Morgunblaðið - 09.12.1975, Síða 18

Morgunblaðið - 09.12.1975, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1975 Lifði af hættur kapp- akstursbrautanna í 21 ár en fórst í flugslysi tilboði með þessari yfirlýsingu sinni, og er þegar vitað um a.m.k. eitt félag sem er fúst til þess að greiða álitlega upphæð fyrir hann. Er það spánska félagið FC Barcelona en það hefur innan sinna vébanda tvo fræga Hol- lendinga: Johan Cruyff og Johan Neeskens. Segir þjálfari félagsins, Hennes Weisweiler, að Beckenbauer sé einmitt maður- inn sem Barcelona þurfi á að halda um þessar mundir. Þá hefur einnig Udo Lattek, fyrrum þjálfari Beckenbauer hjá Bayern Múnchen, lýst því yfir að það félag sem hann þjálfar nú, Borussia Mönchengladbach, hafi mikinn áhuga á „keisaranum", en ólíklegt er talið að hann hafi áhuga á að fara til þess liðs. Sagt er að Beckenbauer hafi margar ástæður fyrir þvf að yfir- gefa Bayern Múnchen en félagið hins vegar aðeins eina til þess að gefa hann eftir: peninga. Bayern Múnchen er nú mjög illa statt peningalega, og komist félagið ekki a.m.k. í úrslit í Evrópubikar- keppninni í knattspyrnu er hætt við að það verði að selja, ekki aðeins Beckenbauer, heldur og flesta beztu leikmenn félagins. Beckenbauer er mjög óvinsæll meðal félaga sinna í Bayern Múnchen og kenna þeir m.a. mikl- um peningagreiðslum til hans um hvernig komið er fyrir félaginu. Auk þess er Beckenbauer stöðugt i keisarahlutverki sínu hjá félaginu, hvort sem er á æfingum eða f leikjum og talar helzt ekki orð við félaga sína fyrir utan knattspyrnuvöllinn. Upp úr sauð hjá leikmönnum liðsins er það var að keppa við Malmö FF f Múncen á dögunum, en þá hljóp Becken- bauer til þjálfara liðsins, Dettmar Carmer, meðan á leiknum stóð, benti á tvo félaga sinna, Klaus Wunder og Rummenigge, og hrópaði svo hátt að heyra mátti víða: „Hvað ertu að gera með þessar vínarpylsur inni á vellin- um.“ Þá ganga einnig sögur um það að Beckenbauer vilji komast frá Þýzkalandi vegna eiginkonu sinnar, Birgitte, sem slúðurdálka- höfundar segja að geri allt annað en að fylgjast með bónda sfnum í sjónvarpi meðan hann er á keppnisferðum með liði sfnu. Þau hjón eiga þrjá stráka sem Becken- bauer lætur mikið með og óttast að missa, verði af skilnaði. Víst er, að Bayern Múnchen má muna sinn fífil fegri í þýzku 1. deildar keppninni í knattspyrnu. Liðið er nú í 7. sæti í deildinni með 17 stig eftir 16 leiki, en Borussia Mönchengladbach hefur forystu með 23 stig. I öðru sæti er svo Hamburger SV með 20 stig. Ahorfendum að leikjum Bayern hefur fækkað mjög mikið að undanförnu, og vel kann að vera að stórveldi félagsins í þýzkri knattspyrnu líði endanlega undir lok selji það „keisara" sinn. Franz Beckenbauer á hátindi frægðar sinnar, eftir sigur Þjóðverja f heimsmeistarakeppninni 1974. Walther Scheel forseti Þýzkalands virðist jafnglaður og fyrirliðinn. ÍBK gefur út platta íþróttabandalag Keflavlkur hefur nú gefið út postulínsplatta i tilefni Bikarmeistaratitils félags- ins i knattspyrnu. Er á plattanum mynd af fyrirliða ÍBK sem hampar hinum fagara verðlaunagrip sem veittur er fyrir keppni þessa og áletrunin: fþróttabandalag Kefla vikur — Bikarmeistarar i knatt- spyrnu. Upplag plattans er aðeins 200 eintök, og er hver platti númeraður og verða ekki fram- leiddir fleiri. Má