Morgunblaðið - 30.11.1975, Page 10

Morgunblaðið - 30.11.1975, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 30. NÖVEMBER 1975 ísæssmm, Nlyndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Félag fslenzkra myndlistar- manna (FÍM) hefur um árabil stefnt að því að gera haustsýningar félags- ins að markvissum og árlegum við- burði, stundum hafa þó liðið tvö ár á milli sýninga og hefur þá eingöngu valdið húsnæðisskortur Ýmsir hall- ast að því, að nægilegt sé að hafa slíkar sýningar annað hvert ár, því að annars sé hætta á að þær verði of einhæfar, en hér er ég á öðru máii því að árlegar sýningar veita hollt aðhald, marka ákveðnar kröfur til félagsmanna og lyfta undir heil brigðan metnað Væri fróðlegt að gera úttekt é haustsýningum félagsins svo og öll um slíkum samsýningum frá stofn un þess, en sennilega er það torsótt og nær vonlaust verk þar sem heimildir, Ijósmyndir og önnur gögn, liggja ekki á lausu og einung- is við blaðafréttir og umsagnir í blöðum að styðjast Ég nefni þetta vegna þess að sl sumar var mér gefin forláta bók um sýningar Corner-hópsins í Kaupmannahöfn frá stofnun hans fyrir 40 árum og var þar sagt í yfirliti frá öllum árleg- um sýningum listhópsins frá upp- hafi og fylgdu myndir af verkum frá ári til árs auk margs konar annarra upplýsinga Þetta er aðeins einn listhópur af mörgum slíkum í Kaup- mannahöfn og veit ég að til eru fleiri slík afmælisrit og engu óveglegri í þvi sambandi kom mér í hug hve gagnlegt væri að hafa á milli handa svipað rit um sögu félagsins (FÍM) og samsýningar þess frá upphafi, stofnendur félagsins, sögu Lista- mannaskálans gamla o s.frv. Ég tel hér vera verðugt verkefni fyrir list fræðinga eða skólafólk við listsögu nám, og vissulega fullgilt efni til lokaprófs og jafnvel doktorsprófs i fræðjgreininni Kem ég þessari hug- mynd hér með á framfæri og vil visa til þess að enn eru ofar moldu ýmsir þeir er geta veitt mikilsverðar upplýsingar, sem ekki eru skráðar né skjalfestar en kunna að hafa mikið sögulegt gildi Á síðustu árum hefur áhugi almennings á haustsýningum stór- aukist, svo sam sala og aðsókn segja til um Er mönnum í fersku minni haustsýningin að Kjarvals- stöðum sl. ár, sem öll met sló hvað sölu verka og aðsókn snertir, en þetta var i fyrsta skipti á síðari árum sem félagið hafði fullnægjandi hús- rými til ráðstöfunar — Mál hafa hér illu heilli skipast þannig að félagið varð að leita út fyrir þetta sjálfsagða húsnæði og varð Norræna húsið fyrir valinu sem næst besta lausnin jafnframt því að verá virtasta sýn- ingarhúsnæði í borginni um þessar mundir Félagið varð því að sniða sýning- unni þrengri stakk að þessu sinni en æskilegt hefði verið og geldur hún þess óneitanlega, og því miður í ríkari mæli en þörf var á Vegna hinna þrálátu húsnæðisdeilna skrpti nú meginmáli að gæði sýningar- innar urðu sem athyglisverðust, að félagið undirstrikaði styrk sinn og stöðu á myndlistarsviði þjóðfélags- ins, tæki af allan vafa um virka og blómlega starfsomi En því miður virðist mér félagið hafa farið of geyst og reist sér hurðarás um öxl með mjög dreifðri sýningarstarfsemi, sem ég get ekki séð að henti við kynningu slíkra haustsýninga Það er ærm starfi fyrir sýningarnefnd að setja