Morgunblaðið - 26.03.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.03.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1976 23 Sérstök orlofs- nefnd sett á fót Svipmynd frá Alþingi. Margt bendir til að aukinn skriður sé að komast á þingstörfin. Fjöldi stjórnarfrumvarpa hefur komið fram sfðustu daga: um aflatryggingarsjóð, upptöku ólöglegs sjávarafla, veiðar utan fiskveiðilandhelgi og lax- og silungsveiði; lyfsölulög, frumvarp um sálfræðinga, frumvarp um gleraugnasérfræðinga og sjónfræðinga; frumvarp um stafsetningu og frumvarp til breytinga á lögum um Háskóla tslands, svo nokkur séu nefnd. — Hér sjást nokkrir þingmenn hlýða á umræður: Benedikt Gröndal (A), Magnús Torfi Úlafsson (SFV), Eyjólfur Konráð Jónsson (S), Gunnlaugur Finnsson (F), Björgvin Sighvatsson (A) og Jóhann Hafstein (S). Aðild stúdenta að rektorskjöri breytt: Brey ting á prófafyrir- komulagi er leiðir til verulegs sparnaðar Eining innan Háskólans um efni stjórnarfrumvarps til breytinga á lögum um Háskóla Islands GUNNAR Thoroddsen félags- málaráðherra mælti i efri deild Alþingis fyrir stjórnarfrumvarpi um orlof. Helztu breytingar á nú- gildandi orlofskerfi, sem frum- varp þetta gerir ráð fyrir, eru: • — Sett verði á fót sérstök or- lofsnefnd, sem skipuð verði full- trúum launþega og vinnuveit- enda, en oddamaður verður til- nefndur af ráðherra. • — Starfssvið orlofsnefndar er m.a.: að afgreiða kvartanir frá launþegum og vinnuveitendum sem telja sig misrétti beitta sam- Stjórnarfrumvarp: Aukning láns- fjár til kaupa á eldra húsnæði Gunnar Thoroddsen félags- málaráðherra mælti i efri deild Alþingis í gær fyrir stjórnarfrumvarpi til breyt- inga á lögum um Húsnæðis- málastofnun ríkisins. Frum- varpið ertviþætt. Annarsvegar er gert ráð fyrir því að hús- næðismálastjórn geri árlega tillögu til ráðherra um þá heildarfjárhæð húsnæðismála- stjórnarlána, sem heimilt er að veita á ári hverju til kaupa á eldri íbúðum og til endurbóta á eigin húsnæði öryrkja. Til þessa hefur það verið bundið i lögum, hve hárri heildarfjár- hæð heimilt hefur verið að veita í þessu skyni, en nú er gert ráð fyrir að ráðherra ákveði í reglugerð að fengnum tillögum húsnæðismálastjórn- ar, hver heildarlánsfjárhæð skuli vera Hins vegar er nú lagt til að 8. gr. viðkomandi laga breytist á þá lund, að auk heimildar til lána til byggingar leiðuíbúða, nái heimildin einnig til söluíbúða. Síðari breytingin er tilkomin að til- lögu Sambands íslenzkra sveit- arfélaga. Við fyrstu umræðu um frum- varpið boðaði Oddur Olafsson (S) flutning breytingartillögu þess efnis að lán til endurbóta á eigin húsnæði öryrkja nái einnig til eigin húsnæðis elli- lífeyrisþega. MORGUNBLAÐINU hafa borizt fréttatilkynningar og samþykktir funda og félagasamtaka ýmissa hópa nemenda þar sem mótmælt er harðlega framkomnu laga- frumvarpi um námslán og náms- styrki. Leggja námsmenn á það áherzlu, að þeir njóti ekki óhag- stæðari lánakjara en aðrir lán- þegar i landinu. Þá er einnig átalið það endurgreiðslukerfi sem gert er ráð fyrir í frum- varpinu og að full brúun umfram- Ritgerðarsam- keppni sjómanna- dagsráðs SJÖMANNADAGSRÁÐ hefur ákveðið vegna fjölda áskorana að framlengja skilafrest i ritgerða- samkeppni þeirri er ráðið efndi til, en skilafrestur hafði