Morgunblaðið - 29.11.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.11.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1975 Erlendur Magnússon Kálfatjörn — Minning Níu ára gömul fluttist ég til fóstra míns, eða afa, eins og ég kallaði hann. Þar átti ég að dveljast sumarlangt, en hjá honum átti ég heimili, þar til ég fór til framhaldsnáms í Reykjavík og hef að vísu átt ávallt síðan. Fyrir þessi fimmtán ár, sem ég átti samleið með afa minum, er ég honum óumræðilega þákklát. Hjá honum öðlaðist ég sálarstyrk, bjartsýni og kjark til að takast á við verkefni líðandi stundar. Hann var ótæmandi fjársjóður fróðleiks og heilræði hans sem oft voru í bundnu máli, eru mér og eiga eftir að vera gott veganesti. Afi minn var góður maður sem öllum vildi vel og lagði hverju «óðu máli lið. Aldrei heyrði ég hann hallmæla neinum heldur tók hann ávallt málstað þess er á var hallað og var fundvís á það góða í fari hvers manns. Margir áttu erindi til afa, sumir til að leita upplýsinga vegna minnis hans og fróð- leiks. aðrir til að leita styrks og að.->loðui i aðsteðjandi erfið- leikum. Ég þakka afa mínum öll góðu ráðin, bænirnar og um- hyggjuna. Arin voru orðin mörg og hann orðinn þreyttur, en and- leg heilsa var óbuguð og hann hefði kosið að sinna sínum hugðarefnum lengur, en ég trúi því að sívökul sála hans fái nú að starfa meira Guðs um geim. Þókk fyrir allt. „Far þú í f riði, friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt." Linda Rós. I dag, 29. nóv. 1975. ,'er fram útför Erlends Magnússonar, bónda að Kálfatjörn, frá kirkj- unni þar, en hann lézt 19. þ.m. Þegar jarðlífsskeið þessa kæra vinar míns er allt, er mér Ijúft að minnast hans nokkrum orðum. Erlendur fæddist 12. maí 1890 að Tíðagerði á Vatnsleysuströnd. Báðir voru foreldrar Erlends úr þessu sama byggðarlagi. Móðirin Herdís, dóttir Jóns Þorkelssonar bónda í Flekkuvík, en faðirinn Magnús Magnússon, Hallgríms- sonar prests f Görðum á Akranesi, Jónassonar prófasts á Staðarstað, er var bróðir Skúla fógeta. Guðrún, síðari kona sr. Hallgríms og langamma Erlends, var systir Sveinbjarnar rektors Egilssonar. Þau Herdís og Magnús giftust 1879 og byggðu sér síðar litinn bæ, Tíðagerði, og bjuggu þar allan sinn búskap. Þeim fæddust fjógur börn, sem teljast í aldurs- röð þannig: Soffía, Guðrún, Erlendur, Sigurbjörg. En þung raun hefir það verið, er systurnar tvær, Soffía og Guðrún, gáfaðar og glæsilegar stúlkur, komnar um og yfir tvítugsaldur, dóu. Guðrún 1901, 19 ára, og Soffía 1904 24 ára. En eftir lifðu þá þau yngstu, Erlendur, hvern við kveðjum í dag, og Sigurbjörg, húsfreyja í Borgarnesi, gift Stefáni Olafssyni skósmíðameistara þar. Þótt ekki væri ærið langt milli heimila okkar Erlends, vorum við aldrei saman í æskuleikjum, enda líka aldursmunur full fimm ár. En er ég fór að ganga í barnaskól- ann að Norðurkoti, sem aðeins var í auðveldu kallfæri frá Tíða- gerði, fór ég fyrst að kynnast Erlendi, foreldrum hans og syst- ur, sem næsta vetur eftir mér kom í sama skóla og brátt var orðin efst af okkur skólasystkin- unum, þótt við nokkur værum meir en ári eldri en hún. En þá var Erlendur og nokkrir fleiri að fá einhverja tilsögn í ensku, hjá Björgu Guðmundsdóttur á Auðn- um. Henni hafði Hjörtur Fjeld- sted, sem kenndi við Norðurkots- skóla einn vetur, kennt eitthvað í því máli — en það er önnur saga. Það hefur sízt vantað löngun né hæfileika til menntunar, hjá þeim systkinunum í Tíðagerði, en efna- hagskjörin voru krópp og leyfðu ei langa skólagöngu. Ég vil hér sérstaklega vísa til greinar eftir sr. Gísla Brynjólfs- son um Erlend, í mánaðarritinu Heíma er bezt, í apríl 1971. Vil ég sterklega taka undir allt sem þar er svo gott og rétt sagt um Erlend, foreldra hans, heimilið og hvað eina honum viðkomandi. Faðir Erlends andaðist 1909, 62 ára, en móðir f hárri elli hjá syninum og tengdadótturinni árið 1938. Eftir fráfall föðurins býr svo Erlendur með móður sinni, unz hann kvæntist 15. júní 1915, Kristínu Gunnarsdóttur frá Skjaldarkoti. Þau eignuðust fimm bórn. Eru þau í aldursróð þessi: Ingibjörg, Ólafur, Magnús, Her- dís og Gunnar. Tvö þau elztu, Ingibjörg og Ólafur, eru búsett í Reykjavík. Herdfs og Gunnar hafa aldrei að heiman flutt, en Magnús vegna atvinnu sinnar, skráðst til heimilis í Hafnarfirði um mörg ár, en í öllum starfshlé- um dvalist á æskuheimilinu. Lika ólst upp hjá þeim hjónum