upp haustsýningu, svo að sómi sé að, fyrir því er fengin reynsla Það má hreínt ekkert annað komast að hjá sýningarnefnd en reisn sýningar- mnar, svo lengi sem hún er í undir- búningi, því að allt annað hlýtur að dreifa kröftunum og veikja burðarrás sýnmgarrnnar Það virðist líka koma ‘rprji að tímahrak hafi mjög hr|áð sýoingarnefnd við val verka ásamt framkvæmd og uppsetnmgu sýn- ingarinnar, því að fáir félagsmenn munu ánægðir með sýninguna í ár og ýmsir telja hana eina þá ris- minnstu um langt árabil Þá er talið að sýningarnefndin sjálf sé ekki alls kostar ánægð með útkomuna hvort sem, ástæðan er minna úrval innsendra verka eða sýningin sem heild Sýnmgin virðist slétt og felld, næsta falleg á köflum, en skortir átök og djúpa köfun og krufningu umþeimsms, þegar slíkt er reynt' skortir iðulega tæknilega getu. Vafalítið er sýningin engu síðri mörgum fyrri sýningum, en ein- hvern veginn gerir maður meiri kröf- ur til þessarar sýningar en hún ris undir, og lofsverð athafnasemi getur ekki bætt upp Án þess að einstök verk séu dæmd sem slík virðist of mikið gert að því að nýliðar eigi aðeins eitt verk á sýningunni, en slíkt er fráleitt þegar um kynningu alls óþekktra listspira er að ræða Ef viðkomandi rís ekki undir þvi að sýningarhæfar reynist ekki 2—3 myndir af innsendum verkum hans, þá skil ég ekki tilganginn með sýn- ingu á einu miðlungsverki Sýnanda er enginn greiði gerður með slíku og það er algjörlega út í bláinn að ætla listrýnum að móta afstöðu til við- komandi nýliða eftir einu verki, slíkt væri ábyrgðarleysi af þeirra hálfu á hvern veg sem dómar féllu Hins vegar þola þjóðkunnir listamenn gagnrýni á eigin verk því að þá er hægur vandi að taka mið af fyrri verkum þeirra Hér er nýliðum dreift um báða sali i horn og útskot þann- ig, að þeir ná helst þeim árangri að rugla skoðandann og vekja óróleika í heildarmynd sýningarinnar Það er ekki vandalaust að taka inn nýliða, og þegar það er gert ber að stuðla að því að þeirra hlutur njóti sín til hlítar Annað er að félagsmenn virðast ekki átta sig á því að við komumst ekki hjá að hafa uppi svipaðar kröfur til okkar, sem norrænir frændur vor- ir gera og megum ekki lækka hér Mynd Jóhannesar Geirs. mannsins. ,Frá Laugarvatni“ þykir sýna bestu hlið lista- Haustsýningin 1975 er athyglisverð tyrir margt, sérkenni- leg í lit og útfærslu, en prófilformið til hægri að neðanverðu virkar hjá- leitt ! myndheildinni Ragnheiður J. Ream er orðin mjög öruggur og traustur málari, og báðar myndir hennar á sýningunni eru létt og lifandi málaðar Barbara Árnason á eitt teppi, sem er margslungið hvað útfærslu snertir. en virkar ofhlaðið af formum Sigríður Björnsdóttir, Þorbjörg Höskuldsdóttir, Jóhanna Bogadóttir og Þorbjörg Pálsdóttir virðast mér ekki auka sinn fyrri orð- stír Svo sem fram komu i þéssari upptalningu njóta valkyrjur sýn- ingarinnar kvennaársins, en ekki verður þar numið staðar — Einar Þorláksson á mjög lifandi og fallega mynd i akril, sem er i miðið af þrem myndum sem eru framlag hans til sýningarinnar Gunnar Örn Gunnarsson virðist mitt i mikilli ólgu hvað myndstíl áhrærir, framlag hans er bæði sterkt og sannfærandi, en myndir hans hanga ekki á hentugum stað svo að þær koma ekki