Morgunblaðið - 30.11.1975, Síða 32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÖVEMBER 1975
UMSJÓN: Bergljót Halldórsdóttir, Björg Einarsdóttir, Erna Ragn-
arsdóttir og Lilja Ólafsdóttir.
Iþróttakennslan
Við höfðum tal af Þorsteini
Einarssyni fþróttafulltrúa
ríkisins og spurðumst fyrir um
leikfimiskennslu í skólum. Þor-
steinn sagði okkur frá drögum
að nýrri námskrá, sem lokið var
við í vor og samþykkt af skóla-
rannsóknardeild. Tilrauna-
kennsla mun fara fram á næst-
unni og hafa verið ráðnir 2
tilraunastjórar. Guðmundur
Harðarson, sundkennari mun
taka að sér tilraunakennslu i
sundi og dr. Ingimar Jónsson er
ráðinn til að stýra tilrauna-
kennslu í leikfimi.
Námskrá í leikfimi, sem
gildir í dag er frá 1960. Mark-
mið með kennslunni er það
sama fyrir bæði kynin, að
stuðla að andlegum, líkamleg-
um og félagslegum þroska nem-
endanna.
Námsefni 7—9 ára pilta og
stúlkna er það sama, aðallega
leikfimi, hljóðfallsbundnar æf-
ingar og leikir.
,i Um drengi segir f náms-
skránni:
10—12 ára drengir:
Nú er horfið að mestu leyti
frá hinu frjálsa og barnalega
leikfimiformi að skipulegri,
formbundnari æfingum og
starfsháttum.
13—15 ára drengir.
Jöfn stígandi í vali æfinga og
þyngd viðfangsefná hverrar
stundar. Mikil þörf er fyrir
margvíslegar mótandi æfingar
og léttar samsettar æfingar.
Hjá drengjum er lögð áherzla
á: Næga hreyfingu, alhliða
áreynslu, næga fjölbreytni í
vali æfinga og sérstaklega skal
leggja áherzlu á liðkun og mót-
andi áhrif, svo og stökk á hest-
um og dýrum, kraftstökk, höf-
uðstokk, hryggstökk, Araba-
stökk og svifstökk.
Síðan segir í námsskránni:
10—12 ára stúlkur:
Heppilegast er talið, að frá og
með tíu ára aldri sé farið að
taka verulegt tillit til kynjanna
varðandi val æfinga.
13—15 ára stúlkur:
Vegna hinna öru líkams-
breytinga, sem eiga sér stað á
gelgjuskeiði, og vegna erfið-
leika, sem oft eru samfara að-
lögun stúlkna að siðum og hátt-
um fullorðinna, má ekki líta á
íþróttakennslu unglingastigs-
ins sem beint framhald íþrótta-
kennslu í barnaskólum.
I leikfimi stúlkna er aðal
áherzla lögð á: Hitandi og
mótandi æfingar, hlaup, gang,
jafnvægi, söngleiki, dansa, viki-
vaka, létta þjóðdansa, dansspor
og aðrar hljóðfallsbundnar æf-
ingar (leturbr. okkar).
Við hittum að máli dr. Ingi-
mar Jónsson, námsstjóra í
íþróttum og inntum hann eftir,
hvaða almennar breytingar
væru væntanlegar með nýju
námsskránni Dr. Ingimar
sagði: I nefndaráliti eru megin
markmið og námsmarkmið á
eintjökum námsárum skyl-
greind ítarlegar og betur en
áður hefur verið gert.
Með nefndarálitinu er i fyrsta
sinn gerð tilraun til þess að
koma á kerfisbundinni íþrótta-
kennslu í öllum skólum lands-
ins. Meginbreytingin er þó sú,
að nefndarálitið gerir ráð fyrir
íþróttakennslu, sem miðar að
þvi fyrst og fremst, að æfa lík-
amlegan þroska og likamlega
afkastagetu nemenda, jafnan f
samræmi við þroska og getu
nemenda á hinum ýmsu aldur-
skeiðum, (leturbr. okkar). I
stuttu máli er sú stefna tekin i
nefndarálitinu, að íþrótta-
kennsla i skólum skuli stuðla að
sem mestum líkamlegum
þroska allra nemenda og veita
þeim tækifæri til að þroska
hæfileika sina. Þetta gildir
jafnt fyrir stúlkur sem pilta.
Endurskoðun námsefnis
og kennslu í íþróttum
í kafla nefndarálitsins um
samkennslu stúlkna og pilta
stendur m.a.:
Eðlilegt þykir að bæði kynin
njóti sama réttar til náms og
sömu menntunar. 1 samræmi
við þetta hefur kennsla í skól-
um og starfshættir þeirra tekið
talsverðum breytingum á und-
anförnum árum og sú þróun
heldur eflaust áfram. Líkams-
uppeldi í skólum á tslandi
hefur jafnan markast af rikj-
andi viðhorfum og er þvi ekki
að neita að fram til þessa hefur
verið talsverður munur á
líkamsuppeldi stúlkna og pilta.
