Morgunblaðið - 26.03.1976, Side 2

Morgunblaðið - 26.03.1976, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, KÖSTUDAGUR 26. MARZ 1976 HÚSEIGNIRNAR að Austurstræti 8, sem eru í eigu tsafoldarprentsmiðju h.f., hafa verið auglýstar til sölu. Verða þær seldar vegnar skipulagsbreytinga hjá fyrirtækinu. Að sögn Ólafs B. Thors, stjórnar- formanns Ísafoldarprentsmiðju, standa nú yfir skipulagsbreytingar í rekstri fyrirtækisins, sem er mjög stórt. Kvað hann óráðið hvað yrði um bóka- verzlunina í Austurstræti. Að öðru leyti gat Ólafur ekki upplýst nánar hvaða breytingar verða á rekstri fyrirtækisins. Á næsta ári, 1977, eru liðin 100 ár frá því að Björn Jónsson stofnsetti Ísafoldarprentsmiðju h.f. Isafold til sölu Lítil stúlka fékk skot í lærið MINNSTU munaði að stórslvs vrði í Hafnarfirði i fvrradag, þegar 9 ára drengur var að fikta við byssu með þeim afleiðingum að skot hljóp úr byssunni og i læri 7 ára stúlku, en auk þess voru í herberginu tvær 4 ára stúlkur. Litla stúlkan var flutt á slysadeild Borgarspítalans og að lokinni aðgerð fékk hún að fara heim til sin. Var það álit lækna að miðað við aðstæður hefði hún vart getað sloppið betur. Atburðurinn gerðist um klukk- an 17.30 á miðvikudaginn. Börnin voru ein heima i húsinu. Var drengurinn að fikta með riffil, sem faðir hans geymdi inn i klæðaskáp en þetta hafði dreng- urinn gert i nokkur skipti. 1 þetta skipti gekk hann feti lengra, því hann fór einnig að fikta við skot, sem faðir hans geymdi á sama stað. Setti hann þau í byssuna og tók síðan í gikkinn með fyrr- greindum afleiðingum. Sveinn Björnsson rannsóknar- lögreglustjóri í Hafnarfirði sagði við Morgupblaðið í gær, að það væri aldrei nógsamlega brýnt fyrir fólki að fara varlega með skotvopn og meðferð vopna og skotfæra í umræddu tilviki væri vítaverð. Slíkt ætti aldrei að geyma þar sem börn næðu til. Nú eiga möskvar að stækka: Ný reglugerð um möskva- stærð í botn- og flotvörpu SJ AVARÚTVKGSRAÐUNKYT- IÐ hefur nú gefið út nýja reglu- gerð um möskvastærðir botn- vörpu og flotavörpu, sem á að taka gildi 1. apríl n.k. Reglugerð þessi er sett samkvæmt tillögum fiskveiðilaganefndar og llafrann- sóknastofnunarinnar og að fengn- um umsiignum ýmissa hagsmuna- aðila. Hér á eftir birtast helztu ákvæði reglugerðar þi-ssarar. Athugasemd frá mennta- málaráðherra MORUUNBLAÐINU barst I gær vfirlýsing frá Vilhjálmi Hjálm- arssyni menntamálaráðherra vegna skrifa um dóm í máli dr. Braga Jósepssonar gegn mennta- málaráðuneytinu. Yfirlýsingin er svohljóðandi: Vegna endurtekinna fullyrð- inga dr. Braga Jósepssonar, sem birst hafa í dagblöðum, um að uppsögn hans úr starfi deildar- stjóra i menntamálaráðuneytinu, hafi verið byggð á röngum upplýs- ingum frá ráðuneytisstjóranum, skal þetta rifjað upp. I fréttatilkynningu frá mennta- málaráðherra, dags 13. desember 1974, er getið um ástæður fyrir uppsögninni. Eru eingöngu til- færð atvik, sem áttu sér stað eftir stjórnarskiptin 1974 og aðeins vitnað til ummæla dr. Braga Jós- epssonar sjálfs. Allt tal um að uppsögnin hafi verið byggð á röngum upplýsingum er því markleysa. Fleiri missagnir eru í því sem blöð hafa eftír Braga Jósepssynir en þær skipta