Morgunblaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1976 13 WIB RVWIMIIIBIKIMI — sagði Karl Benediktsson um dómarana, sem segjast á móti vera ýmsu vanir frá honum — Það er tilgangslaust að vera að spila þegar þessir menn dæma. Við töpum öilum þeim leikjum. Þetta varð einum af leikmönnum Víkings að orði eftir leikinn við Gróttu I fyrrakvöld, en að vonum var heldur þungt í mönnum í búningsklefa Víkinganna eftir leikinn, þar sem segja má að ósig- ur þessi hafi gert vonir liðsins um að halda Islandsmeistaratitlinum litlar. Víkingarnir eiga sjálfir nokkra sök á því að tapa leikjum sem þeir Magnús og Valur dæma. Þeir hafa myndað sér þá skoðun fyrirfram að þeir séu lélegir eða jafnvel slæmir dómarar sem séu á móti þeim, og láta allt sem þeir félagar gera fara í taugarnar á sér. Leikurinn mótaðist töluvert af þessu i fyrrakvöld, og upp úr sauð síðan þegar dómurunum urðu á mistök. Karl Benediktsson, þjálfari Víkinganna, kallaði til þeirra og Valur Benediktsson gekk þegar til hans og gaf honum áminningu, en gaf honum síðan merki um að yfirgefa bekkinn hjá Víkingunum. Þráaðist Karl við i fyrstu, en þegar dómararnir voru ákveðnir að láta ekki leikinn halda áfram fyrr en Karl væri íarinn af bekknum fór hann yfir á áhorfendapallana. — Ég sagði ekkert við Val annað en að hann yrði að horfa á linuna. Var það að gefnu tilefni þar sem Gróttumenn höfðu skorað tvö mörk sem þeir dæmdu lögleg, sem bæði komu af línunni, sagði Karl Benediktsson, eftir leikinn. — Að sjálfsögðu voru þeir Valur og Karl að hefna fyrir það að ég leyfði mér fyrr í vetur að segja að það ætti að taka af þeim dómararéttindin og þeir væru engir menn til þess að dæma handknattleiksleiki. Ég stend við það, sagði Karl, — að mér finnst það afar hart að dómarar skuli vísvitandi hafa áhrif á leiki til þess að breyta úrslitum hans, eins og þessir dómarar gera þegar Vikingur er að spila. — Ég vil ekkert tjá mig um þetta mál, sagði Valur Benedikts- son, þegar vió ætluðum að fá hans skýringu á málinu. — Það kemur hvort sem er aldrei nema sjónar- mið annars aðilans fram. Það eina sem ég get sagt var að þegar maðurinn lét ekki segjast við áminningu þá var ekkert annað að gera en að visa honum frá bekknum. Gróttuliðið. sem flestir voru búnir að afskrifa I íslandsmótinu að þessu sinni lagði islandsmeistara Vikinqs að velli i sogulegum leik i Hafnarfirði i fyrrakvold 19—17 urðu úrslit leiksins. og þar með á Grótta enn góða von um að halda sér i deildinni, er aðeins einu stigi á eftir Ármenn- ingum. Það var því ekki bara að staðan á toppnum opnaðist algjör- lega i Hafnarfirði i fyrrakvöld, heldur einnig á botninum. Varla er á þvi vafi að það var sigur- vissa sem varð Vikingum að falli i leiknum i Hafnarfirði Það var sem leikmenn liðsins tryðu þvi hreinlega Magnús V. Pétursson var hins vegar ómyrkari t máli. — Þið getið haft það eftir mér sagði hann, að ég tel að Karl Bene- diktsson sé of dýr þjálfari til þess að ná ekki betri ár- angri sem slíkur en að kenna dómurunum alltaf um ef liði hans vegnar miður. Hann hef- ur fyrr ráðist að okkur með skömmum, þannig að framkoma hans hér í kvöld er ekkert nýtt fyrirbæri. Ég hef dæmt leiki hér og erlendis bæði í handknattleik og knattspyrnu og er reiðubúinn að leggja dóma sem ég hef fengið fyrir frammistöðuna, af eftirlits- dómurum, fram á móti sleggju- dómum og ósvífni Karls Bene- diktssonar. ekki að Gróttuliðið gæti staðið í þeim og allur leikur þess bar þvi vitni fram til síðustu minútnanna að það væri visst um sigur Gróttuleikmenmrnir höguðu hins vegar seglum mjög skynsamlega eftir vindi og reyndu að halda knettin- um fram i rauðan dauðann Nýting liðsins var með miklum ágætum og þegar mest á reið héldu leikmennirnir allir ..sönsum" og biðu eftir þvi að bráðlæti Vikinganna opnaði þeim leið að markinu Dómgæzlan í þessum leik var mjög á oddinum Vissulega gerðu þeir Vatur Benediktsson og Magnús V Pétursson afdrifarikar skyssur og þær bitnuðu Björn Pétursson, Gróttuleik- maður gægist þarna milli þeirra Skarphéðins og Páls, og virðist íhuga hvort smugan sé nógu stór meira á Víkingunum en Gróttuliðinu Þannig dæmdu þeir mark af Vikingun- um á mjög mikilvægu andartaki í leikn um er staðan var 16—16 og skammt til leiksloka Þá fór einn Vikinganna inn úr horninu og skoraði örugglega, en dómararnir dæmdu linu Augljóslega var þó ieikmaðurinn langt utan lin- unnar er hann fór inn Einn leikmaður bar af öðrum á vellinum i leik þessum og var það Árni Indriðason i Gróttu Árni barðist eins og Ijón leikinn út Róaði spil sinna manna þegar það átti við og náði síðan að opna Víkingsvörina hvað eftir annað með hreyfanleik sínum og ákveðni til þess að skjóta. Björn átti góðan leik með Gróttuliðinu og skoraði S mörk. Auk þess fékk Árni oftsinnis dæmd vítaköst i leiknum, er Vikingarnir lágu á honum er hann lét sig vaða inn i teiginn Með þvi að sýna ámóta yfirvegun í þeim leikjum sem liðið á eftir i mótinu ætti Grótta að eiga góða möguleika á að slita fleiri stig — jafnvel það mörg að það nægi þeim til þess að halda sér uppi i deildinni Kæmi það verulega á óvart eftir það sem á undan er gengið Þrátt fyrir tapið í fyrrakvöld eru V'k- ingar ekki enn alveg út úr myndinni i baráttunni um íslandsmeistaratitilinn, þótt staða liðsins sé engan veginn nógu góð Einhvern veginn finnst manni aðeins skorta herzlumun til þess að liðið nái sér vel á strik, eins og það gerði reyndar gegn FH-ingum á dögun- um, ög umfram allt verða leikmennirn- ir að forðast að vera búnir að vinna andstæðinga sina, áður en þeir koma inn á völlinn í leiknum i fyrrakvöld var Viggó Sigurðsson einna atkvæðamestur i Vik- ingsliðmu, átti falleg skot og mörk, en aðrir leikmenn léku flestir undir getu YFIRVEGUIM GRÖTTILIÐSINS FÆRÐIÞVÍ TVÖ DIÍRMÆT STIG Föt Jakkar Peysur o.fl. Buxur Skyrtur Nærföt o.fl. Nú er tækifæri til að fata sig upp hjá oAndersen Lauth hf. Vesturgötu 17, Laugavegi 39.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.