai sem sóknargjöld eru miðuð við hundraðshluta af tekjum manna. Var kosin nefnd á héraðsfund- inum til þess að athuga frumvarp þetta nánar. Þá flutti sr. Guðmundur Þorsteinsson erindi um vandamál á kirkjubyggingum Reykjavíkur og kom skýrt fram í erindi hans hve mikla erfiðleika þeir söfnuðir eiga við að glíma, sem eru með kirkjubyggingar í smíðum. Eftir nokkrar umræður um erindi sr. Guðmundar, var samþykkt svohljóðandi ályktun, er sfðar var send borgarstjórn Reykjavikur: „Héraðsfundur Reykjavíkur- prófastsdæmis haldinn í Reykja- vík 9. nóv. 1975 þakkar borgar- stjórn Reykjavíkur fyrir hækkað framlag til kirkjubyggingarsjóðs Reykjavíkur og skorar um leið á borgarstjórn að hækka þetta framlag í samræmi við hækkun almenns verðlags og fjölgun borgarbúa og vill í því sambandi benda á, að þegar Kirkjubygg- ingarsjóði Reykjavíkur var komið á fót 1952, var framlag borgar- innartil sjóðsins 1. millj. króna.“ I sambandi við kirkjubygginga- málin var rætt nokkuð um kirkju- mál almennt á víð og dreif. Þá voru reikningar hinna einstöku kirkna bornir upp og samþykktir, eins og venja er á héraðsfundum. (Frá Reykjavíkurprófastsdæmi) VETRARFA TNAÐUR ★ Glœsilegt úrvaf afhlýjum og vönduðum vetrar- fatnaði frá Belgíu þcrnhard laK^al KJÖRGARÐ/ Ngjar vörur í hverri viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.