Morgunblaðið - 29.11.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.11.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NOVEMBER 1975 15 ERLENT Sjálfstæði lýst yfir á A-Tímor Dili, Austur-Timor, 28. nóv. Reuter. VINSTRI hreyfingin Fretelin lýsti í dag óvænt yfir sjálfstæði Austur-Timor sem hún kveðst hafa að mestu leyti á valdi sínu. I kvöld dansaði fólk á götum höfuð- borgarinnar Dili til að fagna sjálfstæðinu. Fretelin hafði ekkert látið upp- skátt um fyrirætlanir slnar og þær jafngilda kúvendingu á stefnu hreyfingarinnar. Hingað til hefur hreyfingin krafizt þess að fyrrverandi nýlendustjórn Portúgala taki aftur við völdun- um og hún hefur viljað hægfara þróun til sjálfstæðis. I Jakarta hörmuðu talsmenn Indónesíustjórnar sjálfstæðisyfir- lýsinguna en ítrekuðu að Indónesar mundu ekki grípa til íhlutunar nema að beiðni Portú- gala. Þeir báru einnig til baka staðhæfingar Fretelin um að skip og flugvélar frá Indónesíu hefðu ráðizt á bæinn Atabae, 45 km frá Dili. í Lissabon var sagt að sérstök nýlendunefnd kæmi fljótlega saman til að ræða einhliða yfirlýs- ingu Fretelin. Sagt var að portú- gölsku stjórninni hefði ekki verið opinberlega tilkynnt um yfirlýs- ingu Fretelin. Fær Plyusch að flytj- ast frá Sovétríkjunum Moskvu, 28. nóvember — Reuter. SOVÉZKI andófsmaðurinn og stærðfræðingurinn, Leonid Plyusch sem verið hefur í haldi á geðveikraspltala frá árinu 1973 sleppt og fá að fara úr landi að þvf er annar andófsmaður, málfræðingurinn Tatyana Khodorovich, sagði f dag. Plyusch sem er 43 ára að aldri var handtekinn árið 1972 fyrir and- sovézkan áróður og sendur árið eftir til „sér- staks geðveikrahælis" með sjúkdómsgrein „Um- bótaóra“. Khodorovich sagði vestrænum frétta- mönnum að eiginkona andófsmannsins hefði hringt til sfn frá Kfev og sagt að stjórnvöld hefðu veitt umsókn sinni um að fá að flytjast úr landi „jákvæða fyrirgreiðslu". Mál Plyusch hefur vakið verulega athygli á Vestur- löndum og var talið áberandi dæmi um að fólk sé sent á geð- veikrahæli vegna stjórnmála- skoðana þess. Einkum vakti málið mikið umtal í Frakklandi þar sem Georges Marchais, leið- virðist fengið loforð verða togi franska kommúnista- flokksins, sagði að flokkurinn myndi hvetja sovézk stjórnvöld til að láta Plyusch lausan ef varðhald hans væri óréttmætt. Khodorovich sagði að frú Plyusch væri sannfærð um að herferðin á Vesturlöndum fyrir málstað manns hennar hefði leitt til ákvörðunar stjórnvalda um að láta hann lausan, og hefðu ummæli Marchais skipt þar höfuðmáli. Er talið að Plyusch-hjónin muni sækja um að fá að flytjast til ísraels. Virkur óvinur var skotinn til IRA bana London 28. nóvember — Reuter ROSS McWhirter, virkur baráttu- maður fhaldssamra pólitískra skoðana, sem í fyrra mánuði hóf herferð gegn sprengjuhermdar- verkum frska lýðveldishersins, Fraser hef- ur forystu Sydney 28. nóv. — Reuter MALCOLM Fraser, forsætisráð- herra bráðabirgðastjórnarinnar f Ástralfu, nýtur fylgis 55% Ástra- Ifumanna samkvæmt Gallupskoð- anakönnun sem birt var f dag, — aðeins 15 dögum fyrir þingkosn- ingar. Hefur fylgi hans aukizt um 22% á tveimur vikum. Gough Whitlam, fyrrum forsætisráð- herra, hefur hins vegar fylgi 42%, samkvæmt könnuninni, sem er óbreytt frá þvf-fyrir tveimur vikum. Erfið skilyrði frá Sýrlendingum — vegna umboðs S.Þ. í Gólanhæðum Samcinuðu þjóðunum, 28. nóv. Reuter. SVRLENDINGAR hafa tilkynnt Kúrt Waldheim, framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, að þeif fallist með skilyrðum á að framlengja umboð friðargæzlu- sveita samtakanna í Gólanhæðum um sex mánuði, að því er dipló- matískar heimildir hermdu í dag. Núverandi umboð rennur út á sunnudag. En heimildirnar hermdu hins vegar að skilyrði Sýrlendinga kynni að skapa erfið vandamál fyrir öryggisráðið sem í kvöld sat á lokuðum fundi til að hlýða á skýrslu Waldheims. Sýr- lendingar eru sagðir hafa krafizt þess að framlenging umboðsins verði bfeínlfnis tengt nýjum