minnu. I. LÁGMARKS MOSKVARSTÆRÐÍR. A) Botnvarpa og flotvarpa. Lágmarksstærð möskva i poka botnvörpu og flotvörpu skal vera 155 mm. Avallt skulu a.m.k. öft- ustu 8 metrar vörpunnar vera gerðir úr 155 mm. riðli. Lágmarksstærð möskva í öðrum hlutum botnvörpu og flotvörpu er 135 mm. Ennfremur verður heim- ilt að nota 135 mm. riðil í poka á tilgreindum karfasvæðum sbr. hjálagt kort. Sá aðlögunartími er veittur í reglugerð þessari, að heimilt er að nota botnvörpunet með lágmarks- möskvastærðinni 120 mm til 15. maí 1976 og heimilt er að nota 135 mm riðii í poka til 31. desember 1976. Varðandí flotvörpu er veitt- ur lengri aðlögunartími á 120 mm, eða til 15. maí 1977, þó þannig að eftir 31. desember 1976 verður poki vörpunnar að vera gerður úr 155 mm riðli. b) Lágmarksmöskvastærð rækjuvörpu og humarvörpu verður óbreytt. 1 vængjum rækju- vörpunnar er lágmarksstærðin 45 mm og 36 mm í öðrum hlutum hennar. í humarvörpu er lág- marksmöskvastærðin 80 mm. c) Lágmarksstærð möskva botn- Reykjanes- kjördæmi AÐALFUNDUR Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Revkjanes- kjördæmi hefst kl. 10.00 iGrinda- vik í fvrramálið, laugardag. Stjórn kjördæmisráðsins biður kjörna fulltrúa, sem ekki geta mætt, að boða varafulltrúa sína. Að loknum aðalfundarstörfum verða umræður um prófkjör og prófkjörsreglur, kjördæmaskip- un og atkvæðisrétt og framvindu islenzkra stjórnmála. vörpu og flotvörpu, sem notaðar eru til veiða spærlings, loðnu og Framhald á bls. 18 Verðið gerir Bretum erfitt fyrir BREZKU togararnir halda sig enn undan Austfjörðum, en síðustu 3—4 dagana hafa þeir lítið sem ekkert getað verið á veiðum vegna veðurs. Að sögn Péturs Sigurðssonar forstjóra, Landhelgisgæzlunn- ar, hafa togararnir verið á miklu flökti síðustu daga. Veður á Austfjarðamiðum hef- ur verið slíkt að varðskipin og flugvél Landhelgisgæzlunnar hafa lítið getað fylgst með ferðum togaranna Þó er vitað að þeir sigla fram og aftur i von um að veðrið sé betra á einum stað en öðrum, sagði hann. Dýrmætu úri stolið DYRMÆTU úri var fyrir skömmu stolið í anddyri Voga- skóla. Ur þetta sem er af gerð- inni Omega Constellation, er metið á 170 þúsund krónur. Þeir, sem geta veitt upplýsing- ar um þjófnað þennan eru beðnir að láta rannsóknar- lögregluna vita. Góðum fundarlaunum er heitið. Sífelld ótíð' Þorlákshöfn 25. mar/. HER hefur verið einstök ótíð og slæmar gæftir það sem af er þessari vetrarvertíð. A land hafa borizt miðað við 22. marz: Bolfiskur 4379 tonn og 320 kg., loðna 8153 tonn, 750 kg. Samtals eru þetta 12.533 tonn og 70 kg. Bolfiskaflinn er 500 tonnum minni en hann var í fyrra miðað við sama tíma og loðnuaflinn er allt að helmingi minni. Þorskur kom fyrr á miðin nú en í fyrra eða strax eftir verkfallið, sem gerði eins og allir vita dálaglegt strik i reikninginn. Aflahæsti bátur hér er Friðrik Sigurðsson með 477 tonn tæp. —RaRnheiður. Afengismagnið langt yfir leyfileg mörk NIÐURSTÖÐUR liggja nú fyr- ir á áfengismagninu í blóði Svíans, sem ók á piltana tvo á Laugavegi um síðustu helgi. Reyndist áfengismagnið vera langt yfir leyfileg hámörk. Þegar Morgunblaðið spurð- ist fyrir um líðan piltanna i gær, var því tjáð að hún