Þau drög að námsskrá, sem hér
eru lögð fram, fela i sér breyt-
ingu í þessum efnum. Þau gera
ráð fyrir að stúlkur og piltar
njóti sama likamsuppeldis og
sömu menntunar þótti nokkur
aðgreining á námsefni komi til
i efri bekkjum. Iþróttakennsl-
an býr auk þess yfir ýmsum
möguleikum til þess að skapa
heilbrigð viðhorf milli kynja.
Næst hittum við að máli
Guðrúnu Nielsen Iþróttakenn-
ara. Hún hefur kennt íþróttir í
30 ár. Þess má geta, að hún átti
sæti í nefnd þeirri, sem samdi
drög að nýrri námsskrá. Þar
sem Guðrún kennir stúlkum
íþróttir á aldrinum 13—17 ára,
báðum við hana að segja okkur
frá reynslu sinni við kennslu
þessara aldurshópa.
Guðrún sagði: Stúlkur á kyn-
þroskaskeiði þarfnast mikillar
hreyfingar og vilja æfingar,
sem krefjast átaka og áreynslu,
en ekki endilega danskenndar
hreyfingar. Hér áður fyrr var
því haldið fram að hlífa skyldi
stúlkum við miklu álagi á þessu
skeiði. En nú hefur á seinni
árum komið í ljós, að þær eru
þá hvað hæfastar t.d. til þol-
þjálfunnar. Þýðingarmikið er
að foreldrar og nemendur skilji
hve mikilvægt það er, að stúlk-
ur fái næga áreynslu á þessum
árum.
Á Iþróttakennaraþingi 1974
flutti dr. Baskar, forstöðumað-
ur íþróttavísindadeildar
háskólans í Rostok erindi.
Hann gat þess m.a., að það væri
vísindalega sannað, að tíðir
stúlkna ættu ekki að hindra að
þær tækju þátt í íþróttum
meðan áþeimstæði.
Við spurðum um hennar
eigin reynslu af þessu máli og
svaraði Guðrún: Ég hef sett
stúlkum þá reglu að mæta í
leikfimi þá daga sem á tíðum
stendur. Reynslan hefur ætíð
verið sú, að þær hafa tekið
þessu mjög vel. Ég hef haft
þann háttinn á að lofa þeim að
fara fram 10 mín. fyrir lok
tímans og ljúka böðum áður en
hinar koma fram. Ég hef hins
vegar sagt stúlkunum, að þær
megi hlífa sér við erfiðum æf-
ingum ef þær þurfa á því að
halda, en reynslan hefur ætíð
verið sú, að þær hafa tekið þátt
í öllu sem fram fer í tímanum.
I nefndarálitinu er vikið að
samkennslu drengja og stúlkna
í leikfimi og báðum við
Guðrúnu að skýra okkur frá
einhverja viðvíkjandi þessu
fyrirkomylagi.
Rannsóknir sýna, að frá líf-
fræðilegu sjónarmiði séð, er
aðskilnaður kynjanna í íþrótt-
um talinn með öllu óþarfur
frám að kynþroskaaldri, en sé
þá vegna ýmissa ástæðna nauð-
synlegur í sumum greinum en
öðrum ekki.
Samkennsla hefur farið fram
í tilraunaskyni viða um lönd og
skoðanir manna verið skiptar.
Þeir kennarar, sem reynt hafa
samkennslu hér á landi telja
árangurinn mjög jákvæðann..
Alit þeirra er að þetta fyrir-
komulag efli gagnkvæma
virðingu og skilning milli kynj-
anna, stuðli að raunhæfu mati
þeirra hvoru á öðruogtillitsemi
og hafi örvandi áhrif á náms-
árangur þeirra. Að lokum sagði
Guðrún, að hin hefðbundna
skipting kennslustunda og
námsefnis, sem ríkt hefur fram
til þessa hefur stuðlað mjög að
sérgreindum áhuga ungling-
anna.
Við hringdum til Margrétar
Bjarnadóttur fimleikakennara
i Kópavogi og spurðum hana
um álit hennar á íþróttaiðkun
barna og unglinga sem
tómstundastarfi. Hún sagði að
eftir að skólaskyldu lýkur eru
svo til eingöngu piltar 1 íþrótta-
þjálfun. Þáttaka stúlkna er
mjög lítil. Astæðuna taldi hún
að miklu leyti uppeldislegs
eðlis leikfimiskennsla stúlkna
hefur ekki beinst eins inn á
skipulagðar íþróttagreinar né
keppni og sjálfsagt eru
ástæðurnar fleiri. Ég vil nefna í
þessu sambandi að i stjórn
I.S.I. situr engin kona og hefur
aldrei verið. Engin kona er
heldur í Landssamtökum l.S.Í.
Einkennilegt er, sagði Margrét
að lokum, „að engin kona á sæti
í Æskulýðsráði Ríkisins, þrátt
fyrir að konur hafi með hönd-
um stærstan þátt uppeldis
barna i landinu."
E.R.
B.H.