nægilega vel til skila Eyjólfur Einarsson sýnir vönduðustu vinnu- brögð sem frá honum hafa komið, bæði i lit og formi Sterk bruðar- grind er i mynd Hafsteins Aust- manns nr 21, Hringur Jóhannes son er myndstíl sinum trúrí en fram- lag hans i fyrra var rneira sannfær- andi, Hrólfur Sigurðsson staðfestir traust og skapheit yinnubrögð Minni mynd Sigurðar Örlygssonar er mjög hugþekk, og sama er að segja um verk félaga hans Magnúsar Kjartanssonar sem unnar eru i klippmyndatækni, eru þær allar mjög menningarlegar í lit, einkum miðmyndin (83). Dæmi um sterkar landslagsmyndir sé ég i myndum þeirra Jóhannesar Geirs (29). Einars G. Baldvinssonar (6) og Örlygs Sigurðssonar (50), hin siðastnefnda nýtur sin alls ekki á þeim stað sem henni er markaður. Kjartan Guðjónsson staðfestir fyrri vinnubrögð en hins vegar eru þeir Vilhjálmur Bergsson og Valtýr Pétursson ekki I sókn að þessu Framhaid á bls. 47 Gunnar urn uunnarsson: „Módel . Her er Gunnar Örn kominn inn á svið klassískrar myndgerðar, sem gerir miklar kröfur til listamannsins og sem hann útfærir á sannfærandi hátt. kröfur svo sem gert var með snögg- soðinni samþykkt á aðalfundi. Þetta varðar fleiri en félagsmenn Við tilkomu slíkrar sýnmgar á Norðurlöndum þurfa væntanlegír sýnendur að greiða a.m.k. í 100 kr. þarlendri mynt er þeir sækja nauð- synlega pappíra tíl útfyllingar, og auk þess 50 kr. fyrir hverja mynd sem tekin er til sýníngar Peningar sem inn koma eru svo notaðir til ýmissa umsvifa varðandi sýn- ingarnar, vátrygging, uppsetning, auglýsingar, plaköt o s.frv Menn verða að þola að myndum þeirra sé hafnað og þess skal getið að fyrir nokkrum árum var 66 7 listamönn- um hafnað varðandi haustsýninguna á Kunstnerenes hus i Osló á endur- greiðslu innskotsfjár Hvernig á félag sem ekki á neina sjóði að kosta fjárfrekar athafnir, eða t d. Listasafnið að kosta yfirlitssýn- ingar þegar fé er ekki fyrir hendi og lágur aðgangseyrir eða jafnvel eng- inn? Augljóst má vera að myndlistar- menn verða bráðlega að gera heildarúttekt starfsemi sinni í Ijósi þessara viðhorfa Þeir þurfa fyrst og fremst að fá hér hentugt húsnæði og athvarf til vaxandi umsvifa. Reynir á stórhug og örlæti myndlistafmanna og minnumst þess að ýmsir veð- settu húseignir sinar til að koma upp listamannaskálanum gamla, en eru menn reiðubúnir til sliks i dag? Það er hin mikla spurning Svo að aftur sé vikið að sjálfri haustsýningunni þykir mér sem þar sé þröngt á þingi og heildarmyndin nokkuð brotin, en ágæt verk má sjá þar og framlag sumra er með því besta sem frá þeim hefur komið um árabil þótt upphengingin valdi því að verk þeirra njóta sín vart Stærra teppi Ásgerðar Búadóttur er mér hugstætt, tel ég að listakon- an hafi sjaldan eða aldrei gert betur, og þetta teppi mundi sóma sér hvar sem væri á úrvalssýningu mynd- vefnaðar eða safni Framlag Ey- borgar Guðmundsdóttur er vafa- lítið hennar besta á haustsýningu til þessa, einkum er mynd sú er Kópa- vogskaupstaður festi sér (12) hnit- míðuð og sterk i myndbyggingu og lít Mynd Bjargar Þorsteinsdóttur Klippmyndir Magnúsar Kjartanssonar hafa vakið mikið umtal og óskipta athygli og hvers getur ungur listamaður óskað sér frekar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.