og Framhaid á bls. 31. IRA, upp á eigin spýtur, var í gærkvöldi skotinn til bana við heimili sitt í London af tveimur byssumönnum. Lögreglan segir það hins vegar ekki víst hvort um pólitískt morð hafi verið að ræða. McWhirter var fimmtugur að aldri, kunnur rithöfundur og sjónvarpsmaður, og hafði m.a. sett saman hina frægu heims- metabók Guinness ásamt tvíbura- bróður sfnum. Hann hafði í fyrra mánuði boðið 50,000 sterlings- punda verðlaun fyrir upplýsingar sem leitt gætu til saksóknar á hendur þeim sem bera ábyrgð á sprengjuárásunum í Englandi andanfarið. McWhirter hafði sjálfur sagt að hann teldi sig nú vera kominn á „dauðalistann" hjá IRA. Morðið átti sér stað er kona McWhirters var að koma heim í bifreið sinni og varð hún vitni að því. Byssu- mennirnir flúðu síðan á bifreið hennar. Morðið hefur nú leitt til þess að ýmsir brezkir stjórnmála- menn hafa krafizt þess að dauða- refsing verði tekin upp á ný i Bretlandi, og er Margaret Thatch- er, leiðtogi Ihaldsflokksins þar fremst f flokki. Vísifingur - morðmál í Svíþjóð Stokkhólmi, 28. nóvomber — N'TB. TVÍTUGUR maður viðurkenndi i gær að hafa myrt 27 ára gamla stúlku, sem áður hafði verið til- kynnt að hefði verið rænt í Hels- ingjaborg í Svíþjóð. Maðurinn sagði lögreglunni að hann hefði kyrkt stúlkuna, Louise Maarstad, í aftursæti bifreiðar og grafið líkið í grennd við Hallsberg, Framhald á bls. 31. Kristján Asgeirsson skipstjóri — Minning F. 19. apríl 1929. D. 7. nóvember 1975. Föstudagurinn 7. nóvember 1975 mun seint úr minni minu líða og sjálfsagt flestra Ölafsfirð- inga, þegar sú harmafregn barst utan af hafi að m.b. Kristbjörg Ó.F. 11 hefði farizt og með henni skipstjórinn Kristján Asgeirsson. Við svona fregnir setur alla hljóða, fólk á engin svör. Það er aðeins hægt að spyrja sjálfan sig: Hvernig stendur á því að þetta getur gerzt, að ungur, hraustur og duglegur maður í blóma lifsins er allt í einu horfinn sjónum frá vinum og kunningjum, konu og börnum? Eg held að skýringin verði erfið. Ég sem þessar línur rita átti þess kost að vera með Kristjáni til sjós í sjö ár. Fyrst sem stýrimanni á b.v. Norðlendingi og síðast fjögur ár á m.s. Ölafi Bekk, 150 tonna skipi, sem smfðað var f Noregi árið 1960. Kristján var fæddur 19.04. 1929, sonur hjónanna Gunnlaugar Gunnlaugsdóttur og Ásgeirs Frf- mannssonar, skipstjóra. Einn af sjö systkinum. Snemma mun hug- ur hans hafa hneigzt að sjónum, enda fór svo að það starf stundaði hann til æviloka. Fljótlega eftir að ég kom til Ólafsfjarðar kynntumst við og kom ég oft heim til foreldra hans, enda einstakt fólk hfeim að sækja. Eg man að mér leiddist mikið fyrstu dagana og vildi hann ekki una því. Enda kom það fljótlega í ljós að hann vildi helzt allt fyrir alla gera og þeir sem áttu við erfiðleika að stríða gátu alltaf leitað til hans og stóð þá ekki á drengilegum viðbrögðum. Eg held að allir sem þekktu hann geti tekið undir þetta. Kristján var kvæntur ágætustu konu, Evu Williamsdóttur, og eignuðust þau þrjár dætur og myndarlegt heimili, sem var í alla staði honum samboðið. Ekki fer það á milli mála að margs er að minnast eftir sjö ára samveru á sjónum. Ég minnist þess, er ég hætti hjá honum til sjós og fór til starfa f landi, að ég sagði við hann eftir skamma dvöl f starfi, að hann ætti bara að fara í land líka. Svarið var: Hvernig færi íslenzka þjóðin að, ef sjómennirnir færu allir í land. Slíkur var hugsunar- háttur hans. Oft heimsóttum við hvor annan og ræddum þá gjarnan vandamál lands og heims, virtist Kristján hafa miklar áhyggjur af þeim málum öllum. Nú á þessum dimmu haust- dögum er drungalegt og hljótt yfir þessu fámenna byggðarlagi. Ólafsfjörður hefir misst mikið. Vandamenn og vinir eru hljóðir og harmi lostnir. Við fráfall ungs og dugandi manns er stórt skarð höggvið, sem aldrei verður fyllt. Ekki hefi ég trú á að skipstjórn Kristjáns i þessari síðustu sjóferð hafi verið frábrugðin öðrum ferðum, sem voru margar og sumar