þvi búast við að plattinn verði eftirsóttur safn- gripur. Plattann teiknaði Haukur Halldórsson og er hann fram- leiddur hjá Gler og postulíni h.f. Þetta er annar plattinn sem ÍBK gefur út — sá fyrsti var gefinn út i tilefni af sigri ÍBK i 1. deildar keppninni 1973. Plattarnir verða tíl sölu i Verzluninni Sportvik i Keflavik og hjá Hafsteini Guðmundssyni. For- gangsrétt að kaupum eiga þeir sem einnig eiga fyrri ÍBK- plattann, fram að næstu helgi. „TAKMÖRK lífsins“ nefndist kvikmynd sem gerð var fyrir fimm árum um llf og keppnisferil brezka kappakstursmannsins Graham HiII, sem f fyrra lagði hjálminn á hilluna fyrst og fremst vegna þess að hann taldi kappaksturinn of hættulegan og öryggi keppenda ekki gætt sem skyldi. Meðan hann var kapp- akstursmaður, tæpan aldarfjðrð- ung, var maðurinn með ljáinn oft f nágrenni hans, en náði þá fyrst að höggva, er Hill var hættur keppni. Eins og skýrt hefur verið frá í Morgunblaðinu lézt þessi 46 ára gamla kappaksturshetja í fl'ig- slysi í Englandi um fyrri hel tí. Hann var sjálfur flugmaður á Piper Aztec flugvél sem ha ín keypti fyrir þá 150.000 dollara sem hann fékk í verðlaun fyrir sigur í Indianapolis- kappakstrinum 1966. Aðfaranótt sunnudagsins lagði Hill af stað áleiðis til Elstree-flugvallar, skammt fyrir norðan London, ásamt félaga sfnum hinum kunna kappakstursmanni Tony Brise og fjórum viðgerðarmönnum kapp- akstursbifreiða, í mjög tvísýnu veðurútliti. Þegar Hill nálgaðist flugvöllinn var skygni aðeins um 50 metrar og hann fékk ekki lend- ingarleyfi. Hill sem hætt hafði kappakstri vegna þess að honum fannst ekki öryggis gætt, lét hins vegar ekki segjast og ákvað að lenda. Flugvél hans lenti á trjám við enda flugbrautarinnar og féll til jarðar þar sem samstundis kviknaði í henni og allir mennirn- ir sex létust. A nákvæmlega sama andartaki fórst önnur lítil flugvél við Birmingham sem var að lenda við sömu skilyrði. Graham Hill hafði oft komizt í hann krappann, en sloppið með skrekkinn. Nokkrum sinnum hafði hann lent í slysum en það var eins og einhver hulin verndarvættur væri með honum. Þannig var það t.d. 1969 er hann lenti í árekstri í Walkins Clen kappakstrinum eftir að hjólbarði hafði sprungið hjá honum. Gra- ham Hill kastaðist þá langar leiðir frá bifreiðinni, hlaut slæm meiðsli en þó ekki meiri en svo að hálfu ári síðar var hann aftur meðal keppenda á kappaksturs- brautunum. i 1 fyrra hætti Hill kappakstri. — Ég hef ekki lengur sömu ánægju af því að aka og ég hafði, sagði Hill þá. Aldurinn er að færast yfir mig og ég er að verða hræddur. Það eru alltaf gerðar meiri og meiri kröfur til kappaksturs- manna, án þess að nokkuð sé gert til þess að tryggja betur öryggi þeirra. Hill sagði þó ekki skilið við kappaksturinn þótt sjálfur hætti hann að aka. Hann ákvað að stofna sveit kappakstursmanna og fékk vindlingaframleiðendur til þess að fjármagna fyrirtækið. Sem fyrr segir var maðurinn með ljáinn oft í nágrenni Graham Hill meðan hann var kappaksturs- maður, og þó ekki síður eftir að, hann hætti að aka. Tveir kapp- akstursmenn úr sveit hans létu lffið af slysförum í sumar, annar þeirra sem verið hafði bezti öku- maður sveitarinnar. Að honum látnum tók Tony Brise við sem fyrsti ökumaður og voru þeir Hill og Brise að koma frá Marseille í Frakklandi frá því að prófa