Morgunblaðið - 07.03.1976, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 07.03.1976, Qupperneq 48
Sjólaxarækt gengur vel í Fáskrúðsfirði I JlILÍMANUÐI s.l. hófst laxa- rækt í sjó í Fáskrúðsfirði og virð- ist góður árangur ætla að verða af þessari frumtilraun í slíkri rækt- un sainkvæmt upplýsingum Sig- urðar Arnþórssonar á Fáskrúðs- firði en hann sér um ræktunina ásamt Bergi Hallsteinssyni. „Þetta stendur þannig,“ sagði Sigurður í spjalli við Morgun- blaðið, „að við byrjuðum á þessu i júlílok s.l. ár. Við settum þá nokkur þúsund laxaseiði á sjó- göngualdri, eins og hálfs árs, í ræktunarnetið og þetta virðist koma mjög vel út og laxinn dafnar vel. Vond veður hafa verið að undanförnu en það hefur engin áhrif haft á þróunina i ræktuninni og við reiknum með að geta tekið lax í vinnslu um Framhald á bls. 47 Gæzlan fær þyrlu af Hughes-gerð LANDHELGISCiÆZLAN hefur fest kaup á þyrlu af Hughes-gerð. Þyrlan er tilbúin til afhendingar í Banda- ríkjunum og kemur hingað til lands með fyrstu ferð. Þyrlan er splunkuný og kaupverð hennar er um 35 milljónir íslenzkra króna. Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar, sagði Morgunblaðinu í gær, að starfs- menn Gæzlunnar hefðu gert athuganir á heppilegum þyriu- tegundum og hefði þeim litizt bezt á þessa gerð. Hún tekur 4—5 menn og er með túrbínumótor. sem gerir hana örugga og með- færilega. Sagði Pétur Sigurðsson að með kaupum á þyrlunni væri unnið áfram að því að byggja upp þyrlustarfsemi Landhelgisgæzl- unnar. Stefnt er að því að nota þyrluna að miklu leyti i kringum Framhald á bls. 47 Þyrla af Hughes-gerð eins og sú sem Landhelgisgæzlan fær. BALLETT Unnar Guðjónsdóttur, Ur borgarlífinu, var frumsýndur ( Þjóðleikhúsinu f vikunni. Myndina tók Friðþjófur á æfingu hjá tslenzka dansflokknum, sem flytur um þessar mundir ballett Unnar og annan eftir Alexander Bennet, ballettmeistara Þjóðleikhússins. Verður að flytja inn danskt smjör? ALLSHERJARVEKKFALLIÐ á dögunum hefur raskað öllu jafn- vægi á mjólkurframleiðslu á landinu, og kemur þetta harðast niður á smjörframleiðslunni. Eru verulegar horfur á því að skortur verði á fslenzku smjöri á næstunni, og getur þá svo farið að flytja verði inn danskt smjör, að þvi er Oskar Gunnarsson, fram- Smjörframleiðsla innanlands í lágmarki Verð danska smjörsins svipað hinu inn- lenda þrátt fyrir 82% innflutningstoll Bæði Asheville og Mirka geta notað eldflaugar EINS OG getið var í Morgunblaðinu í gær, hefur dómsmálaráðunevtið ákveðið að biðja utanrfkisráðu- neytið um að óska eftir því við Bandarfkjastjórn, að hún útvegi Islendingum 225 rúmlesta fallhvssubáta af Asheville-gerð. Ennfremur bentu skipherrar Landhelgisgæzlunnar, er þeir voru spurðir áiits, á hvaða skip hentuðu bezt til landhelgisgæzlu, á rússneskar smáfreigátur af Mirka-gerð, en þær eru um 950 rúmlestir að stærð. I bókinni Janes Fighting Ships er skýrt frá þvi að Bandarikin eigi 14 skip af gerðinni Asheville, -en upphaflega voru skipin 17 að tölu. Hlutverk skipanna er löggæzla, framkvæmd hafnbanns og eftirlit eða aðstoð við innrásaraðgerðir. Skipin hafa ekki nein tæki til að eyða kafbátum. Banda- rikin fengu sérstaka þörf fyrir þessi skip vegna hins hvikula ástands sem skapaðist upp úr 1960 vegna Kúbudeilunnar. Bátarnir eru stærstu eftir- litsskip, sem Bandarikin hafa smíðað síðan heims- styrjöldinni lauk, og