Krist- inn Mickaelsson Kaldal, sem búsettur er í Keflavfk. Frá því er næst að segja, að árið 1920 er laus í ábúð kirkjujörðin Kálfatjörn. Sækir Erlendur um og fær búsetu þar og flytzt þangað í marzmánuði það ár. Áræði og atorka var vissulega nauðsynleg, að ráðast í svo stórt. En mest reyndi þó á, þegar húsmóðirin, Kristín, veiktist með mjög snögg- um hætti, um tveim mánuðum eftir komuna að Kálfatjörn, svo að hún varð umsvifalaust að leggjast á sjúkrahús og var um skeið vart hugað líf. Þá hefir mik- ið reynt á líkams- og sálarkrafta vinar mins og bænir hans til al- fóður verið heitar. Guð gaf það, að Kristín fékk aftur sæmilega heilsu og komst furðu fljótt, eðá innan þriggja mánaða, aftur heim. Það var sumarið 1913 sem fyrst tókust með okkur Erlendi náin kynni. Hann hafði ráðist til að vera formaður með þriggja manna bát hjá Vilhjálmi á Hánefsstöðum við Seyðisfjörð og réðst ég háseti hans. Þessu hélt fram um þrjú sumur, að við vor- um þarna saman og þriðji maður, Guðjón frá Landakoti. Þetta var, að með réttu má segja, fámenn, og jafnframt góðmenn skipshöfn, þó ég telji mig þar með. Sérstaklega féll okkur Erlendi vel saman, sem og alltaf síðan. Eitt sinn tókum við það til bragðs að róa tveir á bát og hafa viðlegu suður í Garði, að lokinni vetrarvertíð. Þar eð ætlunin var að fiska á lóð, hófst þetta með því að fara á bátnum — sem enginn annar en Erlendur hafði smíðað — inn í Hafnarfjórð að taka krækling, sem vaxinn var á eldri hafskipabryggjunni þar. Svona samvinna var okkur alltaf ánægjuleg í minningunni, þó smá væri í sniðum. Svo var ég, Halla kona mín og Magnús sonur okkar, þá 3—5 ára, hjá þeim Kálfatjarnarhjónum yfir heyskapartímann, 1929 '30 og '31. Nutum við þar góðrar sumar- veru, þó að vísu væri þá líka unn- ið og ekki sízt var drengnum okk- ar svo ungum, það hollt að geta lóngum stundum dvalið úti á flosmjúku túninu. Við veru okkar á þessu heimili, sannreyndist það, hvað hjónin voru samanvalin að hógværð, gæzku og háttprýði. Þar heyrðist aldrei blótsyrði. Ekki gat slíkur hæfileikamaður sem Erlendur komist hjá störfum fyrir samfélagið. Hann var í hreppsnefnd um tvenn tímabil og oddviti hennar um skeið. For- maður Búnaðarfélags hreppsins, sáttanefndarmaður, fulltrúi sýslunnar á fundum Stéttarsam- bands bænda og fulltrúi á fund- um Mjólkurfélags Reykjavík. Um þetta segir allt nánar í Morgun- blaðinu, föstud. 21. nóv. bls. 2 — hvar andlátsfregnin er. Síðast en ei sízt skal þess getið, að 1914 var Erlendur fyrst kosinn í sóknar- nefnd, en safnaðarfulltrúi, með- hjálpari og fjárhaldsmaður Kálfa- tjarnarkirkju var hann frá 1942—1970, er hann varð áttræð- ur. Alla tíð var honum kirkja staðarins mjög kær. Hinn 14. janúar 1957 lézt Kristín. Var Erlendi það mjög þungt áfall og taldi hann sig vart hálfan mann lengi upp frá því. Eftir fráfall móðurinnar hafa þau systkinin, Herdís og Gunnar, .haldið uppi búinu með föður sín- um. Herdís annast húsmóður- störfin af þeim myndarskap að enn sem fyrr er þarna gestrisni frábær og gott andrúmsloft innan veggja, frá fortíð og nútfð. Ég og kona mín biðjum börnun- um allrar blessunar í hugljúfri minningu um hinn góða föður Ég kveð með söknuði kæran vin, en samfagna honum um leið, að vera nú, eftir nær 19 ára bið, kominn á sama tilverustig sem hans ástkæra kona. Guð blessi þau að eilífu á landi lifenda. Jón Helgason Háskólakenn- arar álykla um fiskveiðimál A AÐALFUNDI Félags háskóla- kennara 25. nóvember síðastlið- inn var samþykkt eftirfarandi til- laga: Aðalfundur í Félagi háskóla- kennara, haldinn 25. nóvember 1975, lýsir yfir furðu sinni á þeim viðbrögðum stjórnvalda við ný- birtum skýrslum Hafrannsókna- stofnunar Islands og starfshóps um ástand og horfur í íslenskum fiskiðnaði, sem fram koma í samn- ingaumleitunum ríkisstjórnarinn- ar um veiðiheimildir erlendum þjóðum til handa innan 200 milna fiskveiðilandhelginnar. Hvetja fundarmenn ríkisstjórnina til að friða íslensk fiskimið fyrir ágangi erlendra veiðiskipa og fara að ráðum íslenskra fiskifræðinga um skynsamlega nýtingu miðanna. Jafnframt vilja fundarmenn vekja athygli á, að sífelld kröfu- gerð stjórnmálamanna og al- mennings um nýtingu íslenskra vísindarannsókna í þágu atvinnu- vega þjóðarinnar er því aðeins rökrétt og réttmæt að ekki sé gengið fram hjá álitsgerðum vís- indamanna qm þessi mikilvægu mál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.