öku- mann er slysið vildi til. Listinn yfir sigra Graham Hill á kappakstursbrautunum er lang- ur. Hann varð tvívegis heims- meistari, 1962 og 1968, og hann er eini kappakstursmaðurinn sem hingað til hefur unnið það sem kallað er hinir þrír bláu borðar kappakstursins; þ.e. heims- meistaratitil, 24 tíma kapp- aksturinn f Le Mans, og Indianapolis 500. Betty, kona HiIIs, fylgdi honum jafnan á keppnisferðum hans, og var sagt að hjónaband þeirra væri óvenjulega gott, en það mun sam- eiginlegt með kappaksturshetjum og kvikmyndaleikurum og hjóna- bönd þeirra endast illa. Þau áttu þrjár dætur, Brigitte, Damon og Samantha, og eru þær allar ungar að aldri. Graham HiII eftir krýningu sem heimsmeistari. Beckenbaner vill fara og Bayern vantar peninga HINN frægi knattspyrnumaður, Franz Beckenbauer, hefur lýst því yfir að hann vilji gjarnan fara frá félagi sínu, Baeyrn Múnchen, og komast til einhvers félags f Suður-Evrópu. Bayern Múnchen hefur samning við Beckenbauer fram til ársins 1979, en í þeim samningi er hins vegar sá fyrir- vari að Beckenbauer er frjálst að fara frá félaginu, fái hann tilboð sem bæði hann og félagið telji hagstætt. Sjálfsagt er Becken- bauer nú að auglýsa eftir slíku Nýi skíðabánin^iriini v^ur S00 grömm ÞAÐ er vfst hætt að koma fðlki á ðvart þðtt nýr fþrðttabúnaður komi á markaðinn. Hið mikla kapphlaup afreksfðlks um verð- laun og stig á stðrmðtum hefur orðið til þess að búnaður þess hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Allar miða þessar breytingar að einu marki: Að auðvelda viðkomandi íþrðtta- manni að ná sem beztum árangri. Frægasta dæmið um slíkt eru stengurnar sem nú eru notaðar í stangarstökki en stengur úr gervi- efni hafa nánast gjörbreytt þessari fþrðttagrein. Breytingar hafa ekki hvað sízt orðið í búnaði skíðafólks, og það nýjasta á því sviði er nýr keppnis- búningur, sem vegur aðeins um 300 grömm. Það er norskt fyrir- tæki sem er um það bil að senda fatnað þennan á markaðinn, og þegar er vitað að landslið Noregs, Svfþjóðar, Bandarfkjanna, Sovét- ríkjunna, Kanada og Tékkíslóvakíu munu nota klæðnað þennan á vetrarólympíu- leikunum í Innsbruck f vetur. Fatnaður þessi er sérstaklega hannaður með tilliti til þess að hann veiti sem minnst viðnám. I keppni þar sem jafnvel einn þúsundasti úr sekúndu getur skil- ið milli sigurs og ósigurs getur þetta haft gífurlega mikið að segja, auk þess sem búningur þessi er talinn veita keppendum f Alpagreinum á skíðum meira öryggi en þeir búningar sem verið hafa á markaðinum til þessa, og hefur það ýmislegt fram yfir austurrískan skíðafatnað sem sendur var á markaðinn 1973 og olli þá miklu fjaðrafoki í skíða- heiminum. Sama fyrirtækið f Noregi og framleiðir þennan keppnisbúning er einnig um það bil að senda á markaðinn nýja gerð af upphitun- argöllum og er þar einnig um nýjungar að ræða. Bæði er að auðveldara á að vera að fá sig vel heitan f búningi þessum og auk þess er einnig auðveldara að kom- ast úr honum en flestum öðrum fþróttabúningum. Þá hefur einnig komið á markaðinn ný gerð af gönguskíð- um, sem þykir taka öðrum fram, en ólíklegt þykir að þau verði notuð á Ölympíuleikunum, þar sem ekki er öruggt að þau falli inn í ramma reglugerða alþjóða- skíðasambandsins um slíka gripi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.