Morgunblaðið - 26.03.1976, Page 29

Morgunblaðið - 26.03.1976, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1976 29 VELVAKAIMDI Velvakandi svarar i sima 10-100 kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu- dags 0 Ferskar veigar við altarið Undir þessari fyrirsögn skrifar sr. Arelius Nielsson eftir- farandi bréf: Það hefur stundum verið sagt að við prestarnir gæfum börnum „fyrsta staupið" einmitt við alt- arið. Raunar færist nú áfengis- neyzlualdurinn stöðugt til barn- anna. Og einmitt þess vegna vil ég benda á. að ekkert ætti að vera sjálfsagðara en að prestar losuðu sig við þetta ámæli, sem raunar er nú eins og margt illt í þeirra garð, mælt af lítilli sanngirni. Ekkert er auðveldara en breyt- ing á þessu sviði. Hér ætti auð- vitað aldrei að veita áfengi. Sam- kvæmt uppruna og eðli þessarar helgu táknmáltiðar, áttu brauðin að vera úr ósýrðu deigi og vínið gerjað. Allt skyldi vera nýtt og ferskt, minna á vorið og hið brum- andi líf, frumgróða jarðar. Svo hefur þetta aflagast af ýmsúm orsökum í tímanna rás,- Viða i nágrannalöndum hefur ferskt vín nú þegar verið tekið í notkun, sem sagt óáfengir drykk- ir notaðir til útdeilingar við altárisgöngur og er talið sjálfsagt. Þarna er um margt að velja. Sagt er aö fáir veiti þvi athygli, hvort heldur er. Eitt er vist, þótt ekki sé þetta stórmál og sízt til að skapa deilur og ávitur, þá er betra að hafa þarna hreinan skjöld, vegna hinna óstöðugu i söfnuðinum, t.d. AA-manna og annarra, sem berjast við „alkoholisma". Svo er hrein samvizka við altarið sjálf- sögð. Fyrir hönd Bindindisráðs krist- inna safnaða skal hér mælzt til að prestar og sóknarnefndir athugi málið og útvegi ferskt vín eða óáfengar veigar við altarisgöngur í vor. 0 Talið við flóttamennina Húsmóðir skrifar: Ég hefi haft rnikinn áhuga á kommúnismanum frá unga aldri, vegna þess að hann er það eina, sem ég hræðist i veröldinni. Skyldi einhverjum ofbjóða, þá a'tti sá að tala við einhvern flótta- mann og taka mig svo til bæna á eftir. Fólk, sem flúið hefur kommúnismann finnst i ölluni löndum og líka hér. get einhvern veginn ekki trúað þessu. — Að minnsta kostí hafa þeir ætlað að granda David, sagði Gautier. — Ég held við verðum að horfast í augu við það. Það var hins vegar óheppni að þú varst þarnalika, vinamín. — En hvers vegna? hrópaði hún upp yfir sig. — Þetta er ailt svo fáránlegt. Þú varst bara I sak- leysislegum crindagjörðum og ætlaðir að spvrja hreingerninga- konu nokkurra spurninga . . . hún þagnaði skyndilega. — Einmítt, sagði Gautier alvörugefinn. — Fáeinar spurn- ingar um lík. Lfk sem hvarf. Eins og Mme Desgranges hefur nú eínnig horfið. — Eg held ég verði nú að skýra frá þessu svo og þvl sem gerðist f kvöld, sagði David. — Það hefur ekkert upp á sig nema sfður sé að liggja á þessu. Gautier var djúpt hugsi. Svo leit hann upp. — Ég veit ekki hvort það værí viturlegt, David, sagði hann. — Lögrcglumennirnir hér eru ;kki sérlega ftursnjallir, þött þeir ;éu ágætir menn f sjálfu sér. Ef teir hafa ekkert lik og engin vitni 0 Alltaf versna sögurnar Ég hefi reynt að fylgjast með kommúnismanum i fram- kvæmd og alltaf versna af honum sögurnar. Komrnúnistaþingin