Morgunblaðið - 29.11.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.11.1975, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1975 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Flugvirkjastarf í Luxemborg Cargolux óskar eftir að ráða flugvirkja til starfa í Luxemborg. Lágmarks ráðningartími er 2 ár. Viðkom- andi þarf að hafa fullgild skilríki. Umsóknir þurfa að hafa borizt starfs- mannahaldi Flugleiða fyrir 5. des. n.k. Cargolux Prófarkalesari óskast til starfa við útgáfu Stjórnartíðinda og Lögbirtingablaðs. Góð íslenzkukunnátta nauðsynleg og æfing í prófarkalestri æskileg. Einnig nokkur leikni í vélritun og almennum skrifstofustörfum. Laun samkvæmt launakerfi ríkisstarfs- manna. Umsóknir, er greini fyrri störf, sendist ráðuneytinu fyrir 5. desember nk. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 2 7. nóvember 1975. VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK radauglýsingar raðauglýsingar raðauglýsingar til sölu tilkynningar Kjarval Olía á striga, 90x155 sm, mótív lands- lag/hraun, málað um 1934. Tilboð óskast send auglýsingadeild Mbl. fyrir 6. des. n.k. merkt „KJARVAL 2257". Eitt 10.000 kr. hlutabréf í Eimskipafélagi íslands til sölu. Tilboð sendist pósthólf 244, Vestmannaeyjum. Merkt Hlutabréf. Saltsíld / kryddsíld í heilum, hálfum og kvart tunnum til sölu. Einnig í lausri vigt fyrir þá, sem koma með ílát. Opið alla virka daga frá 8 — 5 og laugar- daga 1 —3. Fiskverkun Ólafs Óskarssonar, sími 52816 á daginn og 12298. bílar Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðar og pick-up bif- reiðar er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 2. desember kl. 1 2 — 3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5. Sala varnarliðseigna. Lán Stjórn Lífeyrissjóðs Austurlands hefur ákveðið að veita sjóðsfélögum lán úr sjóðnum í desember n.k. Umsóknareyðublöð fást hjá formönnum aðildarfélaga sjóðsins og á skrifstofu hans að Egilsbraut 1 1 í Neskaupstað. Nauðsynlegt er að umsóknareyðublöðin séu fullkomlega fyllt út og að umbeðin gögn fylgi. Umsóknir um lán skulu hafa borist til skrifstofu sjóðsins fyrir 1 0. desember n.k. Stjórn Lífeyrissjóðs Austurlands í lok baráttuárs um réttarstefnu konunnar efnir félagið ísland DDR til hátíðarsam- komu, þar sem fram koma hinir vinsælu söngvarar frá DDR MONIKA HAUFF og KLAUS-DIETER HENKLER, sem hlutu GRAND PRIC DE LA CHANSON DE PAR- IS 1975. Önnur dagskráratriði: Ávarp frá framkvæmdanefnd um kvennafrí: Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir Frásögn af heimsþingi kvenna í Berlín: Inga Birna Jónsdóttir. Rauðsokkakórinn Kynnir: Brynja Benediktsdóttir. Samkoman er haldin í hliðarsal Mennta- skólans við Hamrahlíð sunnudaginn 30. nóv. kl. 3.00 Aðgangur ókeyptis. Félagið ísland DDR Auglýsing Að gefnu tilefni vill fjármálaráðuneytið minna farmflytjendur og afgreiðslumenn þeirra svo og innflytjendur á 1 . mgr. 40 gr. laga nr. 59/1969 um tollheimtu og tolleftirlit, en þar segir: „Stjórnendum farartækja, skipaaf- greiðslum og öðrum þeim, sem hafa ótollafgreiddar vörur í sínum vörslum til flutnings eða geymslu, er óheimilt að afhenda þær viðtakanda eða láta þær á annan hátt af hendi úr vörugeymslu eða farartæki án leyfis tollstjóra eða tiltekins umboðsmanns hans". Samkvæmt 70. gr. nefndra laga varðar það sektum, varðhaldi eða fangelsi, sé brotið gegn fyrirmælum þessum, en auk þess ábyrgist eigandi eða umráðamaður farartækis eða vöruafgreiðslu greiðslu að- flutningsgjalda af vörunni. Sömu viðurlögum varðar það að veita viðtöku vöru, sem er ólöglega afhent samkvæmt framansögðu. Fjármálaráðuneytið, 25. nóv. 1975. r «* I Olfushreppi eru í óskilum 3 hestar, brúnn og grár ómarkaðir ennfremur rauðstjörnóttur 3—4ra vetra. Mark biti aftan hægra, blaðstýft framan vinstra. Þeir verða seldir á uppboði, 2. desember n.k. kl. 3 e.h. hafi eigendur ekki gefið sig fram fyrir þann tíma. Hreppstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.