Morgunblaðið - 29.11.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.11.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1975 17 Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON I sjávarháska Steinar J. Lúðvfksson Steinar J. Lúðvfksson: ÞRAUTGÓÐIR A RAUNA- STUND VII. 185 bls. Örn & Örl. hf. Rvfk 1975. SU VAR tíðin — þó nú sé orðið háskalegra að ganga yfir götu í Reykjavík en hreppa óveður á Hala — að islenskur sjávarút- vegur krafðist mannfórna sem hlutfallslega jafnaðist á við manntjón milljónaþjóða í stór- styrjöldum. Um þetta má gerst fræðast af Björgunar og sjó- slysasögu Steinars J. Lúðviks- sonar sem er orðin hvorki meira né minna en sex bindi (auk einnar bókar sem samin var af öðrum) og nær yfir árin 1925 — 58. Sjöunda bindi ritsins, sem nú er nýkomið út, tekur til áranna 1925 — 27. Þar segir meðal annars mikið frá Halaveðrinu svokallaða i febrúar 1925 en þá fórust tveir islenskir togarar með allri áhöfn og einn vélbátur, líka með allri áhöfn, auk þess sem mannskaðar urðu á landi. Alls misstu íslendingar sextíu og átta manns i þessu eftirminni- lega fárviðri. Steinar segir i for- mála að umrætt ár hafi verið „eitt af meiri slysaárum í sögu þjóðarinnar.“ Þó tæknin væri skammt á vegi komin fyrir fimmtiu árum miðað við það sem nú eiymun fólk þá hafa treyst á hana öllu meira en nú, t.d. „höfðu menn á þessum árum tröllatrú á sjó- hæfni togaranna," segir Steinar i frásögnunum af halaveðrinu. Ekki átti trú þeirra þó eftir að rætast, fjarri því. Víst munu togararnir hafa staðið undir ærnum hluta af rekstri þjóðar- búsins á millistríðsárunum og heil bæjarfélög byggðust nánast upp af rekstri þeirra. En af riti Steinars að dæma hafa þeir verið í meira lagi mann- frek atvinnutæki, hálfgerðar manndrápsfleytur. Hugsanlega hefur mikil og harkaleg sókn átt sinn þátt i tiðum slysum, einnig útbúnaður sem treyst var um of en brást þegar mest á reyndi, til að mynda loftskeyta- tækin en um þau segir Steinar: „Fyrsta loftskeytastöðin, sem sett var í íslenskan togara kom um borð í Egil Skallagrímsson í Englandi í marsmánuði 1920, og á næstu árum fengu allir aðrir togarar slík tæki. Með til- komu þessarar tækni spratt upp ný stétt sjómanna: Ioft- skeytamennirnir. Tæki þeirra voru næsta frumstæð miðað við það sem síðar gerðist. Sendi- stöðvarnar voru svokallaðar neistastöðvar, sem drógu stutt, svo fremi sem miklar loft- skeytastengur voru ekki fyrir hendi. Gripið var því til þess ráðs, að setja háar stengur ofan á möstur skipanna og sprengja síðan loftnetin milli þeirra. Þetta var fyrirferðarmikill út- búnaður, sem sýnt hafði sig að ekki var nægjanlega traustur, og hætti til að bila, ef skipin lentu í slæmum veðrum.“ Ef til vill hefðu björgunar- bátar ekki orðið tíl mikils gagns þó á hefði reynt í fárviðrum á hafi úti en þeir virðast oftast hafa farið sömu leið og loftnet- in samanber eftirfarandi dæmi úr frásögnum Steinars af hrakningum íslensku togar- anna í Halaveðrinu: „Báða björgunarbátana tók fyrir borð“... „báðir björgunarbát- arnir losnuðu úr festum og fóru fyrir borð“. . . „björgunarbátur- inn stjórnborðsmegin kastaðist inn á bátaþilfarið og brotnaði“ . . . „stjórnborðs- björgunarbáturinn losnaði úr sæti og kastaðist inn að aftur- mastrinu." Þegar svo var komið — auk þess sem öll björgunartæki voru farin veg allrar veraldar — að skip var lagst á hliðina svo vantaði inn í reykháfinn var örugglega orðið tvísýnt að nokkur yrði til frásagnar um endalokin. Eftir það gat ekkert bjargað nema ódrepandi kjark- ur og harðfengi áhafnar en hvort tveggja sýnist hafa dugað mun betur en sú tækni sem sjómenn höfðu yfir að ráða fyrir fimmtíu árum. En náttúran er þrátt fyrir allt heiðarlegur andstæðingur. Og sýnilega standa íslendingar nú feti framar í slysavörnum á sjó en á ári Halaveðursins bæði með hliðsjón af útbúnaði f skip- unum sem og aðstöðu í landi — til björgunar úr strönduðum skipum svo dæmi sétekið. Allmargar myndir eru í þess- ari bók, aðallega af gömlu togurunum, stolti islensks sjávarútvegs á morgni tækni- aldar. Sjálfir eru þeir víst allir horfnir af sjónarsviðinu nú. En nöfn margra þeirra geymast enn i minni: Egill Skallagríms- son, Hilmir, Tryggvi