Morgunblaðið - 29.11.1975, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.11.1975, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1975 29 VELVAKANDI Velvakandi svarar i síma 10-100 kl. 14-—1 5, frá mánudegi til föstu- dags 0 Kúgaðar sveitakonur Anna Árnadóttir skrifar: ,,Þá er kvennaárið senn liðið i aldanna skaut og hefur það von andi vakið margan til umhugs unar um störf kvenna. Ein er þó sú stétt, sem ekkert hefur heyrzt og það eru sveitakonur, — einmitt sú stétt, sem er verulega kúguð og aldrei á frístund frá daglegu striti árið um kring. Það er bókstaflega átakanlegt að koma að sumarlagi á þessi heimili og sjá þessar konur. Nei, þær njóta hvorki sólar né útilifs fyrir önnum og stússi í kringum gesti, sem eru að koma i sveitasæluna. Á eftir kemur svo vetur og skammdegi, oft í algerri einangr- un. Hvenær dettur þessum konum i hug að fara fram á það við bónd- ann að fá að skoða sig eitthvað um í heiminum, eins ogstöllur þeirra í borgum, og veitti þessum félags- sveltu konum þó ekki síður af. Hvernig væri nú að bændur tækju sig saman í andlitinu og sendu einu sinni konur á búnaðarþing og hugsuðu um heimilisstörfin á meðan? Það væri góð tilbreyting fyrir alla aðila, og það er sannfæring min, að þær myndu margar hverjar ekki hafa minna til málanna að leggja en þeir, að þeim ólöstuð- um. Anna Arnadóttir." 0 Dallurinn veltur... Jóhann Þórólfsson hefur sent okkur bréf þar sem hann drepur á nokkur atriði, sem honum finnast aðfinnsluverð. Hann segir að á síðastliðnu sumri hafi hann tekið sér ferð á hendur með færeysku ferjunni Smyrli tii Björgvinjar. ,,Nú, ferð- in gekk eins og til stóð, en þvi get ég ekki neitað að mér fannst skip, matur og þjónusta vera þriðja flokks. Dallurinn veltur jafnvel meira en 15 tonna mótorbátur. Fæði var að mínu mati lélegt og þjónusta i lágmarki." „Við verðum að hafa það í huga, að skipið er fyrst og fremst hugsað sem ferja milli eyjanna í Færeyjum," segir Jóhann og geti alls ekki leyst þann vanda, sem er skortur á góðu farþegaskipi í för- um milli Islands og hinna norrænu landanna. Honum finnst fráleit sú hugmynd, aó Norður- landaráð fari að styrkja rekstur Smyrils, ef útgerðin ber sig ekki fjárhagslega. skilnað. Faðir minn var einnig á þeirri skoðun að margt og mikið benti óhjákvæmilega til þess að hún gæti hafa koniið þarna við sögu. A hinn hóginn gðtum við ekki fmyndað okkur hina siða- vöndu og kirkjuræknu forstjóra- frú í hlutverki kirkjugripa- þjófsins. ■«— En, sagði ég gætilega — hún gat sem hægast náð f trefilinn hennar Susann og hún og Susann eru raunar einu konurnar sem gætu hafa komið heim og saman við lýsingu Lottu á kvenmannin- um í kirkjugarðinum. Faðir minn sem þekkti bróðurdóttur sfna næsta vel, sagði að hann væri engan veginn viss um sannleiksgildi sögu hennar og Einar sagði: — EF það var annaðhvort Susann eða Tekla Motander held ég að ég hallist að því það hafi verið Susann. Hún er svo tryllt í karlmenn að lienni er aiveg trúandi til að flækja sér inn í hvaðeina ef hún gerir sér von um að ná sér í mann úl á það. — Susann? sagði ég liissa. —> Ilún sem er svo feimin og hlé- dræg stúlka... — Jú, bfddu nú hæg, sagði Einar ákafur. — Karlmenn # Sofandiháttur tslendinga „Það má enginn skilja orð mín svo, að ég sé á móti frændum og vinum okkar í Færeyjum," heldur Jóhann áfram. „Það, sem mér finnst aðallega athyglisvert, er hve sofandi við íslendingar erum, og þá fyrst og fremst alþingis- mennirnir, um samgöngumál'okk- ar. Það er vægast sagt léleg frammistaða að við skulum ekki eiga eitt glæsilegt farþegaskip. Ég er viss um að það stæði ekki á Eimskipafélagi Islands að láta smíða slíkt skip og annast rekstur þess, ef ríkisvaldið hlypi þar und- ir bagga með fjárhagslegri aðstoð. Minnka mætti eitthvað fjár- austurinn í hið svokallaða menntakerfi, sem ég sé ekki betur en sé að sliga þjóðfélagið." 0 Menntakerfið Siðan ræðir Jóhann almennt um menntakerfið. Hann segist ekki sjá betur en að „yfirstéttar- blær“ sé að komast á það fólk, „sem situr á skólabekk hálfa æv- ina.“ Það vilji aðeins vera með penna f hönd og láti sig aðalat- vinnuvegi þjóðarinnar litlu skipta. „Sannleikurinn er sá,“ segir hann, „að þetta er orðið svo fínt fólk að það getur til dæmis ekki látið sjá sig i fiskvinnu. Mér sýnist að þegar þetta fóik endar sína skólagöngu þá sé upplagt fyrir það að sækja um pláss á elliheimili. Já, af öllu má of gera, einnig á sviði menntunar." 0 Góð þjónusta í lok bréfsins víkur Jóhann aft- ur að Smyrils-ferðinni og þeim nauðsynlega þætti i samgöngu- málum íslendinga, að við eign- umst sjálfir gott farþegaskip tii millilandasiglinga. Og í framhaldi af því segir hann: „Mér er bæði ljúft og skylt að geta þess, að allt það, sem Iýtur að ferðaskrifstofunni Urvali, sem hefur umboð fyrir umrætt skip, var að mínum dómi til fyrirmynd ar. Ég átti þess kost að kynnast örlítið þvf fólki, sem þar vinnur, og voru öll þau kynni hin ánægju- legustu og þjónustan eftir þvi. Flyt ég því mínar beztu kveðjur." HÖGNI HREKKVÍSI ODYRU DONSKU PLASTLAMPARNIR KOMNIR AFTUR LOTUS FACETT SILHOUETT MENUETT > ^ ^ || g V- BALLETT CACTUS SENUUM í PÓSTKRÖFU UM LAND ALLT LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL. LJÓS & ORKA Suðurlandsbraut 12 simi 84488 S3f> S\G6A V/öGA £ 1/LVERAW WíLtöQ Ytlá 0?P4V/\KbL\9A W. OG Y>\m wmniG m i&r 4V£0R\QA«60N n VA9 IV MXX &ÍLXf m\? wnmoŒ og GLKWAmi ^bÓLYml VlO WlkW YKKOtf VÁ VELtfúLW W S£r5A6T ?0K 06 06NW6 7 r-3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.