væri óbreytt. Þeir liggja báðir með- vitundarlausir og i lífshættu á gjörgæzludeild Borgarspítal- ans. Fundur með sjómönnum og útvegsmönnum SAMNINGAFUNDUR hófst í gær hjá sáttasemjara ríkisins með sjó- mönnum og útvegsmöonum á Austfjörðum. Hófst fundurinn klukkan 17. Þá var einnig i gær fundur með fulltrúum Sjómanna- sambands íslands og Farmanna og fiskimannasambandi Islands annars vegar og fulltrúum skipa- félaganna hins vegar. Litið mark- vert mun hafagerzt á fundunum. Hávaðinn þreytandi en ekki hættulegur heyrn — segir Erlingur Þorsteinsson yfirlæknir um tækið í fangelsinu á Akranesi UPPLYST hefur verið, að tæki þau, sem skýrt var frá f blaðinu f gær að bönnuð hafi verið f fangelsum landsins, voru f fangelsinu á Akranesi og á Höfn á Hornafirði. I tækinu á Höfn heyrðist aðeins lágt suð og aðeins þegar það var f gangi en á Akranesi var hægt að framkalla meiri hávaða í fangaklefum, þó ekki hátfðnitóna eins og kom fram f frétt frá Islenzkri réttarvernd. Tækið f fangelsinu á Akranesi gat gefið frá sér 8—200« riða tfðni en samkvæmt upplýsingum Erlings Þor- steinssonar yfirlæknis heyrnadeildar Heilsuverndarstöðvarinnar, er ekki talað um hátlðni fyrr en komið er upp fyrir 6000 rið. Erlingur sagði í samtalinu við Morgunblaðið að tiðnin 800—2000 rið væri venjulegt talmál og ekki skaðlegt heyrn manna. Einnig væri 80 decibila hljóðstyrkur hættulaus heyrn manna, en tækið á Akranesi var gert fyrir slíkan styrk. „Hitt er svo annað mál,“ sagði Erlingur, „að slíkur hávaði getur orðið mjög þreytandi til lengdar, sérstaklega ef hann er breytilegur. “ Morgunblaðið ræddi í gær við Stefán Bjarnason yfirlögreglu- þjón á Akranesi. Hann kvaðst vilja taka það skýrt fram, að lög- reglan á Akranesi hefði ekki pantað þennan útbúnað á kalltæk- in í fangahúsinu og lögreglumenn hefðu verið mjög undrandi þegar hann kom. Hitt væri rétt, að þegar verið var að innrétta fangelsið í fyrrasumar hefðu lögreglumenn verið að ræða um að slikt tæki til að róa fanga væri á Hornafirði, og væri ekki ónýtt að fá eitt slíkt. Vel mætti vera að sá aðili sem sá um að panta kallkerfið í fanga- klefana hafi heyrt þessar umræð- ur og pantað slíkan útbúnað með. Stefán sagði að útbúnaðurinn hefði verið meira og minna bilað- ur síðan hann var settur upp í júlí í fyrra Kvaðst Stefán hafa verið óánægður með þetta kerfi og ver- iðbúinnað skipa svo fyrir að það yrði tekið úr sambandi þegar yfir- völd ákváðu að banna notkun þess. Stefán sagði að tækið hefði aðeins 2—3 sinnum verið reynt á föngum. Þar af hefði hann einu sinni reynt það á drukknum og óróasömum fanga í u.þ.b. 3 minút- ur en engin breyting hefði orðið á manninum. Aftur á móti hefði hann allur róast þegar honum var gefið kaffi. Þá ræddi Morgunblaðið við Þór- mund Sigurbjarnarson hjá Hljómi hf, en hann smíðaði tækið. Sagði hann að kallkerfið hefði á sínum tíma verið pantað með slík- um hljóðgjafa, sem að framan greinir. Var sú beiðni afgreidd eins og hver önnur. Minnti Þór- mund að rafvirkjameistarinn, sem sá um raflagnir í fangahúsið hefði lagt inn pöntunina. Morgunblaðinu tókst ekki að ná tali af rafvirkjameistaranum í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.