með hlaðið skip milli landa og oft f vondum veðrum, en allt fór vel. Þeir sem heima biðu gátu verið öruggir um að skip og skips- höfn kæmu heil i höfn. En svo dynur ógæfan yfir þegar sízt skyldi og örlögin grípa inní á svo harkalegan hátt, að enginn fær rönd við reist. Nú að leiðarlokum, þegar vegir skiljast, er mér ljúft að þakka þau ágætu kynni, sem ég og fjöiskylda mín höfðu af Kristjáni og fjöl- skyldu hans. Við öll munum minnast hans það sem eftir er ævinnar, þar til við hittum hann handan landamæranna. Aðstandendum öllum, eigin- konu og dætrunum þremur votta ég dýpstu samúð. Bjarni Sigmarsson. I dag, 29. nóvember, verður minnst í Ólafsfjarðarkirkju Krist- jáns Ásgeirssonar skipstjóra, sem fórst með skipi sínu, Kristbjörgu ÓF 11, þann 7. nóvember s.l. Mig langar til, af veikum mætti, að skrifa niður minningu um Krist- ján stéttarbróður minn og félaga. En hvað á að segja, hvað a að skrifa, þegar hugurinn er á ring- ulreið? Árla dags, þann 7. nóvember s.l., barst mér þessi harmafregn gegn um Siglufjarðar radio. Það tekur tíma að átta sig á því, að góður drengur skuli svo skyndi- lega burt kallaður, og vanmáttur okkar mannanna barna er svo al- gjör á slíkum stundum. Kristján Ásgeirsson fæddist í Ólafsfirði 19.4. 1929, sonur hjónanna Gunn- laugar Gunnlaugsdóttur og Ás- geirs Frímannssonar skipstjóra, og var fimmta barn f röðinni af átta systkinum. Bernsku- og æskuárin liðu líkt og annarra ungmenna þeirra ára. Þegar Kristján var 12 ára, hóf hann sjó- róðra á opnum vélbáti undir stjórn hins kunna útgerð- armanns, Þorsteins Þorsteinsson- ar, og hefur hjá honum eflaust lært margt, er siðar mætti að gagni verða. Veturinn 1946—47 stundaði Kristján nám í vélskóla á Akureyri og lauk prófi þaðan. Er sfðan vélstjóri á m/b Einari Þveræingi með föður sínum um nokkurt skeið. Árið 1952 útskrif- ast hann úr Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Kristján tók við skip- stjórn á m/b Kristjáni árið 1954 og var skipstjóri upp frá því, að undanskildu 1V4 ári, er hann var stýrimaður á b/v Norðlendingi. Arið 1959 lét hann i félagi við mág sinn, Bjarna Sigmarsson, smíða m/s Ólaf Bekk, en þeir seldu skipið í smíðum. Kristján tók þar samt við skipstjórn að smíði lokinniogvarmeðþaðskip í 11 ár samfleytt, en þá var skipið selt héðan. Varð hann þá skip- stjóri á m/s Stíganda, þar til haustið 1973, að hann keypti, í fé- lagi við mig og mág sinn, Guð- mund Williamsson, og eiginkonur okkar, vélbátinn Kristbjörgu frá Neskaupstað. Kristján tók þar við skipstjórn 7. nóvember 1973 og var þar, þar til yfirlauk, eða ná- kvæmlega tvö ár. Kristján var alla tíð einstaklega farsæll skipstjóri og góður aflamaður. Hann var mannasæll og hafði sömu skips- höfn svo árum skipti, enda ein- stakur geðprýðis maður. Ekki verður Kristjáns minnst, án þess að getið verði greiðvikni hans og hjálpsemi, hverjir sem i hlut áttu, og var hann ekki síst af þeim sökum vinmargur. Ég kynntist Kristjáni að sjálfsögðu strax eftir að ég fluttist hingað til Ólafsfjarð- ar, árið 1952, en ekki lágu leiðir okkar saman f starfi, fyrr en við stofnuðum til áður getins félags- skapar, fyrir rúmum tveimur ár- um. Það var mér mikil ánægja að vinna með honum, enda var sam- starfið eins og best varð ákosið. Hinn 20. 11. 1956 giftist Kristján eftirlifandi konu sinni, Evu Guðrúnu Williamsdóttur. Þau hjónin eignuðust þrjár dætur, Jónínu, Gunnlaugu og Agústu. Jónína er heitbundin Hauki Sig- urðssyni, og eiga þau einn son, sem ber nafn Kristjáns og var hann hans augasteinn. Þau hjón- in, Eva og Kristján bjuggu sér snemma öndvegis heimili. em alla tíð stóð opið hverjum sem að garði bar, enda hallaðist ekki á hjá þeim f einu eða neinu. Það eru þvá margir sem sakna Kristjáns. Þeim sem sorgin ristir dýpst, eiginkonu, dætrum og öllum nán- um æítingjum og vcnslafólki, vottum ég og fjölskylda min okk- ar dýpstu samúð. Gísli M. Gíslason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.