Morgunblaðið - 29.11.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.11.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÖVEMBER 1975 23 Minning: Kristófer Ingimundar- son frá Grafarbakka Kristófer á, Grafarbakka er lát- inn. Hann hafði átt við vanheilsu að striða i nokkra mánuði. Ég hafði frestað því að heimsækja hann á sjúkrahúsið i þeirri von að hann hresstist og nyti því betur heimsókna. Af þeirri heimsókn varð ekki. Ég vil þess í stað rita hér fáein kveðjuorð. I Haustið 1967 gerðist ég skóla- stjóri í Hrunamannahreppi. Bar fundum okkar Kristófers brátt saman, þar sem hann — ásamt fleirum — annaðist flutning nem- enda milli heimilis og skóla. 1 því starfi komu fram í fari Kristófers ýmsir þeir þættir sem lofsverðir eru: Hann var áreiðanlegur, stundvís og hinn öruggasti bif- reiðarstjóri sem kappkostaði að leysa starf sitt sem best af hendi. II. Kristófer fæddist 10. ágúst 1903. Foreldrar hans voru hjónin María Gisladóttir og Ingimundur Guðmundsson að Andrésfjósum á Skeiðum. Ungur fluttist hann að Sandlækjarkoti í Gnúpverja- hreppi og ólst hann þar upp. A þeim árum voru kjör almennings slik, að við sem yngri erum getum ekki gert okkur í hugarlund hve lifsbaráttan var hörð. Þá gilti það eitt, að sýna dugnað við öll þau störf sem hendur voru lagðar á. Vetur eftir vetur lagði hann Ieið sína i verstöðvar Suðurnesja og vel hefur hann haldið á sínu, því að á striðsárunum, þegar hann er orðinn búandi maður i Reykjavík er hann orðinn bifreiðastjóri á eigin flutningabíl. Lendir hann þá m.a. i miklum efnisflutning- um, þar sem menn fengu ákveðið verð fyrir hverja ferð. Það hafa sagt mér menn sem stunduðu þessa vinnu, að Kristófer hafi þar verið allra manna kappsamastur og afkastamestur. III Árið 1941 knæntist Kristófer Kristinu Jónsdóttur og hófu þau búskap i Reykjavik. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Brynj- ólfsson og Katrín Guðmundsdótt- ir á Grafarbakka i Hrunamanna- hreppi. Þrátt fyrir vaxandi vel- gengni Kristófers og Kristínar í Reykjavík, þá hafa duldir þræðir dregið þau frá höfuðstaðnum og þá á uppgangstimum Reykjavík- ur, þegar atvinna var þá næg og efnahagur almennings batnandi. Vorið 1944 fluttu þau að Grafar- bakka, föðurleifð Kristínar. Sú ákvörðun var þeim gæfuspor. Grafarbakkinn er stór, þar sem dugnaður þeirra fékk að njóta sin. Sá dugnaður sést nú í mikilli ræktun og byggingum. Og við vax- andi vélvæðingu landbúnaðarins komu nú að góðum notum þeir eiginleikar Kristófers, að kunna glögg skil á viðgerð og viðhaldi véla og verkfæra. En hafa skal það i huga, að efnahagsleg vel- gengni þeirra var ekki siður verk Kristínar en Kristófers, þar sem hún gat gengið jafnt að störfum utanhúss sem innan. Átti það einkum við þegar Kristófer var að heiman, sem oft mun hafa verið, bæði vegna aksturs og hjálpsemi hans í garð annarra. Á Grafarbakka hefur lengi verið tvíbýli. Fyrir fáum áratug- um var þriðja býlið, Hverabakk- inn, byggður úr Grafarbakkanum. Þessir þrir bæir standa nánast á sama hlaðinu og fjölskyldurnar eru allar af sömu ættinni. Þegar aðkomumaður ók í hlað, mátti stundum sjá bændurna af þessum þremur bæjum standa í fjósdyr- unum hver hjá öðrum — ekki vegna þess að þeir ættu bein er- indi hver við annan — heldur vegna hins, að gott samkomulag og velvild ríkti á meðal þeirra. En þessir þættir i mannlegum samskiptum eru ómetanlegir. IV. Kristín og Kristófer eignuðust tíu börn er til aldurs komust. