Morgunblaðið - 26.03.1976, Page 17

Morgunblaðið - 26.03.1976, Page 17
KANNBETUR VIÐNÓTA VEIÐAR „Ég kann að mörgu leyti betur við nótaveiðina Togveiðarnar eru meiri „rútína“ ef svo má segja. Þó svo að margir teldu vonlaust að gera Sigurð aö heppilegu nóta- skipi, þá hafði ég alltaf trú á að þetta heppnaðist, sem það og gerði. Nótaveiðarnar byggjast á því að skipin taki nógu mikið og jjgeti farið nógu hratt yfir og það gerir Sigurður. Það verður að > viðurkennast, að hann er stirðari ! en mörg önnur skip. Það hefur oft ! komið fyrir að við erum siðastir af miðunum, en fyrstir i höfn, þar sem skipið gengur mikið. Á togveiðunum vorum við úti í 2—3 vikur og fengum síðan sólar- hrings frí. Á nótaveiðunum er stanzlaust úthald í 2—3 mánuði, en síðan fær maður oft mánaðar- frí á eftir. Á síðastliðnu ári var Sigurður gerður út í 8'A mánuð, við ísland, Nýfundnaland, í Barentshafi og síðast við Afríku- strendur. Við munum hafa fiskað um 40 þúsund tonn á árinu, en engu að síður var hásetahluturinn ekki nema um 2.2 milljónir króna. Maður hefði örugglega getað haft meira kaup fyrir sömu vinnu í landi, en því miður er mjög lítið verð greitt fyrir hráðefnið sem við öflum. I fyrra kynntumst við Norðmönnum nokkuð vel og það kom fljótt í ljós, að þeir hafa miklu betra kaup fyrir samsvar- andi veiðiskap og þá miða ég við aflamagn." Það mátti heyra á mörgum skip- stjórunum þegar þeir voru að tala í talstöðvarnar að þeir væru orðn- ir leiðir á eltingaleiknum við loðnuna og ekki bætti úr skák þegar hún hélt sig á svona slæm- um botni. Margir töluðu um að gefa henni fri og fara á þorska- net, en aðrir sögðust ætla reyna eitthvað áfram, það væri hvort eða aldrei veður til að stunda netin. REYKJABORG OFSTÓR_________ Idur Ágústsson skipstjóri í kunnari aflamönnum á hann var lengi með Guð- 'órðarson og var þá fyrstu til að nota kraftblökk með jum árangri. Síðan keypti eykjaborg RE, sem var ;tærstu sildarskipunum lún kom. „Við ætluðum MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1976 17 aldrei að fá að koma með bátinn til landsins. Biðum með hann til- búinn i Noregi i 1 mánuð. I kerfinu hér heima þótti skipið alltof stórt, en þetta gekk að lok- um.“ Þess má geta að Sigurður er þrisvar sinnum stærri en Reykja- borg og sjálfur segir Haraldur að við hefðum fyrir löngu átt að byrja að nota stór nótaskip eins og Sigurð. Haraldur er ættaður norðan af Ströndum og þaðan koma fleiri góðir aflamenn eins og t.d. Hrólfur Gunnarsson á Guð mundi RE. Ekki hefur Haraldur þó verið einn með Sigurð í vetur, því þeir skiptast á tveir að vera meó skipið. Kristbjörn Árnason frá Húsavík er með skipið á móti Haraldi, en Kristbjörn var með Sigurð á loðnuvertíðinni í fyrra. Hann er nú kominn í land og farinn að stunda grásleppuveiðar á trillunni sinni heima á Húsavík. Haraldur Agústsson í brúnni á Sigurði. Jóhann Jóelsson i vélarrúmi Sigurðar. 