verið ákveðinn 26. þ.m. Hefur skilafrestur nú verið ákveðinn hinn 5. apríl n.k. kvæmt lögum þessum; að hafa umsjón með framkvæmd orlofs- laganna; að hafa eftirlit með út- borgun og ávöxtun orlofsfjárins; að gera tillögur um vaxtafót skv. 12. gr. laganna og að úthluta fé úr orlofssjóði skv. 14. gr. til orlofs- mála. • — Orlofsárið skal að jafnaði vera frá 1. apríl til 31. marz, þ.e. orlofsárið er hér fært aftur um einn mánuð. Orlofstímabilið skal vera frá 16. mai til 30. september, þ.e. fært fram um hálfan mánuð. Myndast þarna l'A mánaðar tíma- bil frá því að orlofsári lýkur þar til orlofstaka hefst. Þetia er nauð- synlegur vinnslutími fyrir Póst og síma, en hingað til hefur þurft að greiðaorlof í tvennu lagi. • — Samkomulag um skemmri tima en 21 orlofsdag á orlofstíma- bilinu skapar launþega rétt til orlofsuppbótar i formi viðbótaror- lofs eðá orlofsgreiðslu. • — Orlofsfé verði vaxtareiknað samkvæmt nánari ákvæðum í Gunnar Thoroddsen, félagsmála- ráðherra. reglugerð. Gert er ráð fyrir að launþegi fái greidda vexti sem svarar mismuni á innlánsvöxtum og þeim kostnaði, sem Póstur og sími þarf að standa undir við rekstur kerfisins. % — Fyrningarfrestur orlofsfjár er lengdur úr einu í tvö ár. Gert er ráð fyrir að fyrnt orlofsfé renni i sérstakan orlofssjóð, er það rennur nú í lífeyrissjóð við- komandi launþega sem aukafram- lag af hans hálfu. fjárþarfar skuli ekki verða að raunveruleika heldur aðeins stefnt að þvi. Af þeim fréttatilkynningum, sem blaóinu hafa borizt eru fimm frá nemum i ýmsum deildum Háskóla Islands, en þær eru: fundur læknanema á 4. ári sem stunda nám á Landspítalanum, almennur fundur laganema, almennur fundur heimspeki- deildar, fundur nemenda i verk- fræði- og raunvisindadeild og fundur Félags viðskiptafræði- nema. Þá eru einnig fréttatil- kynningar frá nemendaráði Kennaraháskóla Islands, fundi fóstrunema og fundi Myndlista- og handiðaskóla Islands. Margir fundanna lýsa stuðningi við hug- myndir og tillögur kjarabaráttu- nefndar. Þá mótmælir fundur fóstrunema því að K-lánþegum skuli aðeins verða reiknuð 70% af umframfjárþörf þegar öðrum lán- þegum eru reiknuð 83% umfram- fjárþarfar. Einnig taka nokkrir fundanna fram að frumvarpið sé algjörlega ófullnægjandi að þvi er varðar hagsmuni námsmanna og yfirlýstrar stefnu stjórnvalda um jafnrétti til náms. Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra mælti í neðri deild Alþingis í gær fyrir stjórnarfrumvarpi um breytingu á lögum um Háskóla Íslands. Efn- isatriði ræðu hans fara hér á eftir. Ég mæli hér fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um Háskóla Islands. Allnokkur að- dragandi er aó gerð þessa frum- varps. En efni þess er komið frá háskólaráði. Breytingar þær, sem frumvarpið inniheldur, varða eftirtalin atriði: % 1. Kjör rektors og stjórn deilda. % 2. Stofnun nýrrar deildar, fé- lagsvísindadeildar. % 3. Fyrirkomulag prófa, einkum varðandi prófdómara. Með örfáum orðum verður nú vikið að hverjum þessara þátta. Aðild stúdenta og starfsmanna háskólans annarra en prófessora að rektorskjöri og stjórn deilda hefur mjög verið til umræðu í háskólaráði undanfarin tvö ár. Hefur orðið full samstaða í há- skólaráði um þá tilhögun, sem greinir i 1.—5. gr. frumvarpsins og svo í 7.