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera einstakt dugnaðarfólk og hinir eftirsóttustu starfskraftar á öllum þeim vinnustöðum, þar sem þau hafa verið. Systkinahópurinn er samrýndur og þau hafa reynst foreldrum sinum einstaklega vel og bezt þegar þess hefur helst verið þörf. Þau eru: Jón Hreiðar bifreiðarstjóri á Flúðum, býr með Jóhönnu Sigriði Daníelsdóttur frá Efra-Seli; Emil Rafn bóndi á Grafarbakka, kvæntur Lilju Ölv- isdóttur frá Þjórsártúni; Eirikur Kristinn bóndi á Grafarbakka, býr með Áslaugu Eiríksdóttur frá Berghyl; Björk búsett í Reykja- vík, gift Árna Vigfússyni lög- regluþjóni; Kjartan starfsmaður hjá fyrirtækinu Glóbus; Guðrún Kristín búsett í Reykjavik, gift Ólaf Jónssyni vélgröfustjóra; Munda María búsett i 'Súðávík, gift Heiðari Guðbrandssyni sjó- manni; Hlíf búsett í Reykjavík, vinnur á prjónastofu; Gyða Ing- unn búsett á Selfossi, gift Grét- ari Ólafssyni verkstjóra hjá Vörðufelli; Hreinn er við vél- virkjanám í Reykjavík. V. S.l. sumar hitti ég að máli bif- reiðainnflytjanda úr Reykjavík sem hafði oftar en einu sinni átt viðskipti við Kristófer. Lét þá maður þessi eftirfarandi orð falla: „Hann Kristófer gæti sómt sér hvar sem er og við hliðina á hvaða manni sem er.“ Þessi orð hafa orðið þess valdandi, að ég hef séð Kristófer fyrir mínum hugskotssjónum við hinar marg- víslegustu aðstæður og alls staðar er hann réttur maður á réttum stað: Uppábúinn á samkomu, þar sem gleðin var annars vegár — gangandi að bústörfum við sitt bú — akandi í bifreið, öruggur að vanda — sitjandi inni í stofu á Grafarbakka og skenkjandi gesti veitingar. Kristófer var maður hár vexti og öruggur í framkomu, íhugull en ákveðinn og hugleiddi gjarnan hlutina áður en hann fram- kvæmdi þá. Gráleitu hárin gerðu hann virðulegri og hlýlegri. Hann er nú horfinn af sjónarsviðinu, en þetta er leiðin okkar allra fyrr eða siðar. Ég er þakklátur for- sjóninni fyrir að hafa kynnst þeim ágætismanni. 8. nóvember var hann jarðsung- inn frá Hrunakirkju að viðstöddu fjölmenni. Ég vil votta Kristínu og börnum þeirra mína samúð, en þessar línur eru lítill þakklætis- vottur til látins vinar. Gunnar B. Guðmundsson Laugalandi. Garðar Stefánsson Neskaupstað - Minning F. 29. febr. 1924. D. 23. nóv. 1975. Fyrir um það bil átján árum kom ég fyrst í þetta furðulega gestaboð, sem enn stendur i litla, hvita húsinu á melnum fyrir fyrir ofan símstöðina á Neskaupstað. Þá réðu þar húsum Sesselja Jóhannesdóttir og börn hennar tvö, Ólöf og Garðar. Þarna í Sval- barðseldhúsinu komu saman veraldlegir höfðingjar og þeir sem minna máttu sin, en þar var aldrei gerður mannamunur, allir sátu við sama borð. Yfir vötnum sveif höfðingsbragur húsmóður- innar Sesselju, manngæskan og gestirsnin i fyrirrúmi, og umfram allt varð að sjá til þess, að oln- bogabörn og lítilmagnar yrðu ekki út undan. Allt til siðasta dags var Sesselja heitin veitandi þó efnin væru oft í minna lagi; hún var í senn lítillát og stór í lund. Þegar Sesselja heitin lést fyrir rúmu hálfu öðru ári kom það í hlut þeirra systkina Ólafar og Garðars að halda áfram gestaboð- inu og veit ég ekki annað en þau hafi staðið vel í stykkinu. En nú er Garðar allur. Hlýtt barnshjarta slær ekki lengur. Gæðadrengur er horfinn. Hann var fáskiptinn