150TONN ______t KASTINU________ Skömmu eftir hádegi á mánu- daginn var kastað en ekki vildi betur til en svo að nótadræsan rifnaði og tók nokkurn tíma að gera við á eftir. Er því var lokið var kastað aftur og fengust þá um 150 tonn. Ekki tók langan tíma að „afgreiða kastið" eins og sjómenn segja. Eftir þetta varð ekki úr að kastað yrði aftur, botn alls staðar grjótharður og einnfremur lítið að finna. BÁRA Sá skipstjóri,, sem er vin- sælastur á Sigurði, ber nafnið Bára og er það skipshundurinn, átta ára gömul tík, sem í fyrstu var um borð i Örfisey, en skipti síðan um skip þegar Kristbjörn Árnason tók við Sigurði. Bára er óvenju vel taminn hundur, og eins og margir hundar er hún hinn mesti sælkeri. Hennar uppá- hald er molasykur og er talið að hún borði allt að helming þess molasykurs er kemur um borð i skipið. Aldrei stelur Bára samt sykri, heldur bíður hún eftir því að einhver bjóði sér. Áður en Báru er gefinn moli, þá er nóg að segja við hana: Leggstu niður og vertu kyrr, eða stattu upp. Þá stendur hún upp og gengur um gólf á afturfótunum, og skiptir engu þótt einhver veltingur sé. Bára hefur því ábyrgðarmikla hlutverki að gegna á morgnana að ræsa 1. vélstjóra um kl. 6 Yfirleitt sefur hún fyrir framan klefadyrn- ar hjá honum á nóttinni. Um kl. 5 á Bára það til að rísa á fætur, prila upp í brú og þar bíður hún þar til vakthafandi vélstjóri segir: ,JVú má ræsa.“ Þá þýtur Bára niður stigana, opnar sjálf klefa- dyrnar hjá vélstjóranum og stekk- ur upp á kojubríkina og vekur vélstjórann. Áð sjálfsögðu er hún ánægð yfir getu sinni. Þá er Bára ákaflega dugleg við að opna hurðir, yfirleitt getur hún opnað allar hurðir, ef hurðin fellur frá henni þegar hún opnar. Öðru máli gegnir, ef hurðin fellur að henni, þá verður hún að ýlfra á hjálp, sem hún færyfirleitt fljótlega Þegar Sigurður er í höfn og fáir eru um borð, þá vaktar Bára skipið eins og góður varðhundur. Ef einhver óku.nnugur lætur sjá sig geltir hún og sýnir hvassar tennurnar, og það eru víst ekki allir sem hafa þorað að fara alla leið inn í ganga skipsins. KOKKUROG TRÉSMIÐUR A meðan leitað var að loðnunni úti af Sandgerði tókum við kokk- inn tali. Hann heitir Óskar Bene- diktsson og hefur verið í eitt ár á skipinu eða frá því í janúar í fyrra. Óskar sem er lærður tré- smiður sagðist hafa verið í kokks- starfinu og trésmíðinni sitt og hvað. „Það er hreint prýðilegt að vera á Sigurði og ætli maður geti nokkurn tíma hugsað sér að fara á lítið skip. Vissulega verður maður stundum þreyttur á útiverunni og um tíma vorum við að hugsa um að vera tveir kokkar hér til skipt- ist og vinna í landi milli þess sem maður er á sjónum, en enn hefur ekkert orðið úr þvi. Vinnutiminn, jú, hann er að visu nokkuð langur. Maður fer á fætur um kl. 7 á morgnana, en getur oft á tiðum lagt sig um miðjan daginn. Síðan er maður við eldamennskuna fram til kl. 12 á kvöldin." MAN EKKI EFTIR SVONA VETRI Þegar komið var fram á kvöld var hætt að leita og látið reka. Loðnan hafði þá dreift sér. Um nóttina gerði brælu þannig að ekki var hægt að kasta um morguninn. Bátarnir lögðust þá fyrir innan Garðskagavita og það gerði Sigurður einnig. Var tæki- færið notað og losað tóg úr skrúf- unni sem hafði lent i henni dag- inn áður. En er komið var fram yfir hádegi og ekki leit út fyrir að veður myndi batna, var haldið af stað til Hafnarfjarðar með þenn- an litla afla „Eg man ekki eftir svona vetri í háa herrans tíð,“ sagði Haraldur," það er alltaf rok. Yfirleit hefur komið ein eða tvær brælur í febrúar og marz og þar með búið, en veðurguðirnir hafa aldrei hagað sér svona." Bára vinnur sér inn sykurmola hjá Haraidi skip- stjóra. Texti ÞÓ Myndir RAX Skroppið íveiðiferð með Sigurði Það þarf stundum að hjálpa til þegar nótin fer f gegnum kraftblökk- ina. j \

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.