Morgunblaðið - 31.03.1976, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1976
29
VELV/XKAIMDI
Velvakandi svarar ! síma 10-100
kl 14—1 5. frá mánudegi til föstu-
dags
— Ég hef ekki huKmvnd um
hvað þú crt að gefa I skyn, hróp-
aði hún upp yfir sig. — Það er
eins og þú Iftir á mig sem ein-
hvern útsendara frænda mfns. Cg
var bara að koma skilaboðum
áleiðis.
— Ég skiL Allt f lagi. Hann
lagði höndina yfir hennar. — Eg
vildi bara vita hvað þú vissir. Við
skulum gleyma þcssu.
Þó að hann hefði ekki öðru
fengið áorkað hafði hún að
minnsta kosti nálgazt sinn rótta
aldur. Eitthvað af glæsiyfirborð-
inu var horfið. Honum þótti það á
vissan hátt leiðinlegt. Hún var
eins og umkomuiaus og ráðvillt
Iftil telpa.
— Hann ræsti vélina og ók
aftur af stað.
—Var alvörulfk f húsinu?
spurði Nicole hljóðlega.
— Já.
— Og reyndi bfll að keyra þig
niður?
— Já, sagði David. — Og ef þú
veizt eitthvað Nicole, grátbið ðg
þig að segja mér það. Þeir hefðu
lfka drcpið Helen. Og ekki trúi ég
þvf að hún sé flækt inn f ncitt af
mínum málun.
— Ég veit ekkert, sagði hún.
Q Eldborg ekki
á Mýrum
Mýramaður, Sigurjón Sigur-
björnsson, Lindarhvammi 7
skrifar:
í spurningaþætti sjónvarpsins
s.l. laugardag, kom spurning um
hvar síðasta eldgos á Vesturlandi
hefði átt upptök sín. Svarið, sem
dæmt var rétt, hljóðaði svo:
„Eldborg á Mýrurn."
Nú er þetta svar álíka vitlaust
og sagt væri að Akrafjall væri á
Kjalarnesi. Mýrum lýkur við
Hítará á sýslumörkum Mýrasýslu
og Hnappadalssýslu og er Eldborg
þvi i Hnappadalssýslu (Hnappa-
dal). En það er ekki að undra þótt
svona staðfræðivilla sé algeng,
þar sem í tugi ára hefir verið
kennd við mennta- og gagnfræða-
skóla jarðfræði, sem sýnir mynd
af Eldborg með undirskriftinni:
Eldborg á Mýrum.
# Mundi punta upp
á listahátíð
Laufey Einarsdóttir skrifar:
Hverskonar menn eru þetta
eiginlega, sem eru í nefnd
listahátíðar 1976? Þeir neita að
taka boði Ingólfs Guðbrandssonar
um að koma fram á listahátíð, og
það án endurgjalds. Hljómleikar
Polýfónkórsins eru ábyggilega
einn stærsti tónlistaviðburður ár
hvert. Þar sem margir en fjar-
verandi einmitt um páska, tapar
margur af þessum einstæða við-
burði, og væru fegnir að fá tæki-
færi til þess að heyra þessa hljóm-
leika á listahátið. Ég held líka að
bað verði ekki þörf á að punta
dálítið upp á þessa listahátíð
einmitt í ár, hún verður vist ekki
of góð.
0 tslenzkir lista-
menn koma
Þá fékk Velvakandi nafnlaust
bréf frá fólki, sem ekki er ánægt
með Benny gamla Goodman, eins
og það segir á listahátið og telur
að ekki hafi margir gaman af jazz.
Eins Vill það að tilteknir
íslendingar fái tækifæri til að
leika á listahátið, þ.e. Hafliði
Hallgrimsson, Gunnar Kvaran,
Einar Sveinbjörnsson, Ingvar
Jónsson, Unnur Sveinbjarnar-
dóttir, en þetta séu allt frammúr-
skarandi listamenn, sem dvelja
erlendis og hafa getið sér gott orð.
Sjálfsagt eru margar skoðanir
um hvað eigi að vera á
listahátíð, en sem betur fer eru
listahátíðir annað hvert ár og
meðal þeirra, sem þarna eru upp
taldir eru listamenn, sem þegar
hafa komið á listahátíð og hinir
koma vonandi lika, þó síðar verði.