í Moskvu eru lang athyglisverðust. Eg á bók, sem í er mikill fróðleik- ur um rnörg kommúnistaþing. Þar er vitnað f Pravda, Rauðu stjörn- una og öll helztu blööin. Þennan fróðleik neitaði Þjóðviljinn að birta. Það er nefnilega allt annar fróðleikur, sem lesendur Þjóðvilj- ans eiga að fá. Þjóðviljinn og blaðamenn hans eru á sömu lin- unni enn í dag. Þess vegna „duttu mér allar dauðar lýs úr höfði", þegar sjónvarpið fékk Arna Berg- mann til þess að fræða okkur um gang mála f Rússiá. Af öllum blaðamönnum Þjóðviljans ólöst- uðum hefur Arni orðið frægastUr af þjónkun sinni við Rússa. Hann sem sé krafðist þess, að íslenzk stjórnvöld framseldu mann, sem flúið hafði á náðir okkar í hendur Rússum. Til allrar hamingju þá frelsaðist maðurinn, liklega vegna þess. að þeir sem þá fóru með völdin hafa liklega lesið óhræsið eftir Jórtas og líka fund- ist, að ekki munaði mikið um einn blóðmörskepp i þessari óþrjót- andi sláturtíð Rússa á pölitískum andsta'ðingum sínum. Ég legg að jöfnu fyrirlitning- una, sem sjónvarpið sýnir sak- lausum almenningi og brjóstheil- indi Arna Bergmans að sýna sig i sjónvarpinu með þennan þá líka fróðleik. Ég vona að kommúnism- inn sé ekki búinn að fara svo með kímnigáfu Rússa, að sendiráð þeirra hér hafi ekki komið þessari sögu til skila. Þeir hla'ja ábyggi- lega kalt að þessu í Pravda. Með þökk fyrir birtinguna — Húsmóðir. Fyrst húsmóðir gerir ríkisfjöl- miðla og Rússiá að umtalsefni, má benda á erindi. sem María Þor- steinsdóttir flutti í útvarpið á þriðjudagskvöld, en þar sagði hún frá tveimur „friðarþingum". Fyrst sagði hún frá förinni til Grikklands, þar sem fjallað var um þyndingar og ósköp þau sem yfir fólk gengur i Chile, sem auð- vitað var fordæ'mt. Kvaðst Maria hafa setið þar og skammast sin fyrir að við hefðum ekkert gert til að hjálpa þessu fólki svo sent ýms- ir aðrir. En síðan lá leiðin til Leningrad á annað friðarþing. Þá var aðalfrásögnin af alls konar friðarþingum, sem búið va'ri að ákveða á næstunni. þar sem nienn a'ttu að konia saman. Ég beið eftir því að Maria færi að tala um mál- ið, sem þá var na'rtækt. pólitiska fanga i Rússlandi. En nei, hún sagði að vísu að þingið hefði sam- þykkt að sleppa skyldi föngum — í Suður-Amerfku. Og eitthvað var drepið á að það sé svo sem ekki eini staðurinn, heldur væri þetta líka gert i Arabalöndunum. En i Rússlandi, landinu þar sem friðarþingið var haldið með ærnum kostnaði, nei á þaö var ekki minnst. Og friðarþingið rétti þeint pólitísku föngum, sem sitja inni án dóms og laga og eru of- söttir i þvi landi, sem þingið var i, ekki svo litla hjálparhönd að hafa þá með i samþ.vkktinni urn að sleppa skyldi pölitískum föngum. Svo var nú friðarhugsjónin þar og samúðin nteð föngum. HÖGNI HREKKVÍSI „Fj . . . sjálfur!“ Félag þingeyskra kvenna í Reykjavík heldur kökubasar að Hallveigarstöðum laugar- daginn 27. marz kl. 1 5. Nefndin. 83? SIGGA V/öGA £ “ílLVEgAM iétfM-lT 1) Angorina lyx, mohairgarn, Tweed Perle. 2) Tre-Bello, 3) Palett ullargarn 4) Trixi, bómullargarn. Verzlunin Hof, Þingholtsstræti 1 sími 16764 n VILQI im ti&A WAm vó é& miMr B-KK/ WR\£ VILDÓH'

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.