Morgunblaðið - 30.11.1975, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 30.11.1975, Qupperneq 38
i I 38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÖVEMBER 1975 t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vlð fráfall SIGURÐAR H. STEFÁNSSONAR Holtagerði 54, Kópavogi Sigríður Kristinsdóttir Sólveig Böðvarsdóttir Sigfríð Árni Stefánsson Erna Kristin Ingunn Stefánsdóttir t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KALMAN S. HARALDSSON vélsmiður, Bólstaðarhlíð 40, verður jarðsunginn frá Fosswogskirkju þriðjudaginn 2 desember kl 3 e h Auður Hjálmarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför litlu dóttur okkar, ERLU HJÖRDÍSAR. Magnea Guðmundsdóttir, Kjartan Ólafsson, Sverrir Kjartansson, Erla Hjördís Gísladóttir. t Útför eiginmanns míns, ÞORSTEINS EINARSSONAR, Ásgarði 99, verður gerð frá Fíladelfíukirkjunni mánudaginn 1 desember kl 1 3 30 Katrín Hendriksdóttir, börn og aðrir vandamenn. t Útför eiginmanns míns. föður okkar, tengdaföður og afa, INGIMUNDAR ÞORSTEINSSONAR, kennara, Kársnesbraut 11, Kópavogi, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 1 desember kl 1 30 eftir hádegi Guðmunda Kristjánsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t KRISTÍN ÖGMUNDSDÓTTIR frá Görðum í Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju i Vestmannaeyjum þriðjudaginn 2 desember kl. 2 Blóm vinsamlega afþökkuð Þeir sem vildu minnast hennar, láti líknarstofnanir njóta þess Sigurlína Friðriksdóttir. Markús Guðjónsson, Sigurjóna Ólafsdóttir, Björn Guðmundsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ODDNÝAR JÓHÖNNU ZOPHANÍASDÓTTUR. Göngustöðum, Svarfaðardal Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarliði deild 3D Land- spitalanum fyrir cjóða umönnun í langvarandi veikindum hennar Þórarinn Valdimarsson, Zophanias Jónsson, Súsanna Guðmundsdóttir, Zophanías Antonsson, Valur Steinar Þórarinsson, Hrafnhildur I. Þórarinsdóttir, Halla Arnadóttir, Anna Þorvarðardóttir, Sæmundur Halldórsson, Sigriður Birna Valsdóttir, Oddný Jóhanna Zóphaníasdóttir. t Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför STEFÁNS THORARENSEN apótekara Ragnheiður Thorarensen Haidi Thorarensen Oddur C.S. Thorarensen Alma Thorarensen Svala Thorarensen Katrin Thorarensen Elin H. Thorarensen Unnur L. Thorarensen Bjarni Bjarnason Reynir Sigurðsson Hilmar Helgason Haukur Clausen Ingimundur Þorsteins- son kennari - Minning og barnabörn Fæddur 12. febr. 1912. Dáinn 22. nóv. 1975. Þann 22. þ.m. lést á Borgarspít- alanum Ingimundur Þorsteins- son, kennari við Kársnesskólann i Kópavogi. Ingimundur var Eyfirðingur að ætt, fæddur að Arnarnesi við Eyjafjörð 12. febr. 1912. Foreldr- ar hans voru Þorsteinn Jónsson, bóndi á Bakka í Öxnadal, og kona hans Ölöf Guðmundsdóttir. Ingimundur ólst upp við al- menn störf er tilheyrðu búskap í þá daga. En á þeim árum er hann kemst á ungtingsár, eru héraðs- skólarnír að hefja göngu sína og áttu þeir eftir að marka söguleg tímamót i alþýðumenntun þessa lands. Sautján ára fer Ingimund- ur i Héraðsskólann á Laugarvatni og stundar þar nám í tvo vetur. i viðræðum við hann kom oft fram, að þaðan átti hann margar góðar minningar um frábæra kennara og félaga, sem gott var að minnast er árin liðu. Siðan lá leið hans i Kennara- skólann og þaðan lauk hann kenn- araprófi árið 1934. A þeim árum var ekki hlaðið undir þá, sem reyndu að afla sér