og kannski þumbaralegur við fyrstu kynni, um hjálpsemi hans og greiðvikni áttu sér engin tak- mörk. Þeir sem á einhvern hátt höfðu orðið út undan í Lífsgæða- kapphlaupinu áttu hauk í horni þar sem Garðar var og börn voru vinir hans. Garðar heitinn var snyrtimenni í allri framkomu, lumaði á ósvikinni kímnigáfu og sagði skemmtilega frá og hann var öllum mönnum vandaðri til orðs og æðis. Aö sjálfsögðu átti Garðar sín vandamál, eins og aðrir, en hann flíkaði þeim ekki en reyndi að leysa þau af eigin rammleik. Aldrei heyrði ég Garðar hallmæla nokkrum en aftur á móti var hann jafnan fyrstur til að taka málstað þeirra, sem á var hallað. Hann var dug- legur og vandaður starfsmaður og listaskrifari. Garðar heitinn var fæddur 29. febrúar 1924 sonur hjónanna Sesselju Jóhannesdóttur og Stefáns Guðmundssonar í Nes- kaupstað. Hann lauk námi frá Samvinnuskóla Islands og stund- aði sfðan framhaldsnám í Svíþjóð. Að loknu námi dvaldi Garðar lengst af í heimabyggð sinni Nes- kaupstað og fékkst við skrifstofu- störf, nú síðustu árin hja Síldar- vinnslunni þar í bæ. Garðar heit- inn var heimakær og unni sinni fæðingarbyggð, en þegar komið var út fyrir landsteinana var hann heimsborgari af fyrstu gráðu. Garðar var ókvæntur og barnlaus. Með þessum fáum orð- um kveð ég góðan vin og bið hon- um blessunar, systkinum hans sendi ég samúðarkveðjur. En þó þau Sesselja og Garðar séu horfin úr litla húsinu á melnum fyrir ofan símstöðina á Neskaupstað, þá veit ég, að enn stendur þar uppdekkað gestaborð þar sem Ólöf stýrir veislum styrkri hendi. B. Bjarman. Jóhannes J. bifreiðastjóri Fæddur 31. október 1926. Dðinn 23. nóvember 1975. Jóhannes J. Kristjánsson var fæddur í Borgarnesi, sonur hjón- anna Kristjáns Magnússonar verkamanns þar og Sigurþór- unnar Jósefsdóttur. Sigurþórunn andaðist árið 1944 frá tveim börn- um sínum og fluttist Kristján þá frá Borgarnesi fám árum síðar í Silfurtún, þar sem hann keypti íbúðarhús. Þar dvaldist Jóhannes uns hann gekk að eiga Unni Guðmundsdóttur frá Drápuhlfð i Helgafellssveit. Bjuggu þau fyrst f Hafnarfirði þar sem Jóhannes vann á bifreiðaverkstæði um skeið, þar til þau fluttust til Reykjavíkur. Gerðist hann þá brátt leigubílstjóri hjá Bæjar- leiðum. Þá vinnu stundaði hann meðan heilsan entist. Þetta er í stuttu máli hans at- vinnusaga, auk kærustu tóm- stundaiðju hans, hesta- mennskunni, er átti mjög hug hans, einkum hin síðari ár. Hafði hann komið sér upp ágætri aðstöðu til þess i frfstundurh sínum, enda verklaginn, vand- virkur og hagsýnn: naut hann til þess góðrar aðstoðar föður síns, sem var vakinn og sofinn í því að hirða hrossin og var öll umgengna þar til fyrirmyndar. Með Jóhannesi er fallinn í valinn alveg sérstakur öðlings- maður, og vinsæll í starfi sinu, enda óhlutdeilinn um annarra hag. Hann mun lítt hafa neitað að veita aðstoð sína ef til hans var leitað, ef það stóð í hans valdi að hjálpa. Get ég undirritaður borið um það af eigin reynslu. Þau Unnur og Jóhannes eignuðust tvö mannvænleg börn: Sigurþór, sem nú stundar tré- smíðanám, og Kristrúnu, sem enn er í skóla. I veikindum sínum dvaldi Jóhannes ýmist á sjúkrahúsum eða heima. Það mun líka hafa verið hans heitasta ósk að geta verið sem mest þar, enda naut hann þar aðbúðar og umönnunar konu sinnar og barna og einnig systur sinnar, eftir því sem við varð komið. Veit ég að þau