En einn aðalþátturinn í
listahátíðum er einmitt að tæki-
færi gefst til að fá heim lista-
menn, sem eru við nám og störf
erlendis og sem við höfum ekki
eða a.m.k. ekki lengi átt kost á að
heyra til. Á hátíðinni nú verður
m.a. flutt verk eftir einn þessara
ágætu listamanna, Hafliða
Hallgrímsson, á kammertónleik-
um á Kjarvalsstöðum innan um
Mozart og Stravlnsky.
Hvað Benny Goodman viðvíkur,
þá skulum við bara bíða og sjá
hve marga aðdáendur hann á hér,
sem vilja koma að hlusta á hann
og sextett hans, sem hrifur
áheyrendur i Ameríku um þessar
mundir.
0 Dagskrá
komin
Velvakandi er einmitt nýbúinn
að sjá bráðabirgða dagskrá lista-
hátiðarinnar. Satt er það, að lista-
hátiðin er ekki eins iburðarmikil
og líklega ekki eins klassísk og oft
áður, enda munar um minna en
Azkenazy og allan vinahóp hans.
En ákvörðun var einmitt tekin
um að kosta minna til rétt núna,
þegar svona er ástatt i efnahags-
málum. Kannski lika eins gott fyr-
ir áheyrendur, færra freistar þvi
allir eru vist blankir nú. Samt er
þarna fjölmargt að sjá og heyra,
sem við höfum ekki átt kost á
fyrr, enda hafa sum sendiráð lagt
I púkkið til að efni yrðu á að ná
góðum listamönnum. Velvakandi
hlakkar a.m.k. til að njóta ýmis-
legs, sem þar er upp á boðið T.d.
eru þarna sýningar á verkum
franska málarans Schneiders á
Kjarvalsstöðum og austurriska
málarans Hunderwasser á Lista-
safninu, leikflokkar koma frá
Portúgal og Finnlandi og frá Fær-
eyjum, söngvararnir William
Walker frá Metropolitan í New
York og Anneliese Rothenberger
frá Þýzkalandi og pianóleikarinn
franski Rascal Rogé, svo eitthvað
sé nefnt. Einnig fáum við gamla
kunningja sem heilluðu á fyrri
hátíðum, svo sem gitarleikarann
John Williams og Cleo Lane og
John Dankwoth, sem öll eiga sér
siðan aðdáendur hér. Töluvert
verður af innlendri tónlist og með
Sinfóníuhljómsveitinni leikur á
fiðlu Unnur Ingólfsdóttir, sem er
að ljúka námi i Juliard tónlistar-
skólanum í New York, einum af
beztu tónlistarskólum heims og
hefur ekki fyrr leikið með hljóm-
sveitinni. Eitthvað hlýtur jafnvel
vandlátt fólk að fínna við sitt
hæfi.
HÖGNI HREKKVÍSI
,Hvaða óskunda hefur hann nú gert?“
52? SIGSA V/6GA £ ilLVtmi
LÆRIB VELRITUN
Ný námskeið eru að hefjast. Kennsla eingöngu á
rafmagnsritvélar Engin heimavinna Innritun og
upplýsingar í sima 21719.
41311.
i Vélritunarskólinn.
® Suðurlandsbraut 20
Þórunn H. Felixdóttir
LEITIÐAÐ ÞVOTTA VÉL MEÐ STÚRRI HURÐ
(auðvelt að hlaða og afhlaða)
LEITIÐ AÐ ÞVOTTA VÉL MEÐ STÓRUM ÞVOTTABELG
(fer betur með þvottinn-Þvær betur)
LEITIÐAÐ ÞVOTTAVÉL SEM ER ÖDÝR íREKSTRI
(tekur bæði heitt og kalt vatn, sparar rafmagn)
LEITIÐAÐ ÞVOTTAVÉL MEÐ DEMPURUM
(lengri ending og hljóðlátari)
LEITIÐ AÐ ÞVOTTA VÉL SEM ER ÞUNG
(meira fyrir peningana, vandaðri vara)
o.fl. o.fl. o.fl. o.fí. o.fí. o.fí. o.fl.
OG ÞÉR MUNUÐ SANNFÆRAST UM YFIRBURÐI
PHILCO ÞVOTTAVÉLANNA.
Þess vegna segjum við að þær hafi
VIÐGERÐARÞJÓNUSTA OKKAR TRYGGIR YÐAR HAG.
heimilistœki sf
Hafnarstræti 3—Sætúni 8