menntunar, þeir urðu í flestum tilfellum að treysta á sjálfa sig hvað allan kostnað snerti við skólagönguna og oft voru kjör þeirra kröpp. En við sem yngri erum eigum oft erfitt með að gera okkur grein fyrir þeim erfiðleikum. Að loknu kennaraprófi hóf Ingimundur kennslu, sem varð hans ævistarf. Hann kenndi fyrsta árið á Ölafs- firði, síðan einn vetur í Reykja- vík, en að þvi loknu lágu leiðir á heimaslóðir við Eyjafjörð. I Öxna- dals- og Glæsibæjarhreppi kenndi hann allt frá árinu 1936 og þar til hann fiuttist, árið 1957 í Kópavog. Jafnframt kennslunni stundaði hann búskap á Dvergasteini í Kræklingahlíð, Á þessum árum gegndi hann margvíslegum trún- aðarstörfum fyrir sveit sína, enda var það rúm vel skipað er hann fyllti. Hann var heill í öllum störf- um. Þann 17. nóv. 1945, kvæntist Ingimundur Guðmundu Jónu Kristjánsdóttur, ættaðri frá Bol- ungarvik. Börn þeirra eru þrjú: Kristján Pétur blikksmíðam., kvæntur Jóhönnu Margréti Axels- dóttur, Þorsteinn húsasmíðam. kvæntur Álfdísi Gunnarsdóttur og Inga Ólöf fulltrúi. Einnig gekk Ingimundur í föðurstað þrem börnum Guðmundu frá fyrra hjónabandi. Kynni okkar Ingimundar hóf- ust er hann flutti hingað í Kópa- vog, en þá var hér ört vaxandi byggð og fólksflutningar hingað viðsvegar að af landinu. I febrúar 1957 tók nýr skóli til starfa fyrir vesturbæ Kópavogs, Kársnesskóli, og réðst Ingimund- ur kennari að honum þa um haustið. Oft á þeim árum voru miklir erfiðleikar hvað skólahús- næði snerti, því barnahópurinn stækkaði örar en kennslurýmið eins og svo oft síðar. Það var mikil gæfa fyrir skólann, að minurn dómi á fá Ingimund fyrir starfs- mann. Hann var boðinn og búinn að leysa öll þau verkefni er hon- um voru falin og öll voru þau samviskusamlega og vel leyst af hendi. Hann var stjórnsamur og ákveðinn kennari, reglumaður mikill og snyrtimenni með af- brigðum. Ekki minnist ég þess, öll okkar samstarfsár, að ég hafi nokkru sinni vitað til þess að það vandamál kæmi upp í starfi hans, sem hann leysti ekki sjálfur. Hann gat stundum verið all snöggur í víðskiptum og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, en var manna fljótast- ur til sétta. Á starfsárunum hér í Kópavogi gegndi Ingimundur margvísleg- um störfum í sambandi við félags- mál kennara. Kom samviskusemi og glöggskyggni hans þar oft ac. góðu haldi. Þótt hann væri ekki alltaf málskrafsmaður á fundum var tillögum hans ætíð gaumur gefinn. Um árabil var Ingimund- ur umsjónarmaður skólagarða Kópavogs. Þar kom fram sama stjórnsemin og snyrtimennskan, sem við Kópavogsbúar tókum eft- ir. Er ég síðast heimsótti Ingi- mund nokkrum dögum áður en hann var allur, ræddum við sam- an um liðin samstarfsár og rifjuð- um upp margt i starfi, en efst i huga hans var þá umhyggjan fyr- ir þeim börnum, sem hann hafði tekið að sér að hafa umsjá með og kenna í vetur. Hann vonaði að komast til starfa sem fyrst, en það fór á annan veg. Að leiðarlokum þakka ég ásamt kennurum nemendum og öðru starfsliði Kársnesskóla Ingi- mundi fyrir vináttu og ágætt sam- starf á liðnum árum. Innilegar samúðarkveðjur flytj- um við konu hans, börnum og öðrum ættingjum, sem eiga nú um sárt að binda. En góðar minn- ingar um mætan dreng munu sefa söknuðinn á ókomnum árum. Gunnar Guðmundsson. Utför fer fram 1. des frá Foss- vogskapellu. „Lífið manns hratt fram hleypur, | hafandi öngva bið, i dauðans grimmar greipur, gröfin tekur þar