—9. gr. Kveðið er á um atkvæðisrétt allra, sem fastráðnir eru eða settir til fulls starfs við háskólann og stofnanir hans og hafa háskólapróf. Þá eru ákvæði um gerbreytta aðild stúdenta að rektorskjöri. Samkvæmt ákvæó- um frumvarpsins fá þeir þriðj- ungsaðild og hafa allir stúdentar atkvæðisrétt i stað þess, að nú eiga atkvæðisrétt fulltrúar stú- denta í háskólaráði, og tveir full- trúar i háskóladeildum. Ekki er hér gengið lengra með aukna aðild stúdenta i stjórnun háskólans en títt er í nálægum löndum nema síður sé. En eins og áður sagði er fullt samkomulag i háskólaráði um þessar tillögur. Lagt er til, að hin nýja deild, félagsvísindadeild, verði til með þeim hætti, að sálarfræði, uppeld- isfræði og bókasafnsfræði, sem nú er skipað i heimspekideild, flytjast þaðan i hina nýju deild, þar sem einnig verða greinar þær, sem nú falla undir námsbraut í almennum þjóðfélagsfræðum. Einnig er gert ráð fyrir, aó kennsla í félagsráðgjöf fari fram í deildinni, þegar sú kennsla er komin á laggirnar. Talið er, að hér sé um beina hagræðingu að ræða. En tillagan um stofnun fé- lagsvisindadeildar er reist á álits- gerð nefndar, sem háskólarektor skipaði 6. janúar 1975 til þess að kanna, hvort stofna skuli nýja deild við háskólann, er nái yfir áður nefnd fræði. Álitsgerð nefndarinnar er allýtarleg og eru þar færð fram rök fyrir því, að hagkvæmt sé að stofna til þessar- ar nýju deildar. Um undirbúning að breyttu prófdómarafyrirkomulagi er það að segja, að menntamálaráðuneyt- ið skipaði í nóbember 1975 að frumkvæði háskólaráðs nefnd til þess að kanna möguleika á lækk- un prófkostnaðar við Háskóla ís- lands. Nefndin skilaði áliti litlu siðar og fylgir það með frumvarp- inu sem fylgiskjal. AIÞinGI Gert er ráð fyrir gerbreytingu prófdómarafyrirkomulagsins, en prófdómarar eru felldir niður við skrifleg próf, en haldi samkvaemt fyrra hætti við munnleg próf. v. Þar sem frumvarpi þessu fylgja ýtarlegar athugasemdir, svo og álit nefnda prentuð sem fylgi- skjöl, þá sé ég ekki ástæðu til að fjölyrða um málið hér við 1. um- ræðu. Eg legg áherzlu átvennt. 1 fyrsta lagi er þetta sparnaðar- frumvarp. Breytingin á stjórn há- skólans hefur engin útgjöld í för meó sér. Stofnun hinnar nýju deildar er talin siður en svo út- gjaldaaukandi og muni fremur en hitt leiða til sparnaðar. Og breyt- ingin á prófafyrirkomulaginu er talin spara á ári hverju 7—8 milljónir króna eða sem svarar til launa 6—8 lektora i fullu starfi. Fjárlaga- og hagsýslustofnunin hefur fjallað um þessa hlið frum- varpsins og segir svo i bréfi þeirrar stofnunar dagsett 16. þessa mánaðar með leyfi hæstv. forseta: „Þetta ráðuneyti gerir engar at- hugasemdir við þær breytingar sem frumvarpið gerir ráð fyrir, en lýsir sig mjög fylgjandi fyrir- huguðum breytingum á próf- dómarafyrirkomulaginu og telur, að stefna beri að þvi aó fella niður prófdómara á öllum skólastig- um.“ I annan stað vil ég itreka að innan háskólans er fullt sam- komulag um efni þessa frum- varps i einu og öllu og hefur rektor tjáð mér, að þar riki mikill áhugi fyrir framgangi málsins. Herra forseti, Eg legg til, að frumvarpinu verði að 1. umræðu lokinni visað til menntamála- nefndar. Námsmenn mótmæla frumvarpi um námslán

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.