gamli, Jón forseti, Gylfi, Leifur heppni, svo nokkrir séu nefndir. Öll vekja nöfn þessi endur- minningar um gróða og tap, von og vonbrigði, gleði og tár — og tima sem einu sinni voru en koma aldrei aftur. Bókmennllr eftir ERLEND JÓNSSON Ljóð frá Gotlandi Gustaf Larsson. Gustaf Larsson: GOTLENZK LJÓÐ. 32 bls. Þóroddur Guðmundsson fs- lenzkaði. Rvík 1975. Síðast liðið sumar ferðaðist Þóroddur Guðmundsson skáld frá Sandi til sænsku eyjarinnar Gotlands. Þar kynntist hann skáldinu Gustaf Larsson og varð árangur kynnanna meðal annars sá að Þóroddur tók að íslenska ljóð eftir hann, ýmist úr sænsku eða gotlensku sem Þóroddur segir að sé „ein af upprunalegustu tungum Norð- urlanda" og svipi „meir til há- þýzku (og íslenzku) en öðrum málum.“ Þóroddur hefur nú sent frá sér litla en snotra bók með nf- tján kvæðum eftir Larsson sem hann hefur þýtt. Larsson er ekki mjög kunnur fremur en títt er um skáld þjóðarbrota og því hefur þýðandi séð þann kost vænstan að byrja bókina með því að kynna skáldið í stuttum inngangi. Þar segir meðal annars: „Gustaf Larsson er ekki að- eins skáld. Hann hefur líka ver- ið atkvæðamikill minja- og byggðasafnari. í Norrlanda hef- ur verið endurreist heilt þorp af gotlenzkum bændabýlum með húsgögnum og búsáhöld- um fyrir hans frumkvæði. Með þvi hefur hann reist sér óbrot- gjarnan minnisvarða. Einnig hefur hann tekið fjölda ljós- mynda af fólki, sem varðveitt hafa forn svipmerki frá gleymsku." Þóroddur Guðmundsson er sjálfur ágætt skáld auk þess sem hann hefur löngum fengist við þýðingar og er því enginn byrjandi á því sviði. Eins og títt er um ljóðaþýðendur sem eru jafnframt skáld hyllist hann einkum til að íslenska ljóð sem minna á kveðskap hans sjálfs, bæði að efni og formi: þýðar og ljóðrænar náttúrustemmingar þar sem hugurinn leitar í senn næringar og fróunar í skauti móður jarðar. Þess konar Ijóð- list hefur lengi verið hugþekk okkur íslendingum af því við búum í landi þar sem náttúran er allt en við sjálfir næstum ekkert. Larsson er eyjarbúi eins og við með myrkt og úfið haf í kring og því ekki að furða þó hann tengi saman von sina og lífstrú í kvæði sem heitir Viti: Það er svona: Vitinn hann vakir á bergi, vfsar á rétta leið nætur í nidamyrkrum, náð hans var lengi þreyd. Sjórinn sýður á keipum, svelgja vill gamla skeið. Vitinn vakir á bergi, vísar mér heim í neyð. Skáld nýrómantísks, sýmból- isks og ljóðræns kveðskapar lýsa tilfinningum sínum gjarn- an með því að skírskota til ein- hverra hliðstæðna i náttúrunni. Söngfuglinn verður þá algeng táknmynd fyrir Ijóðlistina. Hljóðfærið harpa hefur líka sitt tákngildi i skáldskap. Hugsan- lega er Larsson að tjá ófull- nægða skáldskaparþrá og liðna ævidaga sem ekki koma aftur (hann er maður aldraður) í eft- irfarandi ljóði sem heitir Minn hjartans hörpufugl: Minn hjartans hörpufugl er flaug með vind f vængjum um veröld, sem var vfð, f vetrarkulda kól á þungri þrautatíð, einn Iftinn þröst í þey á þallargrein er sat og kvað sinn yndis óð: Hver Ijær mér Ijóð mitt aftur og Iffs míns orkusjóð? Þóroddur Guðmundsson. Þýðandi segir að Larsson eigi „nokkuð bóka um íslenzk efni og ber lotningarkennda virð- ingu fyrir þeim.“ Raunar virð- ist hann gera meira en eiga þær því ljóðið Geirlaukur Eddu bendir til að hann lesi þær einnig og heyi sér þaðan yrkis- efni en það er á þessa leið: Villilaukurinn — segir þú — er firrtur allri fegurð. Segðu heldur, að hann hafi á öllum öldum verið heilsuiind fólksins og hamingjugjafi, mót göldrum og gerningum, geirlaukur Eddu, angan mannkyns og yngingariind. Þóroddur Guðmundsson hef- ur unnið gott verk með því að kynna sænskan skáldbróður sinn með svona ágætum hætti: að snúa mörgum Ijóðum hans til islensks máls og — skáld- skapar. Allflestir ljóðaþýðendur hafa hingað til glímt við stóru nöfn- in: stórskáld, þjóðskáld, nóbels- skáld, höfuðstaðaskáld — en lítt eða ekki Ieitað til breiðfylk- ingar fjöldans eða til skálda sem bera á herðum sér bók- menning afskekktra byggðar- laga og takmarkaðra málsvæða. Framtak Þórodds Guðmunds- sonar er fyrir þá sök nokkuð sér á parti og eftirtektarvert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.