Morgunblaðið - 27.03.1976, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1976
Tugmilljónatjón hjá
Heklu á Akureyri
Nýja flugfélagið kaupir
Air Viking-þoturnar
Félagið missir Víkings-nafnið
fyrir hið nýja flugfélag liggja í
Akureyri, 26. marz —
KLUKKAN 0,23 sfðastliðna nótt
var allt slökkviliðið á Akurevri
kallað út vegna elds í Fataverk-
smiðjunni Heklu. Er að var
komið var mikill eldur í norður-
hluta hússins og logaði I vörum og
Kristján Jónsson bókasafnari
gluggar f kirkjusöguna frá
1497. Ljósmynd Mbl. RAX.
Bókau|)|>hoð Klausturhóla:
Kiilju.il
prentað 1497
Á bókauppboði Klausturhóla
í Tjarnarbúð í dag er margt
góðra bóka, en alls er 131
númer á uppboðinu. Á uppboð-
inu er m.a Historia ecclesiast-
ica eftir Eusebius, sem var
einn af kirkjufeðrunum á
fjórðu öld eftir Krist. Bókin,
sem fjallar um kirkjusögu var
prentuð á ítalíu 1497 og
flokkast því undir svokallað
vögguprent.
Þá má einnig nefna bækur
eins og Smámuni I-III eftir
Símon Bjarnason prentaða í
Reykjavík og á Akureyri
1872—1873. Biskupasögur
Jóns prófasts Halldórssonar í
Hítardal, en eintakið er með
þeim viðbæti sem út var
Framhald á bls. 20
HllN leit A VERDMIPANA 06
SVO EINS OG SKRÆKTI HÚN
06 ÁÐUR'ENfeVISSl AF. • •.
milliveggjum. Eldur og reykur
töfðu slökkvistarf til að byrja
með og brenndist einn reykkafari
Iftillega f andliti. Um klukkan 03
var slökkvistarfi lokið, en bruna-
vakt var í húsinu til morguns.
Jafnhliða slökkvistarfi var
unnið að björgun vörubirgða og
hráefnis. Ekki er ljóst, hver elds-
upptök eru, en húsið er nýtt og
velbúið öryggistækjum. Hjörtur
Eiriksson framkvæmdastjóri
sagði mjög miklar vöru- og hrá-
efnisbirgðir hafa verið í verk-
smiðjunni, en ógerlegt sé að segja
um hvert tjón hefur orðið á þeim.
Ljóst er að í bezta tilfelli er tjónið
upp á einhverja tugi milljóna
króna.
Eldurinn kom upp i skinnaaf-
göngum og fylltist verksmiðjan af
reyk og sóti. Er nú unnið að því að
kanna, hverjar skemmdir hafa
orðið á vörum og hráefni. Mun því
verki ekki verða lokið fyrr en
eftir helgi. Hjötur sagðist ekki
vita á þessu stigi málsins, hver
áhrif þetta hefði á rekstur fyrir-
fatadeild fer í gang á mánudag i
öðru húsnæði. Hins vegar er ekki
vitað, hvenær prjónadeild fer í
gang og er það mjög alvarlegt
mál, ef til langrar rekstrarstöðv-
unar kemur á henni því að þar er
framleiddur meirihluti útflutn-
ingsframleiðslu fyrirtækisins.
Eins og öllum er kunnugt er
nýlokið hálfs mánaðar rekstrar-
stöðvun vegna verkfalla og ef við
hana bætist rekstrarstöðvun, sem
einhverju nemur af völdum
bruna, þá gæti það haft alvarlegar
afleiðingar fyrir útflutning fyrir-
tækisins. —St. Eir.
ÍSAL ^
semur við
starfsfólkið
SAMNINGAR tókust í gær milli
tslenzka álfélagsins og samninga-
nefndar þeirra verkalýðs- og
iðnaðarmannafélaga, sem hlut
eiga að máli: Kjarasamningarnir
eru að meginhluta til byggðir á
nýgerðu samkomulagi milli ASl
og V'SI. Þeir munu verða lagðir
fyrir fundi félaga næstu daga til
samþykkis eða synjunar.
Þau félög, sem staðið hafa í
samníngum við ÍSAL, eru. Verka-
mannafélagið Hlíf, Verkakvenna-
félagið Framtíðin, P’élag bifvéla-
verkja, f’élag blikksmiða, F’élag
járniðnaðarmanna, Rafiðnaðar-
samband Islands vegna Félags
íslenzkra rafvirkja og Sveina-
félags útvarpsvirkja. Verzlunar-
mannafélag Hafnarfjarðar, Félag
byggingaiðnaðarmanna f Hafnar-
firði og Félag matreiðslumanna.
Fyrri samningum þessara aðila
var sagt upp 31. desember 1975 og
gengu þeir úr gildi 31. janúar
siðastliðinn. Samningaviðræður
hafa staðið frá miðjum jánúar og
var endanlega gengið frá samn-
ingunum og þeir undirritaðir með
venjulegum fyrirvara í gær.
Eins og áður tókust
samningarnir án milligöngu Uta-
semjara rfkisins.
Baldur og
Galatea
1 árekstri
Brezka freigátan Galatea sigldi
aftan á varðskipið Baldur á
niunda tímanum I gærmorgun.
Stefni freigátunnar kom á bak-
borðsafturhorn varðskipsins. Við
það kom rifa á stefni freigát-
unnar, en skemmdir á Baldri
urðu litlar sem engar. Þegar þetta
átti sér stað voru skipin stödd um
14 sjómílur austur af Langanesi á
friðaða svæðinu.