fyrstu bandarisku skipin, sem knúin eru gastúrbínum. Kostnaðarverð hvers skips er 860 milljónir króna og þeir eru smiðaðir í Tacoma- skipasmíðastöðinni í Washington og ennfremur hjá Petersen-skipasmiðastöðinni í Wisconsin. Aðalvélar eru tvær dísilvélar, sem notaðar eru á venjulegri siglingu og er ganghraði þá 16 hnútar, en vilji skipstjórnarmenn ná meiri hraða eða allt að 40 hnútum, er gastúrbinan notuð. Hún er loftkæld. Viðbragðsflýtir skipanna er mjög mikill og það tekur þau aðeins eina mínútu að ná 40 hnúta hraða úr kyrrstöðu. Vopnabúnaður skipanna er þannig að framan á þeim er ein 76 mm byssa, sem er 50 caliber, og að aftan er ein 40 mm byssa og fjórar 50 caliber byssur. Sé hins vegar 40 mm byssan að aftan fjarlægð er unnt að hafa eldflaugar á skipunum. Áhöfn skipanna er 24 til 27 menn, þar af 3 yfirmenn. Mirka-freigáturnar sovézku eru 950 rúmlestir og hafa hraðann 33 hnúta. Þær voru smíðaðar á árunum 1964 til 1969 og eru svokölluð Petya-gerð endurbætt. Þær eru til af tveimur gerðum, sem aðgreindar eru með Mirka I og Mirka II. Munur- inn á þessum gerðum er að Mirka II er búin eldflaugufn og fleiri tundurskeytum. Vopnabúnaður Mirka-freigátanna er annars sá, að þær eru búnar 76 mm fallbyssu. Síðan eru tvær byssur að framan og tvær að aftan og ennfremur eru þær búnar tveimur tundurskeytatækjum. Þær eru búnar tveimur dísilvélum og tveimur gastúrbinum. I Janes Fighting Ships er hvorki getið um fjölda Mirka-freigátanna né hve áhöfn þeirra sé stór. kvæmdastjóri Osta- og smjörsöl- unnar, staðfesti f viðtali við Morgunblaðið. Samkvæmt upplýsingum sem blaðið hefur aflað sér verður ekki verulegur verðmunur á hinu innlenda og danska smjörinu. Verði af innflutningi þessum leggst um 82% tollur á danska smjörið, og mun það þá kosta svipað út úr búð og hið íslenzka. Að þvi er Óskar tjáði Morgun- blaðinu í gær voru smjörbirgðir um siðustu mánaðamót alls 150 tonn. Hann sagði að framleiðslan úti á landi virtist vera ákaflega lítil um þessar mundir, en það skýrðist þó betur eftir helgina, þegar gleggri upplýsingar bærust. Núna færi hins vegar nánast öll framleiðsla mjólkur og rjóma beint til neyzlu, og væri t.a.m. verulegt magn af mjólk og rjóma flutt að norðan vegna eftir- spurnarinnar á Suðvesturlandi og eins á Vestfjörðum. Þetta ylli síðan því að smjörframleiðslan virtist vera að koðna algjörlega niður. Allt jafnvægi í framleiðslu mjólkurvara hefði raskast i verk- fallinu, og sagði Óskar að sú mjólk sem til varð meðan á verk- fallinu stóð hefði ekki orðið að neinu eftir því sem bezt væri séð. Oskar vildi ekki spá neinu um Framhald á bls. 47 „Þetta er eilíf barátta við kílinn” — segir Sigurður Björnsson í Skógum „ÞETTA er eilíf barátta hjá okkur við kflinn og ég óttast að þetta sé vandamál sem ekki verði yfirstigið,“ sagði Sig- urður Björnsson í Skógum í Öxarfirði, fréttaritari Mbl., þegar blaðið ræddi við hann í gær. Sem kunnugt er af blaða- fregnum jókst vatn í kílnum í Skógarlandi til mikilla muna i jarðhræringunum í Öxarfirði um og eftir áramót. Hafa Skógarbændur siðan verið í stöðugri baráttu við kílinn en hann hefur vaxið svo að flýtur inn í hlöður og útihús og yfir tún ef ekkert er að gert. Var gripið til þess ráðs að ryðja kílnum braut i sjó fram, en sú leið hefur viljað teppast og sækir þá í sama horf með kilinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.