við." Þessar ljóðlínur sálmaskáldsins fræga, Hallgríms Péturssonar, koma mér oft í hug, þegar leiðir skilja og gamlir vinir og kunn- ingjar eru skyndilega burtkallað- ir og horfnir yfir móðuna miklu, en við sem gamlir erum orðnir höldum ferðinni áfram enn um stund, unz kallið kemur. Okkur verður hugsað til þess hve mannsævin er stutt og hve skammt þess að bíða að röð- in komi að okkur. Er við lítum til baka finnst okkur-svo stutt síðan við vorupi ung og í blóma lífsins og hver getur ekki tekið undir með Einari Benediktssyni: „Mér gleymast árin mín tug eftir tug, mér tíminn finnst horfinn sem örvarflug, og allt sem ein augnablikssaga." Og nú er saga mins gamla skóla- bróður og samstarfsmanns Ingi- mundar Þorsteinssonar öll. Ingimundur var fæddur 12. febr. 1912 að Arnarnesi við Eyja- fjörð. Hann stundaði nám í Laug- arvatnsskólanum og síðar í Kennaraskólanum og lauk þaðan prófi árið 1934. Árið 1945 kvænt- ist Ingimundur eftirlifandi konu sinni, Guðmundu Kristjánsdóttur ættaðri frá Bolungarvík. Eignuð- ust þau þrjú mannvænleg vörn. Kennsla varð ævistarf Ingimund- ar, fyrst á Norðurlandi, en síðustu 17 árin kenndi hann við Kársnes- skólann í Kópavogi. Þetta eru í höfuðdráttum ævi- atriði Ingimundar, en slík upp- talning segir vitanlega fátt um það hvernig maðurinn sjálfur var, en það er þó það eina sem skiptir máli. Kynni okkar Ingimundar voru orðin löng. Við kynntumst fyrst á Laugarvatnsskólanum og siðar i Kennaraskólanum. Þá vorum við herbergisfélagar i tvo vetur. Síð- ar urðum við svo samkennarar við Kársnesskolann. Það er vitanlega margs að minnast eftir svo langa viðkynn- ingu. Við ræddum oft um Laugar- vatnsdvöl okkar og vorum báðir sammála um að dvölin þar hefði verið einn sá skemmtilegasti tími í lífi okkar. Þá fannst okkur lífið bjart og fullt af fyrirheitum. Við hugðum þá gott til framtíðarinn- ar. Við vissum naumast af heims- kreppunni og öllum þeim válegu teiknum sem þá voru á lofti og áttu bráðlega að ógna öllu mann- kyni. Við gerðum okkur heldur ekki ljóst hvað biði okkar að námi loknu í Kennaraskólanum. Erl þá voru erfiðleikaár, ár allsleysis og örbirgðar, sem nútíma æskan þekkir ekki, sem betur fer. Þegar ég nú minnist Ingimund- ar vinar míns, finnst mér eitt hafa einkennt hann mest — frábær trúmennska, einstök skyldu- rækni. Öll störf sín leysti hann af hendi af einstkri trúmennsku. Mér virtust þeir eðliskostir hans ráða mestu að gera aldrei annað og segja aldrei annað en það sem hann vissi sannast og réttast. Ingimundur var lengi heilsu- veill og varð því lifið erfiðara af þeim sökum. Þrátt fyrir það mátti segja að hann væri að mörgu leyti lánsmaður. Hann giftist góðri konu, sem stóð við hlið hans í blíðu og stríðu. Hann eignaðist góð og mann- vænleg börn og stjúpbörnum sínum var hann sem sínum eigin börnum og þau elskuðu nann og virtu. Hann var mikils metinn í starfi sinu sem kennari. Um leið og ég votta konu hans, börnum stjúpbörnum og öðrum nánum venslamönnum mina dýpstu samúð þakka ég Ingi- mundi vini vínum fyrir löng og góð kynni. Minning um þig hlýjar manni. Yfir henni er aðeins heið- ríkja og birta. Agúst Vigfússon. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á I mið- vikudagsblaði, að berast í sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. Austurbær Miðbær Ingólfsstræti Vesturbær Ægissíða Uppl. í síma 35408

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.