gerðu allt sem í mannlegu valdi stóð til að létta honum byrði sjúkdóms- ins. Jóhannes andaðist á Borgar- spítalanum að kvöldi dags 23. nóv. eftir nær tveggja ára baráttu við ólæknandi sjúkdóm, það stríð háði hann af mikilli karlmennsku og sálarró, þrátt fyrir, að honum mun fljótt hafa orðið ljóst að hverju dró. Fyrir alla aðstand- endur: venslafólk, frændur og vini og okkar fámenna þjóðfélag er mikið misst, er slfkir menn kveðja sem Jóhannes, á miðjum starfsaldri. Að sjálfsögðu kemur þetta þó sárast niður á þeini er allranæst standa: konu hans og börnum, systur hans, og sfðast en ekki síst öldnum og vinnulúnum föður hans, sem á nú á bak að sjá sínum eina syni, sem var honum svo mikil stoð, því þeir áttu eins og áður segir, sín sameiginlegu áhugamál, þvi að umgengni við hestana sína var gamla mannsins iif og yndi, og er vafalaust enn, ef því yrði við komið. I hinni löngu og erfiðu sjúk- dómslegu Jóhannesar urðu margir til að koma til hans i heim- sóknartímum á sjúkrahúsunum og eigi síður meðan hann dvaldi heima, enda var þá rýmri tíminn og auðveldara að koma hvenær sem var, ef svo má segja. Þetta grunar mig að hafi ^latt hann meira en men gerðu ser almennt grein fyrir, að hann fann, að frændlið hans og aðrir vinir mundu eftir honum. Tíminn læknar öll sár um síðir, öll leiði gróa. Eftir lifir meðal okkar, sem enn erum ofar moldu minning um góðan dreng, samferðamann er eigi mátti vamm sitt vita, rétti hjálpandi hönd samtíðarmönnum Kristjánsson — Minning sínum hvar sem hann mátti þvi við koma. Því skulu honum þökkuð sam- fylgdin og vinátta okkar auðsýnd á liðnum árum. Með þessum fátæklegu orðum viljum við votta öllu venslafólki hins látna okkar dýpstu samúð. Sólmundur Sigurðsson Jóhannes J. Kristjánsson lést í Borgarspítalanum í Reykjavík hinn 23. nóv. sl. Hann var fæddur 31. október 1926 í Borgarnesi og var þvf 49 ára að aldri er hann lést. Hann fluttist til Reykjavíkur árið 1943. Foreldrar hans voru hjónin Sigurþórunn Jósefsdóttir, dáin 1944, og Kristján Magnús- son, sem nú býr að Staðarbakka 34 hér i borg, áttræður að aldri. Eftirlifandi kona Jóhannesar er Unnur Guðmundsdóttir, ættuð frá Drápuhlíð í Helgafellssveit og eignuðust þau tvö börn: Kristrúnu innan fermingar og Sigurþór er stundar húsasmfða- nám. Jóhannes stundaði leigubif- reiðaakstur hér í Reykjavík mörg undanfarin ár, eða þar til að hann veikist fyrir rúmlega hálfu öðru ári siðan. Hann var mjög vel látinn sökum ábyggileika og vin- samlegrar framkomu, enda var hann ljúfmenni, sem allt vildi fyr- ir alla gjöra og leit þá ekki alltaf á eigin hag. Jóhannes hafði mikla unun af hestum og átti hann oft fallega og góða hesta, enda hans helsta fristundaánægja, að temja þá og hirða um þá, ásamt Kristjáni föður sínum, sem alla tíð hefir verið mikill hestavinur. Jóhannes verður til moldar borinn í dag og kveð ég þennan vin minn hinstu kveðju. Konu hans, börnum, föður, systur og öðrum vandamönnum, sendi ég minar innilegustu samúðar- kveðjur. Jón Bjarnason. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fvrirvara. Þannig verð- ur grein, seni birtast á i mið- vikudagsblaði, að berast ( síð- asta lagi fvrir háJegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða hundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og méð góðu lfnubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.