Að sögn Péturs Sigurðssonar
Framhald á bls. 20
FORRAÐAMENN nýja flug-
félagsins áttu i gær annan fund
með forsvarsmönnum Samvinnu-
bankans og Olíufélagsins um
kaup á flugvélakosti Air Vikings,
sem bankinn og Olíufélagið,
helztu kröfuhafar í þrotabúið
hafa nýlega eignazt. Að því er
Arngrímur Jóhannsson, stjórnar-
formaður Víkings, tjáði Morgun-
blaðinu i gær nálguðust aðilar
enn á þessum fundi en þó kvað
hann eiga eftir að leysa nokkur
minniháttar atriði. Hann kvað nú
frágengið að flugfélagið festi
kaup á þotum þeim sem voru i
eigu Air Vikings en endanlegt
kaupverð þeirra mun vera eitt
þeirra atriða sem eftir er að
ganga frá og vildi hann ekki
skýra frá því um hvaða verð væri
rætt. Sagði Arngrímur, að allt
þetta mundi liggja ljósar fyrir
eftir helgina.
Þá skýrði Arngrímur, frá því,
að nýja flugfélagið væri tilneytt
að breyta um nafn, þar eð það
gæti ekki fengið að halda
Víkingsnafninu. Til væri í firma-
skrá fyrirtækjaheitið Vikings-
ferðir frá fyrri tíð og eigendur
þess væru ófáanlegir til að láta
það heiti af hendi. Yrðu þvi for-
svarsmenn nýja flugfélagsins og
velunnarar að leggja höfuðið að
nýju í bleyti og finna nýtt nafn á
félagið.
Arngrímur kvað ýmis verkefni
loftinu, bæði hér heima og er-
lendis, jafnframt því sem verið
væri að vinna frekar að þeim
málum. Þá kvað hann búið að
semja um ársskoðun á þeirri þot-
unni, sem félagið kæmi til með að
nota í upphafi, og myndi hún fara
fram í Dublin í írlandi. Hann
vildi ekki gefa upp hvað sú skoð-
un kæmi til með að kosta en kvað
verðið mun lægra en þær tölur
sem hér hefðu heyrzt nefndar.
_________Framhald á bls. 20
Pólýfónkórinn
og Listahátíð:
„Töldum annað
en frumflutn-
ing óhagstætt”
— segir Knútur Halls-
son formaður Lista-
hátíðarnefndar
1 FRÉTT í Morgunblaðinu í gær
var þess getid að boði Pólýfón-
kórsins til Listahátíðar um flutn-
ings á H-moll messunni á Lista-
hátið hefði verið hafnað á þeirri
forsendu að Listahátíð miðaði við
að efni væri frumflutt á Lista-
hátíð sjálfri.
Morgunblaðið sneri sér til
Knúts Hallssonar formanns Lista-
hátíðarnefndar og spurðist fyrir
um framgang málsins.
„Það er rétt,“ sagói Knútur, „að
Pólýfónkórinn bauð okkur verkið
til flutnings á Listahátíð, en ætl-
aði hins vegar að frumflytja verk-
ið um n.k. páskahátíð, en það töld-
um við ekki hagstætt. Ef hann
hefði viljað frumflytja verkið að
Listahátíð eða eitthvað annað
verk, þá hefðum við haft mikinn
áhuga, því Ingólfur Guðbrands-
son er þarna með afburða kór.
Bréf þessu lútandi sendum við
Pólýfónkórnum 9. des. s.l. þar
sem sagði að Listahátíð væri
ávallt reiðubúin til viðræðna við
Pólýfónkórinn ef hann gæti boðið
upp á efni sem yrði frumflutt á
Listahátíð."
Hœtt við að skoða
brezku hraðbátana
SKIPHERRARNIR Þröstur
Sigtryggsson og Gunnar Ólafs-
son skoðuðu f gærmorgun
danskan hraðbát af svokallaðri
„WilIemoes“-gerð. Þá áttu skip-
herrarnir að skoða brezka hrað-
báta af Azter-gerð í dag, en af
því getur ekki orðið.
Pétur Sigurðsson forstjóri
Landhelgisgæzlunnar sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær,
að langur afgreiðslutími væri á
Willemoesbátunum, þannig að
frekar ósennilegt væri að þeir
yrðu teknir í þjónustu Islend-
inga ánæstunni. Hannsagðiað
þeir væru 220 lestir að stærð og
hefðu Norðurlandaþjóðir tekið
þessa báta i notkun í ríkum
mæli að undanförnu. Gang-
hraði bátanna er yfir 40 mílur á
klukkustund, en þeir eru knún-
ir 3 Rolls Royce gastúrbínum og
lítilli dísilvél sem notuð er
undir litlu álagi.
Þá sagði Pétur, að Gunnar og
Þröstur hefðu átt að skoða
hraðbáta í Glasgow í dag, en
vegna þess hve þeir stoppuðu
lítið þar, yrði ekkert af þvi.
Bátarnir sem skoða hefði átt i
Glasgow væru af Aztec-gerð, en
Bretar hefðu smíðað þá á und-
anförnum mánuðum fyrir
Mexicó. Þá væri ekki mikill
áhugi á þessum bátum á Is-
landi, þar sem þeir væru aðeins
rúmar 100 lestir að stærð.
Þannig lfta dönsku Willemoes-bátarnir út áteikningu